Skessuhorn - 28.09.2016, Blaðsíða 4
MIÐVIKUDAGUR 28. SEPTEMBER 20164
Kirkjubraut 54-56 - Akranesi - Sími: 433 5500 - www.skessuhorn.is
Skessuhorn kemur út alla miðvikudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 14.00 á þriðjudögum.
Auglýsendum er bent á að panta auglýsingapláss tímanlega. Skráningarfrestur smá-
auglýsinga er til 12.00 á þriðjudögum.
Blaðið er gefið út í 3.800 eintökum og selt til áskrifenda og í lausasölu.
Áskriftarverð er 2.835 krónur með vsk. á mánuði. Elli- og örorkulífeyrisþegar greiða
kr. 2.457. Rafræn áskrift kostar 2.226 kr. Rafræn áskrift til elli- og örorkulífeyrisþega er 2.058 kr.
Áskrifendur blaðs fá 50% afslátt af verði rafrænnar áskriftar. Verð í lausasölu er 750 kr.
SKRIFSTOFA BLAÐSINS ER OPIN KL. 9-16 VIRKA DAGA
Útgefandi: Skessuhorn ehf. skessuhorn@skessuhorn.is
Ritstjórn:
Magnús Magnússon, ritstjóri s. 894 8998 magnus@skessuhorn.is
Guðný Ruth Þorfinnsdóttir gudny@skessuhorn.is
Kristján Gauti Karlsson kgauti@skessuhorn.is
Auglýsingar og dreifing:
Lísbet Sigurðardóttir lisbet@skessuhorn.is
Valdimar Björgvinsson valdimar@skessuhorn.is
Umbrot og hönnun:
Tinna Ósk Grímarsdóttir tinna@skessuhorn.is
Þórarinn Ingi Tómasson toti@skessuhorn.is
Bókhald og innheimta:
Guðbjörg Ólafsdóttir bokhald@skessuhorn.is
Prentun: Landsprent ehf.
Að kalla eftir
virðingu annarra
Á morgun verður réttur mánuður þar til Íslendingar ganga að kjörborðinu og
kjósa nýtt þing. Um margt verða þessar kosningar óvenjulegar. Nefna má að
þær fara fram þegar hálft ár verður eftir af hefðbundnu kjörtímabili og þær
marka einnig ákveðin tímamót í óvenjulegu róstursömu og leiðinlegu ári í ís-
lenskum stjórnmálum. Í aðdraganda kosninga loga sumir stjórnmálaflokkar af
innri átökum og baráttu um völd og vegtyllur, í stað þess að vera nú að kynna
stefnumál sín og áherslur til að ganga í augu kjósenda.
Ef niðurstaða kosninganna í lok október verður í einhverri líkingu við það
sem skoðanakannanir nú gefa vísbendingar um er nánast útilokað að hægt
verði að mynda tveggja flokka ríkissjórn að þeim loknum. Raunar má þakka
fyrir að niðurstaðan verði svo afdráttarlaus að þrír flokkar dygðu til að mynda
starfhæfa stjórn. En vika er náttúrlega langur tími í pólitík og hvað þá fjór-
ar. Reyndar held ég að við þær aðstæður sem nú ríkja verði þeim flokkum
sem koma til með að móta stjórn hollt að þurfa að leita lausna í hópi þriggja
eða jafnvel fjögurra flokka. Þá verða menn að semja um áherslur og halda sig
við áætlun sem gerð er í upphafi. Það er erfiðara fyrir ríkisstjórnarflokka að
standa ekki við fyrirheit sín þegar samstarfsaðilarnir eru fleiri en tveir. Auð-
vitað þýðir það ákveðna hættu á viðgangi villikatta, eins og við þekkjum úr
nýlegri sögu, og þar af leiðandi gætum við hæglega upplifað tíma þar sem
kjörtímabilin munu ekki ná fjórum árum. Allar líkur eru í það minnsta á að
hinn hefðbundni fjórflokkur sé búinn að missa tökin. Auðvitað breytist gríðar-
lega hið pólitíska mynstur ef til dæmis hinir grasrótarsinnuðu Píratar ná fjórð-
ungs- til fimmtungsfylgi. Þeir hafa hins vegar útilokað stjórnarsamstarf við
Sjálfstæðisflokkinn enda kannski ekki hægt að ímynda sér að þessar tvær ólíku
fjöldahreyfingar eigi samleið. Kannski mun enginn flokkur kjósa að halla sér
í átt til Pírata, vegna þess hversu ólíkur sá hópur er öllu litrófi hefðbundinna
stjórnmálahreyfinga, hér heima sem erlendis. En þess vegna einmitt veðjar
fólk á þá og við getum því allt eins búist við Gnarr-áhrifum líkt og gerðust í
borgarstjórnarkosningum um árið. Á þessum tímapunkti á einnig eftir að skýr-
ast hvort Sjálfstæðisflokkurinn nái þeim slagkrafti sem hann stefndi á með svo
laskað jafnvægi milli karl- og kvenframbjóðenda. Allavega er gert góðlátlegt
grín að því að nú séu einungis karlar eftir í uppvaskinu í Valhöll.
