Fréttablaðið


Fréttablaðið - 27.11.2019, Qupperneq 46

Fréttablaðið - 27.11.2019, Qupperneq 46
ÞETTA ER AUÐVITAÐ Í GRUNNINN ÖRLAGA- SAGA ÍSLENDINGS EN LÍKA SAGA UM MENNINGARVERÐMÆTI, UM SAMBLAND ÞEIRRAR ÁSTRÍÐU OG ÞEIRRA KAPÍTALÍSKU HVATA SEM RÁÐA STÖÐU SLÍKRA VERÐMÆTA Í SÖGU HVERRAR ÞJÓÐAR. Sagan er atburðadrifin fremur er karakterstúdía, segir Sigrún. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Dellu ferðin er ný skáldsaga eftir Sig-r únu Pálsdóttur. S a g a n g e r i s t á árunum 1896-1897 og aðalpersónan er Sigurlína sem verður landf lótta. Íslenskur forngripur í eigu Metro- politan-safnsins í New York kemur einnig mjög við sögu. Þar sem Sigrún er sagnfræðingur að mennt liggur beinast við að spyrja hana hvort söguefnið eigi sér stoð í íslenskum raunveruleika. „Þessi saga er skáldskapur, full- kominn uppspuni en þó nokkuð vandlegur reistur á sögulegum heimildum Hún gerðist því ekki í raun og veru en hún gæti vel hafa gerst. Sagan hefst í Landshöfð- ingjahúsinu við Lækjargötu þar sem boðað hefur verið til samdrykkju nokkurra reykvískra valdamanna. Efni þessa fundar er Sigurlína, sögu- hetja bókarinnar, og nærri þúsund ára gamall forngripur sem hafði þá nýlega komist í eigu Metropolitan- safnsins í NewYork. Og með þessum fundi hefst saga þessarar stúlku sem auk þess að sjá um heimili fjölskyldu sinnar við Vesturgötu í Reykjavík er skrifari föður síns, Brands Jónssonar fræðimanns, sem á tíma sögunnar hefur tímabundna umsjón með Forngripasafninu í Reykjavík á efri hæð Alþingishúss- ins. Sigurlína er því vægast sagt störfum hlaðin og hana dreymir um að komast í burtu frá heimili sínu, mest þó til útlanda. Og einn dag kemur tækifærið upp í hendur hennar og hún siglir af stað til New York. Eiginlega í skjóli nætur.“ Á sér ekki beina fyrirmynd. „Karakterinn er tilbúningur án fyrir myndar en segja má að kveikj- an að sögunni sjálfri sé bréfaskipti Sigríðar Magnússon og fyrsta for- stöðumanns The Met varðandi sölu á þjóðbúningasilfri um aldamótin 1900. Ýmislegt varð til þess að ég hvarf frá þeim rannsóknum og tók þá ákvörðun að breyta 75 ára gam- alli Sigríði í 25 ára gamla Sigurlínu, og 19. aldar silfri í jarðfundinn forn- grip frá 11. öld. Svona spillir skáld- skapurinn sagnfræðingi! Annars eiga þessar tvær konur ekki annað sameiginlegt en samskipti við þetta sögufræga listasafn í New York.“ Um embættismennina í bókinni, sem koma ekki fram undir nafni, segir Sigrún: „Þarna er landshöfð- ingi, sem getur auðvitað bara verið einn maður á þessum tíma en ég fer þó varlega með hann, teikna hann upp eiginlega bara eins og sagan hefur gert. Og hinir samdrykkju- mennirnir enduróma bara raddir og hugmyndir tímans. Ég er mjög viðkvæm fyrir einhverju sem telst á mörkum skáldskapar og sagn- fræði, í mínum huga eru þetta tvær aðskildar greinar, og ég gæti til dæmis aldrei skrifað skáldsögu um raunverulegar sögulegar persónur. Í Delluferðinni koma flestar slíkar bara undir nafni, og þá í aukahlut- verki.“ Delluferðin er ekki löng bók, 180 blaðsíður, en Sigrún var þrjú ár að vinna hana og lagðist í mikla rannsóknarvinnu. „Þegar maður skrifar skáldsögu, jafnvel þótt hún gerist í samtímanum, þá kostar það alltaf heilmikið grúsk. Í sögu sem gerist á fyrri öldum er rann- sóknarvinnan auðvitað meiri og markmið um nákvæmni hinnar sögulegu umgjörðar getur orðið að þráhyggju. En það veitir manni bara svo miklu meiri gleði að spinna þráðinn ef efnið er ekta, og þá skiptir engu máli hvort um er að ræða almennar lýsingar á borg- arumhverfi eða herbergjaskipan í einni byggingu.“ Melódramatík í öllum „Í Delluferðinni má finna ýmsa þræði. Þetta er auðvitað í grunn- inn örlagasaga Íslendings en líka saga um menningarverðmæti, um sambland þeirrar ástríðu og þeirra kapítalísku hvata sem ráða stöðu slíkra verðmæta í sögu hverrar þjóðar. Og sagan er atburðadrifin fremur er karakterstúdía. Kannski varð hún þannig af því að ég lenti með Sigurlínu í þessum hrærigraut mannlegrar tilveru sem neðri hluti Manhattan var á þessum tíma. Eftir á að hyggja finnst mér þó að þessi ýkjukennda atburðarás hafi ein- mitt átt sinn þátt í að ljá persónum hennar líf, því hún gerir söguna svolítið melódramatíska. Og meló- dramatík, hvað sem mönnum kann að finnast um slík stílbrigði, er mjög fínt element í persónusköpun. Því við erum öll svolítið melódramatísk inn við beinið. Sér í lagi þegar vandi okkar er lítill.