Fréttablaðið - 15.11.2019, Síða 8

Fréttablaðið - 15.11.2019, Síða 8
BRETLAND „Það sem er í gangi núna er fyrir neðan allar hellur,“ sagði Farage í hnefaleikaklúbbi í Lund- únum. „Á meðan ég tala núna er í gangi herferð til að fá menn og konur, frjálst fólk, til þess að hætta við að bjóða sig fram. Mætti halda að við værum í Venesúela.“ Þrátt fyrir þessar ásakanir nefndi Farage engin ákveðin dæmi máli sínu til stuðnings. Einungis að fram- bjóðendur hans fengju stanslaus símtöl og tölvupóst þar sem óhróðri væri hellt yfir þá. Hratt hefur fjarað undan Brexit- flokknum á undanförnum vikum. Mælist hann einungis með fjögra til sjö prósenta fylgi en var með allt að 17 prósenta fylgi í könnunum í haust. Ekki er nema hálft ár síðan flokkurinn fékk flest atkvæði allra breskra flokka í kosningum til Evr- ópuþingsins, 30,5 prósent, en þá var hann nýstofnaður. Bjuggust margir við að Brexit f lokkurinn myndi rjúka upp í könnunum þegar ljóst væri að Bretland myndi ekki yfirgefa Evrópusambandið þann 31. október eins og forsætisráðherr- ann Boris Johnson hafði lofað. Á mánudag tilkynnti Farage að Brexit-flokkurinn myndi ekki bjóða fram í þeim kjördæmum þar sem Íhaldsf lokkurinn væri sterkastur heldur beina afli sínu að kjördæm- um þar sem Verkamannaflokkur- inn væri sterkur. Farage hefur boðið Johnson kosningabandalag en því var hafnað. Ákvörðunin kom flatt upp á marga, og var talin niðurlægj- andi, enda hafði Farage tilkynnt að f lokkurinn myndi bjóða fram í öllum kjördæmum og að hann teldi útgöngusamning Johnsons ómögu- legan. Farage sjálfur lét hafa það eftir sér að hann myndi hugsanlega kjósa Íhaldsflokkinn sjálfur, frekar en eigin flokk. Spennan magnast nú með hverj- um deginum og stóru f lokkarnir tveir hafa báðir verið að sækja í sig veðrið fyrir þingkosningarnar þann 12. desember. Íhaldsflokkur- inn mælist nú í kringum 40 pró- sentin og Verkamannaflokkurinn í kringum 30. Báðir hafa þeir hagnast á dvínandi fylgi Brexit-flokksins, en Frjálslyndir demókratar hafa einn- ig gefið eftir. Þeir mælast nú með í kringum 15 prósent en höfðu vel yfir 20 í haust. Ein helsta ástæðan fyrir því að bæði Brexit-f lokkur- inn og Frjálslyndir demókratar hafa gefið eftir er sú staðreynd að kosningarnar munu ekki snúast algerlega um útgöngumálin, heldur efnahagsmál, niðurskurð, umhverf- ismál, heilbrigðiskerfið, löggæslu og fleiri mál. kristinnhaukur@frettabladid.is Segir að Íhaldsmenn ofsæki frambjóðendur Brexit-flokks Farage var reiður í hnefaleikahringnum. Flokkur hans mælist með hluta þess fylgis sem áður var.NORDICPHOTOS/EPA Nigel Farage, leið- togi Brexit-flokksins, segir Íhaldsmenn beita óheiðarlegum að- ferðum til að fá fram- bjóðendur flokksins til að stíga til hliðar. Þing- kosningar í landinu fara fram 12. desember. Á meðan ég tala núna er í gangi herferð til að fá menn og konur, frjálst fólk, til að hætta við að bjóða sig fram. Mætti halda að við værum í Venesúela. Nigel Farage, leiðtogi Brexit-flokksins Bólusetningar gegn mislingum orðnar skylda ÞÝSKALAND Þýsk stjórnvöld hafa gert bólusetningar gegn mislingum að skyldu. Foreldrar sem ekki láta bólusetja börn sín verða sektaðir. Löggjöf um mislingavarnir var samþykkt á ríkisþingi Þýskalands í gær með stuðningi beggja stjórnar- flokkanna, Kristilegra demókrata og Sósíaldemókrata. Flokkarnir höfðu sammælst um að koma lög- gjöfinni í gegn síðasta vor. Frum- varpið var einnig stutt af frjálslynda miðjuf lokknum Frjálsum demó- krötum. Eini f lokkurinn sem kaus alfarið gegn frumvarpinu var hinn þjóð- ernispopúlíski Valkostur fyrir Þýskaland en minni f lokkar á vinstri vængnum voru klofnir í málinu. „Þetta er barnaverndarlöggjöf í sinni tærustu mynd,“ sagði heil- brigðisráðherrann Jens Spahn þegar hann talaði fyrir frumvarp- inu í þinginu. Löggjöfin tekur gildi í mars á næsta ári og þá þurfa foreldrar í Þýskalandi að sýna fram á að börn þeirra séu bólusett fyrir mislingum áður en þau hefja leikskólavist. Ef svo er ekki fá börnin ekki vistina og foreldrar í kjölfarið sektaðir um 2.500 evrur, eða um 350 þúsund krónur. Starfsfólki grunnskóla, dag- gæslu, heilsugæslustöðva og f leiri stofnana verður einnig gert skylt að hafa eftirlit með bólusetningunum. Mislingatilfellum hefur fjölgað mikið í Evrópu á undanförnum árum í takti við fækkun bólusetn- inga. Á þessu ári hafa þegar komið upp 500 tilfelli í Þýskalandi. – khg Þetta er barna- verndarlöggjöf í sinni tærustu mynd. Jens Spahn heilbrigðisráðherra Heilbrigðisráðherrann bólusettur gegn inflúensu. NORDICPOTOS/GETTY Afgreiðslutímar á www.kronan.is Sjá nánar á kronan.is/ jolahlaðborð 4-7% Er fylgi flokks Farage sam- kvæmt nýjum könnunum. 1 5 . N Ó V E M B E R 2 0 1 9 F Ö S T U D A G U R8 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 1 5 -1 1 -2 0 1 9 0 5 :0 0 F B 0 4 0 s _ P 0 3 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 3 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 8 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 4 3 E -1 7 C 8 2 4 3 E -1 6 8 C 2 4 3 E -1 5 5 0 2 4 3 E -1 4 1 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 A F B 0 4 0 s _ 1 4 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.