Fréttablaðið - 27.11.2019, Síða 37
Ald rei ha f a f lei r i Íslendingar verslað á netinu en í ár, en samkvæmt neyslu-k ö n n u n G a l l u p 2019 versluðu 76,8%
Íslendinga á netinu síðustu 12
mánuði. Yngra fólk er líklegra til að
versla á netinu en þau sem eldri eru
og er hlutfallið hæst í aldurshópn-
um 25-34 ára, þar sem 95% höfðu
verslað á netinu. Árið 2007 höfðu
66,8% landsmanna verslað á netinu
síðastliðið ár og fór hlutfallið lækk-
andi fyrstu árin eftir hrun, en hefur
síðan þá vaxið jafnt og þétt.
Hvað kaupa Íslendingar á
netinu?
Í Neyslukönnun Gallup er að finna
ýmsar vísbendingar um hvers
konar vörur fólk kaupir í netversl-
unum og hvernig mismunandi
vöruflokkar eru að þróast. Ljóst er
að netverslunarhegðun er oft mjög
mismunandi eftir aldri, kyni og fjöl-
skylduaðstæðum. Heilt á litið hefur
orðið vöxtur í öllum vöruflokkum
sem mældir hafa verið síðustu ár.
Árið 2007 höfðu 15,1% Íslendinga
keypt föt á netinu síðastliðna 12
mánuði, en í ár er hlutfallið komið
upp í 47,7%. Það kemur líklega ekki
á óvart að barnafólk er líklegra til
að kaupa föt á netinu en barnlausir.
Einnig eru konur og fólk undir 45
ára líklegri til að kaupa fatnað á
netinu en karlar og eldri hópar.
Karlmenn eru aftur á móti í mikl-
um meirihluta þegar kemur að því
að kaupa raftæki og tölvuvörur á
netinu, en tæplega helmingur þeirra
hafði keypt slíkar vörur á netinu
síðastliðna 12 mánuði. Á sama tíma
hafði einungis tæplega fjórðungur
kvenna gert slíkt hið sama.
Þeir vöruf lokkar sem eru hvað
sterkastir í netverslun hérlendis
eru gisting og miðar á viðburði, en
61,5% landsmanna sögðust hafa
keypt miða á viðburð í netverslun
síðastliðið ár og 56,8% höfðu keypt
gistingu. Lítill munur er á milli
kynja í þessum flokkum, en íbúar
Reykjavíkur eru líklegastir til að
kaupa gistingu og miða á viðburði
á netinu.
Áhugavert er að skoða þróun á
kaupum á matvöru í netverslunum,
en frá 2007 og fram til 2016 varð lítil
þróun í þessum vöruflokki. Hlutfall
þeirra sem sögðust hafa keypt mat-
vöru á netinu síðastliðna 12 mánuði
hélst á bilinu 3-7% á þessum árum.
Frá árinu 2017 hefur hins vegar
orðið töluverður vöxtur og í ár sögð-
ust 17,7% hafa keypt matvöru á net-
inu síðastliðið ár. Á sama tíma hefur
framboð á matvöru í netverslunum
hérlendis aukist mikið og fyrirtæki
eins og Eldum rétt, Nettó, Boxið og
Heimkaup byrjað að selja matvöru á
netinu. Lítill munur er hér á konum
og körlum, en 17% karla sögðust
hafa keypt matvöru síðasta árið á
móti 18,4% kvenna. Þetta er nokk-
uð athyglisvert í ljósi þess að þegar
landsmenn eru spurðir að hve miklu
leyti þeir sjá um matarinnkaup til
heimilisins almennt segist 69,1%
kvenna sjá um þau að mestu eða öllu
leyti, en einungis 38,3% karla.
Innlend og erlend netverslun
Töluverður meirihluti Íslendinga,
eða 60,2%, segist versla oftar
í erlendum vef verslunum en
íslenskum. 22% segjast versla oftar
í íslenskum vefverslunum og 17,8%
segjast versla jafnoft í erlendum og
innlendum vefverslunum. Konur
eru líklegri en karlar til að versla í
íslenskum vefverslunum og einnig
eykst verslun í íslenskum vefversl-
unum með hækkandi aldri.
