Fréttablaðið - 27.11.2019, Page 22
Yfir 20 milljónir safnast á Takk deginum
Á morgun verður Takk dagur
Fossa markaða haldinn í fimmta
skiptið. Þann dag renna allar
þóknanatekjur vegna viðskipta
dagsins til góðs málefnis.
„Þegar Fossar markaðir voru
aðeins hálfs árs og jólin fóru að
nálgast langaði okkur að leggja
eitthvað af mörkum til sam-
félagsins. Þá kom upp sú hug-
mynd að allar tekjur eins dags
myndu renna til góðs málefnis
og um kvöldið yrði afraksturinn
kynntur fyrir viðskiptavinum og
samstarfsaðilum. Þetta gafst
virkilega vel og ári síðar ákváðum
við að láta viðskiptavini og
samstarfsaðila vita fyrirfram
þegar Takk dagurinn nálgaðist og
það má með sanni segja að allir
viðskiptavinir og samstarfsað-
ilar hafi lagst á eitt til að gera
Takk daginn sem farsælastan.
Á þessum síðustu fjórum árum
hafa safnast yfir tuttugu millj-
ónir,“ segir Aðalheiður.
Í ár mun afrakstur dagsins
renna til Rjóðursins, sem er
hvíldar- og endurhæfingar-
heimili fyrir langveik og fötluð
börn. „Hugmyndin er að safna
fé svo að hægt sé að sinna betur
þörfum þeirra sem eru 16 ára og
eldri. Rjóðrið veitir frábæra þjón-
ustu fyrir börn en svo kemur tími
í lífi fólks þar sem það er hvorki
barn né fullorðið. Við vonum
að afrakstur Takk dagsins verði
hvatning til að bæta aðstæður
þessa hóps,“ segir Aðalheiður.
Kauphöllin og uppgjörsfyrir-
tækið T plús taka þátt í deginum
og fella niður öll gjöld af við-
skiptum Fossa markaða og því
renna þóknanirnar óskiptar til
góðgerðarmála. Auglýsinga-
stofan Tvist gefur líka sína vinnu.
„Takk dagurinn, sem við starfs-
fólk Fossa höfum þróað og haft
metnað fyrir ásamt samstarfs-
fyrirtækjum, hefur sýnt okkur að
stuðningur, stór eða lítill, getur
skipt sköpum fyrir framgang
margra verkefna,“ segir Aðal-
heiður. „Margir viðskiptavinir
bíða líka með að eiga viðskipti
þar til þennan dag til að geta
stutt við bakið á góðu málefni.“
Hún segir þau hafa lagt ríka
áherslu á að styðja við verkefni
sem brenna á þjóðfélaginu
hverju sinni. „Í fyrra studdum
við tvö góðgerðarsamtök.
Annars vegar Ég á bara eitt líf,
sem spornar við misnotkun
ávanabindandi lyfja og fíkni-
efna, sér í lagi meðal ungmenna.
Vegna okkar framlags gátu þau
verið með forvarnarstarf í öllum
grunnskólum landsins.
Hins vegar Bergið Headspace
sem veitir ungu fólki stuðning á
erfiðum tímum í lífinu. Það var
að stíga sín fyrstu skref þegar
við studdum við bakið á þeim,
stuðningurinn gerði það að
verkum að þau gátu opnað að-
setur við Suðurgötu.“
Ég vann sömuleiðis
í sjónvarpi, til
dæmis hjá David Letterman
í nokkur ár við gerð fríkaðra
búninga. Það var ótrúlega
skemmtilegt.
List hefur verið að sækja í sig veðrið samhliða mýkri áherslum í samfélaginu og plakatmenning in hopar til að gefa lista-verkum rými á veggjum
heimila,“ segir Aðalheiður Magnús-
dóttir sem á og rekur Ásmundarsal.
„Listin nærir sálina og veitir anda-
gift.“
Hún og eiginmaður hennar, Sigur-
björn Þorkelsson sem starfaði í fjár-
málageiranum á erlendri grund til
fjölda ára, keyptu Ásmundarsal við
Freyjugötu, sem hýsti áður Listasafn
ASÍ, árið 2016.
„Ég er eins konar milliliður og
vinn við að koma list á framfæri. Það
er frábært hlutskipti,“ segir hún.
„Það er stutt á milli Ásmundar-
salar sem er við Freyjugötu og höfuð-
stöðva Fossa markaða sem eru við
Fríkirkjuveg. Ég get því hlaupið á
milli staða án mikillar fyrirhafnar,“
segir Aðalheiður en hún kemur að
markaðsmálum Fossa markaða og
situr í varastjórn. Hjónin eiga meiri-
hluta í Fossum mörkuðum.
Aðalheiður situr jafnframt í stjórn
Hörpunnar en þau hjónin eru mikið
áhugafólk um tónlist. Sigurbjörn,
eiginmaður Aðalheiðar, situr einmitt
í stjórn Sinfóníunnar sem er með
starfsemi í húsinu. Hann á ekki langt
að sækja áhuga sinn á tónlist þar sem
faðir hans var Þorkell Sigurbjörns-
son tónskáld sem samdi meðal ann-
ars tónverkið Heyr, himna smiður.
