Fréttablaðið - 22.11.2019, Síða 21
Fólk deyr alveg
hægri og vinstri
með hugvitssömum
hætti, en mér finnst hún
samt skemmtilega skrít-
in og rosalega falleg.
Blær Guðmundsdóttir er höf-undur bókarinnar Sipp, Sipp-sippanipp og Sippsippanipp-
sippsúrumsipp – systurnar sem
ætluðu sko ekki að giftast prins-
um, en hún er ætluð lesendum á
aldrinum 5 til rúmlega 100 ára.
Þetta er fyrsta bók Blævar. Hún
hefur reyndar brotið um, hannað
og myndskreytt bækur annarra
höfunda, sem grafískur hönnuður,
þar á meðal bækur föður síns.
„Pabbi minn var Guðmundur
Páll Ólafsson rithöfundur og ég
byrjaði í umbroti með honum
þegar hann gerði bókina Hálendið
í náttúru Íslands árið 2000,“ segir
Blær. „Síðast gerðum við Vatnið
í náttúru Íslands, síðustu bókina
hans.
Árið 2016 fór ég í teikni- og
myndskreytingarnám í Mynd-
listaskóla Reykjavíkur og þar
fæddist bókin,“ segir Blær. „Þetta
byrjaði sem verkefni þar sem ég
var að búa til persónur í ævintýri,
en ég byggði á gömlu ævintýri sem
amma og mamma sögðu mér og
mér þykir mjög vænt um. Þetta
varð svo að útskriftarverkefni og
nú er þetta orðið að alvöru bók.
Ævintýrið fjallar um þrjár
systur sem eru prinsessur og heita
Sipp, Sippsippanipp og Sippsippa-
nippsippsúrumsipp. Í öðru ríki
búa svo þrír prinsar, sem heita
Skrat, Skratskratarat og Skrat-
skrat aratskratskúrumskrat og þau
giftast öll hvort öðru,“ segir Blær.
„Ég hef heyrt ævintýrið margoft en
alltaf velt fyrir mér af hverju þau
giftust og sagan fjallar um það.
Ég set þetta í hendurnar á
stelpunum og er að leika mér með
kynjahlutverkin,“ segir Blær. „Þær
eru ungar konur á framabraut og
og hafa engan tíma fyrir prinsa
eða áhuga á að giftast þeim, en svo
taka örlögin í taumana.
Inn í þetta blandast jafnréttis-
hugsun og sú hugsun að allir geti
verið eins og þeir vilja og þurfi
ekki að passa í staðlaða ímynd.
Ein prinsessan er til dæmis lögga,“
segir Blær. „Allar persónurnar eru
sterkar á sinn hátt og það eru ekki
alltaf prinsarnir sem eiga að koma
á hvítum hesti og bjarga prins-
essunum. Eftir að þau giftast
heldur lífið líka bara áfram að
ganga sinn vanagang. Þann-
ig að þetta er nútímaleg saga í
klassískum gamaldags ævin-
týraaðstæðum og ég leik mér
með formið.
Myndskreytingarnar, sem
eru eftir mig, segja svo líka sína
eigin sögu sem bætist við textann
sjálfan. Þú getur lesið helling af
sögunni úr þeim og þar er alls
konar húmor,“ segir Blær. „Kímnin
í myndunum og textanum höfða
vonandi einnig til fullorðinna
sem lesa með barninu. Ég teiknaði
myndirnar líka með það í huga að
þú getur lesið söguna oft en samt
fundið ný smáatriði í þeim sem þú
sást kannski ekki fyrst.“
Á Bókamessunni ætlar Blær að
lesa upp úr bókinni sinni í sögu-
stund fyrir yngstu lesendurna
sem verður á laugardaginn milli
klukkan 14 og 15.30.
Leikur sér með prinsessuformið
Blær Guðmundsdóttir gaf nýlega út sína fyrstu bók, sem er barnabók sem byggir á ævintýri sem
henni var sagt sem barn. Hún setur það í nýjan búning og leikur sér með kynjahlutverk og húmor.
Blær hefur starfað sem grafískur hönnuður árum saman, en þetta er fyrsta bókin hennar. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK
Hilmar Örn Óskarsson hefur skrifað nokkrar barna-bækur en Húsið í september
er hans fyrsta ungmennabók. Hún
er mun myrkari en fyrri verk hans.
