Fréttablaðið - 22.11.2019, Page 14
Það er verið að
vinna af þó nokkr
um krafti, fundað vikulega
og stefnt að því að ljúka
þeirri vinnu á næsta ári og þá
er kominn tími til að taka
ákvörðun í
málinu –þótt
fyrr hefði
verið.
Guðni Bergsson,
formaður KSÍ
Alltaf nóg til af humri hjá Norðanfiski...
STÓRUM HUMRI!!
Norðanfiskur ehf. sérhæfir sig í framleiðslu á
úrvals sjávarfangi til veitinga- og stóreldhúsa.
Einnig má finna vörur Norðanfisks í
neytendapakkningum í verslunum
Bónus um land allt.
Hafið samband á nordanfiskur@nordanfiskur.is eða í síma 430 1700
FÓTBOLTI Dregið verður í dag
í umspil um fjögur laus sæti í loka-
keppni Evrópumótsins í knatt-
spyrnu karla. Ísland er í potti A í
drættinum en fyrst verður dregið
um það hvort íslenska liðið mætir
Rúmeníu eða Ungverjalandi í und-
anúrslitum umspilsins en auk þess
liðs sem mætir ekki Íslandi í und-
anúrslitunum koma Búlgaría og
Ísrael til greina sem mögulegir and-
stæðingar í úrslitaleiknum um laust
sæti í lokakeppninni.
Rúmenía er hærra skrifað sé
litið til styrkleikalista FIFA en þar
situr liðið í 29. sæti eins og sakir
standa. Rúmenar höfnuðu í fjórða
sæti í F-riðli undankeppninnar en
Spánn og Svíþjóð fóru beint áfram
úr þeim riðli og Lars Lägerback og
lærisveinar hans hjá Noregi voru í
sætinu fyrir ofan Rúmeníu.
Claudiu Keserü sem mætti Val
með búlgarska liðinu Ludogorets í
forkeppni Meistaradeildar Evrópu
í sumar var markahæsti leikmaður
Rúmeníu í undankeppninni en
hann skoraði sex mörk. George
Puscas sem leikur með enska
B-deildarliðinu Reading skoraði
einu marki minna en Keserü.
Keserü er markahæsti leikmað-
urinn í núverandi leikmannahópi
Rúmena með 13 mörk fyrir liðið en
Nicolae Stanciu, leikmaður Slavia
Prag, kemur næstur með sín 10
mörk.
Rúmenía fékk á sig 15 mörk í 10
leikjum í undankeppninni en þar af
voru fimm í 5-0 tapi á móti Spáni í
leik sem skipti ekki máli fyrir þróun
mála í riðlinum í lokaumferð riðla-
keppninnar.
Ungverjaland er hins vegar í 50.
sæti á styrkleikalista en liðið laut í
lægra haldi fyrir Wales í úrslitaleik
um sæti í lokakeppninni í E-riðli
undankeppninnar.
Ungverjar skoruðu átta mörk
í jafn mörgum leikjum í undan-
keppninni en mörkin dreifðust
jafnt á milli leikmanna liðsins. Máté
Pátkai og Willi Orban, sem er fyrir-
liði þýska liðsins RB Leipzig, voru
markahæstir hjá liðinu í riðlinum
með tvö mörk.
Balázs Dzsudzsák, fyrirliði ung-
verska liðsins, og Ádám Szalai, vara-
fyrirliði liðsins, eru markahæstu
leikmennirnir í leikmannahópnum
með 21 mark hvor fyrir landsliðið.
Þeir eru einu leikmennirnir í hópn-
um sem hafa skorað meira en fjög-
ur mörk á landsliðsferli sínum. – hó
Kemur í ljós hverjum Ísland mætir
Íslenska liðið mætir
annaðhvort Rúmeníu eða
Ungverjalandi í undan
úrslitum umspilsins.
FÓTBOLTI Skýrsla starfshóps um
nýtt knattspyrnuhús Hauka var
tekin fyrir í bæjarráði Hafnar-
fjarðar í gær en bærinn hyggst
reisa veglegt knattspyrnuhús á
Ásvöllum. Mikil uppbygging er
víða um land þegar kemur að
knattspyrnu og íþróttum. Þann-
ig var Skessan tekin í notkun
í Kaplakrika fyrir skemmstu,
Afturelding tók nýverið í notkun
sitt hús, Ísafjörður ætlar að bjóða
út upphitað hús og í Reykjavík eru
framkvæmdir að hefjast við svæði
Fram og ÍR. Valsmenn eru komnir
langleiðina með sitt svæði og KR er
í startholunum. Svona mætti lengi
telja. Flest sveitarfélögin standa
sig gríðarlega vel í uppbyggingu
á íþróttamannvirkjum og saman-
lagður kostnaður við þessa mann-
virkjagerð nemur mörgum millj-
örðum króna.
