Fréttablaðið - 22.11.2019, Síða 28
Bókamessan í Reykjavík hefur verið haldin síðan 2011 og er orðin ómissandi hluti af
jólaundirbúningi margra lands-
manna. Þar er ljúft að láta sig
fljóta milli bása, reka nefið ofan í
spennandi nýja bók, rekast jafnvel
á höfundinn og spyrja viðkomandi
spjörunum úr (innan velsæmis-
marka auðvitað) og svo bjóða útgef-
endur margir upp á eitthvað gott að
narta í. Þá eru bækur að sjálfsögðu
til sölu og hægt að fá áritað eintak ef
heppnin er með.
Bókamessur eru haldnar úti um
allan heim og gríðarlega vinsælar,
bæði hjá hagsmunaaðilum eins og
útgefendum og höfundum en ekki
síður hjá bókelskum almenningi.
Alþjóðlegar bókamessur eru mikil-
vægur staður til að mynda tengsl
og kynna sér hvað er á döfinni. Þær
eru á stundum einnig markaðstorg
þar sem bókaútgefendur hvaðan-
æva kynna bækur sínar og og
stundum myndast jafnvel spenn-
andi aðstæður þar sem fleiri en eitt
forlag berjast um réttinn að bók
sem áætlað er að gæti orðið vinsæl.
Bókamessan í Frankfurt er
stærsta bókamarkaðstorg heims,
bæði hvað varðar fjölda bókaútgáfa
sem eiga þar fulltrúa, fjölda gesta
og mikilvægi fyrir alþjóðleg bóka-
viðskipti. Hún er haldin um miðjan
október og stendur í fimm daga.
Messan hefst á miðvikudegi og eru
fyrstu þrír dagarnir einvörðungu
fyrir samskipti bókafólks hvaðan-
æva úr heiminum. Þá skiptast
útgefendur á titlum, höfundar eru
kynntir fyrir umboðsmönnum og
útgáfuréttur er keyptur og seldur
í þúsundavís Um helgina kemur
svo almenningur í hundruðum
þúsunda og skoðar bækur og bása,
útgefendur og höfunda. Íslendingar
hafa verið drjúgir í þátttöku sinni á
bókamessunni og margir íslenskir
höfundar fundið sinn hljómgrunn
á öðrum málsvæðum einmitt
þar, vakið athygli útgefenda og
umboðsmanna og bækur þeirra
í kjölfarið komið út á öðrum og
stærri mörkuðum, bæði höfund-
unum sjálfum og ekki síður landi
og þjóð til heilla.
Hátíðin hefur valið eitt land eða
málsvæði sem heiðursgest síðan
árið 1976. Heiðursþátttakan felst í
því að sérstök áhersla er lögð á bók-
menntir viðkomandi málsvæðis
með ýmsum hætti, til að mynda
með upplestrum, listsýningum,
pallborðsumræðum, leikhúsupp-
færslum og sjónvarps– og útvarps-
þáttum. Sérstakur sýningarsalur er
settur upp þar sem stærstu útgáfu-
fyrirtæki landsins eiga fulltrúa og
rithöfundar viðkomandi mál-
svæðis fá sérstaka athygli.
Halldór Guðmundsson kom fyrst
á bókamessuna í Frankfurt árið
1985 og hefur síðan sótt hana reglu-
lega, sem útgáfustjóri, rithöfundur
og áhugamaður um bókmenntir.
Hann stýrði heiðursþátttöku
Íslendinga þar árið 2011 og Norð-
manna nú í október 2019. „Bóka-
messan í Frankfurt hefur sennilega
verið til allt frá tímum Gutenbergs,“
segir Halldór sem starfaði lengi sem
útgáfustjóri Máls og menningar
og seinna Eddu útgáfu og hefur því
sótt hátíðina í ýmsum hlutverkum.