Hinir fyrrum samstarfsflokkar, Samfylking og Vinstri grænir, eru líklega
ekki nálægt því að geta myndað stjórn án þátttöku fleiri flokka. Hinn nýi flokk-
ur Viðreisnar er óskrifað blað, en er þó að sækja í sig veðrið og heggur í raðir
þeirra flokka sem beinlínis þjást af sjálfsofnæmi, beggja megin við miðju lit-
rófsins. Margir af litlu nýflokkunum munu hins vegar ekki eiga erindi sem erf-
iði, enda eru þeir alltof margir og líkir hver öðrum til að skapa sér sérstöðu í
augum kjósenda.
En augu flestra beinast að innri flokksátökum í Framsóknarflokknum. Þar
berast menn nú á banaspjótum og einungis tæpum mánuði fyrir kosningar
verður kosið um nýja flokksforystu. Mér sýnist að sama hvernig sú barátta
fer muni þessi nær aldargamli flokkur ekki ná að ganga sameinaður til kosn-
inga, heldur laskaður og illa þjakaður af valdabaráttu. Þar hefðu menn þurft að
ganga hreint til verks fyrr á þessu ári og reyna í það minnsta að láta líta út fyrir
að flokkurinn snúist ekki um foringjana, heldur fólkið sem skipar flokkinn.
En hvernig sem niðurstaða kosninganna verður, byggir hún á vilja fólksins
í landinu. Við ráðum þessu náttúrlega þegar upp er staðið og þannig á það að
vera. Ég hygg að flestir vilji nú umfram allt annað að meiri sátt náist í þjóð-
félaginu og að landsmenn geti mögulega séð fyrir endann á þeirri úlfúð og
virðingarleysi sem einkennt hefur stjórnmálin á síðustu árum. Til frambjóð-
enda segi ég því: Það þarf að haga sér sómasamlega til að ætlast til virðingar
annarra. Gangi ykkur vel með það.
Magnús Magnússon.
Leiðari
Fiskmarkaður Íslands hf. hefur
ráðið Aron Baldursson sem nýjan
framkvæmdastjóra félagsins, jafn-
framt mun Páll Ingólfsson láta af
störfum að eigin ósk. Þetta kemur
fram í fréttatilkynningu frá Guð-
mundi Smára Guðmundssyni for-
manni stjórnar FÍ. Aron er fædd-
ur og uppalinn í Rifi á Snæfells-
nesi. Undanfarin átta ár hefur hann
starfað sem sölu- og viðskiptastjóri
á fyrirtækjasviði hjá Skeljungi hf.
Áður starfaði Aron sem stýrimaður
á Rifsara SH-70 sem er í eigu fjöl-
skyldu hans. Aron lauk BS.c gráðu
i viðskiptafræði við Háskólann í
Reykjavík vorið 2013. Einnig hef-
ur hann lokið útvegsrekstrarfræði
frá Tækniskólanum og þriðja stigs
skipstjórnarprófi frá Stýrimann-
skólanum í Reykjavík. Aron er í
sambúð með Karitas Hrafns Elv-
arsdóttur og eiga þau einn son.
Páll Ingólfsson sem gegnt hefur
stöðunni í rúm átta ár lætur nú af
störfum að eigin ósk en hann hef-
ur verið viðloðandi félagið allt frá
stofnun þess. Hann var stjórnar-
formaður til ársins 2008 og fram-
kvæmdastjóri frá sama ári og til
dagsins í dag.
