Fréttablaðið - 27.11.2019, Page 35
Ásmundur hrærði steypuna í húsinu sjálfur
Ásmundur Sveinsson mynd-
höggvari reisti sér og eiginkonu
sinni, Gunnfríði Matthildi Jóns-
dóttur myndhöggvara, hús sem
ber nú nafnið Ásmundarsalur.
Þau fluttu inn árið 1933. Hann bjó
í Kaupmannahöfn, Stokkhólmi
og París í tíu ár og sneri heim árið
1929.
„Ásmundur byggði húsið með
berum höndum, hrærði steypuna
sjálfur og allt hvaðeina.
Hann hannaði húsið ásamt
vini sínum Sigurði Guðmunds-
syni arkitekt sem hannaði meðal
annars Austurbæjarskóla. En það
var einmitt verðlaunafé sem
Ásmundur fékk fyrir samkeppni
um gerð lágmynda utan á Austur-
bæjarskóla sem gerði honum
kleift að hefjast handa við bygg-
ingu hússins.
Ásmundur var með vinnustofu
með tvöfaldri lofthæð þar sem
nú er kaffihús en Gunnfríður
hafði vinnuaðstöðu í Gryfjunni.
Þau bjuggu svo á efstu hæðinni
en voru einnig með marga með-
leigjendur til að drýgja tekjurnar.
Nokkrum árum síðar gengu
þau í gegnum erfiðan skilnað og
skiptu húsinu í tvennt. Gunnfríð-
ur bjó það sem eftir var ævinnar
í bakhluta hússins en Ásmundur
hélt áfram að vera með stúdíó á
sama stað allt þar til hann flutti í
Sigtún sem hann hóf að reisa árið
1942.
Í kjölfarið hóf Listvinafélagið
að halda sýningar í Ásmundarsal,
því næst var hér Myndlista-
skólinn í Reykjavík, þá var Arki-
tektafélag Íslands hér í 20 ár og
Listasafn ASÍ í önnur 20 ár áður en
við hjónin keyptum húsið.
Það hefur mikið af straumum
og stefnum í íslenskri list fæðst í
þessu húsi,“ segir Aðalheiður.
Ég varð fimmtug í
maí og setti mér það
markmið að ganga á fimm-
tíu fjöll á einu ári. Ég er
þegar búin að ganga á 37
fjöll með góðum vinum.
viðtalinu. Ertu mikið í fjallgöngum?
„Ég varð fimmtug í maí og setti
mér það markmið að ganga á fimm-
tíu fjöll á einu ári. Ég er þegar búin að
ganga á 37 fjöll með góðum vinum.“
Eftir að heim var komið tóku við
ný og fjölbreytt verkefni hjá þeim
hjónum, sum hver í gegnum fjár-
festingarfélag þeirra. Auk þess að
vera hluthafar í Fossum mörkuðum
hafa þau fjárfest í fasteignum, tækni-
fyrirtækinu Völku og nýsköpunar-
fyrirtækinu Kerecis. Í ljósi reynslu
og áhuga Aðalheiðar á listsköpun
beindust augu hennar að Ásmundar-
sal þegar færi gafst.
Af hverju keyptuð þið Ásmundar-
sal?
„Það hafði lengi verið draumur að
skapa rými þar sem skapandi listir
og hönnun gætu komið saman. Fljót-
lega eftir að við f luttum heim var
Ásmundarsalur auglýstur til sölu
og við hefðum ekki getað ímyndað
okkur fallegra hús. Í kjölfarið tók
við mikil vinna við endurbætur sem
tóku um eitt og hálft ár.
Samhliða þeirri vinnu kom ég að
því að gera upp höfuðstöðvar Fossa
markaða, sem verið var að flytja í
fallegt hús við Fríkirkjuveg. Þetta
var heilmikið umstang á þessum
tíma en skemmtileg samvinna með
góðu fólki.
Það skipti okkur miklu máli að
skapa hjarta í Ásmundarsal svo
við tókum niður veggi til að útbúa
setustofuna okkar í samvinnu við
Reykjavík Roasters. Það var mér
mikið hjartans mál að við byðum
upp á góðan morgunmat og kaffið
gerist ekki betra að mínu mati. Kaffi-
húsið sækir öll flóran af fólki, allt frá
listamönnum til þeirra sem starfa
í viðskiptalífinu. Þetta er litrík og
skemmtileg blanda og orkan í húsinu
alveg einstök.
Í Ásmundarsal sýnum við mynd-
list, högglist, dans, höfum staðið
fyrir tónleikum og bókaútgáfu. Lagt
var upp með að það yrði mikið líf í
húsinu, hér yrði ekki sussað á fólk.
Við viljum vera eins konar hjarta
í menningunni og að fólk geti sótt
hingað innblástur og átt notalega
stund.
