Fréttablaðið - 27.11.2019, Síða 26

Fréttablaðið - 27.11.2019, Síða 26
Útgefandi: Torg ehf Veffang: frettabladid.isÁbyrgðarmaður: Jóhanna Helga Viðarsdóttir Sölumaður auglýsinga: Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@frettabladid.is, s. 550 5654, Ég var lengi í smábátaútgerð en tók stundum að mér þrif á fyrirtækjum meðfram sjó­ mennskunni. Það vatt svo upp á sig og ég þurfti að finna nafn á fyrir­ tækið. Mig langaði að það hefði á sér alþjóðlegt yfirbragð og upp í hugann komu latnesku heitin mar, sem passaði við sjómanninn mig, og svo pól sem þýðir að fægja. Nafnið Marpól þýðir því „sjó­ maðurinn sem fór að fægja“,“ segir Valþór Þorgeirsson sem stofnaði fyrirtæki sitt Marpól árið 1994. Fyrirtækið óx og dafnaði og þar kom að Valþór ákvað að gefa ræstingararmi þess nýtt nafn, Nýþrif, sem enn býður upp á ýmsar sérhæfðar hreingerningar fyrir fyrirtæki og stofnanir. „Umsvifin urðu fljótt það mikil í ræstingunum að ég þurfti að grípa til þess bragðs að flytja inn hreinsivörur og tækjabúnað til að auka hagkvæmni. Ég ákvað strax að bjóða eingöngu upp á góðar og vandaðar vörur því ég vinn með þær sjálfur. Viðskiptavinir okkar koma vegna þess að þeir vita að við erum með góðar vörur sem virka og að þekkingin á notkun þeirra er mikil,“ upplýsir Valþór. Með allt til hreingerninga Marpól er heildsala og smávöru­ verslun með framúrskarandi hreingerningavörur en markmið fyrirtækisins er að bjóða upp á alhliða ræstingalausnir fyrir fyrir­ tæki, stofnanir og heimili. „Marpól býður upp á allt sem þarf til hreingerninga, hvort sem það er á heimilum eða í fyrir­ tækjum. Þar má nefna kísilhreins­ inn BioClean sem er ótrúlegt efni til hreingerninga og hefur gert garðinn frægan undanfarið. Bio­ Clean rýkur út og í Marpól koma daglega einstaklingar og fyrirtæki til að kaupa hann. Árangur Bio­ Clean hefur spurst út enda gerir hann kraftaverk á sturtuglerjum, baðkörum, vöskum, helluborðum, f lísum, gömlu, veðruðu gleri, keramiki, ryði og mörgu fleiru,“ upplýsir Valþór. Marpól framleiðir einnig sína eigin hreinsilínu undir nafninu Hágæða. „Hágæða­efnin eru mjög góð og þar á meðal er náttúruvæna hreinsiefnið Fjölhreinsir sem nota má jafnt til sótthreinsunar á alls kyns tækjum og áhöldum, sem og bekkjum, eins og sólarlömpum, og er mjög gott til hreinsunar á borðum veitingahúsa og heima í eldhúsi því efnið er bakteríu­ eyðandi, „food safe“ og algjörlega skaðlaust í kringum matvæli,“ útskýrir Valþór. Umhverfisvæn og græn efni Það er gaman að gera hreint með tækjakosti og hreingerningavör­ unum frá Marpól. „Það er alltaf góð tilfinning að sjá allt verða skínandi hreint og með vörunum frá Marpól er árang­ urinn sýnilegur og mikill,“ segir Valþór sem veit upp á hár hvaða vörur hann hefði við höndina í heimahreingerningunni. „Ég spyrði mig fyrst hvort ég ætti almennilega ryksugu, glugga­ sköfu, trefjaklúta og fituleysi, eins og Fjölhreinsi frá Hágæða. Trefja klútar eru nauðsyn á hverju heimili og mjög margir komnir upp á lag með að nota trefjaklúta í afþurrkun og jafnvel trefjagólf­ moppur. Trefjaklútar eru fram­ leiddir úr míkrófíber­efni sem er klofnir nælonþræðir sem fara ofan í hverja misfellu og klóra óhreinindin upp úr. Því er mikill munur að nota þá til þrifanna og þeir minnka efnisnotkun því ekki þarf að nota jafn mikla sápu til þrifanna,“ upplýsir Valþór um míkróklútana sem fást í Marpól, misgrófir fyrir mismunandi þrif. Marpól er með gott