Fréttablaðið - 22.11.2019, Síða 8

Fréttablaðið - 22.11.2019, Síða 8
Afgreiðslutímar á www.kronan.is Nánar á kronan.is/ jolahladbord ÍSRAEL Benny Gantz, leiðtoga Bláa og hvíta bandalagsins, tókst ekki að mynda nýja ríkisstjórn í Ísrael frekar en Benjamin Netanyahu, leiðtoga Likudflokksins. Ísraelsk stjórnmál halda því áfram að vera í algerum hnút. „Frá og með deginum í dag og í 21 dag til viðbótar mun ég veita þjóð- þinginu, Knesset, frest til þess að mynda nýja ríkisstjórn,“ sagði Reu- vin Rivlin, forseti landsins, í gær. Ef ekki tekst að mynda stjórn fyrir 12. desember mun hann því boða til enn einna kosninga, snemma á næsta ári. Þegar hefur verið kosið tvisvar til þings á þessu ári, í apríl og septem- ber. Röðuðust sætin þannig upp að illmögulegt var að mynda 61 manns meirihluta sem til þarf. Er þetta í fyrsta skipti í sögu landsins sem forseti biður þingið sjálft um að mynda stjórn. „Pólitísk örlög ykkar eru ekki jafn mikilvæg og örlög gamallar konu á spítala,“ sagði Rivlin og reyndi að höfða til ábyrgðar þingsins. Gantz og Netanyahu, sem fengu nánast sama fylgið í kosningunum, hafa báðir sagt að þeir muni halda viðræðum áfram næstu vikur. Helsti ásteytingarsteinninn er forsætisráð- herraembættið sjálft, en til tals hefur komið að þeir skiptist á. Báðir vilja hins vegar hefja kjörtímabilið sem forsætisráðherra. – khg Fól þinginu að mynda nýja stjórn Rivlin reyndi að höfða til samvisku þingmanna. NORDICPHOTOS/GETTY Pólitísk örlög ykkar eru ekki jafn mikilvæg og örlög gamallar konu á spítala. Reuvin Rivlin forseti Ísrael ÞÝSKALAND Pípuhattur Adolfs Hitl- er, með upphafsstöfunum A.H., var á meðal þeirra muna sem boðnir voru upp hjá uppboðsfyrirtækinu Hermann Historica í München á miðvikudag. Var hatturinn sleginn á 50 þúsund evrur, eða tæpar 7 millj- ónir króna. Leigusamningur Hitl- ers, frá þeim tíma þegar hann bjó í München , var einnig boðinn upp. Dýrasti hluturinn var hins vegar silfurslegin útgáfa af Mein Kampf, bókinni sem Hitler gaf út árið 1925, með merki arnarins og hakakrossin- um á. Bókin, sem eitt sinn var í eigu Hermanns Göring yfirmanns þýska f lughersins, seldist á 130 þúsund evrur, eða tæpar 18 milljónir króna. Margir f leiri hlutir úr eigu hátt settra nasista voru boðnir upp, svo sem Heinrichs Himmler, leið- toga SS-sveitanna, og Rudolfs Hess varakanslara. Einn af þeim munum sem vöktu hvað mesta eftirtekt var kvöldverðarkjóll Evu Braun, sam- býliskonu Hitlers, sem bandarískir hermenn fundu árið 1945 í Salzburg. Ekki voru aðeins boðnir upp munir frá þriðja ríkinu heldur mörg- um mismunandi tímabilum í mann- kynssögunni. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Hermann Historica býður upp muni úr eigu nasistaforingja. Fyrir þremur árum voru buxur af Hitler boðnar þar upp. Bernhard Pacher, framkvæmda- stjóri Hermann Historica, sagði að uppboðsfyrirtækið hefði fengið ótal tölvupósta vegna uppboðsins og að langf lestir hefðu gagnrýnt það harðlega. „Við fengum samt einn vinalegan póst frá manneskju sem sagðist styðja uppboðið. Þetta væru sögulegir munir,“ sagði Pacher. „99 prósent af tölvupóstunum voru neikvæð og innihéldu miklar sví- virðingar. Til dæmis að við værum aðeins gráðugir nýnasistar.