Fréttablaðið


Fréttablaðið - 27.11.2019, Qupperneq 20

Fréttablaðið - 27.11.2019, Qupperneq 20
80 milljörðum króna námu innlán ÍLS um mitt ár. Austurstræti 18 Skólavörðustíg 11 Laugavegi 77 Hallarmúla 4 Álfabakka 16, Mjódd Kringlunni norður Kringlunni suður Smáralind Hafnarfirði - Strandgötu 31 Keflavík - Krossmóa 4 Akureyri - Hafnarstræti 91-93 Akranesi - Dalbraut 1 Ísafirði - Hafnarstræti 2 Vestmannaeyjum - Bárustíg 2 Húsavík - Garðarsbraut 9 540 2000 | penninn@penninn.is | www.penninn.is | www.eymundsson.is Café AUSTURSTRÆTI • SKÓLAVÖRÐUSTÍG LAUGAVEGI • AKUREYRI • VESTMANNAEYJUM Austurstræti 18 Skólavörðustíg 11 Laugavegi 77 Hallarmúla 4 Álfabakka 16, Mjódd Kringlunni norður Kringlunni suður Smáralind Hafnarfirði - Strandgötu 31 Keflavík - Krossmóa 4 Akureyri - Hafnarstræti 91-93 Akranesi - Dalbraut 1 Ísafirði - Hafnarstræti 2 Vestmannaeyjum - Bárustíg 2 Húsavík - Garðarsbraut 9 540 2000 | penninn@penninn.is | www.penninn.is | www.eymundsson.is C fé AUSTURSTRÆTI • SKÓLAVÖRÐUSTÍG LAUGAVEGI • AKUREYRI • VESTMANNAEYJUM Kúlupenni Gear Metal króm Verð: 9.100.- Kúlupenni Storyline svartur Verð: 10.100.- SKRIFAÐU EINS OG BOSS! FÁST Í VERSLUN OKKAR Í SMÁRALIND NÝIR PENNAR FRÁ Fyrirtækið Íslandspóstur er að komast á réttan kjöl. Það hefur um ára­bil verið rekið með tapi en árangurinn af stór­felldum hagræðingarað­ gerðum á þessu ári er nú að koma í ljós. Rekstrarhagnaður á fyrstu tíu mánuðum ársins hefur margfald­ ast miðað við sama tímabil í fyrra og útlit er fyrir að afkoman verði við núllið á næsta ári. Forstjóri Íslands­ pósts segir að þegar búið sé að leysa úr skuldavanda Íslandspósts geti fyrirtækið byrjað að skila hagnaði og orðið eitt arðbærasta póstfyrir­ tækið á Norðurlöndum. „Maður verður að spara lýsing­ arorðin en þetta er öf lugur við­ snúningur. Það var búið að hag­ ræða töluvert í rekstri Póstsins á liðnum árum en þær aðgerðir sneru fyrst og fremst að því að skerða þjónustu með því að fækka dreifingardögum og stytta opnun­ artíma. Núna erum við hins vegar að ná þessum viðsnúningi með því að taka til í rekstrinum en á sama tíma stórauka þjónustu við við­ skiptavini,“ segir Birgir Jónsson, forstjóri Íslandspósts, í samtali við Markaðinn. Hann var ráðinn forstjóri í maí og tók þá við mikil endurskipulagning. Íslandspóstur sagði upp 43 starfsmönnum í sumar en alls hefur stöðugildum fækkað um 15 prósent. Fækkað var í fram­ kvæmdastjórn um tvo og samhliða varð mikil endurnýjun í stjórn­ endastöðum. Pósturinn f lutti síðan nýlega í minna og ódýrara sk rifstofuhúsnæði og þremur dreifingarstöðum á höfuðborgar­ svæðinu hefur verið lokað. Þá var gripið til þess að f lokka póst á því svæði sem hann á að fara á en áður var til dæmis bréf sem var póstlagt á Egilsstöðum sent til Reykjavíkur í f lokkun og svo aftur austur. Endurskipulagning hefur skilað því að á fyrstu tíu mánuðum ársins var EBITDA Íslandspósts, rekstrar­ Öflugur viðsnúningur hjá Íslandspósti Árangurinn af hagræðingu Íslandspósts er að koma í ljós. Útlit fyrir að afkoman verði við núllið á næsta ári eftir stanslaust tap um margra ára skeið. Forstjórinn sér fram á að Íslandspóstur geti byrjað að skila hagnaði þegar búið er að bæta skuldastöðuna. Birgir Jónsson tók við stjórnartaumunum í vor og hefur síðan þá látið til sín taka. