Fréttablaðið


Fréttablaðið - 22.11.2019, Qupperneq 22

Fréttablaðið - 22.11.2019, Qupperneq 22
Rithöfundar koma gagngert í Hörpu til að spjalla við lesendur sína og þykir vænt um að lesendur nálgist þá. Skáldsögurnar sem hér er vitnað í eru: Aðferðir til að lifa af eftir Guðrúnu Evu Mínervudóttur, Delluferðin eftir Sigrúnu Pálsdótt- ur, Helköld sól eftir Lilju Sigurðar- dóttur, Hvítidauði eftir Ragnar Jónasson, Innflytjandinn eftir Ólaf Jóhann Ólafsson, Korngult hár grá augu eftir Sjón, Tregasteinn eftir Arnald Indriðason og Þögn eftir Yrsu Sigurðardóttur. 1Sturtan var mun heitari en Númi átti að venjast. Hann forðaðist öfgar. Hann var ekki hrifinn af mjög sterkum mat, sjósundi, háværri tónlist, crossfit, neon-litum, tekílaskotum eða neinu sem gekk skrefinu lengra en nauðsynlegt var. Drama þar með talið. Hann þoldi ekki drama. 2Móða fellur á svala rúðuna þar sem kinn og munnur nema við glerið. Þegar horft er á manninn frá klefadyrunum rennur spegilmynd hans saman við brautarstöðina; dyrnar út á pallinn, klukkuna á múrsteinsveggnum til hliðar við þær og skyggnið sem veitir ferðalöngum skjól fyrir heitri ágústsólinni. 3Borðplatan var úr ljósum viði og virtist óskemmd þar til komið var alveg upp að henni og horft á ská. Í harðri birtunni sem barst inn um glugg- ann sáust glærir glasahringir. 4Örvæntingarþögnin var rofin.Einhver var fyrir utan og bankaði, nokkuð harkalega, hafði eflaust reynt að hringja dyrabjöllunni nokkra stund en bjallan var biluð. 5Hann hagræddi sér á hvössu hraungrýtinu, náði jafnvægi og teygði sig í höndina sem stóð út úr ferðatöskunni. 6Og þarna stóð unga konan við stofugluggann og horfði út í kvöldmyrkrið. Hún reykti sígarettu og blés reyknum mak- indalega frá sér og útlínur hennar voru greinilegar í daufri skímunni sem barst innan úr íbúðinni. 7Febrúarlægð. Bálviðri. Götur auðar á meðan vindurinn æðir með snjóinn um borg- ina og þrífur með sér allt sem laus- legt er, skekur nakin tré í görðum, grípur pappakassa og öskutunnur, barnavagn sem gleymst hefur að koma í skjól, auglýsingaskilti við veitingastaðinn handan við torgið, skó sem skilinn hefur verið eftir á berangri, af hægra fæti, svartan, með lágum hæl. 8Hljóðið barst neðan úr stofunni. Skringilegt manna-mál. Eitt augnablik var ég viss um að mig væri að dreyma, því ég skildi ekki orð af því sem sagt var. Svör á blaðsíðu 14 Örvæntingarþögnin var rofin Fyrstu setningar í skáldsögu eiga að kveikja áhuga lesandans. Hér eru sýnishorn af fyrstu setningum í nokkrum skáld- sögum íslenskra höfunda fyrir þessi jól. Svo er að geta upp á því rétta! 6 KYNNINGARBLAÐ 2 2 . N ÓV E M B E R 2 0 1 9 F Ö S T U DAG U RBÓKAMESSA Reykjavík varð Bókmennta-borg Unesco árið 2011, sú fyrsta í heiminum sem ekki var enskumælandi. Þá voru aðeins fimm borgir heimsins bókmennta- borgir en í dag eru þær orðnar 39 um allan heim,“ útskýrir Lára um þann mikla heiður sem Reykjavík var sýnd því færri borgir komast að en vilja verða Bókmenntaborgir Unesco. „Sem Bókmenntaborg Unesco gefur Reykjavík loforð um að styðja við orðlist í borginni. Það gerum við með margvíslegum hætti og er Bókamessan stærsti viðburður ársins en við gerum líka margt f leira sem skilgreinir okkur Reykvíkinga í gegnum orðlist, eins og að rista orðlist í gangstéttar borgarinnar og voru línur Vil- borgar Dagbjartsdóttur úr ljóðinu Vetur ristar á nýtt torg Stein- bryggjunnar í miðbæ Reykjavíkur í september,“ upplýsir Lára. Höfundar vilja hitta lesendur Á Bókamessunni er rithöfundum landsins, útgefendum og lesendum stefnt á einn og sama staðinn í Hörpu. „Þar fá lesendur tækifæri til