Fréttablaðið - 15.11.2019, Side 4

Fréttablaðið - 15.11.2019, Side 4
– við Laugalæk Ekkert hveiti Ekkert soyja Enginn sykur Ekkert MSG Íslenskt kjöt Íslensk framleiðsla Sveita- sæla á góðri stund. Eins og ég hef stundum nefnt, bjó ég og starfaði lengi erlend-is. Tók þátt í og stundaði alþjóðleg viðskipti um langt skeið; reyndar í hálfa öld. Ég er einn þeirra mörgu, sem fylgdust með Kveik á þriðjudagskvöld, þar sem fjallað var um meinta spillingu og brot Samherja í Namibíu. Auðvitað var það óskemmtileg mynd, sem þarna var dregin upp, svo að ekki sé meira sagt, en ýmislegt kom mér þar þó kunnuglega fyrir sjónir. Uppljóstrun eða hefnd? Ole Anton Bieltvedt alþjóðlegur kaupsýslumaður Af vefnum Lestu greinina í heild á frettabladid.is/skodun SJÁVARÚTVEGUR Laxar Fiskeldi fá aðstöðu við Hjálmeyri fyrir sex til átta eldiskvíar. Þetta var ákveðið á fundi bæjarráðs Fjarða- byg gðar í vikunni.  Sk ily rðin eru að það muni ekki hafa nein áhrif á efnistöku við Eyri, hvorki hindra siglingu dæluskipsins til og frá Eyri, né siglingu annarra skipa eftir siglingaleið fjarðarins. Öryggissvæði hafnarinnar við Mjóeyri skal haft í fyrirrúmi þegar eldiskvíar verða settar út og farið verður yfir öryggismál hafnarsvæð- isins á Mjóeyri með starfsmönnum Laxa áður en framkvæmdir við útsetningu kvía hefjast. Fara verður eftir þessum skilyrðum í öllum tilvikum, segir í fundargerð bæjarráðs. Jens Garðar Helgason, fram- kvæmdastjóri Laxa Fiskeldis ehf., kom á bæjarráðsfundinn þar sem málefni fyrirtækisins og hugmynd- ir um hafnaraðstöðu við norðan- verðan Reyðarfjörð voru reifaðar. Verkefnastjóra hafna var falið að skoða frekari forsendur og leggja fyrir hafnarstjórn að nýju. – bb, bdj Laxar fá nýja eldisaðstöðu VELFERÐARMÁL Málefni NPA-lög- gjafarinnar hafa verið rædd víða í bæjarstjórnum landsins undan- farna daga. Nýlega greindi Frétta- blaðið frá því að pottur væri brotinn varðandi innleiðingu lög- gjafarinnar og samræming á milli sveitarfélaga engin. Skapar þetta ójöfn búsetuskilyrði fyrir fatlaða en jafnframt hefur verið lítið sam- ráð við NPA-miðstöðina eða önnur hagsmunasamtök fatlaðra. Niðurstaða velferðarráðs Kópa- vogs var afgreidd af bæjarráði í gær og vísað til samþykktar bæjar- stjórnar. Minnihlutafulltrúar Sam- fylkingar, Pírata, Viðreisnar/BF og Miðflokks gerðu athugasemdir við næturtaxta aðstoðarfólks og að hann uppfylli ekki ákvæði kjara- samninga. Fulltrúar meirihluta Sjálf- stæðisflokks og Framsóknarflokks sögðu að Kópavogur muni uppfylla kjarasamninga og Kópavogur greiði nú þegar næsthæstu NPA-greiðslur allra sveitarfélaga. „Hins ber að gæta að fjármagn það sem ríkið leggur til málaflokksins er föst upphæð og hækkun á tímagjaldi þýðir einfald- lega færri tímar og færri samningar,“ segir í bókun meirihlutans. Í Hafnarfirði fór Guðlaug Krist- jánsdóttir, oddviti Bæjarlistans, fram á að samráð yrði haft við hags- munasamtök fatlaðra og könnun yrði gerð um hvort bærinn uppfyllti upplýsingaskyldu sína. Var sam- þykkt í fjölskylduráði að fulltrúi fatlaðra yrði í starfshópi. Þá voru nýjar reglur um NPA kynntar í velferðarráði Reykjanes- bæjar á miðvikudag og hefur þeim verið vísað til samþykktar í bæjar- ráði. – khg NPA-mál komin á rekspöl í bæjarstjórnum Guðlaug Kristjánsdóttir, oddviti Bæjarlistans í Hafnarfirði. Hins ber að gæta að fjármagn það sem ríkið leggur til málaflokks- ins er föst upphæð og hækkun á tímagjaldi þýðir einfaldlega færri tímar og færri samningar. Bókun meirihlutans í Kópavogi V I N N U M A R K A Ð U R Sa mk væmt nýbirtum tölum Hagstofu Íslands sést að í fyrsta sinn frá árinu 2011 fer launþegum í landinu fækkandi. En á þeim tíma var þjóðfélagið enn að jafna sig eftir áfall bankahruns- ins og mikið atvinnuleysi. Samfara þessu hefur atvinnuleysi aukist umtalsvert, úr rúmlega 4.000 í rúm- lega 7.000 á einu ári. Sigrún Halldórsdóttir, sérfræð- ingur á sviði fyrirtækjatölfræði hjá Hagstofunni, telur líklegt að atvinnulausum haldi áfram að fjölga miðað við þá niðursveif lu sem orðið hefur. Hún setur jafn- framt þann fyrirvara að sumar tölurnar séu ekki 100 prósent nákvæmar en að heildarmyndin gefi góða mynd af stöðunni. Við nánari greiningu á tölunum sést að fækkunin er áberandi mest í ferðaþjónustunni, 2.500 manns eða 8,2 prósent á einu ári. Sigrún segir f lugið eiga þar stóran