Fréttablaðið


Fréttablaðið - 15.11.2019, Qupperneq 16

Fréttablaðið - 15.11.2019, Qupperneq 16
Fólk er kynningarblað sem býður auglýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið rit- stjórnarefni. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Umsjónarmenn efnis: Elín Albertsdóttir, elin@frettabladid.is, s. 550 5761 | Hjördís Erna Þorgeirsdóttir | hjordiserna@frettabladid.is s. 550 5767 | Oddur Freyr Þorsteinsson, oddurfreyr@ frettabladid.is s. 550 57686 | Sandra Guðrún Guðmundsdóttir, sandragudrun@frettabladid.is, s. 550 5762 | Þórdís Lilja Gunnarsdóttir, thordisg@frettabladid.is, s. 550 5768 Útgefandi: Torg ehf Ábyrgðarmaður: Jóhanna Helga Viðarsdóttir Sölumenn: Arnar Magnússon, arnarm@frettabladid.is, s. 550 5652, Atli Bergmann, atli@frettabladid.is, s. 550 5657, Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@ frettabladid.is, s. 550 5654, Jóhann Waage, johannwaage@frettabladid.is, s. 550 5656, Ruth Bergsdóttir, ruth@frettabladid.is, s. 694 4103, Ljósafossinn er hugmynd eins manns, Þorsteins Jakobssonar, sem stóð á fjalli ári áður en fyrsti Ljósafossinn var genginn og fékk hugmynd um árlega fjallgöngu þar sem myrkrið væri lýst upp fyrir gott málefni. Gangan er nú orðin árviss viðburður og árlega taka hundruð manna þátt. Þær Þórunn Egilsdóttir, þing- maður og þingflokksformaður Framsóknarflokksins, og Guðný Ragnarsdóttir hjúkrunarfræðingur eru meðal þeirra sem ætla að taka þátt í göngunni á morgun en báðar hafa þær þurft að nýta þá þjónustu sem Ljósið býður upp á. Þórunn er að taka þátt í fyrsta sinn en Guðný í þriðja sinn. „Ég kom fyrst inn í Ljósið fyrir nokkrum árum, þá með Willum Þór félaga mínum sem kynnti starfið fyrir mér. Hann hafði lengi verið mikill talsmaður Ljóssins og stutt það í sínum störfum. En nú er ég að kynnast því á eigin skinni því ég þarf á þjónustu Ljóssins að halda. Ég er þar í endurhæfingu og nýt þess mjög að fá allan þennan stuðning og leiðsögn og hafa aðgang að þeirri þekkingu og kunnáttu sem fólkið í Ljósinu býr yfir. Ljósagangan er hluti af endur- hæfingunni hjá mér,“ segir Þórunn. Fer eins langt og hún kemst Þórunn segist vera vön að ganga fjöll enda ólst hún upp við það og hefur farið í göngur eftir að hún flutti upp í sveit. „Ég komst ekki í göngur í haust vegna þess að ég var í minni meðferð og ég er ekkert viss um að ég komist upp að Steini, en ég hef ekki tölu á því hversu oft ég hef labbað þangað. Ég ætla bara að fara eins langt og ég treysti mér til núna en markmiðið inn í fram- tíðina er að komast aftur alla leið.“ Þórunn segir að þjónustan sem Ljósið býður upp á sé afskaplega mikilvæg. „Það hefur sannað sig og verið sýnt fram á að öll endur- hæfing og allt það sem er í boði í Ljósinu er mikilvægt fyrir fólk sem er að byggja sig upp eftir hörð veikindi. Öll líkamleg hreyfing og útivera er líka mikilvæg.“ Þórunn reiknar með að eitthvað af hennar stuðningsfólki komi með henni í gönguna. „Ég veit að formaður flokksins ætlar að fara með mér, bæði til að sýna mér og Ljósinu og starfinu þar stuðning. Ég býst við að einhverjir úr mínum vinahópi og fjölskyldu komi líka. Það er dásamlegt að taka þátt í þessum viðburði núna. Hann er svo lýsandi, þetta er svo táknrænt núna í skammdeginu að lýsa upp skammdegið og minna á að það er ljós í myrkrinu.“ Eitt skref í einu Guðný greindist með krabba- mein árið 2016 og tók fyrst þátt í Ljósafossinum árið 2017. Strax og hún greindist fór hún í ráðgjafar- þjónustuna og fékk að vita hvaða þjónusta væri í boði fyrir hana. „Ég fór þá líka beint inn í Ljósið, eigin- lega bara sama dag og ég greindist en ég bjó þá úti á landi og gat ekki nýtt mér þjónustuna fyrr en ég ákvað að flytja í bæinn.