„Ég hef skrifað fjórar barna-
bækur um Kamillu Vindmyllu,
sem eru fyrir um það bil 8 til 12
ára krakka og svo skrifaði ég líka
eina litla bók, ásamt unnustu
minni, Helgu Þóru Ármann, sem
heitir Funi og Alda falda og er fyrir
6-9 ára börn. Ég hef líka unnið
verðlaun fyrir glæpasmásögur,“
segir Hilmar. „Auk þess hef ég þýtt
tvær bækur fyrir Bókabeituna, en
allt sem ég skrifa kemur út undir
þeirra merkjum.
Það er alveg glænýtt fyrir mig að
skrifa fyrir eldri hóp, en þessi nýja
bók er frekar myrk fantasía, gufu-
pönkuð og hryllileg,“ segir Hilmar.
„Í raun er hún forljót miðað við það
sem ég hef skrifað áður, fólk deyr
alveg hægri og vinstri með hug-
vitssömum hætti, en mér finnst
hún samt skemmtilega skrítin og
rosalega falleg á sama tíma.
Ég vil ekki gefa of mikið upp
varðandi söguþráðinn til að spilla
honum ekki, en upphaflega hug-
myndin sem ég hafði var í rauninni
bara einhent stelpa sem þarf að
fá nýjan handlegg og svo hlóð ég í
kringum hana,“ segir Hilmar.
Ég myndi segja að lesendur ættu
að vera orðnir að minnsta kosti
13 ára,“ segir Hilmar. „Kannski
er ég svona mikil tepra eftir að
hafa komið úr krúttlegu umhverfi
Kamillu, því mér finnst þetta gróft,
en þeir sem hafa lesið fullvissa mig
um að þetta sé alveg við hæfi eldri
barna.“
Gaman að breyta til
„Mig langaði mikið til að gera eitt-
hvað nýtt, í staðinn fyrir að halda
mig við alltaf við það sama. Ég held
líka að ég hafi viljað fá smá mold
á hendurnar eftir að hafa verið
svona lengi í krúttlegum hlutum,“
segir Hilmar. „Það var í raun
hvatinn að því að ég skrifaði svona
myrka sögu, það er gott að breyta
til. Svona eins og að komast í jarð-
vegsvinnu annað slagið ef maður
vinnur á skrifstofu allan daginn.“
Hilmar segir að það hafi verið
allt öðruvísi að skrifa bók fyrir
ungmenni en börn.
„Ekki síst af því að þetta er svo
ólíkt því sem ég hef gert. Í bókun-
um um Kamillu voru þrír brand-
arar á blaðsíðu en þessar persónur
hafa ekki sérstaklega mikinn
húmor og þetta er allt mun alvar-
legra,“ segir hann. „Það hefur verið
minn styrkleiki að vera fyndinn,
en ég gat ekki hlaupið í það skjól
í þessu verkefni, heldur þurfti ég
að finna nýjar leiðir til að vera
skemmtilegur og áhugaverður.“
Á Bókamessunni tekur Hilmar þátt
í umræðu um ungmennabækur
með öðrum höfundum. Umræðan
fer fram á sunnudag milli 15-16.
Gott að fá smá mold á hendurnar
Hilmar Örn Óskarsson hefur skrifað fremur krúttlegar barnabækur fram að þessu, en nýja bókin
hans er fyrir ungmenni. Að sögn Hilmars er bókin myrk fantasía og forljót miðað við fyrri verk.
Hilmar segir að
það hafi verið
allt öðruvísi
að skrifa nýju
bókina en
barnabækurnar
sem hann hefur
skrifað hingað
til. FRÉTTABLAÐIÐ/
SIGTRYGGUR ARI
KYNNINGARBLAÐ 5 F Ö S T U DAG U R 2 2 . N ÓV E M B E R 2 0 1 9 BÓKAMESSA
2
2
-1
1
-2
0
1
9
0
4
:2
6
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
1
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 2
4
4
B
-8
9
3
8
2
4
4
B
-8
7
F
C
2
4
4
B
-8
6
C
0
2
4
4
B
-8
5
8
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
4
B
F
B
0
4
8
s
_
2
1
_
1
1
_
2
0
1
C
M
Y
K