Fréttablaðið


Fréttablaðið - 27.11.2019, Qupperneq 38

Fréttablaðið - 27.11.2019, Qupperneq 38
Skotsilfur Kína smeygir sér fram hjá eftirliti í Hong Kong Kína hefur komið á fót stjórnstöð fyrir utan Hong Kong til að glíma við mótmæli í borginni. Háttsettir embættismenn hafa á undanförnum mán- uðum stýrt aðgerðum frá villu í Shenzhen. Þannig má sveigja frá opinberum reglum um skriffinnsku. Horft er til þess að skipta um æðsta stjórnanda stofnunarinnar sem annast samskipti á milli Peking og Hong Kong vegna óánægju um hvernig staðið hefur verið að málum . NORDICPHOTOS/GETTY Ár ið 2018 bauð Nasdaq, ásamt góðum hópi sam-starfsaðila, í fyrsta sinn upp á þátttöku í námskeiðinu First North – næsta skref. Um er að ræða námskeið sem stjórnendur efni- legra og öf lugra fyrirtækja geta sótt, þeim að kostnaðarlausu og án skuldbindingar, til þess að læra að undirbúa innviði fyrirtækis undir vöxt og kynnast ferlinu við að fara á markað. Námskeiðið er þannig upp byggt að umræddir stjórnendur mæta mánaðarlega á vinnustofur, frá september og út apríl, um hin og þessi málefni og fá þess á milli sent lesefni og ýmsar gagnlegar upplýsingar. Fyrsta árið tóku 17 félög þátt og hafa mörg þeirra sett stefnuna á First North á allra næstu árum, miðað við niðurstöðu könnunar sem var gerð á meðal þátttakenda. Í ár eru þau 14. Samstarfsaðilar Nasdaq í verkefninu eru Nýsköp- unarsjóður atvinnulífsins, KMPG, Kvika banki og Logos. Standa sér- fræðingar á vegum Nasdaq og samstarfsaðila, ásamt gestafyrir- lesurum, að kennslunni. Það hefur verið stiklað á stóru þessa „önnina“ en meðal þess sem farið hefur verið yfir er upplýs- ingagjöf til fjárfesta, hvort heldur við f jármögnun/skráningu eða á viðvarandi grunni. Hér á eftir f ylg ja örstuttir punktar sem stjórnendur vaxtarfyrirtækja geta haft í huga varðandi upplýsinga- gjöf. Fyrirtæki eru jafn ólík og þau eru mörg. Sama á við um fjárfesta. Þessar augljósu staðreyndir eiga það til að gleymast þegar fyrir- tæki leggja í þá vegferð að leita sér að fjármagni eða undirbúa skrán- ingu. Ekki móta upplýsingagjöf vaxtarfyrirtækis út frá stöðugum rekstrarfyrirtækjum. Ef fjárfestarnir eiga erfitt með að horfa út fyrir ársfjórðungs- uppgjörin þarf að kenna þeim á reksturinn, fá þá til að skilja verð- mætasköpunina. Þetta getur tekið tíma. Enn betra er að leggja skýrar línur frá upphafi til þess að fá inn „réttu“ fjárfestana. Góð upplýsingagjöf er góð fjár- festing. Hærra verðmat, lægri fjár- magnskostnaður og minni verð- sveif lur, samkvæmt rannsóknum. Nokkuð áþreifanlegur ábati. Tæki- færin gera ekki alltaf boð á undan sér og er því nauðsynlegt að við- halda góðum samskiptum við fjár- festa, óháð fyrirsjáanlegri fjárþörf. Síðast en ekki síst, ekki koma fjárfestum á óvart. Það er ekki víst að þeir verði mjög fúsir til að fyrirgefa það. Gagnsæi og góð sam- skipti eru lykillinn. First North – næsta skref í átt að nýjum tækifærum Baldur Thorlacius framkvæmda- stjóri sölu og viðskipta- tengsla hjá Nasdaq á Íslandi Ísland er