„Stóru verkefnin mín um þessar
mundir eru að skipuleggja Takk dag
Fossa markaða sem haldinn verður á
morgun, fimmtudag. Þetta er árlegur
viðburður haldinn í samstarfi við
viðskiptavini og samstarfsfyrirtæki
okkar þar sem allar þóknanatekjur
vegna viðskipta dagsins renna til
góðagerðarmála,“ segir Aðalheiður.
Þetta er í fimmta sinn sem dagurinn
er haldinn og rennur afrakstur söfn-
unarinnar í ár til Rjóðursins, sem er
hvíldar- og endurhæfingarheimili
fyrir langveik og fötluð börn.
„Í beinu framhaldi hefjumst við
svo handa í Ásmundarsal við að
setja upp jólasýningu sem hefst 7.
desember en fyrirmynd hennar er
sótt til sjálfs Ásmundar Sveinssonar
myndhöggvara,“ segir hún.
NY, London og Hong Kong
Þú hefur búið í New York, London og
Hong Kong. Viltu segja frá því?
„Við bjuggum í 25 ár erlendis. Við
vörðum þrettán árum í New York,
átta árum í London og fjórum í Hong
Kong.
Strax eftir að ég útskrifaðist úr
Versló flutti ég til New York til að
læra hönnun og markaðsmál við
Parsons School of Design. Nokkru
seinna, þegar við fluttum til London,
lauk ég jafnframt diplómanámi í list-
rænni stjórnun og framleiðslu frá
Central Saints Martin.
Eftir Parsons fór ég að vinna í
nokkur ár og börnin okkar fimm
fæddust svo eitt af öðru næstu árin.
Eftir að ég fór að sinna barnauppeldi
var ég áfram viðloðandi verkefni
í New York og vann að gerð aug-
lýsinga og við markaðssetningu.
Það að taka að sér verkefni í stað
þess að vera í fastri vinnu gerði það
að verkum að ég gat sótt börnin að
skóladegi loknum.
Ég vann sömuleiðis í sjónvarpi, til
dæmis hjá David Letterman í nokkur
ár við gerð fríkaðra búninga. Það var
ótrúlega skemmtilegt.“
Letterman er athyglisverður
Kynntist þú David Letterman?
„Já, eins mikið og hægt er að kynn-
ast David. Hann er frekar athyglis-
verður karakter.“
Hvernig var að búa í Hong Kong?
„Það var afar skemmtilegt. Allar
borgirnar sem við bjuggum í voru
fullkomnar fyrir okkur á þeim tíma
sem við bjuggum þar. Þær buðu allar
upp á eitthvað spennandi. Í Hong
Kong greip okkur mikill áhugi á að
ganga á fjöll – sem er ef til vill ekki
eitthvað sem margir tengja Hong
Kong við. Náttúran þar er óvið-
jafnanleg og fjöldi fallegra eyja er allt
um kring þar sem gaman er að fara í
fjallgöngur.
Í New York bjuggum við til dæmis
steinsnar frá American Museum of
Natural History þar sem börnin
okkar gátu skoðað risaeðlur í fullri
stærð.“
Af hverju sneruð þið heim?
„Við stóðum frammi fyrir þeirri
ákvörðun að annaðhvort myndum
við f lytja heim eða búa alla tíð
erlendis. Við höfðum búið lengi úti
og börnin höfðu fest rætur. Árið 2013
ákváðum við að skella okkur heim.
Það hefur verið ótrúlega skemmti-
legt að kynnast Íslandi upp á nýtt.
Ísland hefur upp á svo margt að
bjóða eins og frábært menningar-
starf, sundferðir og fjallgöngur og
auðvitað vini og fjölskyldu.“
Fimmtíu fjöll á einu ári
Þú hefur nefnt fjallgöngur tvisvar í
Lætur til sín taka í menningarlífinu
Aðalheiður Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Ásmundarsalar, segist hafa verið nokkuð ötul við að kaupa list, einkum íslenska list, á undanförnum árum. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI
Aðalheiður Magnús-
dóttir bjó í New York,
London og Hong King
í 25 ár. Hún rekur Ás-
mundarsal og stendur
þar fyrir margs konar
listsýningum. Hún og
eiginmaður hennar eiga
meirihluta í Fossum
mörkuðum. Aðalheiður
situr í stjórn Hörpu og
kemur því að rekstri
tveggja húsa sem helg-
uð eru listinni.
Helgi Vífill
Júlíusson
helgivifill@frettabladid.is
2 7 . N Ó V E M B E R 2 0 1 9 M I Ð V I K U D A G U R6 MARKAÐURINN
2
7
-1
1
-2
0
1
9
0
5
:1
1
F
B
0
5
6
s
_
P
0
3
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
3
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
2
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
2
3
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
4
5
7
-D
D
8
4
2
4
5
7
-D
C
4
8
2
4
5
7
-D
B
0
C
2
4
5
7
-D
9
D
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
8
B
F
B
0
5
6
s
_
2
6
_
1
1
_
2
0
1
C
M
Y
K