En hvað skyldi það vera sem
skiptir landsmenn mestu máli þegar
þeir versla á netinu? Samkvæmt
nýrri könnun Gallup er það lágt
verð, traust til vefverslunarinnar og
að vefurinn sé þægilegur sem skiptir
allra mestu máli.
Þegar viðskipti við einstakar inn-
lendar og erlendar netverslanir eru
skoðuð kemur ýmislegt í ljós. Árið
2007 sagðist 32,1% Íslendinga hafa
keypt vörur í gegnum netverslun-
arrisann Amazon síðastliðna 12
mánuði. Við efnahagshrunið 2008
drógust kaup frá Amazon verulega
saman og náðu lágmarki árið 2009,
þegar einungis 15% landsmanna
sögðust hafa keypt vörur þaðan.
Síðustu ár hefur þeim fjölgað aftur
jafnt og þétt sem versla frá Amazon
og mælast nú í fyrsta sinn fleiri en
árið 2007, eða 35,4% landsmanna.
Hlutfallið er hæst í aldurshópnum
25-34 ára, þar sem tæplega helm-
ingur hafði keypt vörur gegnum
Amazon síðastliðið ár.
AliExpress hefur átt töluverðum
vinsældum að fagna á Íslandi, ekki
síst eftir að fríverslunarsamningur
milli Kína og Íslands tók gildi árið
2014. Þeim sem sögðust hafa keypt
vörur þaðan fór fjölgandi til ársins
2017, þegar 31,5% landsmanna
sögðust hafa keypt af AliExpress
síðastliðið ár. Hlutfallið stóð nokk-
urn veginn í stað árið 2018, en í ár
mældist í fyrsta skipti lækkun og
sögðust 29,2% þá hafa keypt vörur
síðustu 12 mánuðina. Aldurshópur-
inn 35-44 ára er stærsti viðskipta-
vinahópurinn og karlar eru líklegri
til að kaupa vörur af AliExpress en
konur.
Ein af fjölmörgum íslenskum net-
verslunum er Heimkaup.is, sem var
opnuð árið 2013. Í neyslukönnun
2014 sögðust 10,4% landsmanna
hafa keypt vörur gegnum Heim-
kaup síðastliðið ár, en í ár var þetta
hlutfall komið upp í 28,1% og gefur
ákveðna vísbendingu um að íslensk
netverslun sé ekki síður að vaxa en
erlend. Konur eru töluvert líklegri til
að kaupa af Heimkaupum en karlar,
en 35,3% kvenna sögðust hafa keypt
vörur frá Heimkaupum síðasta ár, á
móti 21,1% karla. Líkt og á AliEx-
press er fólk á aldrinum 35-44 ára
líklegast til að kaupa vörur af Heim-
kaupum.
Fataverslunin Asos sker sig
nokkuð úr í neyslukönnun Gallup.
Verslunin var fyrst mæld árið 2018
og sögðust þá 13,6% landsmanna
hafa keypt vörur gegnum verslunina
síðastliðið ár. Í ár hafði þetta hlut-
fall hækkað upp í 15,5%. Konur eru
mun líklegri til að kaupa af Asos en
karlar, en 21% kvenna hafði verslað
á Asos á móti 10,3% karla. Það er
áhugavert að sjá hversu vel Asos
virðist ná til ungs fólks, en í aldurs-
hópnum 18-24 ára sögðust 40,9%
hafa keypt vörur af Asos síðasta
árið og er engin önnur netverslun
í neyslukönnun Gallup sem mælist
sterkust í þessum aldurshópi.
Hvað ber framtíðin í skauti sér?
Þrátt fyrir vöxt síðustu ára eru þó
vísbendingar um að netverslun eigi
nóg inni á Íslandi. Árið 2017 var net-
verslun Íslendinga 2,9% af heildar-
smásöluverslun á Íslandi, meðan að
hún var um eða yfir 10% í nágranna-
löndunum.
Þjónustustig vefverslana er sífellt
að aukast og bjóða þær upp á ýmis
þægindi fyrir kaupandann, svo
sem heimsendingu á þeim tíma
sem hentar viðskiptavininum og
í sumum tilfellum er jafnvel hægt
að fylgjast með hvar pöntunin er
stödd á leiðinni. Upplýsingar í net-
verslunum eru sömuleiðis sífellt að
verða ítarlegri og færa kaupandann
stöðugt nær þeirri upplifun að hann
sé að skoða vöruna á staðnum.
