Fréttablaðið


Fréttablaðið - 15.11.2019, Qupperneq 24

Fréttablaðið - 15.11.2019, Qupperneq 24
Áhugavert málþing verður á mánudag um umferðaröryggi. 8 KYNNINGARBLAÐ 1 5 . N ÓV E M B E R 2 0 1 9 F Ö S T U DAG U RVISTVÆNIR BÍLAR Notum umhverfsivottuð hreinsi- efni þegar við þvoum bílinn. NORDIC PHOTOS/GETTY Kostir umhverfisvænni bíla eru ótvíræðir en þeim fylgir bæði fjárhagslegur og umhverfislegur ávinningur. Orkan sem þeir nota er ódýrari og hefur minni neikvæð umhverfis­ áhrif í för með sér. Þess má geta að virðisaukaskattur á rafmagns­ bifreiðar hefur verið lagður niður í nokkur ár og vörugjald af öku­ tækjum er breytilegt eftir skráðri losun koltvísýrings ökutækisins. Upphæð bifreiðagjalds fer einnig eftir þyngd bifreiðar og losun koltvísýrings (CO2). Mest öll efnisnotkun er almennt óæskileg þegar við skoðum hana út frá umhverfis­ málum. Bæði efnin sjálf geta verið skaðleg ef þau fara út í náttúruna óhreinsuð og svo er það líka framleiðsla efnanna sem hefur umhverfisáhrif. Reglurnar eru almennt þessar: Þvoum bílinn á bílaþvotta­ stöð þar sem frárennslisvatn er að einhverju leyti hreinsað eða efni af bílum skolast frá og eru meðhöndluð sem spilliefni. Það er betra að óæskileg efni fari í frárennsli þar en í afrennsli heima á bílaplaninu sem fer beint í ofan­ vatn án hreinsunar. Sleppum hreinsiefnum eins og hægt er eða fáum umhverfis­ vottuð hreinsiefni, bón og aðrar vörur til þvotta á bílnum. Heimild: Umhverfisstofnun, ust.is Vistvæn bílaumhirða Samgönguráðuneytið stendur fyrir málþingi um börn og umferð. Málþing um börn og sam­göngur verður haldið á mánudaginn kl. 12.30 til 16.30 á vegum samgöngu­ og sveitarstjórnarráðuneytisins í samvinnu við Samgöngustofu, Vegagerðina og Samband íslenskra sveitarfélaga. Málþingið verður haldið í Sveinatungu á Garðatorgi (Ráðhúsi Garðabæjar). Á þinginu munu bæði ungir sem aldnir taka til máls og ræða stöðu barna í samgöngum í víðu sam­ hengi. Í kjölfar fyrirlestra verða pallborðsumræður. Málþingið er öllum opið en nauðsynlegt er að skrá sig. Fundinum verður streymt í beinni útsendingu á vef Stjórnar­ ráðsins Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu­ og sveitarstjórnar­ ráðherra, og Þórunn Egilsdóttir, formaður samgönguráðs, f lytja ávörp auk annarra. Rætt verður um umferðaröryggi vítt og breitt, þar má til dæmis nefna hagnýt­ ingu sálfræðilegrar þekkingar til að breyta ferðavenjum og öryggi barna í Reykjavík. Dagskrána má skoða á vef sam- gönguráðuneytisins. Öryggi barna í umferðinni Tesla Model S er langdrægasti bílinn. NORDICPHOTOS/GETTY Þegar keyptur er rafbíll er drægnin oft það fyrsta sem kaupandinn hugsar um. Nú til dags eru komnar þó nokkuð margar tegundir rafbíla sem geta keyrt 400 kílómetra á einni hleðslu. Samkvæmt mælingum á rafbílum er Tesla Model S Long Range lang­ drægasti rafbíllinn á markaðnum í dag en hann á að geta keyrt allt að 600 kílómetra á einni hleðslu. Þegar drægni rafbíla er mæld er oftast miðað við bestu aðstæður og um það bil 20°C hita. Hér á landi er meðalhitastigið töluvert lægra en það og því má reikna með að upp­ gefin drægni sé styttri hérlendis. Langdrægasti rafbíllinn 1 5 -1 1 -2 0 1 9 0 5 :0 0 F B 0 4 0 s _ P 0 2 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 2 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 7 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 4 3 E -2 6 9 8 2 4 3 E -2 5 5 C 2 4 3 E -2 4 2 0 2 4 3 E -2 2 E 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 B F B 0 4 0 s _ 1 4 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.