“ Guðný nýtir sér enn sjúkra- þjálfun og líkamsrækt hjá Ljósinu en fyrstu tvö árin eftir að hún greindist nýtti hún sér líka iðju- þjálfun, myndlist, leir og ýmsa aðra þjónustu. „Þetta er mjög sérhæfð þjónusta fyrir alla hópa, strák- arnir mínir voru 5 og 9 ára þegar ég greindist og þeir fóru á námskeið ætlað þeirra aldurshópi. Ég og fyrr- verandi maðurinn minn fórum líka á paranámskeið. Það er mjög fag- mannlega staðið að allri starfsemi í Ljósinu og tekið mið af þörfum þeirra sem sækja þjónustuna,“ segir Guðný. Eftir að Guðný hafði mætt í Ljósið reglulega í ár tók hún þá ákvörðun að ganga Laugaveginn. „Ég ákvað að fara ein á hraða snigilsins því ég treysti mér ekki með hópi út af minni skerðingu. Ég ætlaði að stoppa í öllum skálum á leiðinni en endaði á að stoppa bara eina nótt í Hvammsgili. Þegar ég var komin í Þórsmörk daginn eftir áttaði ég mig á að ég hafði bara tekið eitt skref í einu en það skilaði mér alla leið.“ 250 kílómetrar eftir Eftir Laugavegsgönguna setti Guðný sig í samband við göngu- hóp. Þar var fólk sem hafði þverað landið og lét hana fá kort af göngu- leiðinni. „Ég prófaði í nóvember 2018 að ganga fyrsta legginn. Ég gekk frá Reykjanestánni að Heið- mörk á einni helgi frá föstudegi til sunnudags þetta voru 66 kílómetr- ar. Þá var ég farin að teikna línu yfir landakort. Þetta var þá ekki lengur bara eitt skref í einu heldur var ég farin að sjá þetta raunverulega á stóru landakorti sem ég hengdi upp á vegg heima, þá hljóp kapp í mína,“ segir Guðný. Eins og áður fór hún á sínum hraða og sínum forsendum. „Stefnan var að klára þverunina núna í nóvember en ég þarf frekar sérhæfða aðstoð til að komast yfir Þjórsárverin. Besti tíminn til að fara yfir var í júlí en þá var ég að klára legg yfir hálendið. Ég mun vonandi klára þetta á næsta ári. Ég geri ráð fyrir að þverunin sé um 700 kíló- metrar og ég á 250 kílómetra eftir.“ Guðný segir að rannsóknir sýni að fjallamennska og útivist sé það besta sem hægt er að gera fyrir hjartavöðvann. „Hjartavöðvinn hjá mér laskaðist töluvert í þessari háskammtameðferð sem ég fór í. Fjallamennskan hefur verið besta mögulega aðferð fyrir mig til að fá hjartavöðvann til að verða betri.“ Guðný segist halda að hún sé búin að ná líkamlegri heilsu á ný. Hún segir það að stórum hluta Ljósinu að þakka. „Starfið sem er unnið þar er alveg einstakt. Ljósa- fossgangan er mjög táknræn, fólk labbar eins langt og það kemst og kveikir svo á Ljósinu á leið niður. Þá sér maður ljós á hreyfingu niður göngustíginn sem er ljós í myrkrinu líkt og Ljósið er.“ Ljósafossviðburðurinn hefst á morgun klukkan 15 við Esjustofu með upphitun en gangan hefst klukkan 16. Guðný og Þórunn eru sammála um að þjónustan í Ljósinu sé einstök og Ljósafossinn sé afar táknrænn og fallegur viðburður. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Þórunn segir að stefnan í fram- tíðinni sé að komast aftur upp að Steini. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Sandra Guðrún Guðmundsdóttir sandragudrun@frettabladid.is Framhald af forsíðu ➛ Fjallamennskan hefur verið besta mögulega aðferð fyrir mig til að fá hjartavöðv- ann til að verða betri. Guðný Ragnarsdóttir KEMUR HEILSUNNI Í LAG EIN TAFLA Á DAG SYKURLAUSAR ÍSLENSK FRAMLEIÐSLA 2 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 1 5 . N ÓV E M B E R 2 0 1 9 F Ö S T U DAG U R 1 5 -1 1 -2 0 1 9 0 5 :0 0 F B 0 4 0 s _ P 0 2 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 2 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 7 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 4 3 E -2 6 9 8 2 4 3 E -2 5 5 C 2 4 3 E -2 4 2 0 2 4 3 E -2 2 E 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 B F B 0 4 0 s _ 1 4 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.