Skessuhorn


Skessuhorn - 28.06.2017, Blaðsíða 25

Skessuhorn - 28.06.2017, Blaðsíða 25
MIÐVIKUDAGUR 28. júNÍ 2017 25 Í síðustu viku fór Hjólakraftur, eða WOW Cyclothon, hringinn í kringum landið og byrjaði ferð yngri hjólara í Borgarnesi. Hjólakraftur er hópur ungs hjólreiðafólks. Nú í ár er safnað fyrir Slysavarnafélagið Landsbjörg. Það átti því vel við að félagar í Björgunarfélagi Akraness og björgunarsveitunum Brák og Oki mættu í Borgarnes til að spjalla við þau 110 ungmenni sem taka þátt í hringferðinni. Þetta er fjórða árið sem ungmenni á vegum Hjólakrafts leggja þessa þrekraun á sig en fyrst kepptu þau fyrir fjórum árum og þá fór tíu manna hópur en í dag telur hópurinn 110 eins og áður segir. Hjólakraftur mætti mikilum mót- vindi í ferðinni og allskyns veðrum. Þrátt fyrir dapurt veður var aldrei neinn bilbug að finna og gleðin sem einkenndi hópinn, að sögn Einars Bárðarsonar upplýsingafulltrúa. „Þetta er ótrúlegt ævintýri og ekki hægt að lýsa því hvað þetta gerir mikið fyrir sjálfstraustið hjá þessum krökkum,” segir Þorvaldur Daní- elsson framkvæmdastjóri og frum- kraftur Hjólakrafts. „Þetta eru í mörgum tilfellum krakkar sem hafa upplifað sig utanveltu þegar kemur að hefðbundnum íþróttum í skólum en hafa fundið sig í hjólreiðunum,” bætti hann við. Mikil útgerð fylgdi hjólakrökkunum í Hjólakrafti. Með þeim í för voru þrjár rútur, húsbíll og flutningabíll fyrir öll hjólin auk nokkurra minni bíla. En ekki veitti af því um það bil sextíu krakkar eru að hjóla í keppninni í einu auk margra tuga sjálfboða sem koma við sögu. WOW Cyclothon fór síðan af stað daginn eftir þegar liðakeppni fullorðinna hófst í Reykjavík. Hjól- að var réttsælis í kringum landið, tæpir 1400 kílómetrar. mm/ Ljósm. Þór Þorsteinsson. Hjólakraftur lagði upp frá Borgarnesi Næstkomandi föstudag verður opnuð myndlistar- og handverks- sýning í Átthagastofu Snæfellsbæj- ar í Ólafsvík. Þar munu tveir Óls- arar sýna verk sín, þau Metta Íris Kristjánsdóttir og Vagn Ingólfs- son. Sýningin verður opnuð klukk- an 17 og verður opin alla helgina á Ólafsvíkurvöku og mun svo standa til 23. júlí næstkomandi. Sterkar taugar vestur Metta Íris er fædd og uppalin í Ólafsvík en hefur búið á höfuð- borgarsvæðinu öll sín fullorðins- ár. „Allt mitt fólk er fætt og uppal- ið í Ólafsvík og maður hefur sterk- ar taugar þangað. Foreldrar mínir fluttu til Reykjavíkur þegar ég var tíu ára gömul en ég var áfram mik- ið í Ólafsvík hjá ættingjum og vin- konu minni. Ég sótti mikið þang- að og leiddist í Reykjavík. Svo þeg- ar ég varð sextán ára þá fannst mér Reykjavík orðin meira heillandi en landsbyggðin,“ útskýrir Metta. Hún segist þó alltaf hafa sínar sterku taugar vestur og fer þang- að reglulega. Þetta er í þriðja sinn sem Metta sýnir í Ólafsvík frá árinu 2011. „Fyrsta sýningin sem ég hélt í Ólafsvík var í Mettubúð. Það hús lét Metta Kristjánsdóttir, föðuramma mín, reisa fyrir slysa- varnarfélagið. Húsið var svo nefnt Mettubúð í höfuðið á henni,“ seg- ir Metta Íris sem einnig hefur sýnt víða á höfuðborgarsvæðinu og á Vesturlandi. „Ég hef tekið þátt í samsýningum með myndlistar- félaginu Grósku í Garðabæ, ver- ið með á jónsmessusýningu á Sjá- landi í Garðabæ, sýnt í Ferstiklu í Hvalfirði, Hótel Sól á Hvanneyri og víðar. Ég hef reynt að gera eitt- hvað á hverju ári en svo koma tímar þar sem maður er kannski ekki í stuði og þá verður bara að hafa það,“ segir hún og hlær. „Maður fer ekki að mála ef maður er ekki í formi, það er alveg á tæru,“ bæt- ir hún við. Myndlistin eins og heilun Metta byrjaði fyrst að mála fyr- ir níu árum síðan. „Þá byrjaði ég að fikta með pensilinn og hef ekk- ert stoppað síðan. Myndlistin er í raun eins og heilun fyrir mig. Ég hef farið á mörg námskeið og auk þess lært í Myndlistarskóla Kópa- vogs.“ Metta Íris vinnur ýmist með olíu eða gerir verk úr bleki. „Ég geri bæði landslagsmyndir og abstrakt, sitt lítið af hvoru. Ég tek mikið af myndum sjálf og mála stundum eftir þeim en annars er þetta bara eitthvað sem kemur upp í huga mér og ég mála það. Fólk spyr mig oft hvaðan myndirnar eru en ég á oft erfitt með að svara því, þetta er bara eitthvað sem er í kollinum á mér. Ég mála mikið steina og fjöll, finnst ofsalega gam- an að spreyta mig á landslaginu.