Skessuhorn - 28.06.2017, Blaðsíða 23
MIÐVIKUDAGUR 28. júNÍ 2017 23
„Þetta er meiriháttar! Allir búnir
að fá laxa sem eru að veiða hérna
í opnun Langár og það er mikið af
fiski,“ sagði jógvan Hansen söngv-
arinn góðkunni sem opnaði Langá
á Mýrum í morgunsárið síðastlið-
inn miðvikudag. „Það eru komn-
ir tíu laxar á land og ekki búið að
veiða nema í þrjá klukkutíma. Ég
veiddi fyrsta laxinn minn í Glanna
á þessu sumri og þetta lofar sann-
arlega góðu með áframhaldið
hérna í Langá. Fróði vinur minn
og frændi frá Færeyjum var að
landa laxi rétt áðan,“ sagði jógv-
an og nánast skalf af spenningi og
veiðigleði þegar rætt var við hann
fyrir hádegi á opnunardaginn.
gb
Jógvan Hansen með fyrsta laxinn sinn á þessu sumri í Glanna í Langá á Mýrum.
Tíu laxar voru komnir á land eftir fyrstu þrjá tímana.
Mokveiði í opnun Langár
Laxveiðin hófst í Gljúfurá í Borg-
arfirði síðastliðinn mánudag. Eft-
ir fimm klukkutíma veiði voru tíu
laxar komnir á land, sem verður
að teljast afar góð byrjun. Mest er
af laxi neðarlega í ánni en nokkuð
er síðan fyrsti laxinn fór í gegnum
teljarann.
„Við erum búnir að fá tíu laxa og
þetta gengur vel. Mest erum við að
fá laxa neðantil í ánni, fyrir neðan
brúna á þjóðveginum,“ sagði Ólaf-
ur Arnarsson sem var meðal þeirra
sem voru búnir að landa löxum
þennan fyrsta veiðidag.
gb
Fjör á bökkum Gljúfurár í morgunsárið
Ólafur Arnarsson með
einn af fyrstu löxunum úr
Gljúfurá þetta sumarið.
„já, fyrsti laxinn er kominn úr
Reykjadalsá í Borgarfirði. Hann
veiddist í Eyjafljóti og var níu
punda,“ sagði Óskar Færseth sem á
heiðurinn af fyrsta laxinum úr ánni
á þessu sumri. „Við sáum ekki fleiri
laxa en veiddum nokkra urriða. Það
var gaman að veiða fyrsta laxinn,“
sagði Óskar.
gb
Fyrsti laxinn úr Reykjadalsá
Óskar Færseth með fyrsta laxinn úr Reykjadalsá á þessu sumri.
„Þetta er meiriháttar byrjun en
núna er komnir á milli 80 og 90
laxar á land vítt og breytt úr ánni.
Byrjunin er ein sú besta í Grímsá
til fjölda ára,“ sagði jón Þór júlí-
usson við Grímsá í Borgarfirði
en veiðin fór verulega vel af stað
þetta sumarið. „Á opnunardaginn
í síðustu viku veiddust um 40 lax-
ar og margir af þeim voru tveggja
ára fiskar. Það er líka ánægjulegt
að laxinn virðist vera kominn út
um alla á,“ sagði jón Þór, en við
heyrðum í honum hljóðið þeg-
ar hann var að leiðsegja erlendum
veiðimönnum við Laxfossinn.
gb
Jón Þór Júlíusson með fallegan lax úr Grímsá en veiðin byrjað vel þar.
Ein besta byrjun í
Grímsá til fjölda ára
„Þetta var alveg meiri háttar gaman.
Ég hef aldrei veitt þarna áður en við
fórum uppá heiðina sunnan megin,“
sagði Selma Björk Ísabella Gunn-
arsdóttir sem var við opnun Arnar-
vatnsheiðar um miðjan mánuðinn.
Með henni í ferð voru Ragnar joh-
ansen og Ólafur Guðmundsson. „Við
fórum og veiddum vítt og breitt um
svæðið. Það er fallegt þarna og gam-
an að veiða. Við fengum samtals um
80 fiska; blandaða veiði af bleikju og
urriða. Það er virkilega spennandi að
reyna eitthvað nýtt. Arnarvatnsheiði
hefur alltaf heillað mig og þess vegna
ákvað ég að fara núna, ég sé ekki eftir
því,“ sagði Selma ennfremur.
Silungsveiðin gengur víða vel.
Fiskurinn virðist koma vel undan
mildum vetri og er að gefa sig víða
eins og Hítarvatni, víða í vötnum á
Snæfellsnesi og á vatnasvæði Lýsu.
gb/ Ljósm Ólafur.
Fín veiði á Arnarvatnsheiði
Selma Björk með flotta fiska af Arnarvatnsheiðinni.
Gott er að fara á heiðina með
frauðkassa og ís til að fiskurinn komi í
sem bestu ástandi til byggða.
Þriðjudaginn 4. júlí kl. 17:00 fagnar Reykhólahreppur 30 ára afmæli
og að því tilefni ætlum við að gera okkur glaðan dag og fagna
tímamótum í Hvannagarðabrekku á Reykhólum.
Dagskrá:
Ingibjörg Birna Erlingsdóttir sveitarstjóri setur samkomuna.
Grill að hætti hreppsnefndar; grillkjöt, kartöflusalat, hrásalat, sósa og meðlæti. Drykkir á staðnum.
Brekkusöngur.
Karl Kristjánsson varaoddviti les upp ágrip af sögu sveitarfélagsins.
Tónlistaratriði.
Leikskólalögin.
Gamanmál og grín – 3 aðfluttir sveitungar segja frá fyrstu kynnum sínum af sveitinni, fólkinu og samfélaginu.
Nammitrúðarnir færa börnunum sápukúlur og sleikjó.
Vilberg Þráinsson oddviti slítur samkomunni en afmælisgestum er frjálst að sitja í brekkunni áfram.
Hátíðargestir eru vinsamlega beðnir um að koma með sólstóla og borð eða teppi til að sitja á við snæðing.
Þá er ágætt að taka einhver létt leikföng fyrir yngstu börnin.
Allir hjartanlega velkomnir í afmæli Reykhólahrepps!
Reykhólahreppur 30 ára
SK
ES
SU
H
O
R
N
2
01
7