Skessuhorn


Skessuhorn - 28.09.2016, Blaðsíða 30

Skessuhorn - 28.09.2016, Blaðsíða 30
MIÐVIKUDAGUR 28. SEPTEMBER 201630 „Hver er besti dagur vikunnar?“ Spurning vikunnar (Spurt á Akranesi) Stefán Lárus Pálsson: „Ég held það sé föstudagur, þá fer maður að slaka á og búa sig undir rólega helgi.“ Sigurrós Sigtryggsdóttir: „Örugglega mánudagur. Við spilum alltaf á mánudögum gamla fólkið.“ Ingvar Þórisson: „Föstudagur.“ Hallgrímur Valgeir Yoakum: „Laugardagur, það er skemmti- legur dagur.“ Sigríður Hallgrímsdóttir: „Dagurinn í dag er alltaf mjög góður.“ Hæfileikamót KSÍ og N1 drengja í knattspyrnu fór fram í Kórnum í Kópavogi um síðustu helgi. Mót- ið fór fram undir stjórn Halldórs Björnssonar en hann hefur undan- farið ferðast um landið með Hæfi- leikamótin. Þetta mót er framhald af þeirri vinnu en þarna voru á ferð strákar á aldrinum 13 og 14 ára eða í 4. flokki. Alls voru 92 drengir alls- staðar af landinu mætti og komu m.a. tveir þeirra frá Snæfellsnesi. Fengu strákarnir heilmikla fræðslu og æfingar um leið og þeir nutu sín við að spila fótbolta með öðrum strákum á sínum aldri. Þarna eru á ferðinni mjög svo efnilegir strákar og vonandi gengur þeim allt í hag- inn í framtíðinni. þa Mættu á hæfileikamót í fótbolta Vatnsmótið í golfi fór fram á Garða- velli á Akranesi laugardaginn 24. september síðastliðinn. Mótið er innanfélagsmót kylfinga í Golf- klúbbnum Leyni og eitt elsta inn- anfélagsmót klúbbsins. Dregur það nafn sitt af miklu vatnsveðri sem var þegar mótið var haldið fyrsta sinni árið 1970. Stóð mótið sannarlega undir nafni að þessu sinni. Þegar kylfingar höfðu leikið fyrstu níu hol- urnar gerði mikla rigningu og gekk á með hvassviðri um tíma. Kylfing- arnir létu það þó ekki á sig fá og luku keppni með sóma. Þátttaka var með minna móti, en alls tóku 13 kylfing- ar þátt að þessu sinni. Helstu úrslit urðu eftirfarandi: Punktakeppni með forgjöf: 1.sæti, Bjarni Þór Bjarnason, 32 punktar (betri á seinni níu) 2.sæti, Magnús Daníel Brandsson, 32 punktar 3.sæti, Einar Jónsson, 29 punktar (betri á seinni níu) Höggleikur án forgjafar (besta skor): 1.sæti, Björn Viktor Viktorsson, 88 högg Nándarverðlaun: 3. hola, Jón Ármann Einarsson 6,78 m 8. hola, Björn Viktor Viktorsson 7,04 m „Golfklúbburinn Leynir þakkar keppendum fyrir þátttökuna og ósk- ar vinningshöfum til hamingju með árangurinn. Vinningshafar geta sótt vinninga á skrifstofu GL frá og með mánudeginum 26. september,“ segir í frétt á vef GL. kgk/ Ljósm. úr safni. Vatnsmótið stóð undir nafni Forsvarsmenn Golfklúbbsins Leynis hafa kynnt bæjaryfirvöldum á Akranesi hugmyndir sínar um nýja félagsaðstöðu í stað þeirr- ar sem nú stendur við Garðavöll. „Núverandi húsnæði takmarkar okkar starfsemi töluvert og er orð- ið barn síns tíma. Húsið var byggt um miðja síðustu öld, er orðið lúið og hentar ekki nægilega vel til að við getum haldið áfram upp- byggingu á starfi klúbbsins,“ seg- ir Þórður Emil Ólafsson, formað- ur GL, í samtali við Skessuhorns. Einnig segir Þórður að forsvars- menn klúbbsins horfi til þeirr- ar umræðu sem verið hefur inn- an Golfsambands Íslands að und- anförnu að raða völlum landsins í flokka eftir gæðum. „GSÍ hefur verið að skoða að raða golfvöllum upp í gæðaröð og stilla þeim upp í A, B og C flokka eftir gæðum. Það mat næði til vallarins sjálfs en tæki líka mið af allri umgjörð, það er að segja félagsaðstöðu og æfingasvæð- is,“ segir Þórður. „Verði af þessum hugmyndum GSÍ þá teljum við víst að Garðavöllur myndi enda í B flokki út af húsnæðinu. Völlurinn sjálfur er með þeim betri á landinu og æfingaaðstaðan góð, en félags- aðstaðan myndi draga okkur niður í B flokk,“ bætir hann við. Komi til þess segir Þórður að