Mikil gróska er í netverslunum
hérlendis, en í vöruleit Já.is, þar
sem hægt er að leita í vöruúrvali
íslenskra netverslana og gera verð-
samanburð, eru nú um 500 íslenskar
vefverslanir með 600.000 vörur og
bætist stöðugt við. Það er því margt
spennandi í gangi og verður gaman
að fylgjast áfram með þróun vef-
verslunar hérlendis á komandi
árum.
Aldrei fleiri Íslendingar verslað á netinu
Trausti
Ágústsson,
viðskiptastjóri
í markaðsrann-
sóknum hjá
Gallup á Íslandi
80%
70%
60%
50%
2007 2008 2009 2010 2011 2012 2013 2014 2015 2016 2017 2018 2019
67%
53%
77%
✿ Hefur þú keypt vörur eða þjónustu á netinu
á síðastliðnum 12 mánuðum? (já)
Edda Rut Björnsdóttir tók við sem markaðs- og samskiptastjóri Eim-skips í vor eftir að hafa starfað í meira en tólf ár við markaðsmál hjá
Íslandsbanka. Edda segir að flutn-
ingageirinn sé á tímamótum í raf-
rænni vegferð og eigi þar töluvert
inni. Eimskip hafi til að mynda verið
að vinna að verkefnum tengdum raf-
rænum reikningum og rafvæðingu
ferla sem skilar sér í minna kolefnis-
spori og umhverfisvænni vinnustað
en lækkar um leið kostnað.
Hver eru þín helstu áhugamál?
Ég smitaðist snemma af stang-
veiðibakteríunni og veit fátt
skemmtilegra en að veiða og svo
hafa skíðin verið að koma sterk inn
síðustu ár. Ræktin er það áhugamál
sem ég gef mér mestan tíma í þessa
dagana og ég reyni að fara þrisvar
í viku. Skemmtilegast er þó að
vera með dætrunum, fjölskyldu og
vinum, elda góðan mat og spjalla.
Hvernig er morgunrútínan þín?
Yfirleitt er það sturta upp úr
klukkan 7 og svo hjálpa ég yngstu
dótturinni að koma sér af stað í
skólann en þær eldri eru duglegar
að bjarga sér sjálfar. Morgunmat-
inn borða ég svo oftast þegar ég er
komin í vinnuna á meðan ég rúlla
yfir tölvupóstinn.
Hvaða bók hefur haft mest áhrif
á þig?
Ég er mikill lestrarhestur og á það
til að lesa fjórar, fimm bækur í jóla-
og sumarfríum. Það mætti nú eflaust
nefna margar bækur en sú bók sem
kemur fyrst upp í hugann er Nætur-
galinn eftir Kristin Hannah. Sagan
gerist í Frakklandi í seinni heims-
styrjöldinni og segir sögu hugrakkra
systra á ótrúlega áhrifamikinn hátt.
Mæli með henni.
Hver hafa verið mest krefjandi
verkefnin undanfarin misseri og hver
eru helstu verkefnin fram undan?
Ég held að það sé óhætt að segja að
mest krefjandi en um leið skemmti-
legast hafi verið að setja mig inn í
nýtt starf og alveg nýjan geira eftir
langan tíma í Íslandsbanka og að
kynnast starfseminni hjá Eimskip
á Íslandi og á alþjóðavísu. Vinkonur
mínar grínast oft með það að ég hafi
farið úr hælunum í stáltána, ég hef
þó ekki alveg sagt skilið við hælana.
Sviðið sem ég leiði er ansi fjölbreytt
en við berum meðal annars ábyrgð á
markaðsmálum, samskiptamálum,
fjárfestatengslum og þjónustustefnu
fyrir félagið. Það eru mörg spenn-
andi verkefni í vinnslu hjá okkur.
Til dæmis erum við að vinna að
nýrri markaðs- og þjónustustefnu
og nýjum vef þar sem áhersla er lögð
á að auka þjónustu og einfalda málin
fyrir viðskiptavini. Hjá Eimskip
vinnur frábært fólk sem hefur kennt
mér ótrúlega mikið um starfsemina
á stuttum tíma og ég hlakka til að
kynnast enn fleiri starfsmönnum og
viðskiptavinum á komandi vikum
og mánuðum.
Er rekstrarumhverfið í greininni
að breytast og ef svo er, hvaða tæki-
færi felast í breytingunum?
