Fréttablaðið - 27.11.2019, Qupperneq 12
Frá degi til dags
Halldór
ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Helgi Magnússon FORSTJÓRI OG ÚTGEFANDI: Jóhanna Helga Viðarsdóttir RITSTJÓRAR: Davíð Stefánsson david@frettabladid.is, Jón Þórisson jon@frettabladid.is,
MARKAÐURINN: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ.IS: Sunna Karen Sigurþórsdóttir sunnak@frettabladid.is.
Fréttablaðið kemur út í 80.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum
án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is HELGARBLAÐ: Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjanabjorg@frettabladid.is MENNING: Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is
LJÓSMYNDIR: Anton Brink anton@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is
Oft býr eldra
fólk yfir
mikilli
reynslu sem
það getur
miðlað til
þeirra sem
yngri eru. Sú
viska má
ekki tapast.
Hvað ungur
nemur gamall
temur.
Þar sem
hverfisskipu-
lag hefur
verið sam-
þykkt geta
íbúar með
einföldum
hætti fengið
heimild til að
stækka
húsnæðið sitt
með litlum
viðbygg-
ingum.
Sunna Karen
Sigurþórsdóttir
sunna@frettabladid.is
EKKERT
BRUDL
Gjafakort
BÓNUS
• Fæst í öllum verslunum
• Góð gjöf sem kemur sér vel fyrir alla
Ólöf
Örvarsdóttir
sviðsstjóri
umhverfis- og
skipulagssviðs
Reykjavíkur-
borgar
Með gildistöku fyrsta hverfisskipulags í Reykjavík hefur verið stigið stórt skref í skipulagsmálum borgarinnar en segja má að hverfisskipulag sé
bylting fyrir borgarbúa sem eiga fasteignir og hyggja
á framkvæmdir. Það var sérstaklega ánægjulegt fyrir
okkur sem höfum starfað lengi að skipulagsmálum að
hverfisskipulagið var samþykkt af öllum flokkum í
skipulags- og samgönguráði Reykjavíkur.
Hverfisskipulag er stefnumótun sem fjallar um
hvernig hverfin í borginni geta þróast á komandi árum
svo þau verði skemmtilegri, grænni og betri fyrir alla.
Hverfisskipulag er ekki síður verkfæri til að auðvelda
leiðina fyrir íbúa sem vilja byggja við húsin sín og
breyta þeim. Þar sem hverfisskipulag hefur verið sam-
þykkt geta íbúar með einföldum hætti fengið heimild
til að stækka húsnæðið sitt með litlum viðbyggingum,
innréttað aukaíbúðir eða breytt bílskúr í litla íbúð.
Með þeim hætti nýtast innviðir betur, aldursdreifing í
hverfum verður jafnari og íbúasamsetning fjölbreyttari.
Fólk sem býr í stórum húsum getur skapað sér leigu-
tekjur og jafnvel búið lengur í eignum sem annars væru
orðnar of stórar.
Nú hefur hverfisskipulag verið samþykkt fyrir
Árbæjarhverfin. Vinna við önnur hverfi í borginni er
komin vel á veg og ráðgert er að Breiðholt verði næst í
röðinni. Hverfisskipulag er stórt verkefni sem byggir á
samráði og hafa þúsundir borgarbúa komið að gerð þess,
allt frá grunnskólabörnum sem gerðu módel af hverf-
unum sínum til opinna íbúafunda og einstaklinga sem
sitja í rýnihópum hverfisskipulags auk þess sem hópur
sérfræðinga hefur komið að vinnunni. Til að auðvelda
íbúum að kynnast hverfisskipulaginu hefur verið útbúið
vandað kynningarefni sem má finna á hverfisskipulag.is.
Í hverfisskipulagi er lögð áhersla á sjálfbærni sem
þýðir að gott er að ganga og hjóla á milli staða, auðvelt er
að flokka úrgang, valdar eru umhverfisvænar lausnir og
þjónusta er innan seilingar. Þannig verða lífsgæði þeirra
sem búa í hverfunum meiri og nærumhverfið heilsusam-
legra.
Tímamótabreytingar
í ReykjavíkHunangið og edikið
Utanríkisráðherra Íslands
fundaði í Moskvu með rúss-
neskum starfsbróður sínum.
Munu þeir hafa rætt viðskipti,
samskipti þjóðanna á 20. öld
og málefni norðurslóða. Okkar
maður kvartaði undan við-
skiptabanni. Lauk svo fund-
inum á að sá rússneski fékk
íslenska landsliðstreyju. Það
sem vekur mesta athygli er það
sem var ekki rætt. Þar á meðal
afstaða Íslands til eignarhalds
á Krímskaga, hvað kjarnorku-
knúnir kaf bátar Rússa eru að
gera upp við íslenska landhelgi
og hvort Rússar hafi íhugað að
hafa áhrif á kosningar á Íslandi
líkt þeir gerðu í Bandaríkjun-
um. Það er þetta með f lugurnar,
hunangið og edikið.
