Fréttablaðið - 22.11.2019, Qupperneq 18
Útgefandi: Torg ehf Veffang: frettabladid.isÁbyrgðarmaður: Jóhanna Helga Viðarsdóttir Sölumaður auglýsinga: Ruth Bergsdóttir, ruth@frettabladid.is, s. 694 4103.
Framhald af forsíðu ➛
2 KYNNINGARBLAÐ 2 2 . N ÓV E M B E R 2 0 1 9 F Ö S T U DAG U RBÓKAMESSA
Hugmyndin að því að skrifa um mömmu mína kviknaði í dánarferli hennar. Hún lést
með óvenjulegum hætti og í fram-
haldinu þurfti ég að vinna mig út
úr þeirri lífsreynslu. Ég byrjaði að
skrifa fyrir sjálfa mig og það stóð
ekki til að gefa það efni út enda
fannst mér ég lengi vel svo hörð við
mömmu og koma sjálf svo illa út að
ég gæti ekki sýnt þetta nokkrum
manni. Tilgangurinn var fyrst og
fremst að fara í gegnum tilfinning-
ar mínar og reyna að skilja dauða
mömmu út frá lífi hennar, hvernig
þessi 85 ár sem hún lifði leiddu til
þeirra 45 daga sem það tók hana
að deyja. Mamma var óvenjuleg
manneskja, hún lifði og dó á sínum
forsendum og eftir sínu höfði. Hún
var mjög opinská með ákvörðun
sína og síðustu dagarnir
hennar voru ekki
líkir neinu sem ég hef
kynnst,“ segir Sæunn,
sem er sálgreinir og
notar reynslu sína og
menntun til að skilja
móður sína.
„Mamma var litrík
og skemmtileg en hún
var líka ófyrirsjáanleg
og erfið. Hún tók oft
ákvarðanir sem komu
okkur dætrum hennar
úr jafnvægi, eins og
til dæmis að fara frá
okkur. Hún misnotaði
áfengi og ég reyni að skilja ástæður
þess. Ég er ekki þeirrar skoðunar
að um sé að ræða líffræðilegan eða
meðfæddan sjúkdóm heldur leita
ég skýringa í lífsreynslu fólks á
að það misnotar efni til að breyta
skynjun sinni og líðan,“ segir hún.
Móðir Sæunnar var níunda í röð
fimmtán systkina og það hafði að
mati Sæunnar áhrif á mótun per-
sónu hennar. „Það er erfitt að setja
sig í spor þeirra sem eignast svo
mörg börn og líka þeirra sem eru í
stórum systkinahópi. Við mamma
vorum mjög nánar og ég skynjaði
sterkt að þessi glæsilega og hæfi-
leikaríka manneskja glímdi alla
tíð við mikla höfnunartilfinningu
sem ég rek til barnæsku hennar,“
segir Sæunn, sem áður hefur
skrifað bækurnar Hvað gengur
fólki til? Leit sálgreiningar að
skilningi, Árin sem enginn man og
Fyrstu 1000 dagarnir.
Sterkar tilfinningar
Þegar hún er spurð
hvernig það hafi verið
að opinbera líf sitt og
tilfinningar með því að
skrifa svona opinskáa
bók segir hún það ekki
hafa verið auðvelt.
„Enda tók það mig tólf
ár að koma bókinni
frá mér. Auðvitað var
það stór ákvörðun
að birta þessi skrif
en þegar öllu var á
botninn hvolft fannst
mér sagan áhugaverð.
Hvort sem ég vinn með einstakl-
inga eða foreldra og ung börn er
ég alltaf að skoða áhrif barnæsk-
unnar. Með sögu okkar mömmu
langaði mig að setja fræðilegt efni
í persónulegt samhengi,“ segir
Sæunn. Hún segir að sem barn hafi
hún oft skammast sín fyrir móður
sína því að hún hafi verið svo öðru-
vísi en hún geri það ekki lengur.
„Ég var oft sár og reið út í
mömmu, en mér fannst líka
undurvænt um hana og þeim
tilfinningum fann ég sterkt fyrir
þegar ég fór að rýna í og rifja upp
söguna hennar.“
Bókin hefur vakið verðskuldaða
athygli, enda er ekkert dregið
undan. „Ég hef fengið rosalega
sterk viðbrögð, jafnvel frá blá-
ókunnugu fólki, sem segir að eftir
lesturinn skilji það sína eigin
foreldra og sjálft sig betur. Ég geng
mjög nærri mömmu í bókinni en
líka sjálfri mér, öðruvísi hefði ekki
haft neinn tilgang með að skrifa
hana.“
Opinská saga á persónulegum nótum
Sæunn Kjartansdóttir sálgreinir skrifar um móður sína, líf hennar og samband þeirra í bókinni
Óstýriláta mamma mín … og ég. Bókin er opinská, en það tók Sæunni 12 ár að koma henni frá sér.