Það mætti segja að f lutninga-
geirinn sé á tímamótum í rafrænni
vegferð og eigi þar töluvert inni. Við
hjá Eimskip höfum til dæmis verið
að vinna að verkefnum tengdum raf-
rænum reikningum og rafvæðingu
ferla sem skilar sér í minna kolefnis-
spori og umhverfisvænni vinnu-
stað en lækkar um leið kostnað sem
er mikilvægt í því samkeppnisum-
hverfi sem við búum í. Einnig erum
við að nýta róbóta við að leysa ýmis
verkefni hjá okkur og sjáum enn
f leiri tækifæri í því. Við leggjum
mikla áherslu á umhverfismálin í
okkar starfsemi en Eimskip var eitt
af fyrstu íslensku fyrirtækjunum
til að móta umhverfisstefnu árið
1991 og ég held að við munum sjá
stöðuga þróun í átt að umhverfis-
vænni starfsemi á næstu árum. Nú
eru til dæmis allir gámakranarnir
okkar við Sundahöfn rafvæddir og
skilja því ekki eftir sig kolefnisspor
í rekstri og nýju skipin okkar eru
einnig umhverfisvænni en þau sem
fyrir eru.
Hvers hlakkarðu mest til þessa
dagana?
Ég er töluvert jólabarn og hlakka
til að upplifa aðventuna í Eimskip í
fyrsta sinn. Til dæmis er mér sagt að
það sé mikil stemning þegar daga-
tal Eimskips fer í dreifingu en þá
kemur mikið af fólki í heimsókn til
okkar til að sækja sér eintak svo ég
mun eflaust standa eitthvað vakt-
ina og taka á móti fólki. Svo hlakka
ég mikið til að skreyta og baka með
fjölskyldunni, fara á jólatónleika og
eiga góðar stundir með vinum og
fjölskyldu.
Hvar sérðu þig eftir tíu ár?
Ég verð vonandi hraust og ham-
ingjusöm að sinna fjölbreyttum
og skemmtilegum verkefnum með
góðu fólki. Sökum hækkandi aldurs
barna og buru er aldrei að vita nema
við hjónin verðum komin á kaf í
golfið og komin með fínustu forgjöf.
Vinkonur mínar
grínast oft með það
að ég hafi farið úr hælunum
í stáltána, ég hef þó ekki
alveg sagt skilið við hælana.
Nám:
Stúdent frá Fjölbrautaskóla
Suðurnesja og kláraði svo B.Sc.
í viðskiptafræði með áherslu á
tölvunarfræði frá Háskólanum í
Reykjavík.
Störf:
Markaðs- og samskiptastjóri Eim-
skips frá því í mars 2019. Starfaði
áður hjá Íslandsbanka í 12½ ár
í ýmsum stöðum en alltaf með
markaðsmálin sem hluta af mínu
starfi. Síðast starfaði ég sem for-
stöðumaður viðskiptastjórnunar
og sölu á Fyrirtækja- og fjárfesta-
sviði. Þar á undan var ég í upplýs-
ingatæknimálum í átta ár.
Fjölskylduhagir:
Gift Tryggva Björnssyni fram-
kvæmdastjóra og við eigum
dæturnar Sóleyju Birtu 15 ára,
Kötlu 14 ára, Ásu Kristínu 10 ára og
Karen Lilju 6 ára.
Edda á það til að lesa 4-5 bækur í jóla- og sumarfríum. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
Smitaðist snemma af stangveiðibakteríu
Svipmynd
Edda Rut Björnsdóttir
Árið 2017 var
netverslun Íslend-
inga 2,9% af heildarsmásölu-
verslun á Íslandi, meðan
hún var um eða yfir 10% í
nágrannalöndunum.
9M I Ð V I K U D A G U R 2 7 . N Ó V E M B E R 2 0 1 9 MARKAÐURINN
2
7
-1
1
-2
0
1
9
0
5
:1
1
F
B
0
5
6
s
_
P
0
3
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
3
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
2
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
2
5
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
4
5
7
-C
9
C
4
2
4
5
7
-C
8
8
8
2
4
5
7
-C
7
4
C
2
4
5
7
-C
6
1
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
6
B
F
B
0
5
6
s
_
2
6
_
1
1
_
2
0
1
C
M
Y
K