“ Minjar og melódrama Aðalpersónan í nýrri skáldsögu Sigrúnar Pálsdóttur, sem gerist á árunum 1896-1897, er Sigurlína sem verður landflótta. Dansarar á æfingu. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI Ballett Tsjajkovskí: Svanavatnið. Hátíðarballettinn í St. Pétursborg og Sinfóníuhljómsveit Íslands. Stjórnandi: Vadim Nikitin Danshöfundar: Marius Petipa og Lev Ivanov. Aðalhlutverk: Nikita Moskalets, Irina Khandazhevskaya, Anton Bashmakov og Sergey Dubrovin. Eldborg í Hörpu föstudaginn 22. nóvember Ballett er vinsæll hjá ungum krökk- um, stúlkum aðallega. Á undan sýn- ingunni á Svanavatninu eftir Tsjajk- ovskí í Hörpu á föstudagskvöldið mátti sjá margar litlar telpur með balletthnút í hárinu, og eftirvænt- ingin skein úr andlitunum. Þarna var ævintýri að fara að gerast. Eða hvað? Svanavatnið er byggt á sögunni um prinsessuna Odette sem vondur galdramaður breytir í svan, en hún er samt alltaf í mannsmynd á næturnar. Sigfried prins uppgötvar hana í ljósa- skiptunum og verður ástfanginn af henni. Hún segir honum að ef hann heiti henni ævarandi tryggð, verði álögunum létt, en galdramaðurinn villir um fyrir honum og sagan endar illa. Verkið var sett upp af Hátíðar- ballett Pétursborgar, hinum sama og setti upp Hnotubrjótinn í fyrra, sem var dásamleg sýning. Sinfóníu- hljómsveit Íslands í Eldborg spilaði stórkostlega tónlistina og Vadim Nikitin stjórnaði. Það merkilega er að ballettinn sló ekki í gegn fyrr en að tónskáldinu látnu, tónlistin þótti svo fyrirferðarmikil og nýstárleg. Á þessum tíma var ballettónlist svip- lítil, ef ekki stöðnuð, en Tsjajkovskí heillaðist af ballettinum og samdi átakamikla, ástríðuþrungna tónlist. Í dag er hún meðal öndvegisverka tónbókmenntanna. Máttlaus hljómsveitarstjórn Sýningin var að mörgu leyti glæsileg. Sviðsmyndin var að vísu nokkuð flöt og mun litlausari en í fyrra. Dansar- arnir voru hins vegar afar f linkir, þeir svifu um sviðið í fallegum bún- ingum, hreyfingarnar voru prýði- lega samhæfðar og mörg hópatriðin aðdáunarverð. Aftur á móti náði sagan sjaldnast neinu flugi, og má m.a. kenna þar um máttlítilli hljóm- sveitarstjórn Nikitins. Honum tókst aldrei að magna upp áhrifamikla stígandi. Tónlist Tsjajkovskís ein- kennist af glæsileika og snörpum andstæðum, hrífandi laglínum og spennuþrungnum hápunktum, en þeir skiluðu sér seint. Tæknilega séð var hljómsveitarleikurinn þó yfir- leitt góður, helst mátti finna að ein- leiksfiðlunni, sem var með heldur miklu víbratói og virkaði því ansi einkennilega heilt yfir. Á sýningunni var alltaf verið að klappa á milli atriða, sem er auð- vitað eðlilegt, en hér var útkoman eins og verkið væri ekki annað en samansafn af skrautatriðum. Sjálf sagan lifnaði ekki við, dramað og sársaukinn var ekki fyrir hendi í leiknum, það var aldrei neitt flæði. Þetta var fyrst og fremst tækni og yfirborðsmennska, fremur en inni- hald. Manni var því slétt sama um meinleg örlög elskendanna, töfrana einfaldlega vantaði. Jónas Sen NIÐURSTAÐA: Yfirborðsleg sýning sem átti sín augnablik, en var býsna flat- neskjuleg þegar á heildina er litið. Svanavatnið náði ekki flugi Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is ÁRA AFMÆLI LSR MORGUNVERÐARFUNDUR Á MORGUN Í tilefni af 100 ára afmæli LSR verður opinn morgunverðarfundur afmælisdaginn 28. nóvember á Hilton Reykjavík Nordica. Morgunverður byrjar kl. 08:00, dagskrá hefst kl. 08:15 og lýkur kl. 10:00. Skráðu þig á www.lsr.is 2 7 . N Ó V E M B E R 2 0 1 9 M I Ð V I K U D A G U R22 M E N N I N G ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð MENNING 2 7 -1 1 -2 0 1 9 0 5 :1 1 F B 0 5 6 s _ P 0 5 1 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 6 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 6 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 1 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 4 5 7 -B F E 4 2 4 5 7 -B E A 8 2 4 5 7 -B D 6 C 2 4 5 7 -B C 3 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 B F B 0 5 6 s _ 2 6 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.