Fréttablaðið - 27.11.2019, Side 16
Hækkaði rána í íslenskri knattspyrnu
38
mörk skoraði
Margrét Lára í
sextán leikjum
í Landsbanka-
deild kvenna
árið 2007.
79
mörk skoraði
Margrét Lára
í 124 leikjum
fyrir kvenna-
landsliðið sem
er met. Næst á
eftir Margréti
er Hólmfríður
Magnúsdóttir
með 37 mörk.
1
Mark Margrétar
Láru gegn Nor-
egi í lokakeppni
EM 2013 tryggði
Íslandi fyrsta
stigið á stór-
móti.
3
Þrisvar tókst
Margréti Láru að
skora yfir þrjá-
tíu mörk á einu
Íslandsmóti en
engum öðrum
leikmanni hefur
tekist það.
7
Sjö mörk
skoraði Margrét
Lára í einum og
sama leiknum
með Val gegn
Fylki árið 2006.
Dóra María
Lárusdóttir Það
getur enginn
deilt um ágæti
Margrétar
Láru sem
knattspyrnu-
konu. Hún býr
yfir sjaldséðum hæfileikum og
árangurinn talar sínu máli. Oft
mætti ætla að það væru töfrar í
takkaskónum hennar. Við höfum
fylgst að frá því að við vorum
unglingar og er ég afar þakklát
fyrir að hafa fengið að vera sam-
ferða henni í boltanum. Hún
tekur mikið til sín innan vallar
sem utan og hef ég lært mikið af
henni. Hún er keppniskona fram í
fingurgóma og gerir miklar kröfur
til bæði sjálfrar sín og liðsfélaga
sinna. Hún hefur gert mig að
betri leikmanni og mun ég sakna
hennar mikið á vellinum en sem
betur fer mun ég áfram eiga hana
að utan vallar sem er mér afar
kært.
Freyr Alexandersson Ég mun
alltaf horfa til
Margrétar og
leikmanns-
ferils hennar
með þakk-
læti fyrir að
hafa fengið að
vinna með jafn
stórkostlegum íþróttamanni og
hún er. Margrét Lára er óum-
deilanlega ein sú allra besta sem
við höfum átt. Þegar hún var
heil heilsu stóðst henni enginn
snúning, hvorki á Íslandi né á
heimsvísu.
Margrét gaf tóninn, með færni
sinni og ekki síður hugarfari. Mar-
grét hækkaði rána fyrir sjálfa sig á
hverjum degi, fyrir liðsfélaga sína
og fyrir íslenska knattspyrnu.
Það gátu ekki allir tekist á við
kröfurnar sem hún gerði og
gæðin sem hún bjó yfir. Mótlæti
innan vallar og utan þurfti hún að
takast á við, ferillinn hefur ekki
verið dans á rósum. En eitt er
víst, Margrét Lára stendur alltaf
uppi sem sigurvegari. Ég er henni
þakklátur fyrir að hækka rána,
takk fyrir allt sem þú hefur gert
fyrir stúlkur á Íslandi með því að
vera stærsta kvenkyns fyrirmynd
í íþróttum sem fram hefur komið.
Helena Ólafsdóttir Margrét Lára
á magnaðan feril
að baki. Þegar
Margrét kemur
í landsliðið
í fyrsta sinn
undir minni
stjórn er hún
búin að vera
í hóp í nokkrum
leikjum en ég fann það strax að
hún væri tilbúin í stærra hlutverk.
Það kom því ekki á óvart að hún
skyldi ná að skora strax í fyrsta
leik. Hún sló aldrei af á landsliðs-
ferli sínum, hún óttaðist ekkert
og var hrikalega öflugur leikmað-
ur. Það er sjónarsviptir að henni
en hún er að hætta á toppnum
sem Íslandsmeistari eftir að hafa
gengið í gegnum erfið meiðsli
þegar hún sleit krossbandið.
Hún og Ásthildur Helgadóttir
voru fyrstu fyrirmyndirnar úr
kvennalandsliðinu fyrir ungar
íslenskar knattspyrnukonur og
Margrét er klárlega ein af bestu
knattspyrnukonum Íslands frá
upphafi.
Sara Björk Gunnarsdóttir Fyrir
mína kynslóð var Margrét Lára
stærsta fyrirmyndin í kvenna-
boltanum. Margrét ruddi veginn
fyrir okkur til að fara út í atvinnu-
mennsku. Þegar
ég mætti fyrst í
landsliðið var ég
enn hjá Haukum
og hafði því
aldrei mætt
henni en sá strax
hversu mikil gæði
voru til staðar. Hún var með frá-
bæra tækni, staðsetti sig vel til að
komast í færi og var með ótrúlegt
markanef. Á ferlinum hefur Mar-
grét fengið sinn skerf af mótlæti
í meiðslum en viðbrögð hennar
við mótlætinu endurspegla það
hversu magnaður karakter hún er
og hversu frábær manneskja hún
er. Hún var frábær fyrirliði, algjör
leiðtogi sem var alltaf til staðar
fyrir alla í liðinu og mun skilja
eftir sig stórt skarð í landsliðinu.