Núna erum við með skemmtilega
dagskrá planaða út næsta ár en skilj-
um samt alltaf eftir einhverja glugga
fyrir hið óvænta sem gæti dottið inn
hjá okkur. Við leggjum áherslu á að
tengjast einnig þeim menningarlegu
viðburðum sem eru að gerast hverju
sinni eins og til dæmis Vetrarhátíð
og Barnamenningarhátíð.“
Hissa þegar húsið var auglýst
Listamönnum leist nú ekki á blikuna
fyrst þegar þið keyptuð Ásmundar-
sal. Hvernig horfði það við þér?
„Ég var hjartanlega sammála
listamönnum sem voru ósáttir við
að húsið væri sett á sölu eftir að hafa
þjónað listinni í áratugi. Ég var jafn
hissa og allir aðrir þegar ég sá fast-
eignina auglýsta í blöðunum. Það
voru engar kvaðir um að það þyrfti
að vera listastarfsemi í húsinu. Það
hefði allt eins mátt vera með skrif-
stofu hérna. Hús á borð við Ásmund-
arsal þarf að vera aðgengilegt fyrir
sem flesta.
Ég er alveg ótrúlega þakklát hvað
fólk hefur tekið nýjum Ásmundarsal
vel og stutt okkur með því að mæta á
sýningar og viðburði.
Samfélagið sem hefur skapast í
Ásmundarsal er fyrst og fremst að
þakka fólkinu sem hingað sækir. Í
dag erum við hluti af nærumhverfi
okkar þar sem skólarnir og leikskól-
arnir sækja okkur heim, sem okkur
finnst mjög mikilvægur hluti af
starfseminni.“
Hvað leggið þið áherslu á í sýn-
ingum Ásmundarsals?
„Áherslan er á lifandi list. Í gryfj-
unni geta listamenn unnið að list-
sköpun og gestum og gangandi er
boðið að heimsækja vinnustofuna
og kynnast listamönnunum og jafn-
vel spreyta sig. Um þessar mundir
er þar unnið að tilraunum á postu-
línsgerð úr efni sem fengið er úr
íslenskum jarðvegi.
Það glæðir listaverkið sem hangir
uppi á vegg hjá manni meira lífi ef
maður kynnist þeim sem skapaði
verkið og fær jafnvel að gægjast inn
í hugarheim listamannsins. Því
höfum við gert mikið af því að vera
með listamannaspjall á þeim sýn-
ingum sem við höfum haldið.
Matthías Rúnar Sigurðsson mynd-
höggvari hefur verið í garðinum í
vetur að höggva nokkrar mismun-
andi kynjaverur og gestir í húsinu
hafa tekið hann tali. Það er ótrúlega
skemmtilegt að sjá verurnar brjótast
út úr grjótinu hjá Matta,“ segir hún.
Aðalheiður segir að jólasýning
Ásmundarsalar byggi á gamalli hefð
frá Ásmundi sjálfum. „Upp úr 1950
voru Ásmundur og félagar hans, má
þar nefna listmálarana Jóhannes
Kjarval og Kristján Davíðsson, með
jólabasar og seldu list sína. Mikið
væri nú gaman að eiga tímavél og
kaupa verk beint af þeim!
Við vildum endurvekja þennan
skemmtilega viðburð. Nema hvað
á tímum gömlu meistaranna voru
tólf listamenn að selja list en við
erum með verk eftir hátt í 160 lista-
menn sem spanna alla flóruna, allt
frá nýútskrifuðum listamönnum til
okkar allra þekktustu. Við fengum
til liðs við okkur tvo frábæra lista-
menn, þá Sigurð Atla og Leif Ými,
sem sýningarstjóra. Utanumhald
um sýningu sem þessa er óheyrilegt
og hófst undirbúningur fyrir þessa
sýningu um leið og við tókum niður
jólasýninguna í fyrra.
Það sem er skemmtilegt er að
hér er vettvangur fyrir fólk til að
koma og kynna sér list. Í fyrra komu
ýmsir sem voru að kaupa sín fyrstu
listaverk á heimilið á viðráðanlegu
verði. Sumir kaupendurnir komu oft
og hugsuðu sig vel um. Við pökkum
svo verkunum inn í sérprentaðan
jólapappír á staðnum svo allir kaup-
endur geta gengið út með sitt verk
undir hendinni.
Á sýningunni er fjöldi ungra lista-
manna og hver veit nema einhverjir
eigi að eftir að ná langt á listabraut-
inni og verkið verði mikils virði
þegar fram líða stundir?
Sýningarskráin verður víðfeðm
með upplýsingum og myndum um
hvern listamann og verður þegar
fram líða stundir samtímaheimild
um hvað var að gerast á Íslandi í list
árið 2019.“
Stendur rekstur Ásmundarsalar
undir sér eða niðurgreiðið þið hann
að miklu leyti?
„Öllum tekjum sem koma inn af
útleigu á rýminu eða sölu listaverka
er varið hér innanhúss í þágu listar-
innar. Því meiri tekna sem við öflum,
því öflugra getur starfið orðið. Þeir
sem velja að halda viðburði hjá
okkur eru því að styðja við bakið á
listinni. Að sjálfsögðu þarf starfsemi
sem þessi auka framlag sem gleður
okkur að geta stutt við.“
Keypt töluvert af listaverkum
Hafið þið hjónin fjárfest mikið í list?