Það er þó aðra sögu að segja í
Laugardal. Þar standa mannvirki
fornra tíma með úrelta íþrótta-
höll og leikvang með ónýta frjáls-
íþróttabraut. Uppbygging þar er
á ábyrgð ríkisins og þó það sé að
þokast í rétta átt er enn langt í
land.
Á f járaukalögum er búið að
koma á fót hlutafélagi vegna
Þjóðarleikvangs í Laugardal og
leggja því til fimm milljónir króna
í stofnfé. Guðni Bergsson, formað-
ur KSÍ, segir að fundað sé stíft og
vandað sé til verka. Guðni er ekki
í öfundsverðu hlutverki en ber sig
vel þegar rætt er um uppbygging-
una sem vonandi verður.
„Starfshópur skilaði af sér vinnu
á síðasta ári og í kjölfarið var sam-
komulag um að fara í nánari grein-
ingarvinnu og úttekt á mögulegum
sviðsmyndum hvað varðar völlinn.
Þetta nýjasta skref er stigið af hálfu
ríkisvaldsins til að hafa fjármagns-
heimildir fyrir það verkefni. Það
er verið að vinna af þó nokkrum
krafti, fundað vikulega og stefnt
að því að ljúka þeirri vinnu á
næsta ári og þá er kominn tími til
að taka ákvörðun í málinu – þótt
fyrr hefði verið,“ segir Guðni. Hann
bætir við að það sé gangur í þeirri
vinnu sem nú sé unnin þó skrefin
séu stundum stutt og hæg. „Miðað
við mínar upplýsingar hefur varla
verið unnin svona ítarleg vinna
eins og þessi á evrópskan mæli-
kvarða hvað varðar uppbyggingu
íþróttamannvirkis. Það er verið að
rýna ítarlega í hlutina.“
Mikið hefur verið rætt og ritað
um Laugardalsvöll. Sérstaklega í
aðdraganda þess að Ísland er að
fara að spila leik og jafnvel tvo í
mars.
Guðni segir að sveitarfélögin hafi
staðið sig vel eftir að málaflokkur-
inn færðist frá ríkinu yfir á sveitar-
félögin. „En manni finnst að ríkið
eigi að koma að þessu – sérstak-
lega þegar rætt er um þjóðarleik-
vang. Það má auðvitað líka ræða
hvernig ríkið styrkir íþróttalífið.
Það mætti gera betur þar. Ríkið
styrkir rekstur íþróttasambanda
og UMFÍ og ferðasjóð og afreks-
sjóð en miðað við skatttekjur sem
ríkið fær af íþróttum mættu fram-
lög til íþróttamála tvímælalaust
vera meiri og kannski meira í takt
við það sem gerist á Norðurlönd-
unum.“ benediktboas@frettabladid.is
Mikil uppbygging nema í Laugardal
Laugardalsvöllur er rúmlega 60 ára gamall. Miðað við mannvirkjagerð hjá sveitarfélögum landsins er ríkið að draga lappirnar. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK
Aðstaða leikmanna er langt frá því að uppfylla kröfur nútímans.
Sveitarfélögin í landinu
eru dugleg að byggja
upp íþróttamannvirki.
Fjallað var um kom-
andi knatthús Hauka í
bæjarráði í gær en mikil
uppbygging er fram
undan í Reykjavík, á
Ísafirði og í fleiri sveit-
arfélögum. Alls staðar
nema í Laugardal.
2 2 . N Ó V E M B E R 2 0 1 9 F Ö S T U D A G U R14 S P O R T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
SPORT
2
2
-1
1
-2
0
1
9
0
4
:2
6
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
3
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
4
4
B
-7
5
7
8
2
4
4
B
-7
4
3
C
2
4
4
B
-7
3
0
0
2
4
4
B
-7
1
C
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
2
B
F
B
0
4
8
s
_
2
1
_
1
1
_
2
0
1
C
M
Y
K