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI Rekstrarbati Íslandspósts l Í 10 mánaða uppgjöri Íslands- pósts er EBITDA 410 milljónir króna en var 95 milljónir króna á sama tíma í fyrra. Veltan á tímabilinu var 5,9 milljarðar króna samanborið við 6 millj- arða á síðasta ári. l Gert er ráð fyrir að EBITDA fyrir allt árið 2019 verði 475 milljónir króna en hún var 133 milljónir króna í fyrra. Veltan í ár verður 7,4 milljarðar króna samanborið við 7,5 milljarða á síðasta ári. l Gert er ráð fyrir 625 milljóna króna tapi á þessu ári en það var 287 milljónir í fyrra. Skýringin er einskiptiskostn- aður við endurskipulagningu. Ef ekki hefði verið farið í neinar aðgerðir hefði samanburðar- hæft tap á þessu ári verið um 465 milljónir. l Árið 2020 er áætlað að veltan verði 7,6 milljarðar króna, EBITDA verði 625 milljónir, og afkoman verði um núllið. l Launahlutfallið hefur lækkað úr rúmlega 70 prósentum niður í rúmlega 60 prósent á síðustu 12 mánuðum. Stöðugildum hefur fækkað um 15 prósent. hagnaður fyrir fjármagnsliði og skatta, 410 milljónir króna saman­ borið við 95 milljónir á síðasta ári. Þannig varð ríf leg fjórföldun á rekstrarhagnaði þrátt fyrir að veltan hefði dregist lítillega saman á milli ára. „Það jákvæða við það þegar fyrirtæki lendir í ógöngum eins og Pósturinn gerði er að umboðið til breytinga er svo sterkt. Það hefur verið mjög ánægjulegt að sjá alla starfsmenn, allt stjórnendateymið og stjórnina vera á sama máli um hvað þurfi að gera og um að það sem var gert áður gekk ekki upp. Það er mikill samtakamáttur og þá er hægt að breyta miklu,“ segir Birgir. Íslandspóstur gerir ráð fyrir 625 milljóna króna tapi á þessu ári vegna einskiptiskostnaðar við endurskipulagninguna. Á næsta ári er hins vegar áætlað að af kom­ an verði við núllið og EBITDA verði 625 milljónir. Fyrirtækið glímir við þunga af borgunarbyrði og mikla skuldsetningu eftir ýmis fjárfest­ ingarverkefni síðustu ára og segir Birgir að nú sé stóra verkefnið að létta byrðina. „Ef þú horfir á EBITDA sem hlut­ fall af heildartekjum þá gerum við ráð fyrir að það verði um 8 prósent á næsta ári. Ef við setja það síðan í norrænt samhengi þá verður Íslandspóstur eitt arðbærasta póstfyrirtækið á Norðurlöndum. Við erum skuldsett og það er vandi sem við erum að taka á en ég sé alveg fyrir mér að í framtíðinni verði hægt að skila hagnaði.“ Íslandspóstur lokaði sem fyrr segir þremur dreifingarstöðvum á höfuðborgarsvæðinu og þann­ ig losnuðu fasteignir sem verða seldar til að greiða niður skuldir. Sala fasteigna muni nema um 400 milljónum króna og fara beint inn á lánin að sögn Birgis. Þá hafa öll dótturfélög Póstsins verið seld eða eru á lokametrum í söluferli. Um áramótin mun Pósturinn ekki eiga nein dótturfélög í rekstri. „Þessi félög eru ekki stórir bitar og salan snýst því meira um að draga okkur út úr ábyrgðum og því að setja inn pening í félögin. Við erum líka að skapa frið