„Við höfum verið nokkuð ötul við
það á síðustu árum, sérstaklega eftir
að við fluttum heim og kynntumst
betur listasenunni hér á landi. Við
höfum einkum fjárfest í íslenskri
list enda standa íslenskir listamenn
okkur næst.“
Að hverju leitarðu við kaup á list?
„Ég leita alltaf eftir hinu óvænta
í listinni. Mér þykir til dæmis mjög
vænt um verkið Hairy Moon eftir
skólasystur mína Hrafnhildi Árna-
dóttur „Shoplifter“ sem er loðið
tungl sem hangir úr loftinu hjá mér
og fær mig til að brosa.“
Hvað er það óvæntasta í safninu
sem gaman væri að segja frá?
„Ein af fyrstu sýningunum sem
haldnar voru í Ásmundarsal var
þannig að listamenn fengu einn
Ikea-koll í hendur og áttu að skapa
Málari vinnur að því að taka niður sýningu svo hægt verði að setja upp jólasýningu. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI
Matthías Rúnar Sigurðsson myndhöggvari skapaði köttinn í garði Ásmundarsalar. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI
listaverk úr honum. Á meðal lista-
mannanna var Gabríela Friðriks-
dóttir sem tók kollinn í sundur og
skapaði úr honum litríka lágmynd.“
Finnst þér að fleiri sem hafa það
nokkuð gott ættu að láta eitthvað af
hendi rakna til listasenunnar?
„Það eru margir atorkusamir
listaverkasafnarar á Íslandi. Hér á
landi hefur hins vegar ekki verið til
almennur farvegur til að styðja við
list. Erlendis þekkist það að hægt
er að gerast stuðningsaðili safns
og stuðningnum fylgja ýmis fríð-
indi. Það þarf að skapa vettvang
hér á landi þar sem fólk fær innsýn
í þennan heim og getur stutt við list
og fengið tækifæri til að taka meiri
þátt í listalífinu.“
Í stjórn Hörpunnar
Hvernig kom það til að þú settist í
stjórn Hörpunnar?
„Það var kallað í mig fyrir um einu
og hálfu ári. Það er áhugavert að sitja
í stjórn Hörpunnar og gaman að
koma að rekstri tveggja húsa sem
helguð eru listinni. Okkar litli salur
og svo Harpan á mun stærri skala en
í grunninn eru verkefnin ef til vill
ekki ósvipuð.
Við höfum lagt mikla og skemmti-
lega vinnu í nýja stefnumótun fyrir
Hörpuna, það eru því spennandi
tímar fram undan. Harpan er á
heimsmælikvarða sem og fólkið
okkar sem þar kemur fram. Til að
mynda voru tónskáldin Hildur
Guðnadóttir og Anna Þorvaldsdóttir
tilnefnd til Grammy-verðlauna á
dögunum. Hildur fyrir tónlistina í
þáttaröðinni Chernobyl og Anna
í f lokki bestu upptaka í klassískri
tónlist fyrir plötuna Aequa,“ segir
Aðalheiður.
Hún segir fjármögnun Hörpunnar
þó enn mikla áskorun ef halda eigi
uppi þeim heimsmælikvarða sem
Hörpunni sæmir. „Það á enn eftir
að nást betri niðurstaða í það hvert
framlag ríkis og borgar eigi að vera.
Það er mjög brýnt verkefni. Harpan
er húsið okkar allra sem við getum
öll verið mjög stolt af.“
Þú komst að hjóla- og jógastúdíó-
inu Sólum á tímabili. Geturðu sagt
aðeins frá því?
„Ég byrjaði í jóga fyrir meira en
tuttugu árum þegar það þótti enn
frekar skrítið. Alla tíð síðan hefur
jóga verið stór hluti af lífi mínu.
Við heimkomuna til Íslands ákvað
ég að fjárfesta í Sólum og leggja þeim
lið. En þegar verkefnin í Ásmundar-
sal og Fossum fóru vaxandi þá ákvað
ég að það væri betra að einbeita mér
að því að vera sjálf í jóga frekar en að
vera að reka jógastöð.
Ég ákvað því að stíga út úr rekstr-
inum og leysa frekar vel af hendi þau
verkefni sem ég hafði meiri ástríðu
fyrir.“
MARKAÐURINN 7M I Ð V I K U D A G U R 2 7 . N Ó V E M B E R 2 0 1 9
2
7
-1
1
-2
0
1
9
0
5
:1
1
F
B
0
5
6
s
_
P
0
3
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
3
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
2
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
2
3
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
4
5
7
-D
D
8
4
2
4
5
7
-D
C
4
8
2
4
5
7
-D
B
0
C
2
4
5
7
-D
9
D
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
8
B
F
B
0
5
6
s
_
2
6
_
1
1
_
2
0
1
C
M
Y
K