Fréttablaðið - 15.11.2019, Page 28
En allan tímann hefur Hús-
freyjan fylgt mér sem segir
sína sögu um hve skemmti-
leg hún er. Hún er vandað,
prentað tímarit sem kemur
út fjórum sinnum á ári.
Innilegar þakkir fyrir stuðninginn í
veikindum okkar ástkæru
Lydíu Jónsdóttur
og sýnda samúð og hlýhug við andlát
og útför hennar.
Einar Skaftason
Jón Arinbjörn Einarsson Bryndís Jenný Kjærbo
Edda Anika Einarsdóttir Elmar Ingvi Haraldsson
Jón Arinbjörn Ásgeirsson
Hjalti Hávarðsson
og barnabörn.
Ástkær bróðir okkar og frændi,
Björgólfur Stefánsson
Björgólfsson
Háholti 13, Keflavík,
er látinn.
Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju
þriðjudaginn 19. nóvember kl. 13.00.
Oddný Björgólfsdóttir Jóhann Björgólfsson
Þórólfur Beck Vilborg Einarsdóttir
Ólöf Oddný Beck
Eiríkur Beck
Ástkær eiginmaður minn og besti vinur,
faðir, tengdafaðir, afi og langafi,
Alfreð Eyjólfsson
kennari og skólastjóri,
Marteinslaug 1, Reykjavík,
lést á Landspítalanum við Hringbraut
31. október. Hann verður jarðsunginn frá
Hallgrímskirkju þriðjudaginn 19. nóvember kl. 15.00.
Guðjónía Bjarnadóttir
Kristín Alfreðsdóttir
Eyjólfur Bjarni Alfreðsson Þóra B. Valdimarsdóttir
Alfreð Jóhannes Alfreðsson
barnabörn og barnabarnabarn.
Það er ágætt að opna þessa sýningu núna þegar jólabrjálæðið er að byrja,“ segir
Inga Jónsdóttir, safnstjóri Lista
safns Árnesinga í Hveragerði, og
á við sýninguna Tilvist og Thor
eau sem verður opnuð í safninu á
morgun, laugardag.
„Þær Hildur, Eva og Elín eru allar
með vísanir í náttúruna,“ segir Inga
og á við þær Hildi Hákonardóttur
og Evu Bjarnadóttur myndlistar
menn og Elínu Gunnlaugsdóttur
tónskáld. Þær hafa, hver um sig,
unnið verk sem eiga uppsprettu
sína í bókinni Walden: Lífið í skóg
inum eftir H.D. Thoreau. Bókin
byggir á hans eigin reynslu frá því
þegar hann yfirgaf borgarsam
félagið og f lutti einn inn í skóg.
Í sýningarstjórn Ingu mynda
verk kvennanna þriggja eina inn
setningu sem nær yfir gólf og veggi
og vekur hugrenningar og tengsl
við viðfangsefni samtímans. Hún
lýsir þeim í stuttu máli svo: „Hildur
blandar saman texta og textíl
og leggur til vídeóverk. Hennar
boðskapur gengur út á að hægja
á neysluhjólinu, í anda Thor eau,
og freistast ekki til að viða að
okkur einhverju sem við höfum
enga raunverulega þörf fyrir. Eva
vinnur með samtengingar í bók
inni sem segja lítið hver og ein en
eru samt nauðsynlegar brýr. Hún
málar orð á gólfið, eins og gárur á
vatni og notar til þess jarðefni. Elín
er með hljóðverk sem hún tengir
bókinni, meðal annars hanagal.
Þær spila allar bæði á gaman og
alvöru í sinni list.“ – gun
Spila bæði á gaman og alvöru í sinni list sem sýnd er í Hveragerði
Konur þriggja kynslóða sýna í Listasafni Árnesinga en það eru þær Hildur
Hákonardóttir, Elín Gunnlaugsdóttir og Eva Bjarnadóttir. LJÓSMYND/INGA JÓNS
Kristín Linda hefur átt drjúga samleið með Húsfreyjunni og verið ritstjóri hennar lengst allra. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
Kristín Linda Jónsdóttir sálfræðingur hefur ritstýrt tímaritinu Húsfreyjunni í sextán ár. Þar með hefur hún slegið metið, því
engin hefur verið lengur í því emb
ætti, þó Húsfreyjan sé 70 ára.
„Þegar ég byrjaði var ég kúabóndi
í Miðhvammi í Aðaldal í Þingeyjar
sýslu og dagurinn snérist um kýr,
kálfa, aðra nautgripi og dráttar
vélar. Svo venti ég mínu kvæði í
kross, lauk sálfræðinámi og er nú
með eigin sálfræðistofu, í Reykja
vík, Huglind ehf. í Kringlunni. Ég
vinn bæði með einstaklingum að
því að bæta líðan þeirra og heilsu
og er með námskeið og fyrirlestra
bæði hér á landi og fyrir Íslendinga
á Spáni. En allan tímann hefur Hús
freyjan fylgt mér sem segir sína sögu
um hve skemmtileg hún er. Hún er
vandað, prentað tímarit sem kemur
út fjórum sinnum á ári.“
K ristín Linda er uppalin í
Hjarðar holti í Fnjóskadal þar sem
foreldrar hennar búa enn og hún
ólst upp við Húsfreyjuna á heimil
inu. En hvað heillaði hana við rit
stjórastarfið?