“ Menachem Margolin, rabbíni og leiðtogi Samtaka evrópskra gyðinga, er einn af þeim sem hafa harðlega gagnrýnt uppboðið og hvatti hann Hermann Historica til að hætta við það. Óvíst væri í hvaða höndum munirnir myndu enda og hætt við því að þeir yrðu notaðir til þess að upphefja nasismann. „Það sem þið eruð að gera er ekki ólöglegt, en það er rangt,“ sagði Margolin. „Ég biðla ekki til ykkar af lagalegum ástæðum heldur siðferðilegum.“ Samkvæmt Pacher eru f lestir munir á slíkum uppboðum seldir til safna. Í Bandaríkjunum og Asíu hafa mörg söfn úr miklum fjár- munum að spila. Aðeins 20 prósent væru seld til einkasafnara. Hann gat þó ekki gefið upp hverjir hefðu keypt munina því það væri andstætt þýskum lögum. kristinnhaukur@frettabladid.is Pípuhattur Hitlers boðinn upp Hundruð þúsunda evra söfnuðust í uppboði á eigum Adolfs Hitler og annarra nasistaleiðtoga. Uppboð- inu hafði verið harðlega mótmælt þar sem munirnir yrðu hugsanlega notaðir til að upphefja nasismann. Rabbíninn Menachem Margolin segir uppboð nasistamuna löglegt en siðlaust. FRÉTTABLAÐIÐ/EPA Það sem þið eruð að gera er ekki löglegt, en það er rangt Menachem Margolin leiðtogi Sam- taka evrópskra gyðinga BRETLAND Jeremy Corbyn, leið- togi Verkamannaflokksins, kynnti stefnuskrá fyrir þingkosningarnar sem fram fara þann 12. desember. Er hún sögð mjög róttæk, jafnvel róttækari en stefnuskráin frá 2017. „Þessi stefnuskrá inniheldur mál sem fólkið vill en stjórnmálakerfið hefur komið í veg fyrir í áratugi,“ sagði Corbyn vígreifur á fundi í Birmingham-háskóla. Stefnuskráin ber heitið „Það er kominn tími á raunverulegar breytingar“. Eins og við var að búast er gert ráð fyrir stórauknum fjárútlátum hins opinbera til ýmissa málaflokka, svo sem heilbrigðis- og skólakerfisins. Byggja á upp innviði og hækka laun opinberra starfsmanna um 5 prósent. Þá er gert ráð fyrir þjóðnýtingu á ýmsum sviðum, svo sem í samgöng- um, póstkerfinu og fráveitukerfum. Síma- og netfyrirtæki yrðu þjóðnýtt og það tryggt að allir Bretar hefðu aðgang að netinu. Til að fjármagna útgjöldin hyggst Corbyn skattleggja hina ríku, sem hafa 80 þúsund pund í tekjur á ári, eða tæplega 13 milljónir króna. Myndu því 95 prósent Breta ekki finna fyrir aukinni skattheimtu. Þá verða skattar hækkaðir verulega á fyrirtæki, sérstaklega mengandi stóriðnað, svo sem olíu- og gasfyrir- tæki, vegna loftslagsvárinnar. – khg Corbyn kynnir róttækustu stefnuskrá flokksins í langan tíma Þessi stefnuskrá inniheldur mál sem fólkið vill en stjórnmála- kerfið hefur komið í veg fyrir í áratugi. Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins 2 2 . N Ó V E M B E R 2 0 1 9 F Ö S T U D A G U R8 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 2 2 -1 1 -2 0 1 9 0 4 :2 6 F B 0 4 8 s _ P 0 4 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 4 1 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 8 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 4 4 B -8 E 2 8 2 4 4 B -8 C E C 2 4 4 B -8 B B 0 2 4 4 B -8 A 7 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 A F B 0 4 8 s _ 2 1 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.