Skessuhorn


Skessuhorn - 28.06.2017, Blaðsíða 11

Skessuhorn - 28.06.2017, Blaðsíða 11
MIÐVIKUDAGUR 28. júNÍ 2017 11 AKRANESI - 1. júlí 2017 BREKKU SÖNGU R CLUB 71 VIÐ AK RANES VÖLL KL:2 2:00 Á ÍRSKUM DÖGUM Jónas Sig og Ritvélar framtíðarinnar Páll Óskar Emmsjé Gauti Dimma Síðan Skein Sól ? Miðasala í Eymundsson Akranesi & á Miði.is SK ES SU H O R N 2 01 7 Laus störf hjá Akraneskaupstað Eftirfarandi störf eru laus til umsóknar: Leikskólinn Garðasel Tímabundin staða starfsmanns til eins árs Grundaskóli Deildarstjóri frístundar Stuðningsfulltrúi/skólaliði Nánari upplýsingar um ofangreind störf er að finna á www.akranes.is Jákvæðni, metnaður og víðsýniwww.akranes.is Hljómlistarfélag Borgarfjarðar var stofnað í Borgarnesi 1. júní síð- astliðinn. Það voru fjórir Borg- nesingar sem tóku sig saman og ákváðu að stofna félagið, þau Þóra Sif Svansdóttir, sem jafnframt er formaður félagsins, Halldór Hólm Kristjánsson, Daði Georgsson og Sigurþór Kristjánsson, best þekkt- ur sem Sissi. Öll hafa þau unnið mikið í tónlist og fannst vanta fé- lag sem gæti veitt tónlistarmönn- um í Borgarfirði stuðning og stuðlað að samstöðu. „Við vinnum öll í tónlist og ákváðum að setja þetta félag saman, því okkur fannst vanta einhverja samstöðu hjá tón- listarmönnum hérna í héraðinu,“ segir Halldór Hólm í samtali við Skessuhorn. Halldór segir félagið vera fyrir allt tónlistarfólk á svæð- inu og að allir geti gengið í það. Það sé þó fyrst og fremst hugsað fyrir flytjendur rythmískrar tón- listar, en ekki klassískrar. „Tón- listarfélag Borgarfjarðar heldur vel utan um þann hluta af tónlistar- starfinu. Við erum meira í dægur- lögum og þess háttar tónlist.“ Riðu á vaðið um liðna helgi Samhliða því að styðja við bak- ið á ungum og upprennandi tón- listarmönnum tekur félagið að sér að skipuleggja viðburði, líkt og það gerði á Brákarhátíð í Borgar- nesi sem fram fór um liðna helgi. Á fimmtudagskvöldið héldu tón- listarmenn frá félaginu tónleika í Þórðargötu, á föstudagskvöld- ið fór trúbador á vegum félagsins á milli svæða þegar götugrill voru haldin og á laugardag stóð félagið fyrir skemmtun fyrir börn í Skalla- grímsgarði. Loks á laugardags- kvöldið voru svo tónleikar í Eng- lendingavík. „Við erum með þessu að virkja tónlistarfólk í Borgarnesi og héraðinu öllu. Á laugardag- inn komu til dæmis sex söngvarar fram, allir úr héraðinu. Við viljum virkja tónlistarfólk, hér eru margir hæfileikaríkir. Við viljum efla sam- stöðu og gera eitthvað saman, gera eitthvað skemmtilegt,“ segir Hall- dór. Hann bendir á að alltaf sé hægt að hafa samband við stjórn fé- lagsins, annað hvort í gegnum net- fangið hljomborg@gmail.com eða beint við þá sem eru í stjórninni. „Við erum öll með áratuga reynslu í tónlist og vitum upp á hár hvað við erum að gera.“ Halldór se- gir félagið þó fyrst og fremst vera styrktarfélag sem ætlað er að styð- ja við bakið á ungu tónlistarfólki. „Sem dæmi má nefna að ef einh- ver ungur tónlistarmaður ætlaði í upptökur, þá gætum við stigið inn í og hjálpað til með undirspil, fjár- magn og svo framvegis. Við viljum styðja við okkar fólk.“ grþ Hljómlistarfélag Borgarfjarðar stofnað Vilja virkja tónlistarfólkið í héraðinu Stofnendur Hljómlistarfélags Borgarfjarðar. Frá vinstri: Daði Georgsson, Þóra Sif Svansdóttir, Sigurþór Kristjánsson og Halldór Hólm Kristjánsson. Ljósm. Júlía Guðjónsdóttir. www.skessuhorn.is

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.