„Hún var endurreist eftir seinni
heimsstyrjöld og varð fljótlega
mikilvægasta bókamessa heims
á sviði réttindasölu, en það eru
meðal annars kaup og sala á þýð-
ingarrétti.“ Hann segir að Íslend-
ingar hafi snemma farið að taka
þátt í sýningunni, til dæmis hafi
bæði Mál og menning og Almenna
bókafélagið sent fulltrúa þangað á
sjöunda áratugnum, meðal annars
til að selja bók um Surtsey, en gosið
þar hafði þá komið Íslendingum í
heimsfréttirnar. „Síðar settu íslensk
forlög upp bása á sýningunni til að
koma bókmenntum sínum á fram-
færi og bættust þar með í hóp sjö
þúsund sýnenda frá meira en eitt
hundrað þjóðum, sem að jafnaði
sýna í Frankfurt,“ segir Halldór,
sem árið 2008 var ráðinn verk-
efnisstjóri verkefnisins Sögueyjan
Ísland þegar Ísland var heiðurs-
gestur bókamessunnar 2011.
Verkefnið var stórt og tók þrjú ár í
undirbúningi enda voru þegar upp
var staðið um 200 íslenskir titlar
gefnir út á þýsku það ár auk þess
sem á þriðja hundrað viðburða
fóru fram til kynningar á íslenskri
menningu í Þýskalandi, Austurríki
og Sviss í tengslum við Bókamess-
una auk þess sem Sögueyjan blés
til yfirgripsmikillar menningar-
dagskrár í öllum helstu söfnum
Frankfurtborgar þar sem íslensk
myndlist, dans, tónlist, byggingar-
list, hönnun og ljósmyndir voru í
aðalhlutverki.
Það má því með sanni segja að
Íslendingar hafi nýtt tækifærið
vel en þeir voru fyrstir Norður-
landaþjóða til að fá boð um að vera
heiðursgestir bókamessunnar.
„Íslenskir útgefendur hafa æ síðan
sameinast um bás á sýningunni,
þótt auðvitað sé misjafnt hvað
menn hafa sig þarna mikið í
frammi; sumir selja, aðrir kaupa,“
segir Halldór og bætir við: „Messan
reynir sjálf að skilgreina réttinda-
sölu mun víðar en áður, og horfir
æ meir til rafbóka, hljóðbóka,
kvikmynda og sjónvarps: vettvang-
urinn þar sem hægt er að koma
góðum sögum á framfæri fer nefni-
lega stækkandi, ekki minnkandi.
Þess vegna held ég að messan muni
áfram vera íslenskum útgefendum
og höfundum mikilvæg.“
Messað síðan á tímum Gutenbergs
Bókamessur eru víðar en í Reykjavík. Bókamessan í Frankfurt er sú stærsta sinnar tegundar í
heiminum. Halldór Guðmundsson var þar þegar Ísland var heiðursgestur á hátíðinnni 2011.
Á bókamessum
gefst einstakt
tækifæri fyrir les-
endur til að ræða
við höfunda og
jafnvel fá áritun.
Halldór Guð-
mundsson á
bókamessunni
í Frankfurt í síð-
asta mánuði þar
sem hann stýrði
heiðursþátttöku
Norðmanna.
Brynhildur
Björnsdóttir
brynhildur@frettabladid.is
Það má því með
sanni segja að
Íslendingar hafi nýtt
tækifærið vel en þeir
voru fyrstir Norður-
landaþjóða til að fá boð
um að vera heiðursgestir
bókamessunnar.
12 KYNNINGARBLAÐ 2 2 . N ÓV E M B E R 2 0 1 9 F Ö S T U DAG U RBÓKAMESSA
2
2
-1
1
-2
0
1
9
0
4
:2
6
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
1
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 2
4
4
B
-8
9
3
8
2
4
4
B
-8
7
F
C
2
4
4
B
-8
6
C
0
2
4
4
B
-8
5
8
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
4
B
F
B
0
4
8
s
_
2
1
_
1
1
_
2
0
1
C
M
Y
K