auðlindadr if ið hagkerfi. Það er staðreynd. Lengst af voru landbún-aður og sjávarútvegur einu atvinnugreinar okkar en iðnaður kom síðar til sög- unnar. Vöxtur ferðaþjónustunnar hefur einnig skipt sköpum á undan- förnum árum og sýnir svart á hvítu mikilvægi þess að atvinnuuppbygg- ing sé fjölbreytt. Hagvöxtur hér á landi hefur verið drifinn áfram af nýtingu auðlinda. Á sama tíma, og meðal annars vegna þessarar stað- reyndar, hefur íslenskt hagkerfi hins vegar sveiflast mikið sögulega séð. Ljóst er að atvinnulífið mun þróast hratt og mikið á næstu árum, ekki síst vegna þeirra öru tæknibreytinga sem eru að eiga sér stað. Spyrja má hvort Ísland muni skipa sér sess með þeim ríkjum sem standa uppi sem sigurvegarar þegar breytingarnar hafa tekið yfir og hvort tækifærið verði nýtt til að auka fjölbreytni í atvinnuupp- byggingu og útflutningi. Atvinnu- greinar sem byggja á hugviti og nýsköpun, tækni og hugverkum, hafa ótakmarkaða möguleika á að vaxa og dafna. Þær eru ekki háðar auðlindum heldur tryggja enn betri nýtingu auðlinda ásamt því að skapa ný verðmæti. Þær styðja við fjölgun vel launaðra sérfræði- starfa hér á landi og gera íslenskt atvinnulíf enn áhugaverðara fyrir framtíðarkynslóðir. Upplýsingatækni, fjarskipti hvers konar, gagnaþjónusta, tölvuleikja- gerð, líf- og heilbrigðistækni, sjávar- útvegstækni og kvikmyndagerð eiga það sameiginlegt að byggja á nýtingu hugvits og þekkingu. Þessi þekking styður við aðrar atvinnu- greinar og getur á sama tíma orðið verðmæt útflutningsvara. Þekkingin smitar einnig út frá sér. Dæmi um það er að fyrir tíu árum var eitt starfandi tölvuleikjafyrir- tæki hér á landi en þau eru nú orðin 19. Öll stefna þau á að markaðssetja og selja tölvuleiki erlendis þar sem eftirspurn er gríðarleg og útflutn- ingstekjur þjóðarbúsins geta orðið miklar þó við fáum einungis litla sneið af þeirri stóru köku. Tölvu- leikjaiðnaður er orðinn stærri en kvikmynda- og tónlistariðnaður samanlagt á heimsvísu. Ráðherra iðnaðar og nýsköp- unar kynnti í október síðastliðnum nýsköpunarstefnu fyrir Ísland með langtímasýn sem nær út fyrir ein- stök kjörtímabil og einstakar ríkis- stjórnir. Það er fagnaðarefni. En aðgerðir þurfa að fylgja fögrum orðum stefnunnar sem hefur það markmið að gera Ísland að nýsköp- unarlandi. Til þess að svo megi verða þurfa skilyrði til fjárfestinga í nýsköpun að vera með besta móti, Ísland þarf að komast á kortið sem land tækifæra í nýsköpun og frum- kvöðlastarfsemi og stærri fyrir- tæki þurfa að sjá hag sínum best borgið hér á landi, meðal annars til að stunda rannsóknir og þróun – sem leiðir til nýrra hugmynda og verðmætasköpunar. Ráðherra mun kynna fyrstu aðgerðir í átt að því markmiði að gera Ísland að nýsköpunarlandi á Tækni- og hugverkaþingi Samtaka iðnaðar- ins sem haldið verður í Hörpu á morgun, fimmtudag. Þær aðgerðir eru í þágu samfélagsins alls, því án nýsköpunar verður lítil framþróun. Þar með er ekki sagt að spjótin standi eingöngu á stjórnvöldum en þau geta þó sent skýr skilaboð um hvert við