Fréttablaðið - 22.11.2019, Síða 6

Fréttablaðið - 22.11.2019, Síða 6
Tryggðu þér áskrift DOMINO’S DEILD KVENNA Í KVÖLD 17:50 DOMINO’S DEILD KARLA Í KVÖLD 20:10 KAUPTU STAKAN LEIK: DOMINO’S KÖRFUBOLTAKVÖLD Í KVÖLD 22:10 STJÓRNMÁL Átta þingmenn Við- reisnar, Samfylkingar, Pírata og Vinstri grænna hafa lagt fram þingsályktunartillögu um hrað- ari málsmeðferð hjónaskilnaða og bætta réttarstöðu þolenda heimil- isof beldis. Í vikunni gaf Þjóðskrá út tölur yfir hjónavígslur og skilnaði á árinu. Vígslurnar voru alls 3.150 og skilnaðir 1.099, eða um 35 prósent. Of beldi í samböndum er algeng ástæða fyrir skilnaði. Í rannsókn frá árinu 2008 kom í ljós að 20 pró- sent kvenna sögðust hafa orðið fyrir of beldi af hálfu maka eða fyrrver- andi maka á lífsleiðinni. Jón Steindór Valdimarsson, fyrsti f lutningsmaður tillögunnar, segir að núverandi hjúskaparlöggjöf sé tafsöm og ekki til þess fallin að hjálpa þolendum. Í tillögunni eru nefnd nokkur atriði sem þyrfti að kanna og breyta. Þá vanti einnig mannaf la til að mál af þessu tagi geti gengið hraðar fyrir sig í kerfinu. Jón Steindór hefur áður lagt fram frumvarp um bætt réttindi fyrir þolendur við hjónaskilnað. „Nú virkar kerfið þannig að sá sem beitir of beldinu þarf að játa það, jafnvel þó að hann hafi hlotið dóm,“ segir hann og telur að ferlið sjálft geti verið kúgunartæki. „Þegar um er að ræða of beldissambönd, líkamleg eða andleg, þá hættir of beldið ekki þegar þolandi reynir að losna undan því með skilnaði. Gerendur halda tökunum á þolanda með því að tefja og nýta alla mögu- leika til þess.“ Skilyrði um sáttaumleitanir eru nú í lögum en Jón Steindór telur að báðir aðilar verði að vera sammála um að reyna þær leiðir. Nauðung sé fyrir þolendur að taka þátt í þessu og oft tilgangslaust. Sáttameðferð og sáttavottorð eru annaðhvort gefin út af trúfélögum eða sýslu- mönnum. Árið 2011 undirritaði Ísland Istanbúlsamning Evrópuráðsins um forvarnir gegn of beldi gagn- vart konum og heimilisof beldi og var hann fullgiltur á síðasta ári. Í honum er bann lagt við skyldu- bundinni málsmeðferð, svo sem sáttameðferðum. Í þingsályktunartillögu þing- mannanna átta er einnig lagt til að gjafsóknarskilyrði verði rýmkuð. Samkvæmt Jóni Steindóri er það vegna þess að fólk sem stendur í skilnaði sé í millibilsástandi og oft ekki aflögufært. Sérstaklega á þetta við um þolendur heimilisof beldis, sem séu í mörgum tilvikum konur sem eiga engan annan kost en að flýja í Kvennaathvarfið. „Grunnhugsunin er sú að fólk gangi í hjónaband af fúsum og frjálsum vilja og ef fólk vill slíta hjú- skap á að leggja sem fæsta steina í þá götu,“ segir hann og segist jafn- framt eiga von á breiðum stuðningi í þinginu. kristinnhaukur@frettabladid.is Vilja einfalda ferli hjónaskilnaðar fyrir þolendur ofbeldis Átta þingmenn fjögurra flokka hafa lagt fram þingsályktunartillögu um að einfalda og hraða meðferð hjónaskilnaða. Tillagan er í þágu þolenda heim- ilisofbeldis því í mörgum tilfellum heldur ofbeldið áfram í skilnaðarferlinu sjálfu. Er meðal annars farið fram á að skylda til sáttaumleitana verði afnumin. Jón Steindór segir sáttameðferð við skilnað getta oft verið tilgangslausa nauðung. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI Nú virkar kerfið þannig að sá sem beitir ofbeldinu þarf að játa það, jafnvel þó að hann hafi hlotið dóm. Jón Steindór Valdimarsson, þingmaður Viðreisnar K JARAMÁL BSRB hefur náð sam- komulagi við alla viðsemjendur sína, það er ríki, Reykjavíkurborg og Samband íslenskra sveitarfélaga, um útfærslu styttingu vinnuvik- unnar hjá dagvinnufólki. Í tilkynningu frá BSRB kemur fram að vegna trúnaðar í kjaravið- ræðunum sé ekki á þessari stundu hægt að greina nánar frá útfærsl- unni. „Sú útfærsla sem sátt hefur náðst um varðandi styttingu vinnutíma dagvinnufólks hefur verið sam- þykkt með fyrirvara um að banda- lagið nái ásættanlegri niðurstöðu í öðrum málum sem eftir er að leysa úr í kjaraviðræðunum,“ er haft eftir Sonju Ýr Þorbergsdóttur, formanni BSRB. Sonja segir að það sé skýr krafa að lengra verði gengið í styttingu vinnuviku hjá vaktavinnufólki. Verkefnið fram undan sé að útfæra þá styttingu. Í stefnu BSRB sem samþykkt var á þingi sambandsins í október á síð- asta ári segir að lögfesta þurfi stytt- ingu vinnuvikunnar í 35 stundir án kjaraskerðingar. Þá verði vinnu- vika vaktavinnufólks 80 prósent af vinnuviku dagvinnufólks. – sar Samkomulag um styttingu vinnuviku Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK D A G U R6 2 2 . N Ó V E M B E R 2 0 1 9 F Ö S T U - 2 2 -1 1 -2 0 1 9 0 4 :2 6 F B 0 4 8 s _ P 0 4 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 4 2 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 7 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 4 4 B -9 3 1 8 2 4 4 B -9 1 D C 2 4 4 B -9 0 A 0 2 4 4 B -8 F 6 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 B F B 0 4 8 s _ 2 1 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.