að hitta sína uppáhaldsrithöfunda í návígi og börnin fá skemmtilega og metnaðarfulla dagskrá við sitt hæfi. Við verðum í þremur rýmum, einu fyrir börnin og tveimur fyrir- lestrarýmum sem verða full af þéttri og heillandi dagskrá báða messudagana,“ upplýsir Lára um dagskrána sem byggist á upp- lestrum, umræðum við höfunda og töfrandi stemningu. „Það þarf enginn að vera feim- inn eða hikandi við að ganga upp að sínum eftirlætisrithöfundi því þeir koma gagngert í Hörpu til að spjalla við lesendur sína og þykir beinlínis vænt um að lesendur nálgist þá. Rithöfundar eru eins og aðrir, fólk sem þykir gott að vera í góðum, mannlegum samskiptum og Bókamessan býður upp á það,“ segir Lára og útilokar ekki að les- endur geti haft veruleg áhrif á verk höfunda sinna. „Það er aldrei að vita nema hægt verði að hafa bein áhrif á sögu- þráðinn í næstu bók Arnaldar eða Yrsu og í raun þyrftum við að skrá niður þær mörgu frábæru hugmyndir sem höfundar fá frá gestum bókamessunnar. Les- endum gefast líka fágætt tækifæri til að koma hugmyndum sínum á framfæri við útgefendur og má alveg geta sér til að út hafa komið bækur í kjölfar Bókamessunnar því gestir hennar leggja til svo margt skemmtilegt og gagnlegt og það er það sem gerir Bókamessuna svo sérstaka; þetta beina samband á milli útgefenda, rithöfunda og lesenda,“ segir Lára. Frjó og kraftmikil ljóðskáld Þeir sem eiga ekki heimangengt á Bókamessuna geta fengið smjörþefinn af henni í beinni útsendingu á Rás 1 á laugardaginn klukkan 15 og 16. „Á Bókamessuna koma um flest- ir sem gefa út bækur fyrir þessi jól. Þeir hafa tekið þessa helgi frá og vilja hvergi vera nema í Hörpu þar sem margir af helstu höfundum landsins lesa úr bókum sínum og eiga í samskiptum við lesendur. Söguþráður Bókamessunnar er svo jafnan óvæntur og spennandi því alltaf dúkka upp óvæntir höfundar og víst að margar góðar og ósagðar sögur verða sagðar,“ segir Lára, full tilhlökkunar. „Á sunnudag verður ljóðaupp- lestur allan daginn og markar þá miklu sprengingu sem hefur orðið í ljóðabókaútgáfu en við höfum aldrei verið með jafn marga höf- unda að lesa upp ljóð. Ljóðið er afar sterkt á Íslandi og við sjáum ekki þessa aukningu á ljóðabókum á mörgum stöðum í heiminum. Frakkar til dæmis syrgja ljóðið þar sem það hefur mikil dalað en hér eru ung, frjó og kraftmikil ljóðskáld sem næra okkur í haust- myrkrinu og gæði íslenskra ljóða- bóka hafa sjaldan verið eins mikil,“ segir Lára og hvetur sem flesta til að koma í Hörpu um helgina. „Bókamessan er staðurinn til að kaupa jólabækur á góðu verði og eiga stefnumóti við alla höfundana sem vitaskuld árita bækurnar. Stemningin er mannleg og skemmtileg, allir eru jafnir og enginn frægari en annar og allir til í að rabba saman.“ Dagskrá Bókamessunnar er á bokmenntaborgin.is, inni í Hörpu og í Fréttablaðinu. Aðgangur er ókeypis og allir hjartanlega vel- komnir á frábæra dagskrá við allra hæfi. Enginn þarf að vera feiminn við höfunda Bókamessan er vettvangur til að hitta skemmtilegasta fólk í heimi; það sem les bækur,“ segir Lára Aðalsteins- dóttir, verkefnastjóri Reykjavík Bókmenntaborg Unesco. Við munum fylla Flóa af bókum og bókafólki, skemmtilegasta fólki í heimi á Bókamessunni, segir Lára Aðalsteinsdóttir í Flóanum. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON 2 2 -1 1 -2 0 1 9 0 4 :2 6 F B 0 4 8 s _ P 0 3 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 4 4 B -8 4 4 8 2 4 4 B -8 3 0 C 2 4 4 B -8 1 D 0 2 4 4 B -8 0 9 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 A F B 0 4 8 s _ 2 1 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.