þátt. Fækkun er í f lestum öðrum einkareknum greinum um eitt til tæplega fjögur prósent. Það sem spyrnir á móti er umtals- verð fjölgun starfsmanna sem að stærstum hluta starfa hjá hinu opinbera. Þeim sem starfa í fræðslu- greinum og opinberri stjórnsýslu hefur fjölgað um nærri 3.000 á einu ári, eða um tæplega sjö pró- sent. Þetta er umtalsverð breyting þar sem á árunum 2015 til 2017 var fækkun í þeim geira. Þá hefur fólki í heilbrigðisþjónustu og umönn- unarstörfum fjölgað um 800 eða rúmlega  fjögur prósent. Að sögn Sigrúnar gætu tölurnar þó verið örlítið ofreiknaðar. Aukið atvinnuleysi leggst mis- hart á landshlutana. Harðast bítur það á Suðurnesjum en á aðeins einu ári hefur atvinnulausum þar fjölgað um meira en helming, úr 511 í 1.146. Næstþyngst leggst það á höfuð- borgarsvæðið en minna á lands- byggðina. Í öllum landshlutum er þó fjölgun í hópi atvinnulausra. Þá leggst atvinnuleysi, nær línulega, þyngst á yngra fólk. Atvinnuleysi er hins vegar ekki eina ástæðan fyrir fækkun laun- þega í landinu. Öryrkjum fjölgar, til dæmis vegna slits og geðrænna kvilla. Samkvæmt nýrri skýrslu félagsfræðingsins Kolbeins Stefáns- sonar hefur hægt á fjölgun öryrkja á undanförnum árum en hún hefur þó verið viðvarandi undanfarna áratugi. Önnur breyta er öldrun þjóðar- innar. Rétt eins og í öðrum vest- rænum ríkjum hefur hlutfall líf- eyrisþega farið hækkandi. Í dag eru rúmlega 12 prósent lands- manna ellilífeyrisþegar en fyrir tíu árum voru þeir tæplega ellefu prósent. Þá eru ótaldir þeir sem eru í skóla, fæðingarorlofi eða hafa f lutt úr landi. Sigrún segir að þrátt fyrir að starfandi Íslendingum fækki þá fjölgi starfandi útlendingum í staðinn. Það vegur hins vegar ekki nægilega upp á móti heildarfækkun launþega í landinu. kristinnhaukur@frettabladid.is Launþegum í landinu fækkar nú í fyrsta sinn í nærri áratug Samkvæmt nýjum tölum Hagstofunnar fækkar launþegum í landinu og miðað við sveiflu undanfarinna ára mun fækkunin halda áfram. Fækkunin kemur fyrst og fremst fram í einkageiranum á meðan opin- berum starfsmönnum fjölgar. Atvinnulausum hefur fjölgað, sömuleiðis öryrkjum og ellilífeyrisþegum. Atvinnuleysi leggst þyngst á yngra fólk. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Á einu ári hefur atvinnu- lausum á Suðurnesjum fjölgað úr 511 í 1.146. 15.000 10.000 5.000 -5.000 -10.000 -15.000 -20.000 2009 2010 2011 2012 2013 2014 2015 2016 2017 2018 2019 0 ✿ Breyting á fjölda launþega milli ára Allt hagkefið n Breyting frá sama mánuði árið áður n Ársbreyting á hlaupandi meðaltali ALÞINGI Annarri umræðu um fjár- lagafrumvarp næsta árs lauk á Alþingi í gær. Mun frumvarpið aftur ganga til fjárlaganefndar fyrir þriðju umræðu sem samkvæmt starfs- áætlun þingsins verður 26. nóvem- ber næstkomandi. Ágúst Ólafur Ágústsson, fulltrúi Samfylkingarinnar í fjárlaganefnd, lýsti við lok atkvæðagreiðslu um breytingartillögur yfir vonbrigðum með stjórnarmeirihlutann. „Enn eitt árið hafa allar breyting- artillögur stjórnarandstöðuflokk- anna verið felldar. Ég furða mig á þessum vinnubrögðum,“ sagði Ágúst Ólafur. Það væru ótrúlega sérkennileg vinnubrögð þar sem boðað hafi verið í stjórnarsáttmála að önnur vinnu- brögð yrðu tekin upp á Alþingi. „Svo sjáum við bara gamaldags skotgrafa- hernaðarpólitíkina endurspeglast í afgreiðslu fjárlaga hér.“ Katrín Jakobsdóttir forsætisráð- herra lagði áherslu á að með fjár- lagafrumvarpinu væri verið að láta ríkisfjármálin vinna með peninga- stefnu og stefnu í vinnumarkaðs- málum. „Á sama tíma og við erum að tryggja efnahagslegan stöðugleika erum við að tryggja félagslegan stöð- ugleika. Markmið sem við höfum oft talað um en ekki oft náð,“ sagði Katrín. – sar Allar tillögur minnihlutans felldar Öryggissvæði hafnar- innar við Mjóeyri skal haft í fyrirrúmi þegar eldiskvíar verða settar út. Fjárlagafrumvarpið gengur nú til fjárlaganefndar. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK 1 5 . N Ó V E M B E R 2 0 1 9 F Ö S T U D A G U R4 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 1 5 -1 1 -2 0 1 9 0 5 :0 0 F B 0 4 0 s _ P 0 3 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 4 3 E -0 8 F 8 2 4 3 E -0 7 B C 2 4 3 E -0 6 8 0 2 4 3 E -0 5 4 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 0 4 0 s _ 1 4 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.