Sæunn Kjartansdóttir rithöfundur hefur skrifað áhugaverða bók um móður sína sem var lengi í vinnslu.
Síldarárin 1867-1969 eftir Pál Baldvin Baldvinsson, bókmenntafræðing og
menningarrýni, kemur út núna
um helgina. Um er að ræða yfir-
gripsmikið tímamótaverk um
þetta tímabil í sögu þjóðarinnar.
Bókin er afrakstur áralangrar
vinnu Páls við söfnun ljósmynda,
endurminninga og annarra heim-
ilda um síldarævintýrið í sögu
íslensku þjóðarinnar.
„Ég hafði áhuga á að fjalla um
síldarárin út frá persónulegri
reynslu og
lífi þess fólks
sem vann við
síldina, hvort
sem það stóð á
síldarplaninu
að salta síld í
tunnur eða sótti
sjóinn að veiða
silfur hafsins.
Í bókinni eru
meðal annars
frásagnir karla
og kvenna, úr
öllum stéttum
samfélagsins,“
segi Páll, en hann
hefur áður skrifað
metsölubókina
Stríðsárin 1938-1945.
„Þegar ég skoðaði heimildir
rakst ég óneitanlega á margar
frásagnir af karlmönnum en mig
langaði að skoða sögu síldar-
kvenna og barna sérstaklega.
Þær unnu mikla erfiðisvinnu við
að salta síldina og ráku um leið
heimili. Mér fannst líka áhuga-
vert að varpa ljósi á líf barna sem
ólust upp þegar þessar ofsaveiðar
stóðu yfir og hvaða áhrif það
hafði á þau,“ segir Páll og bætir
við að það hafi verið feikilega
gaman að kynna sér þessa merki-
legu sögu sem hafði mikil áhrif á
líf og efnahag þjóðarinnar. „Inn
í þetta allt f léttast svo örlaga-
saga auðkýfinga og hvernig fór
fyrir þeim. Sumir þeirra voru
ríkir einn daginn en öreigar
þann næsta. Einnig segi ég frá
skemmtilegum síldarspekúl-
öntum,“ nefnir Páll.
Elti síldina í gegnum
Íslandssöguna
Hann leitaði heimilda bæði
hérlendis og erlendis og segist
hafa elt síldina í gegnum Íslands-
söguna. „Síldin átti sinn þátt í að
Ísland breyttist
úr örsnauðu
landi í tæknivætt
velferðarríki.
Ósennilegt er
að lífskjör væru
hér sem raun ber
vitni ef hennar
hefði ekki notið
við,“ segir hann.
Þetta ævin-
týralega
skeið Íslands-
sögunnar hófst
með síldveiðum
Norðmanna
undan Austur-
landi á síðari
hluta 19. aldar.
„Í fyrstu höfðum við Íslend-
ingar hvorki skip, síldartunnur,
salt né verksmiðjur til að vinna úr
síldinni og bræða úr henni lýsi en
það átti eftir að breytast. Sumir
þéttbýlisstaðir breyttust úr kaup-
stöðum í útgerðarbæi, söltunar-
bryggjur risu víða um land og
sömuleiðis stórvirkar síldarverk-
smiðjur. Á þeim tíma voru þetta
stærstu verksmiðjur landsins og
þótt víðar væri leitað. Á Siglufirði
og Djúpavík voru reistar gríðar-
stórar og fullkomnar verksmiðjur
sem voru starfræktar í nokkur ár
en þegar síldin hvarf stóðu þær
tómar og eru nú orðnar rústir
einar,“ bendir Páll á.
Síldin varð líka til þess að stór-
kostlegir fólksf lutningar urðu
landshorna á milli í hundrað ár,
þar sem fólk fór tugum og jafnvel
hundruðum saman, frá suður-, og
suðvesturhorni landsins og austur
á firði eða norður í land og settist
þar að.
Bókin er prýdd fjölda mynda og
hafa margar þeirra ekki áður sést
á prenti. „Ég leitaði að myndum
hér heima og úti, á héraðssöfnum,
borgarsöfnum og þjóðminja-
söfnum og tengi þær saman við
textann,“ segir Páll að lokum en
Forlagið gefur bókina út.
Páll Baldvin
leitaði heimilda
bæði hérlendis
og erlendis og
segist hafa elt
síldina í gegnum
Íslandssöguna.
2
2
-1
1
-2
0
1
9
0
4
:2
6
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
9
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
4
4
B
-9
C
F
8
2
4
4
B
-9
B
B
C
2
4
4
B
-9
A
8
0
2
4
4
B
-9
9
4
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
6
B
F
B
0
4
8
s
_
2
1
_
1
1
_
2
0
1
C
M
Y
K