Skessuhorn


Skessuhorn - 28.06.2017, Blaðsíða 18

Skessuhorn - 28.06.2017, Blaðsíða 18
MIÐVIKUDAGUR 28. júNÍ 201718 Akurey AK-10, nýjasta skipið í fiskiskipaflota landsmanna, var formlega vígt og því gefið nafn við Akraneshöfn síðastliðinn föstu- dag. Akurey er annað af þrem- ur skipum í raðsmíðaverkefni sem HB Grandi samdi um við tyrk- neska skipasmíðastöð. Engey RE var fyrsta skipið og er nú búið að ljúka við uppsetningu búnaður í það skip og er það farið til veiða. Skipin verða með fullkomnustu ísfiskveiðiskipum Íslendinga og um borð í þeim er hægt að með- höndla afla með besta hugsanlega hætti. Sá búnaður er einkum smíð- aður hjá Skaganum 3X. Góður að- búnaður er auk þess um borð fyr- ir áhöfnina. Hátíðlegt var yfir vígslu Akurey- jar á föstudaginn þar sem Vilhjál- mur Vilhjálmsson forstjóri HB Granda, Benedikt jóhannesson fjármálaráðherra og Ólafur Adolf- sson formaður bæjarráðs Akraness fluttu ávarp. Ingibjörg Björnsdót- tir gaf skipinu nafn og séra Eðvarð Ingólfsson blessaði skipið. Við athöfnina söng karlakórinn Svanir tvö lög. Í ávarpi Ólafs Adolfssonar rif- jaði hann upp augnablik sem hann mundi eftir úr æsku þegar hann sat niðri á bryggju með afa sínum í Ólafsvík. Afi hans ben- ti honum á skuttogara sem lá við bryggju og sagði honum að þarna væri framtíðin. Ólafur sagðist ekki hafa skilið gamla manninn þá, en nú átti hann sig á því. Sagði hann að Akurey búa yfir miklum tæk- nilausnum og sé fyrirmynd annar- ra skipa á Íslandi í náinni framtíð. Lofsamaði hann fyrirtækið Sk- aginn 3X sem sér að mestu um tæknibúnaðinn um borð í skipið. Ólafur sagði sjávarútveginn vera stóran hluta af bæjarlífi Akurnes- inga en nú væri brekka eftir að HB Grandi hafi tekið ákvörðun um að færa botnfiskvinnsluna til Reyk- javíkur. Hann taldi þó að nú tækju við bjartari tímar og Akraneskaup- staður færi að vinna í því að gera Akraneshöfn að fýsilegri stað fyrir útgerð. Eins og að fara af Trabant á Porsche Skipstjóri á Akurey er Eiríkur jónsson sem sigldi skipinu heim frá Tyrklandi. Eiríkur segir mun- inn á Akurey og forvera henn- ar Sturlaugi vera umtalsverðan. „Sturlaugur var gott sjóskip en það var orðið 36 ára gamalt og barn síns tíma að því leyti að kröfurnar voru aðrar þegar það var smíðað. Það er himinn og haf á milli skip- anna. Aðbúnaður sjómanna er allt annar um borð; allir fá sérklefa fyr- ir sig með sturtu og hreinlætisað- stöðu en áhöfnin telur 15 manns. Allir vilja að þeim líði vel á vinnu- staðnum sínum og hér um borð er góður aðbúnaður. Það hefur mikið að segja. Sturlaugur var níu metra breitt skip og 600 brúttótonn en Akurey er rúmir þrettán metrar og rúmlega 1.800 brúttótonn. Í þægindum og gæðum má segja að við séum að fara af Trabant yfir á Porsche,“ segir Eiríkur jónsson í samtali við Skessuhorn. Margar nýjungar er að finna í Akurey og segir Eiríkur að mesta byltingin sé að nýtt kerfi verður í lestinni. „Hættulegasta starf sjó- manna er líklega sú vinna sem he- fur farið fram niðri í lest. Í Akurey verður vinnslan í lestinni lítil sem engin, þar sem kerfið verður sjálf- virkt, og á ekki að koma til þess að menn vinni í lestinni. Vinnan á þessu skipi verður öllu jafnari en við erum vanir og við ættu ekki að þurfa að vinna í eins miklum sko- rpum og við þekkjum. Að auki verður hráefnið sem við komum með í land betra. Ástæða þess er fullkomnara kælikerfi þar sem al- lur fiskurinn verður jafn kældur í mínus hálfa gráðu.“ Stefnt er að því að hefja veiðar á Akurey í lok september. „Núna þarf maður bara að bíða rólegur meðan verið er að ganga frá öllum tækjabúnaði og slíku í skipinu. Ég hlakka mikið til að halda til veiða og prófa þetta nýja og glæsilega skip,“ segir Eiríkur að endingu. bþb Akurey AK vígð og skipinu gefið nafn Ingibjörg Björnsdóttir, ekkja Árna Vilhjálmssonar fyrrum stjórnarformanns, gaf Akurey formlega nafn og braut kampavínsflösku á skipinu eins og tíðkast. Akurey er stórt og tignarlegt skip. Karlakórinn Svanir fluttu tvö lög við hátíðlega athöfn við Akraneshöfn. Í brúnni er tölvu- og tæknibúnaður sem er umtalsvert betri en var til staðar í Stur- laugi. Tæknin mun gera skipstjóranum kleift að fylgjast með nær öllu á skipinu. Allir í áhöfninni fá herbergi útaf fyrir sig með góðri hreinlætisaðstöðu. Aðbúnaður áhafnarinnar verður góður um borð í Akurey. Hér sést sauna sem er um borð en einnig er til staðar tæki til líkamsræktar. Setustofan er rúmgott og smekklegt svæði í skipinu. Eldhúsaðstaðan er búin góðum tækjum.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.