Stór vifta
Stóra frétt gærdagsins var ekki
Samherji, fjárlög eða enn eitt
galið spillingarmálið. Nei. Það
var athugasemd á ensku frá syni
fjármálaráðherra á Instagram
um að kærastan hans, heitfeng-
ur áhrifavaldur, sé kynþokka-
full. Þegar athugasemdinni er
snarað yfir á íslensku er hann
annaðhvort mikill aðdáandi
eða stór vifta. Það er eins gott
að hann geti staðið við stóru
orðin í ljósi þess að Neytenda-
stofa hefur slegið á puttana á
áhrifavöldum vegna merkinga-
klúðurs á Instagram.
arib@frettabladid.is
Það er staðreynd að eldri borgarar hér á landi glíma við fjárhagserfið-leika. Niðurstöður nýlegrar sam-evrópskrar viðhorfskönnunar, þar sem þorri landsmanna telur lífskjör aldraðra á Íslandi slæm, komu
því ekki á óvart. Íslendingar fá lægstu meðal-
talseinkunn allra Norðurlanda og aðeins þrjú
lönd í allri Evrópu fá lægri einkunn; Portúgal,
Litháen og Rússland.
Óhjákvæmilega breytist margt í lífi okkar
þegar aldurinn færist yfir. Fólk hættir að geta
gert allt sem það gerði á yngri árum og þess
vegna þyrmir yfir marga sem þurfa að hætta
að vinna, nokkuð sem gefið hefur lífinu lit. Allt
annar veruleiki tekur við.
Það eykur líka á vanlíðan að þurfa að taka
ellilaun, stundum strípuð sem veldur því að of
margir lepja dauðann úr skel. Fólk sem unnið
hefur myrkranna á milli megnið af ævinni á
skyndilega ekki fyrir lyfjum eða lækniskostn-
aði.
Auðvitað eru margir eldri borgarar við góða
heilsu og búa við fjárhagslegt öryggi en það
að banna heilsuhraustu fólki að vinna, og
hreinlega henda því út af vinnumarkaði við
sjötugsaldurinn, er fullkomlega óboðlegt og í
raun ómanneskjulegt. Skerðingarnar eru líka
til skammar. Sömuleiðis er óboðlegt að tala um
ellilaun sem ellistyrk þegar um er að ræða líf-
eyri sem varð til í kjölfar lífsstrits og óþrjótandi
vinnu sem hefur átt ríkan þátt í að skapa það
samfélag sem við búum í í dag.
Oft býr eldra fólk yfir mikilli reynslu sem það
getur miðlað til þeirra sem yngri eru. Sú viska
má ekki tapast. Hvað ungur nemur gamall
temur. Eldra fólk sem er heilsuhraust getur
sannarlega unnið samfélaginu mikið gagn
og þess vegna á að líta á þann hóp sem eftir-
sóknarverðan en ekki svipta hann möguleikum
á að vinna fyrir sér og skapa verðmæti.
Nú barma stjórnvöld sér yfir hækkandi líf-
aldri fólks sem leiðir til þess að gamalmennum
fjölgar með „tilheyrandi kostnaði“. Reynum að
nýta fólkið okkar til góðra verka frekar en að
tala það niður. Við virðumst öll vera sammála
um að lífskjörin þarf að bæta, í það minnsta ef
marka má fyrrnefnda könnun. Gleymum því
ekki að einn daginn, vonandi, komumst við
á efri ár. Krafan um áhyggjulaust ævikvöld er
engan veginn ósanngjörn. Við getum gert svo
miklu betur, ef ekki fyrir ömmur okkar og afa,
þá fyrir okkur sjálf. Í þessum efnum eins og svo
mörgu öðru er vilji allt sem þarf.
Áhyggjulaust
ævikvöld
2 7 . N Ó V E M B E R 2 0 1 9 M I Ð V I K U D A G U R12 S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
SKOÐUN
2
7
-1
1
-2
0
1
9
0
5
:1
1
F
B
0
5
6
s
_
P
0
5
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
4
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
0
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
1
2
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
4
5
7
-B
A
F
4
2
4
5
7
-B
9
B
8
2
4
5
7
-B
8
7
C
2
4
5
7
-B
7
4
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
5
A
F
B
0
5
6
s
_
2
6
_
1
1
_
2
0
1
C
M
Y
K