Fréttablaðið - 22.11.2019, Side 46

Fréttablaðið - 22.11.2019, Side 46
SÍMAR AUGLÝSINGADEILDIR – AUGLÝSINGASTJÓRI: Gústaf Bjarnason gustaf@frettabladid.is ALMENNAR AUGLÝSINGAR: SÍMI 550 5050: Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson, hlynur@frettabladid.is , Sigfús Örn Einarsson sigfus@frettabladid.is, Svava O’Brien svava@frettabladid.is, Örn Geirsson orn.geirsson@frettabladid.is FÓLK/SÉRBLÖÐ SÍMI 550 5077: Atli Bergmann atli@frettabladid.is, Arnar Magnússon arnarm@frettabladid.is, Jóhann Waage johannwaage@frettabladid.is, Jón Ívar Vilhelmsson jonivar@frettabladid.is, Ruth Bergsdóttir ruth@frettabladid.is. FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Elín Albertsdóttir elin@frettabladid.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 550 5056: Hrannar Helgason hrannar@frettabladid.is, Viðar Ingi Pétursson vip@frettabladid.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 550-5055: Guðrún Inga Grétarsdóttir gudruninga@frettabladid.is stod2.is 1817 Tryggðu þér áskrift HEFST 29. NÓV Bræðurnir Egill og Bjarki Viðarssy nir my nda hljómsveitina Andy Svarthol. Nafnið á vel við þar sem hljóm-sveitin varð til í stúdíói í kjallara, eða dýf lissunni eins og meðlimirnir tveir kalla hana. Nú í apríl á þessu ári kom út þeirra fyrsta breiðskífa, Mörur, á netið en hún kemur út á vínyl í dag. Í tilefni útgáfunnar heldur hljómsveitin tónleika í kvöld á skemmtistaðnum Hressó í Austurstræti. Spila sjaldan Sagan um tilurð sveitarinnar byrjar heldur bratt. „Ég dró Bjarka niður í dýflissuna mína. Eða sko, ég er með stúdíó í kjallaranum mínum,“ segir Egill. „Hann er stóri bróðir minn þann- ig að hann komst upp með það,“ segir Bjarki, og bræðurnir hlæja. „Mig langaði bara til að gera eitt- hvað skemmtilegt með litla bróður mínum. Við byrjuðum á að gefa út eitt lag og því var mjög vel tekið, en við gerum allt sjálfir; spilum á allt, tökum upp og syngjum. Svo vorum við fengnir til að spila á KEXP tón- leikum um það leyti sem lagið kom út. Það voru fyrstu tónleikarnir hans Bjarka, hann varð fyrir hálf- gerðu áfalli,“ segir Egill. „Já, það var erfitt. Ljósin í aug- unum. Við fríkuðum út þannig að við f lúðum bara aftur niður í dýfl- issuna,“ segir Bjarki. „Við höfum bara verið þar saman síðan, að nostra við að gera þessi lög. Það er samt smá óheilbrigt, því við erum þarna alltaf bara tveir einir saman. Þannig að við dettum stundum inn í okkar þráhyggju- heim,“ segi Egill. „Skríðum svo upp úr dýflissunni og sjáum sólarljósið. Þess vegna spil- um við svona sjaldan,“ segir Bjarki. „Já, einmitt, við spilum mjög sjaldan og svo þegar við gerum það þá skiljum við ekkert af hverju við erum að því. Við viljum helst bara vera í myrkrinu. Okkur finnst bara best að vera þar, þótt þetta sé ekkert besti staðurinn til eyða tímanum sínum. Við viljum bara semja skemmtileg lög og gera góðar melódíur,“ segir Egill. Kjallarapopp En hvernig tónlist spilar Andy Svart- hol? „Ég myndi lýsa þessu sem kjall- arapoppi,“ segir Bjarki. „Við notum mikið af sömplum og slíku til að láta eins við séum stærð- arinnar hljómsveit,“ segir Egill. „Það er einfalt að vera bara tveir en það er mjög erfitt þegar við þurf- um svo að flytja lögin fyrir framan fólk,“ segir Bjarki. Tónlistarkonan unga og efnilega gugusar hitar upp fyrir hljómsveit- ina. Gugusar er listamannsnafn Guðlaugar Sóleyjar Höskuldsdótt- ur, sem hefur vakið verðskuldaða athygli undanfarin misseri. „Hún er mjög góð. Við veltum eitt- hvað fyrir okkur hvort við þyrftum að tala við forráðamenn hennar til að fá hana til að spila,“ segir Egill „Hún er að gera alveg ótrúlega góða og mjög þroskaða tónlist,“ segir Bjarki. Bragi Páll Sigurðsson skáld og vinur strákanna les upp úr nýjustu bók sinni, Austur. Sérfræðingur í músagangi Það stendur ekki til að bæta með- lim við í bili, þótt óboðinn gestur hafi gert vart við sig í dýf lissunni undanfarið. Eða verður það mögu- lega þriðji meðlimurinn? „Egill er orðinn sérfræðingur í músagangi. Við erum ekki lengur einir í dýflissunni,“ segir Bjarki. „Fyrst voru við mjög vinalegir við hana, gáfum henni ost og Bjarki gaf henni nafn og allt. Þegar á leið átt- uðum við okkur á því að það væri kannski ekki góð hugmynd. Eigin- lega bara hræðileg hugmynd,“ segir Egill. „Þá urðum við stressaðir yfir að hún kæmi kannski með músavini sína,“ segir Bjarki. „Þá myndum við kannski enda með tuttugu meðlimi í bandinu. En ég veit annars ekkert af hverju við stofnuðum þessa hljómsveit,“ segir Egill. Svalið forvitninni og sjáið hvort músagengið úr dýf lissunni stígi á svið með strákunum í Andy Svart- hol í kvöld á Hressó klukkan 21.00. Miðar fást á tix.is. steingerdur@frettabladid.is Nýstignir úr dýflissunni Bræðurnir Bjarki og Egill mynda saman hljómsveitina Andy Svart- hol. Í kvöld halda þeir tónleika á Hressó í tilefni útgáfu sinnar fyrstu Bjarki og Egill Viðarssynir stofnuðu saman hljómsveitina Andy Svarthol fyrir þremur árum. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN ANDY SVARTHOL FYRST VORUM VIÐ MJÖG VINALEGIR VIÐ MÚSINA, GÁFUM HENNI OST OG BJARKI GAF HENNI NAFN OG ALLT. ÞEGAR Á LEIÐ ÁTTUÐUM VIÐ OKKUR Á ÞVÍ AÐ ÞAÐ VÆRI KANNSKI EKKI GÓÐ HUGMYND. Egill Viðarsson 2 2 . N Ó V E M B E R 2 0 1 9 F Ö S T U D A G U R26 L Í F I Ð ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 2 2 -1 1 -2 0 1 9 0 4 :2 6 F B 0 4 8 s _ P 0 4 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 3 9 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 0 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 4 4 B -7 A 6 8 2 4 4 B -7 9 2 C 2 4 4 B -7 7 F 0 2 4 4 B -7 6 B 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 A F B 0 4 8 s _ 2 1 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.