Skessuhorn


Skessuhorn - 28.06.2017, Blaðsíða 30

Skessuhorn - 28.06.2017, Blaðsíða 30
MIÐVIKUDAGUR 28. júNÍ 201730 Hvað er skemmtilegast við sumarvinnuna? Spurning vikunnar (Spurt á Akranesi) Ólafur Sveinn Ólafsson „Félagsskapurinn og útiveran.“ Erik Schnell „Þegar hún er búin.“ Gabríel Hrannar Oddsson „Að fá ástæðu til þess að vera úti og gera eitthvað.“ Antonía Líf Sveinsdóttir „Þegar hún klárast.“ Oddný Guðmundsdóttir „Að fá að vinna með vinunum.“ Um liðna helgi var hið árlega Norðurálsmót í knattspyrnu haldið á Akranesi. Mótið er fyrir drengi í sjöunda flokki en þeir eru á aldrin- um sex til átta ára. Mótið hófst rétt fyrir hádegi á föstudag með skrúð- göngu allra félagsliðanna í mótinu en fyrir göngunni fóru nemend- ur Tónlistarskóla Akraness. Eft- ir gönguna var mótið svo form- lega sett í Akraneshöllinni af Sól- veigu Bergmann fyrir hönd Norð- uráls áður en Baldur Einarsson, aðalleikari í kvikmyndinni Hjarta- steini, tók lagið „Í síðasta skipti“ með Friðriki Dór. Veður var frem- ur slæmt á föstudeginum en lagað- ist heldur þegar leið á helgina og var nokkuð gott þegar mótinu lauk rétt eftir hádegi á sunnudaginn. Mikil gleði einkenndi mótið, bæði hjá foreldrum og börnum, og ekki síst á kvöldvökunni á laugardags- kvöldið þegar Halli melló og Gói skemmtu. Hulda Birna Baldursdóttir, framkvæmdastjóri Knattspyrnu- félags ÍA, segir mótið hafa heppn- ast rosalega vel og er ánægð með helgina. „Þetta hefði verið full- komið ef veðrið hefði verið betra á föstudaginn en fólk lét það þó ekki á sig fá. Það voru 1.598 knattspyrnumenn sem tóku þátt í mótinu og hundrað af þeim voru frá ÍA. Það er svipaður fjöldi og í fyrra en fleiri foreldrar og að- standendur mættu með krökkun- um. Í fyrra var mótinu flýtt vegna EM og það lenti á sama tíma og Color Run hlaupið. Það komu því ekki eins margir með og í ár,“ seg- ir Hulda og bætir við að bæjarbú- ar eigi hrós skilið fyrir sinn þátt í mótshaldinu. „Við erum ákaflega heppin með foreldra sem vinna fyrir félagið. Það leggjast allir á eitt í að gera mótið eins flott og hugs- ast getur. Foreldrar lánuðu t.d. þurrkara eftir rigninguna á föstu- daginn. Uppeldissvið ÍA vinnur líka óeigingjarnt starf í sjálfboða- vinnu við að skipuleggja mótið sem er ómetanlegt. Bæjarbúar eru almennt mjög duglegir að hjálpa til við mótið og margir sem vilja leggja hönd á plóg, eins og verk- stjórar á svæðunum, og fyrir það erum við þakklát. Mótið er rómað fyrir frábæra þjónustu og við vilj- um halda því áfram. Þáttur bæjar- búa er því mjög mikilvægur,“ sagði Hulda að endingu. Mikill fjöldi fólks kom á Akranes til að horfa á knattspyrnustjörnurn- ar leika listir sínar. Einn gestur á mótsins vakti þó meiri athygli fjöl- miðla en aðrir. Guðni Th. jóhann- esson forseti Íslands fylgdi syni sín- um á mótið og tók að sér vaktir sem næturvörður á mótinu. Þótti mörgu það sýna vel hversu alþýðlegur for- setinn er. bþb/ Ljósm. bþb & gbh. Norðurálsmótið heppnaðist vel þótt viðrað hafi illa í upphafi Strákarnir í Skallagrími voru feikigóðir en hér eru þeir í þann mund að skora úr rosalegri aukaspyrnu. 1.598 knattspyrnustrákar spiluðu á mótinu og þeim fylgi fjöldi fólks. Í fjölmennri skrúðgöngu voru það nemendur Tónlistarskóla Akraness sem leiddu hópinn. Um hundrað Skagamenn tóku þátt á mótinu og stóðu sig allir með prýði. Ljósm. Guðmundur Bjarki Halldórsson. Það er fyrst og fremst gleði sem einkennir Norðurálsmótið. Strákarnir eru hetjurnar og foreldrarnir standa á hliðar- línunni og hvetja sína menn áfram. Á Norðurálsmótinu læra drengirnir að bera virðingu fyrir leiknum og þakka öllum fyrir leikinn; bæði andstæðingum og dómara. Það getur þó verið gert með óbragð í munni fyrir kappsama stráka. Liðsandinn skiptir öllu máli og nauðsynlegt að fagna vel með félögunum eftir sigurleiki. Búið að stilla upp varnarvegg og þá er bara að reyna vera fyrir. Ljósm. Guðmundur Bjarki Halldórsson. Þórsarar voru hressir, kátir og spenntir fyrir helginni í skrúð- göngunni við upphaf móts. Fylkismenn voru hressir í skrúðgöngunni á föstudaginn þar sem þeir voru allir með appelsínugult hár í stíl við búningana og sungu sig hása. Markvarðarstaðan er mjög mikilvæg staða og maður þarf að vera við öllu búinn. Markverðir geta auðveldlega blindast af sólinni og mikilvægum augnablikum leiksins og því eru sólgleraugu algjört lykilatriði. Ljósm. Guðmundur Bjarki Halldórsson.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.