„Í fyrsta lagi finnst mér gaman
að geta lagt mitt af mörkum til þess
að þetta tímarit íslenskra kvenna
blómstri og haldi velli. Það er dálítið
einstakt að það hefur verið gefið út
af sama eigenda, Kvenfélagasam
bandi Íslands, í 70 ár. Það varðveitir
hluta af sögu og menningu íslenskra
kvenna og ég vil gjarnan leggja því
lið. Svo er gaman að geta beint kast
ljósinu að því sem vel er gert og til
fyrirmyndar og vera með viðtöl við
áhugaverðar konur og umfjöllunar
efni sem mér finnst jákvæð og hvetj
andi fyrir okkur hinar.“
Kristín Linda segir Húsfreyjuna
alltaf vera í þróun, í takt við tímann,
en ákveðin gildi hafi haldið sér alla
tíð, eins og að vera með ýmiss konar
fróðleik sem snúi að daglega lífinu,
heimilinu og líðan og lífsgæðum
fólks. Undanfarin ár hafi til dæmis
verið fræðsla um matarsóun og
fatasóun í Húsfreyjunni en á 6. ára
tugnum hafi meira verið skrifað um
hreinlæti á heimilum, ræktun græn
metis og heimasaum á fötum.
„Svo er þetta blað Kvenfélaga
sambandsins og fréttir af kvenfélög
unum eru fastur liður. Á Íslandi eru
nú 154 kvenfélög, mörg í miklum
blóma og tvö eru nýstofnuð. Ég var
í öflugu kvenfélagi Aðaldæla þegar
ég bjó þar og nú er ég í kvenfélagi
Grindavíkur, þar eru yfir hundrað
konur og mikið líf og fjör,“ tekur
hún fram
Kristín Linda skrifar mest í
blaðið, enda er hún ritstjórinn og
blaðamaðurinn en kveðst líka vera
með þáttastjórnendur sem sjái til
dæmis um handavinnu og matar
umfjöllum – hvort tveggja vinsælt
efni. „Í blaðinu sem kemur út í dag
er forsíðuviðtal við Elizu Reid for
setafrú, uppskrift að verðlaunasjali
og spennandi uppskriftir að sykur
litlum jólakökum, svona til dæmis.“
Hún segir þær sem verða með
erindi á málþinginu hafa setið
löngum stundum uppi á Þjóðarbók
hlöðu að fara í gegnum alla þessa 70
árganga tímaritsins. „Þá sér maður
hvernig blaðið hefur fjallað um
málefni kvenna og birt tískuna og
tíðarandann hverju sinni. Kristín
Ástgeirsdóttir sagnfræðingur gerir
úttekt á því hvaða konur völdust
sem viðmælendur. Jóhanna Erla
Pálmadóttir, fyrrverandi fram
kvæmdastjóri Textílseturs Íslands,
fer yfir hvernig Húsfreyjan hefur
varðveitt hannyrðasögu þjóðar
innar. Guðrún Hallgrímsdóttir
fjallar um fæðuval og matarmenn
ingu í Húsfreyjunni og hver þróunin
hefur verið. Einu sinni voru upp
skriftir til dæmis með litlum sykri
vegna sykurskorts og nú erum við
aftur að leita að slíkum uppskrift
um vegna hollustuhátta. Svo fjallar
Rakel Sigurðardóttir, sunnlensk
kvenfélagskona, um Húsfreyjuna og
horfir til framtíðar, úrslit verða birt
í ljóðakeppni blaðsins og Þuríður
Sigurðardóttir syngur fyrir gesti.“
gun@frettabladid.is
Húsfreyjan sjötug og síung í eðli sínu
Málþing og afmælishóf
verður haldið í dag á
Hallveigarstöðum við
Túngötu í tilefni sjötíu
ára afmælis Húsfreyj-
unnar sem Kvenfélaga-
samband Íslands hefur
gefið út alla tíð.
1 5 . N Ó V E M B E R 2 0 1 9 F Ö S T U D A G U R16 T Í M A M Ó T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
TÍMAMÓT
1
5
-1
1
-2
0
1
9
0
5
:0
0
F
B
0
4
0
s
_
P
0
2
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
2
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
1
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
2
0
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 2
4
3
E
-0
D
E
8
2
4
3
E
-0
C
A
C
2
4
3
E
-0
B
7
0
2
4
3
E
-0
A
3
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
4
A
F
B
0
4
0
s
_
1
4
_
1
1
_
2
0
1
C
M
Y
K