Fréttablaðið


Fréttablaðið - 22.11.2019, Qupperneq 26

Fréttablaðið - 22.11.2019, Qupperneq 26
Góðar bókmenntir vekja alltaf athygli og áhuga. En það er líka mikill áhugi á landinu sjálfu og íslenskri tungu Miðstöð íslenskra bók-mennta vinnur meðal annars að því að koma íslenskum bókmenntum á framfæri erlendis. Hrefna segir íslenskar bókmenntir vera á mik- illi siglingu erlendis og nefnir sem dæmi að á síðasta áratug hafi orðið þreföldun í þýðingu íslenskra bók- mennta á erlend tungumál. „Og núna á síðustu þremur árum hafa komið út, eða eru væntan- legar, hátt í 50 íslenskar bækur þýddar á frönsku, 40 á ensku, yfir 60 á norræn mál og um 40 á þýsku svo eitthvað sé nefnt,“ segir Hrefna. Hún segir að margir íslenskir rithöfundar séu með alþjóðlega umboðsmenn sem koma þeim á framfæri, en ekki megi gleyma þýðendunum sem eru lykilfólk í útflutningi bókmenntanna. „Við leggjum mikla rækt við og áherslu á gott samstarf við þá,“ segir Hrefna. „Við höldum til dæmis reglulega alþjóðleg þýðenda- þing hér á landi, fyrir þýðendur alls staðar að sem eru að þýða íslenskar bókmenntir beint úr íslensku yfir á sitt móðurmál.“ Íslenskar bækur á fimmtíu tungumálum Allt í allt hafa íslenskar bókmennt- ir verið þýddar á um 50 tungumál. „Það er ansi góð útbreiðsla og er mjög mikilvæg fyrir höfunda sem skrifa á tungumáli sem ekki nema 360.000 manns lesa. Lesenda- hópurinn margfaldast um leið og bókin er komin á annað tungu- mál. Þess vegna eru þýðendur afar mikilvægir og við getum seint full- þakkað þeim fyrir það merka starf sem þeir vinna,“ segir Hrefna. Enn einn liður í því að vekja athygli á starfi þýðenda og hvetja þá til dáða er heiðursviður- kenningin Orðstír sem Miðstöð íslenskra bókmennta og fleiri veita þýðendum annað hvert ár. Þá fá tveir þýðendur viðurkenningu fyrir að þýða íslenskar bókmenntir á sitt tungumál en hingað til hafa sex mikilvirkir þýðendur hlotið þessa viðurkenningu. „Við veitum einnig erlendum þýðendum dvalarstyrki svo þeir geti dvalið hér á Íslandi og fengið betri innsýn í land og þjóð, kynnst menningunni hér og höfund- inum sem þeir eru að þýða,“ segir Hrefna. Höfundarnir eftirsóttir gestir víða um heim Útflutningur íslenskra bókmennta er blómlegur og segir Hrefna ekk- ert lát vera þar á. Miðstöð íslenskra bókmennta tekur reglulega þátt í alþjóðlegum bókamessum þar sem fólk alls staðar að úr heimin- um vill kynna sér hvað er að gerast í bókmenntaheiminum á Íslandi. „Góðar bókmenntir vekja alltaf athygli og áhuga. En það er líka mikill áhugi á landinu sjálfu og íslenskri tungu. Það er margt sem leggst á eitt og gerir það að verkum að áhugi á íslenskum bókmennt- um hefur aukist,“ segir Hrefna. Reglulega er Íslandi boðið að vera heiðursland á bókamessum hér og þar í heiminum. „Á þessu ári vorum við heiðursland á stórri bókamessu í Gdansk í Póllandi. Þangað var íslenskum höfundum boðið og mjög vel gert við þá en bækur þeirra allra hafa verið þýddar á pólsku,“ segir Hrefna. Hún nefnir einnig að Ísland hafi nýlega fengið boð um að taka þátt í stórri bókamessu í Kanada og vera heiðursland með öðrum Norður- löndum í Kólumbíu og víðar. „Íslenskir höfundar eru vinsælir og eftirsóttir gestir á bókmennta- viðburðum víða um heim að koma fram og tala um bækur sínar og margir eiga trygga lesendur utan landsteinanna. Auk sinna eigin verka tala þeir líka um íslenskar bókmenntir almennt en áhugi á eldri íslenskum bókmenntum og fornbókmenntum er mikill. Það er sómi að íslenskum rithöfundum sem fulltrúum okkar erlendis,“ segir Hrefna að lokum. Blómlegur útflutningur íslenskra bókmennta Hrefna Haraldsdóttir, framkvæmda- stjóri Miðstöðvar íslenskra bók- mennta, segir útflutning íslenskra bókmennta ganga vel. Mikill áhugi er á Íslandi og íslenskum bókmenntum erlendis og íslenskar bækur hafa verið þýddar á fjölda tungumála. Hrefna segir íslenska rithöfundar vinsæla og eftirsótta gesti á bókmenntaviðburðum. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Nútímafólk lifir í samfélagi sem gerir miklar kröfur til góðrar lestrarkunnáttu. Það er því mikil- vægt að börn læri snemma að meta bækur og lesi sér til gagns. Börn sem uppgötva að lestur bóka er skemmtilegur verða fyrri til og betri að skrifa texta en þau sem hafa engan áhuga á bókum. Börn sem búa í tungu- málaörvandi umhverfi eru einnig fyrri til að ná tökum á lestri. Þetta er niðurstaða rannsóknar sem norskur prófessor, Hilde Traavik, hefur komist að. Hún hefur skrifað nokkrar fræðigreinar og bækur sem tengjast lestrarkennslu og ritun. Ef börn lesa ekki bækur eiga þau á hættu að rita eingöngu talmál þegar þau þurfa sjálf að tjá sig í rituðu máli. Bóklestur eykur orðaforða þeirra og rithæfni, Börn sem lesa bækur betri í ritun Það er óvenju mikið úrval af góðum barnabókum að koma út fyrir jólin. eftir því sem Hilde hefur komist að. „Mjög mikilvægt er að örva börn til lesturs, bæði í kennslu- stundum og frítíma. Nemendur sem bjóða sig fram til að lesa í að minnsta kosti klukkustund á dag skora hátt í lestrarprófum. Drengir sem lesa ekkert umfram það sem þeim ber skylda til í námi skora lægst. Börnin sem eru dugleg við lestur bóka eru að jafnaði líka góð í stafsetningu. Orðin greypast í minnið,“ segir Hildi í grein sem birtist á forskning.no. Í leikskóla í Bergen hefur mikil áhersla verið lögð á að leika með stafi til málörvunar, líka hjá þeim allra yngstu. Allt er gert til að þróa málvitund barnanna sem hefur skilað sér í því að þau eru mörg orðin læs þegar þau byrja í skóla. Hilde leggur mikla áherslu á að aðstoða börn snemma með stafi og lestur. Það sé alltaf til góðs. Þá þykir alltaf mjög gott að örva lestraráhuga barna með því að lesa fyrir þau skemmtilegar barna- bækur. 10 KYNNINGARBLAÐ 2 2 . N ÓV E M B E R 2 0 1 9 F Ö S T U DAG U RBÓKAMESSA 2 2 -1 1 -2 0 1 9 0 4 :2 6 F B 0 4 8 s _ P 0 3 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 3 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 4 4 B -7 5 7 8 2 4 4 B -7 4 3 C 2 4 4 B -7 3 0 0 2 4 4 B -7 1 C 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 B F B 0 4 8 s _ 2 1 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.