Fréttablaðið - 15.11.2019, Blaðsíða 22
6 KYNNINGARBLAÐ 1 5 . N ÓV E M B E R 2 0 1 9 F Ö S T U DAG U RVISTVÆNIR BÍLAR
Það gerist ekki oft á hverri öld að við upplifum miklar breyt-ingar eins og nú eru að verða
í bílaheiminum. Þar eru að eiga sér
stað skipti á orkugjafa sem eiga sér
ekki hliðstæðu í sögu bílafram-
leiðslu síðustu 130 árin eða svo. Ein-
mitt á þessum tímapunkti eru að
koma á markað fjölmargir nýir raf-
bílar og ekki síður tengiltvinnbílar
og því skjóta skökku við áform
yfirvalda um að hætta ívilnunum á
þeirri gerð bíla með nýju frum-
varpi. Flestir nýrra tengiltvinnbíla
eru einmitt að koma á markað
núna eða á næstu mánuðum og frá
flestum framleiðendum, en hingað
til hafa sum umboð verið betur í
stakk búin en önnur til að svara
þessum þörfum markaðarins. Við
skulum aðeins skoða hvaða tengilt-
vinnbílar eru á leiðinni á markað
hérlendis á næstunni.
Fjöldi hjá Öskju og Brimborg
Um 15 gerðir tengiltvinnbíla eru
væntanlegar næsta árið hjá Merce-
des-Benz, bílar eins og C 300e, E
300e og S 560e eru þegar komnir
og GLC 300e er væntanlegur í
janúar. Strax í kjölfarið koma A
250e og B 250e í mars og svo GLA
250e, CLA 250e og GLC 300de í júlí.
GLE 350e kemur svo í september.
Þrír tengiltvinnbílar eru væntan-
legir frá Kia á næsta ári, Ceed
Sportwagon á fyrsta ársfjórðungi,
Xceed á öðrum ársfjórðungi og svo
Sorento í lok árs.
Fjöldi tengiltvinnbíla er væntan-
legur frá Brimborg strax á fyrri
hluta næsta árs. Nægir þar að
nefna XC40, 60 og 90 PHEV, S og
V90 PHEV og S og V60 PHEV hjá
Volvo-deildinni. Hjá Ford koma
Kuga, Explorer, Custom og Tour-
neo allir í PHEV-útfærslum. Peu-
geot 3008 PHEV er strax kominn
í forsölu og er handan við hornið
og sama má segja um Citroën C5
Aircross PHEV.
Margt nýtt hjá BL og Heklu
Listinn er líka langur hjá BL en
BMW X5 PHEV er þar fyrstur
í röðinni og verður kynntur í
lok þessa mánaðar. Á næsta ári
munum við einnig sjá BMW X1
og X3 í PHEV-útfærslum. Sama er
uppi á teningnum hjá Land Rover-
deildinni, en Evoque og Discovery
Sport PHEV koma strax í apríl, en
Velar og Defender PHEV eru einnig
væntanlegir. Einnig eru Jagúar
F-Pace og E-Pace tengiltvinnbílar
væntanlegir haustið 2020. Hjá
Renault er Captur PHEV einnig
væntanlegur.
Margs er að vænta hjá Heklu sem
hefur mikla reynslu í sölu tengil-
tvinnbíla. Audi Q5 TFSI PHEV er
nýkominn á markað en fleiri eru á
leiðinni, eins og tengiltvinnútgáfa
af Q7 sem kynnt verður í apríl.
Skoda-línan er óðum að rafvæðast
og næst á dagskrá er PHEV-útgáfa
Superb sem kemur í mars. Octavia
verður kynnt hérlendis í septem-
ber og þá líka sem tengiltvinnbíll
og Skoda Kamiq PHEV er handan
við hornið. VW mun svo kynna
tvær PHEV-útgáfur Golf næsta
haust og von er á nýjum Mitsubishi
PHEV jepplingi seinni hluta 2020.
Fleiri umboð í startholunum
Hjá öðrum umboðum eru einnig
nokkrir tengiltvinnbílar á döfinni.
Suzuki er líkt og aðrir framleið-
endur að rafvæða framleiðslulínu
sína og sýndi nýjan tengiltvinnbíl
í Tókýó. Flestar gerðir þeirra verða
boðnar sem tengiltvinnbílar þótt
ekki sé vitað hvenær nákvæmlega
það gerist. Alfa Romeo Tonale er
nýr jepplingur frá framleiðand-
anum sem einnig verður tengil-
tvinnbíll.
Toyota RAV4 PHEV verður
frumsýndur í næstu viku á Bíla-
sýningunni í Los Angeles og verður
eflaust í boði seint á næsta ári hér-
lendis. Opel Grandland X Hybrid4
er tengiltvinnbíll sem frumsýndur
var í Frankfurt og verður boðinn á
næsta ári. Fleiri tengiltvinnútgáfur
af Cayenne-sportjeppanum eru á
leiðinni en lengra er í að SsangYong
komi með slíka útgáfu á markað
þótt gefið hafi verið út að það sé á
teikniborðinu.
Þótt listinn hér sé kannski ekki
alveg tæmandi nær hann nokkuð
vel yfir þá tengiltvinnbíla sem í
boði verða hér á landi næsta ár.
Þá er ótalinn annar eins fjöldi
mildra tvinnbíla (HEV) sem ekki
eru með hleðslutengi eins og
PHEV-bílarnir, heldur sjá bílarnir
sjálfir um að hlaða talsvert minni
rafhlöðu sem er þá aðeins notuð
til akstursaðstoðar. Sama má segja
um 100% raf bíla sem eru margir í
deiglunni eða jafnvel væntanlegir
strax á næsta ári. Ívilnanir þeirra
munu þó duga eitthvað lengur ef
frumvarpið nær óbreytt fram að
ganga.
Fjöldi tengiltvinnbíla 2020
Skoda Superb iV er tengiltvinnútgáfa flaggskips Skoda og er væntanlegur með vorinu.
Njáll
Gunnlaugsson
njall@frettabladid.is
Margir þeirra fá
aðeins nokkra
mánuði í sölu
áður en verðið
hækkar aftur.
410 4000landsbankinn.isLandsbankinn
Lægra lántökugjald við
kaup á vistvænum bílum
Viðskiptavinir Landsbankans greiða ekkert lántökugjald
við fjármögnun rafbíla og fá 50% afslátt af lántökugjaldi
við fjármögnun bíla sem skil greindir eru sem vistvænir.
1
5
-1
1
-2
0
1
9
0
5
:0
0
F
B
0
4
0
s
_
P
0
2
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
2
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
1
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
1
9
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 2
4
3
E
-1
2
D
8
2
4
3
E
-1
1
9
C
2
4
3
E
-1
0
6
0
2
4
3
E
-0
F
2
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
4
B
F
B
0
4
0
s
_
1
4
_
1
1
_
2
0
1
C
M
Y
K