úrval af bónvörum frá Pioneer Eclipse, þar á meðal grænu, umhverfisvænu línuna EnviroStar sem Valþór segir að standi sig frábærlega. „EnviroStar Green eru banda­ rískar vörur með umhverfis­ vottuninni Green Seal sem er sambærileg umhverfisvottun og Svanurinn á Norðurlöndunum. Eins bjóðum við upp á umhverfis­ vænar teppahreinsivörur frá bandaríska framleiðandanum Host og hingað getur fólk komið og keypt sér tilbúinn pakka frá Host með bursta og hreinsiefnum til að þurrhreinsa teppi. Þurr­ hreinsun er alltaf betri kostur en blauthreinsun vegna þess að hún fer betur með teppin og f lestir teppaframleiðendur mæla með slíkri hreinsun. Við erum svo með sérhæfðan tækjabúnað til að fram­ kvæma stærri verk, hvort sem það er í fyrirtækjum eða á heimilum, og bjóðum einnig upp á útleigu á tækjum til hreinsunar ef fólk vill sjá um verkið sjálft,” segir Valþór. Góð tilboð á hreinsivörum Marpól er með umboð fyrir þýsku hágæðaryksugurnar frá Sebo. „Sebo­ryksugurnar eru fram­ leiddar í Þýskalandi og þykja einstaklega vandaðar. Sebo fram­ leiðir ryksugur fyrir heimili og fyrirtæki, venjulegar og uppréttar. Í þær fást allir auka­ og varahlutir og margir hringja í okkur yfir sig ánægðir með nýju ryksuguna og segjast loksins hafa eignast alvöru ryksugu. Þá erum við með allar gerðir af gluggaþvottavörum frá þýska framleiðandanum Ünger og auðvitað allt sem þarf fyrir létt heimilisþrif sem og stærri verk­ efni,“ segir Valþór. Þá er Marpól með litlar og stærri gólfþvottavélar til notkunar í fyrirtækjum og heimilum. „Gólfþvottavélar spara mörg handtök og árangurinn er svo miklu betri en með moppuþrifum. Þegar salt og snjór er úti og óhrein­ indi berast inn skiptir öllu máli að skúra með gólfþvottavél sem fjarlægir óhreinindin í stað þess að smyrja þau út. Þegar moppað er verður oft eftir hvít filma á gólfum en gólfþvottavélar hirða það allt upp. Það er sérstaklega nauðsyn­ legt þar sem fyrir eru viðkvæm gólfefni, hvort sem það er parket, dúkar eða gljáðar flísar, því salt rispar og skemmir gólfefnin,” segir Valþór sem á allt sem hugsast getur fyrir gólfþvott og bón í Marpól. „Nú gengur í garð sá tími þar sem fólk hugar meira að þrifum en ella og í Marpól verða ýmis tilboð í gangi í desember þar á meðal ein­ stakt tilboð á kraftaverkaefninu BioClean,” segir Valþór. Marpól er á Nýbýlavegi 18, gengið inn Dalbrekkumegin. Sími 544 5588. Sjón er sögu ríkari. Framhald af forsíðu ➛ Þýsku Sebo-ryksugurnar þykja einstaklega vandaðar og fást í mörgum útgáfum, þar á meðal með hefðbundnu lagi en líka uppréttar með skafti. Hallgrímur með gluggaþvottagræjuna Stingray frá Ünger; sem þvær glugga að innan og nær einstaklega vel í öll horn á gluggum. Hreinsiefnin BioClean og Hágæða eru fræg fyrir einstakan árangur og gæði. Hágæða er framleiðsla frá Marpól. Árangur BioClean hefur spurst út enda gerir það krafta- verk á til dæmis bað- körum, helluborðum, ryði og veðruðu gleri. Valþór Þorgeirsson 2 KYNNINGARBLAÐ 2 7 . N ÓV E M B E R 2 0 1 9 M I ÐV I KU DAG U RJÓLAHREINGERNING 2 7 -1 1 -2 0 1 9 0 5 :1 1 F B 0 5 6 s _ P 0 3 8 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 9 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 6 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 4 5 7 -C 4 D 4 2 4 5 7 -C 3 9 8 2 4 5 7 -C 2 5 C 2 4 5 7 -C 1 2 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 A F B 0 5 6 s _ 2 6 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.