golfklúbbur- inn geti orðið af tekjumöguleikum sem aftur myndu hamla uppbygg- ingu klúbbsins. „GSÍ myndi þá setja þá kröfu að þeirra mót yrðu haldin á völlum í A flokki. Það myndi þýða að við myndum missa frá okkur öll mót í Eimskipsmóta- röðinni, Íslandsmótaröðinni og fleiri mót. Eitt mót í Eimskips- mótaröðinni gefur klúbbnum að minnsta kosti hálfa milljón króna í tekjur,“ segir Þórður. Verður af umtalsverðum tekjum Í núverandi félagsaðstöðu GL er rými fyrir 65 manns í sæti í sal. Það þýðir að golfklúbburinn getur ekki tekið á móti stórum hópum sem annars myndu vilja sækja Akra- nes heim til að spila golf. Verð- ur klúbburinn þar af umtalsverð- um tekjum. „Stór fyrirtækjamót gefa golfklúbbum góðar tekjur, en þau telja yfirleitt í kringum hundr- að manns. Það þýðir að við get- um ekki tekið á móti þeim hópum þrátt fyrir að menn vilji gjarnan spila völlinn,“ segir hann. Aðspurður segir hann að hug- myndir Leynismanna geri ráð fyr- ir um 400 fermetra félagsaðstöðu með rými fyrir 120 til 130 manns í sæti í sal. Þórður segir að þetta sé lágmarksstærð fyrir félagsaðstöðu golfklúbbsins. Þegar stór mót eru haldin, völlurinn fullsetinn og allir að spila í einu þá þýði það rúmlega hundrað kylfinga. „Í raun er þetta því nauðsynleg stærð til að klúbb- urinn geti tekið þátt í að halda stór mót, hvort sem er á Eim- skipsmótaröðinni og Íslandsmóta- röðinni eða fyrirtækjamót,“ segir Þórður og bætir því við að einnig muni félagsaðstaða hýsa innanhúss æfingaaðstöðu fyrir félagsmenn, sem nú er til hýst í vélaskemmunni innan um vélar og tæki. Hann tel- ur auk þess að önnur félagasamtök gætu ef til vill líka nýtt sér salinn. „Þar sem okkar aðal starf fer fram á sumrin gæti salurinn gæti vel nýst annars konar félagasamtökum sem hafa sitt aðal starf yfir vetrartím- ann. Ég held það gæti komið bæn- um vel því oft vantar sali fyrir ým- iss konar starfsemi,“ segir hann. Á annað hundrað milljónir króna Búið er að teikna yfirlitsmynd og grófhanna félagsaðstöðuna. Gróf kostnaðaráætlun gerir ráð fyrir að kostnaður við gerð nýrrar félags- aðstöðu muni nema vel á annað hundrað milljónir króna en borga sig upp á um það bil 15 árum. „Það er augljóst að einn og óstuddur er klúbburinn ekki burðugur til að ráðast í þessa framkvæmd. Ég held að kostnaðurinn verði aldrei mikið lægri en við ætlum okkur að ná niður byggingakostnaðin- um með því að reyna að gera þetta af skynsemi og vinna mikið sjálf. Það gerðum við þegar við byggð- um skemmuna og það gekk mjög vel upp. Við fengum framkvæmda- samning hjá bænum og svo unnu félagsmenn gríðarmikið í sjálf- boðavinnu og gaf það mjög góða raun,“ segir Þórður. Hvort og hvenær getur orðið af framkvæmdum segir Þórður að velti alfarið á viðtökum bæjaryfir- valda. Hugmyndir að nýrri félags- aðstöðu hafa verið kynntar um- hverfis- og skipulagsráði og eru því komnar inn á borð Akranes- kaupstaðar. „Bætt félagsaðstaða hefur verið draumsýn okkar í mörg ár og við erum að reyna að hreyfa við hlutunum núna. Árlega eru á Garðavelli spilaðir um 12 þús- und hringir af kylfingum sem ekki eru félagar í GL heldur koma sér- staklega hingað í bæinn til að spila golf. Ég held að það sé fátt ann- að á Akranesi sem dregur að jafn mikinn fjölda fólks á ári hverju og golfvöllurinn,“ segir Þórður að lokum. kgk „Bætt félagsaðstaða hefur verið draumsýn okkar í mörg ár“ Núverandi félagsaðstaða Golfklúbbsins Leynis við Garðavöll á Akranesi tekur um 65 manns í sæti í sal. „Húsið er barn síns tíma og hentar ekki nægilega vel til að við getum haldið áfram uppbyggingu á starfi klúbbsins,“ segir formaður golf- klúbbsins. Þórður Emil Ólafsson, formaður GL. Ljósm. úr safni.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.