stefnum og fylgt því eftir með skilvirkri og hvetjandi löggjöf og umgjörð um þennan málaflokk. Á Tækni- og hugverkaþingi SI verður ljósi varpað á þær atvinnu- greinar sem byggja á hugviti og tækni. Þær eru f lestar á upphafs- metrunum ef miðað er við aðrar rótgrónari atvinnugreinar á Íslandi. En íslenskur hugverkaiðnaður er tilbúinn í stórsókn og hefur margt fram að færa til að efla og bæta lífs- kjör hér á landi til framtíðar. Stórsókn til framtíðar   Sigríður Mogensen sviðsstjóri hugverka- sviðs Samtaka iðnaðarins Þekkingin smitar út frá sér. Fyrir tíu árum var eitt starfandi tölvuleikjafyrirtæki hér á landi en þau eru nú orðin 19. Stefán stýrir stjórn VBM Stefán Sigurðsson, fyrrverandi for- stjóri Sýnar, kom nýverið nýr inn í stjórn Verðbréfa- miðstöðvar Íslands og tók við stjórnar- formennsku af Sigþrúði Ármann, framkvæmdastjóra Exedra. Hún situr áfram í stjórn félagsins. Ómar Örn Tryggvason, forstöðumaður hjá Summu rekstrarfélagi, tók jafn- framt sæti í þriggja manna stjórn Verðbréfamiðstöðvarinnar. Fram- takssjóðurinn Innviðir fjárfestingar á meirihluta í Verðbréfamiðstöð- inni. Rekstrarfélagið Summa og Ursus, fjárfestingafélag Heiðar Guð- jónssonar, annast rekstur sjóðsins en þeir Heiðar og Stefán hafa unnið náið saman. Heiðar var stjórnarfor- maður Vodafone, síðar Sýnar, þegar Stefán var forstjóri fyrirtækisins. Séra RÚV Stjórn RÚV segist hafa beðið með að stofna dóttur- félög, eins og lög kveða skýrt á um, vegna óvissu um fjárhagslegar afleiðingar fyrir grunnþjónustu ríkisfyrirtækisins. Stjórnin, sem leidd er af Kára Jónassyni, leyfir sér að kalla það fjárhagslegt tjón að fara eftir lögum og víkur sér því fimlega undan þeim. Það er eins og siðapostular landsins hafi misst röddina þegar stjórnendur RÚV urðu uppvísir að lögbrotunum. Þeir fetta heldur ekki fingur út í að Magnús Geir Þórðarson útvarpsstjóri fái í kjölfarið að stýra Þjóðleikhúsinu. Meðalið beiskt Málshátturinn til- gangurinn helgar meðalið á vel við um það hvernig Ragnar Þór Jóns- son stýrir verka- lýðsfélaginu VR. Hann komst til valda í félagi sem situr á rúmlega tólf milljörðum króna í eigin fé. Ragnar Þór er reiðubúinn að verja hluta af fjármagni félags- manna til að niðurgreiða íbúðir fyrir fáeina félagsmenn. Það er siðlegt í hans huga. Aftur rennir hann hýru auga til bankabókarinnar. Það má nefnilega nýta fjármuni félags- manna, sem spanna allt litrófið, til þátttöku í stjórnmálum, að mati siðapostulans Ragnars Þórs, sem sér ekkert rangt við að nýta fjármuni félagsmanna með þessum hætti. 2 7 . N Ó V E M B E R 2 0 1 9 M I Ð V I K U D A G U R10 MARKAÐURINN 2 7 -1 1 -2 0 1 9 0 5 :1 1 F B 0 5 6 s _ P 0 3 8 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 9 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 6 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 4 5 7 -C 4 D 4 2 4 5 7 -C 3 9 8 2 4 5 7 -C 2 5 C 2 4 5 7 -C 1 2 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 A F B 0 5 6 s _ 2 6 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.