mm
Aron Baldursson tekur við
Fiskmarkaði Íslands
MMR kannaði fylgi stjórnmála-
flokka og stuðning við ríkisstjórn-
ina á tímabilinu 12. til 19. septem-
ber síðastliðinn. Sjálfstæðisflokk-
urinn og Píratar mældust með jafn
mikið fylgi, eða 22,7% hvor flokk-
ur fyrir sig. Fylgi Vinstri-grænna
mældist 13,2% og hefur verið
nokkuð stöðugt síðan í seinnihluta
júlí þegar fylgi flokksins mæld-
ist 12,9%. Viðreisn mældist með
11,5% fylgi, sem er 2,7 prósentu-
stigum meira en í síðustu könn-
un sem lauk 29. ágúst. Framsókn
mældist með 11% fylgi og mæld-
ist 10,6% í síðustu könnun. Sam-
fylkingin mældist með 8,1% fylgi,
borið saman við 9,1% í síðustu
könnun. Björt framtíð mældist
með 4,1% fylgi, borið saman við
4,5% í síðustu könnun. Fylgi ann-
arra flokka mældist um og und-
ir 2%.
Stuðningur við ríkisstjórnina
mældist 35,6%, borið saman við
33,9% í síðustu könnun sem fram-
kvæmd var síðari hluta júlímán-
aðar.
mm
Sjálfstæðisflokkur og
Píratar hnífjafnir
Eins og greint er frá í Skessuhorni
í síðustu viku hafa um eða yfir 30
óhöpp eða slys orðið á Skógar-
strandarvegi, 60 km löngum mal-
arvegi sem liggur milli Hörðudals
og Stykkishólmsvegar. Þrettán
sinnum hefur lögregla og sjúkra-
lið mætt á vettvang vegna slysa á
fólki og um 20 manns hafa þurft
að leita sér læknishjálpar, að sögn
Níels Hermannssonar, lögreglu-
þjóns í Dölum. Sveitarstjórn Dala-
byggðar ræddi málefni vegarins á
fundi sínum þriðjudaginn 20. sept-
ember síðastliðinn, meðal ann-
ars að umferð hafi stóraukist um
veginn undanfarin ár. „Samkvæmt
umferðartölum Vegagerðarinn-
ar var sumardagsumferð um veg-
inn árið 2015 allt að 344 bílar og
er aukning umferðar allt að 160%
frá árinu 2010,“ segir í fundargerð.
Þar segir enn fremur að vegurinn
sé aðeins 5 til 5,5 metra breiður en
ætti að vera að lágmarki 6,5 metr-
ar á breidd. Einbreiðar brýr eru
14, blindhæðir margar og beygjur
krappar. Hann verður mjög fljótt
grófur og holóttur eftir að hann er
heflaður vegna þess að lítið er eftir
af yfirborðsefninu.
Endurbygging ekki
hluti af áætlunum
Vegamálastjóri sendi íbúum á
Skógarströnd tölvupóst vegna
vegarins fyrr á árinu. Þar kem-
ur fram að Vegagerðin hafi ekkert
fjármagn í aðgerðir við veginn og
að endurbygging hans sé ekki hluti
af neinum áætlunum. Vegagerð-
in sé að reyna að koma einhverju
fjármagni til endurbóta vegar-
ins inn á næstu fjögurra ára áætl-
un, 2019-2022. Hins vegar sé það
annarra að ákveða hvort fé verður
lagt til vegarins.
Í ljósi ástandsins lagði sveitar-
stjórn Dalabyggðar fram eftirfar-
andi bókun á áðurnefndum fundi:
„Sveitarstjórn Dalabyggðar krefst
þess að Alþingi og ríkisstjórn
vakni af Þyrnirósarsvefni og setji
verulega aukið fjármagn til sam-
göngumála þannig að íbúar lands-
ins og gestir geti ferðast um land-
ið með þokkalega öruggum hætti.
Ekki ætti að þurfa að stofna til
nýrra gjaldstofna þar sem álögur
á eldsneyti og farartæki eru þeg-
ar skýjum ofar. Tekjur ríkissjóðs af
ferðaþjónustunni eru umtalsverðar
og fara hratt vaxandi og sjálfsögð
krafa er að þær renni að hluta til
uppbyggingar innviða. Sveitar-
stjórn Dalabyggðar krefst þess að
endurbygging Snæfellsnesvegar
um Skógarströnd verði sett á sam-
gönguáætlun hið allra fyrsta og að
eðlilegu viðhaldi verði sinnt þar til
endurbygging hefst.“
kgk
Krefjast þess að Alþingi og ríkisstjórn
vakni af Þyrnirósarsvefni
Svipmynd frá Skógarstrandarvegi, tekin um miðjan septembermánuð. Í þeirri viku
urðu þrjár bílveltur á veginum. Ljósm. bj.