um Póst­ inn með því að bregðast við þeirri gagnrýni að Pósturinn hafi verið með umsvif á mörkuðum sem tengjast ekki kjarnastarfseminni með beinum hætti,“ segir Birgir. Spurður hvort stærstu hag­ ræðingaraðgerðirnar séu að baki svarar Birgir játandi en tekur fram að Íslandspóstur muni stöðugt leita leiða til að gera reksturinn skilvirkari. „Í venjulegum fyrirtækjum er svona verkefnum aldrei lokið. Við erum stanslaust að leita leiða til að gera hlutina með skilvirkari og ódýrari hætti. En ég á ekki von á eins stórum höggum og hafa verið á þessu ári. Þetta verða meiri fín­ stillingar.“ thorsteinn@frettabladid.is Maður verður að spara lýsingarorðin en þetta er öflugur viðsnún- ingur. Birgir Jónsson, forstjóri Íslandspósts Íbúðalánasjóður (ÍLS) hefur að undanförnu dregið úr inn­stæðum sjóðsins sem hann hefur geymt á bundnum reikningum í Seðlabanka Íslands en um mitt þetta ár námu innlán hans í bank­ anum um 80 milljörðum króna. Þetta kemur fram í greinargerð með frumvarpi fjármálaráðherra um úrvinnslu eigna og skulda ÍL­ sjóðs, sem er nýr sjóður vegna upp­ safnaðs taps ÍLS á síðustu árum, og var kynnt fyrr í þessum mánuði. Um miðjan síðasta mánuð til­ kynnti Seðlabankinn að hann hefði ákveðið frá og með apríl á næsta ári að fækka þeim aðilum sem geta átt viðskiptareikning í bankanum. Breytingin snertir ÍLS langsamlega mest enda hafa innlán sjóðsins í Seðlabankanum vaxið verulega á síðustu misserum og árum. Þrátt fyrir að breytingin taki ekki gildi fyrr en eftir rúmlega fjóra mánuði hefur ÍLS þegar brugðist við, að því er fram kemur í greinar­ gerð frumvarpsins, og ráðstafað innlánum sínum í aðra fjárfest­ ingarkosti að undanförnu en með því að geyma fé sjóðsins í Seðla­ bankanum hefur dregið úr virku peningamagni í umferð. Líklegt er að ÍLS hafi því fært fjár­ muni sína í Seðlabankanum á inn­ stæðureikninga í viðskiptabönkun­ um og keypt sértryggð skuldabréf útgefin af þeim. Í greinargerðinni er bent á að slík fjárfesting geti lækkað fjármögnunarkostnað bankanna og þá um leið hagkerfisins. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri hefur sagt að með því að fækka þeim sem geta átt í viðskiptum við bankann sé verið að reyna að örva hagkerfið og fjármálakerfið. „Þeir peningar sem eru lagðir inn í Seðlabankann fara úr umferð. Þannig að ef við fækkum þeim sem geta verið með innlán í Seðlabank­ anum þá erum við að auka lausafé í umferð. Við höfum verið að lækka vexti og við viljum að því sé miðlað út í efnahagslífið með lánum á lægri vöxtu ,“ sagði Ásgeir við Frétta­ blaðið í síðasta mánuði. – hae Íbúðalánasjóður minnkar innlán í Seðlabankanum 2 7 . N Ó V E M B E R 2 0 1 9 M I Ð V I K U D A G U R4 MARKAÐURINN 2 7 -1 1 -2 0 1 9 0 5 :1 1 F B 0 5 6 s _ P 0 3 7 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 0 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 5 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 4 5 7 -C 9 C 4 2 4 5 7 -C 8 8 8 2 4 5 7 -C 7 4 C 2 4 5 7 -C 6 1 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 B F B 0 5 6 s _ 2 6 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.