Hún getur gengið ótrúlega sátt
frá borði eftir að hafa komið til
baka eftir krossbandsslitin 2017,
átt frábært tímabil með Val í
sumar sem endaði með Íslands-
meistaratitli og fengið að enda
landsliðsferilinn með marki.
FÓTBOLTI Tilkynnt var í gær að Mar-
grét Lára Viðarsdóttir hefði lagt
skóna á hilluna eftir nítján ára far-
sælan feril. Markahæsta landsliðs-
kona Íslands frá upphafi og fyrsta
knattspyrnukonan sem kjörin var
íþróttamaður ársins árið 2007 kveð-
ur því sviðið sem ríkjandi Íslands-
meistari eftir að hafa verið hluti af
meistaraliði Vals í sumar. Þetta var
fjórði Íslandsmeistaratitill Margrét-
ar Láru með Valsliðinu og vantaði
hana aðeins eitt mark í sumar til að
deila markadrottningartitlinum.
Margrét vakti ung athygli og
lék fyrsta leik sinn með ÍBV í efstu
deild aðeins fjórtán ára gömul.
Sextán ára gömul skoraði Margrét
sjö mörk í ellefu leikjum en gerði
enn betur næstu tvö ár þegar hún
skoraði 41 mark í 26 leikjum. Það
reyndust síðustu tímabil hennar í
Vestmannaeyjum því hún samdi
við Val haustið 2004. Með Mar-
gréti í fremstu víglínu varð Vals-
liðið Íslandsmeistari þrjú ár í röð,
árin 2006-2008, og skoraði Margrét
alls 104 mörk í 48 leikjum á þessum
þremur árum.
Á atvinnumannsferlinum fór
Margrét fyrst til Duisburg í Þýska-
landi átti síðar eftir að leika fyrir
Turbine Potsdam sem var þá eitt
sterkasta félagslið Evrópu en henni
tókst ekki að sýna sitt rétta and-
lit í Þýskalandi. Í Svíþjóð stoppaði
Margrét stutt hjá Linköpings en lék
undir stjórn Elísabetar Gunnars-
dóttur í fimm ár hjá Kristianstad í
Svíþjóð þar sem hún varð marka-
drottning árið 2011.
Með kvennalandsliðinu braut
Margrét Lára ísinn strax í fyrsta leik
undir stjórn Helenu Ólafsdóttur í
4-1 sigri á Ungverjalandi. Það tók
Margréti aðeins fjórar mínútur að
komast á blað eftir að hafa komið
inn á sem varamaður og gaf það
tóninn fyrir landsliðsferil Mar-
grétar. Sjö sinnum tókst henni að
skora þrennu eða meira í leikjum
Íslands og skoraði hún alls 79 mörk,
það síðasta í 6-0 sigri á Lettlandi á
dögunum í leik sem reyndist hennar
síðasti fyrir landsliðið.
kristinnpall@frettabladid.is
Tilkynnt var í gær að
Margrét Lára Viðars-
dóttir hefði lagt skóna á
hilluna eftir nítján ára
farsælan feril. Eyjamær-
in sem steig fyrstu skref
sín í meistaraflokki
fjórtán ára gömul hlaut
fimm sinnum gullskó-
inn á Íslandi, þrisvar
gullskó Meistaradeildar
Evrópu og gullskóinn
í Svíþjóð. Hún var um
árabil fyrirliði lands-
liðsins og er ein af bestu
knattspyrnukonum
Íslands frá upphafi.
2 7 . N Ó V E M B E R 2 0 1 9 M I Ð V I K U D A G U R16 S P O R T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
SPORT
Margrét fagnar hér jöfnunarmarki Íslands gegn Noregi í leik Íslands á EM 2013. Jöfnunarmarkið færði Stelpunum okkar fyrsta stigið í lokakeppni stórmóts. NORDICPHOTOS/EPA
2
7
-1
1
-2
0
1
9
0
5
:1
1
F
B
0
5
6
s
_
P
0
4
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
4
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
1
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
1
6
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
4
5
7
-A
2
4
4
2
4
5
7
-A
1
0
8
2
4
5
7
-9
F
C
C
2
4
5
7
-9
E
9
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
2
B
F
B
0
5
6
s
_
2
6
_
1
1
_
2
0
1
C
M
Y
K