“ Hún segir að innblásturinn komi við það sem hún er að gera hverju sinni. Fyrr í sumar málaði hún þó við strendur Gardavatns á Ítalíu og segir það hafa verið ógleyman- legt. „Við fórum ellefu konur með Önnu Gunnlaugsdóttur myndlist- arkennara. Við vorum á námskeiði, fórum víða og sáum margt fallegt og fróðlegt. Svo stóðum við niðri við Gardavatn og máluðum. Það var algjör upplifun og með betri ferðum sem ég hef farið erlend- is. Þetta var svo stórfenglegt,“ út- skýrir Metta Íris. Hún segir fram- undan að fara á fleiri námskeið hjá Önnu Gunnlaugsdóttur. „Maður er alltaf að bæta við sig einhverri tækni og það er nauðsynlegt að halda sér í formi til að geta gert eitthvað. Maður getur endalaust bætt við sig.“ Öllum brögðum beitt Sjómaðurinn Vagn Ingólfsson frá Ólafsvík skapar listaverk úr tré. Hann mun sýna handverk sitt á samsýningunni í Átthagastofu, en þetta er fyrsta sýningin sem Vagn tekur þátt í. „Ég fór að dunda mér í þessu handverki fyrir einhverjum tveimur árum síðan af einhverri alvöru. Bróðir minn hefur ver- ið að gera töluvert af þessu og ég var búin að hugsa um að það væri gaman að prufa en gerði ekkert í því. Ég villtist svo inn á sýningu í Perlunni hjá snillingi sem heitir jón Adolf Steinólfsson og sem bet- ur fer var rólegt þar þegar ég kom. Ég átti spjall við karlinn, við náð- um vel saman og ég fór bara veikur út. Fór svo að prufa og það geng- ur bara ljómandi vel,“ segir Vagn í samtali við Skessuhorn. Hann seg- ist sinna listinni samhliða vinnunni en hvert verk tekur töluverðan tíma í gerð og krefst mikillar þol- inmæði. Vagn notar ýmis verkfæri á viðinn en handverk hans er allt unnið úr tré. „Ég hef bæði gert bátalíkön og verið að skera út, er til dæmis að búa til mannslíkama og hluta af mannslíkama. Þetta er bæði skorið og í raun öllum brögð- um beitt við að ná þessu fram,“ segir Vagn að endingu. grþ Sýna handverk og myndlist í Átthagastofu Metta Íris Kristjánsdóttir við verk sín þegar hún sýndi í Ferstikluskála haustið 2015. Vagn Ingólfsson með nokkur af verkum sínum. Sigurfari - siglingafélag Akraness stóð fyrir námskeiði í siglingum á kænum um síðustu helgi. Fyrir þá sem ekki þekkja eru kænur litl- ir seglbátar sem bera einn til tvo og henta vel til siglingakennslu fyrir byrjendur. Kennari á nám- skeiðinu var Hilmar Páll Hannes- son frá Siglingaklúbbnum Brokey í Reykjavík. Hilmar er reyndur sigl- ingamaður og hefur bæði þjálfað og keppt í íþróttinni. Námskeiðið stóð frá föstudegi til sunnudags, í um fjóra tíma hvern dag, og þát- takendur voru sex. Að sögn Guð- mundar Benediktssonar formanns Sigurfara voru piltarnir á nám- skeiðinu og aðstandendur þeirra ánægðir með námskeiðið og eru flestir á því að halda áfram sigling- um ef tækifæri gefst. Um þessa sömu helgi átti einn- ig að fara fram árlegt Faxaflóamót kjölbáta, en því var frestað föstu- dag og laugardag og einungis siglt Reykjavík-Akranes og til baka á sunnudeginum. Ekki skorti vind- inn, en segja má að þar hafi blás- ið fullmikið af því góða, að sögn Guðmundar. „Þetta námskeið er mikilvægur áfangi í starfi okkar unga félags. Með því hefur félagið komið sér á kortið og gefið vísbendingu um það líf sem öflugur siglingaklúbbur getur stuðlað að við höfnina. Sigl- inganámskeiðið er ekki einung- is verk félagsmanna. Fleiri hlupu undir bagga til að það gæti orðið. Eyjólfur M. Eyjólfsson, fyrsti for- maður Sigurfara, var búinn að ýta þessari hugmynd langt, en einn- ig lögðu ómetanlegt lið Siglinga- klúbburinn Brokey í Reykjavík, Björgunarfélag Akraness, Spöl- ur og Faxaflóahafnir, auk Akra- neskaupstaðar og ÍA. Sérstaklega þökkum við Hilmari þjálfara, sem lagði sitt af mörkum við að hjálpa til við uppbyggingu starfsins. Hann stýrði námskeiðinu af mik- illi festu og greinilegt að þarna er vanur siglingamaður leiðbeinandi á ferð. Stefnt er að því að haldið verði annað námskeið er líður á sumarið. Vonum við svo sannar- lega að það verði að veruleika,“ segir Guðmundur Benediktsson formaður Sigurfara - Siglinga- félags Akraness. mm Sigurfari stóð fyrir námskeiði í siglingum Kennarinn var ánægður með nemendurna. Spenntir þáttakendur á fyrsta degi námskeiðs.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.