Fréttablaðið - 27.11.2019, Page 52
Grace Patricia Kelly fæddist í Fíladelfíu í Bandar íkjunum þann 12. nóvember 1929 og ef ekki hefði verið fyrir hörmu-
legt bílslys í hæðum Mónakó fyrir
37 árum hefði ein skærasta stjarna
kvikmyndasögunnar mögulega enn
verið á meðal vor og fagnað 90 ára
afmæli sínu fyrir hálfum mánuði.
Þótt þessi frábæra leikkona hafi
aðeins verið 52 ára þegar hún lést
af sárum sínum 13. september 1982
lifði hún viðburðaríku lífi og átti
stuttan en stórfenglegan feril.
Áhugi Grace á söng og dansi kom
f ljótt fram og hún lék í mörgum
skólaleikritum á æskuárunum og
þegar í menntaskóla var komið
ákvað hún að reyna að láta leik-
listardrauminn rætast. Foreldrar
hennar voru alfarið á móti þessu og
hermt er að faðir hennar hafi lagt
starf leikkvenna að jöfnu við götu-
vændi.
Tveir föðurbræður Grace tóku
hins vegar afstöðu með litlu frænku
sinni og beittu áhrifum sínum til
þess að koma henni í leiklistarskóla
og taka fyrstu skrefin á framabraut-
inni.
Frægðarsól í hádegisstað
Grace reyndi fyrst fyrir sér í New
York sem fyrirsæta og sviðsleikkona
auk þess sem henni brá fyrir í sjón-
varpi sem þá var rétt byrjað að ryðja
sér til rúms. Hún var þó ekki sátt við
tækifærin sem henni buðust í borg-
inni og tók stefnuna þangað sem
hugur hennar hafði alltaf staðið, til
Kaliforníu og kvikmyndanna.
Hún var 22 ára 1951 þegar hún
fékk smáhlutverk í kvikmyndinni
Fourteen Hours og segja má að hún
hafi, hæfileikarík og geislandi fögur,
þá þegar stigið inn á hraðbrautina til
frægðar og frama. Vestrinn sígildi
High Noon varð nefnilega fyrsta
kvikmyndin sem hún lék aðalhlut-
verk í á móti ekki ómerkari mönn-
um en erkitöffaranum roskna Gary
Cooper og ungum Lloyd Bridges.
Þrátt fyrir miklar vinsældir High
Noon verður Grace ef laust alltaf
þekktust fyrir störf sín fyrir spennu-
meistarann Alfred Hitchcock sem
tefldi henni fram í þremur mynda
sinna; Dial M for Murder, Rear Win-
dow og To Catch a Thief.
Grace varð músa Hitchcocks sem
virðist hafa tilbeðið stjörnuna sína
og hefði viljað hafa hana í f leiri
myndum en hann fékk ekki rönd við
reist þegar frægðarsól Grace settist
snögglega í Mónakó.
Söngleikurinn High Society sem
kom út 1956 reyndist verða síðasta
kvikmyndin sem Grace lék í þar sem
ástin hafði vaknað í brjósti hennar
við Miðjarðarhafsströnd Frakk-
lands árið áður.
Spennufall Hitchcocks
Grace Kelly mætti á kvikmyndahá-
tíðina í Cannes í apríl árið 1955 þar
sem henni bauðst að hitta Rainier
III, prins af Mónakó, í konungshöll-
inni og þá réðust örlög Hollywood-
stjörnunnar sem varð prinsessa.
Rainier kolféll fyrir Grace og
um það bil ári síðar, 28. apríl 1956,
gengu þau Grace Kelly og Rainier
prins í hjónaband. Þau eignuðust
þrjú börn, Karólínu, Albert og Stef-
aníu, sem líkt og móðir þeirra hafa
mátt lifa lífinu í sviðsljósi fjölmiðla
og gulu pressunnar.
Grace einbeitti sér að móður-
hlutverkinu og sinnti opinberum
skyldum sínum sem prinsessa en
losnaði þó aldrei við leiklistarbakt-
eríuna. Hitchcock gerði út á þetta og
reyndi allt sem hann gat til þess að
sannfæra Grace um að taka að sér
aðalhlutverkið í Marnie sem kom
út 1964.
Grace stóðst þó freistingar Hitch-
cocks sem varð að gera sér Tippi
Hedren að góðu í annað sinn en hún
varð arftaki Grace í myndum Hitch-
cocks í The Birds 1963.
Óvirðulegt hlutverk
Hitchcock mátti bíta í það súra epli
að aðlinum og almenningi í Món-
akó fannst það ekki hæfa prinsessu
sinni að leika hina stelsjúku Marnie
í samnefndri mynd og hneykslaðist
mjög á að hún skyldi yfirleitt hafa
íhugað að taka þátt í
gerð kvikmyndar-
innar. Grace lék því
aldrei aftur í Holly-
w o o d -
k v i k -
m y n d
en hóf þess
í stað að
f lytja ljóð á
sviði og tók að
sér að talsetja
heimildarmyndir svo eitthvað sé
nefnt.
Grace var að keyra til Mónakó
eftir dvöl á sveitasetri fjölskyldunn-
ar þegar hún fékk heilablóðfall og
missti stjórn á bílnum sem fór fram
af hárri klettabrún. Stéphanie, dótt-
ir hennar, sem var farþegi í bílnum,
reyndi hvað hún gat til að afstýra
slysinu en fékk ekki við neitt ráðið.
Grace hlaut töluverðan heila-
skaða í slysinu og komst aldrei til
meðvitundar þannig að Rainier
ákvað að hún skyldi tekin úr önd-
unarvél. Til allrar hamingju slapp
Stéphanie með minniháttar meiðsli
en var samt það slösuð að hún gat
ekki mætt í útför móður sinnar.
Grace hlaut mörg virt verðlaun á
ferlinum og hampaði þar á meðal
einni Óskarsverðlaunastyttu fyrir
leik sinn í The Country Girl frá árinu
1954. Hún lék í ellefu kvikmyndum
á stuttum en glæstum ferli þar sem
hún deildi tjaldinu með mörgum af
frægustu leikurum kvikmyndasög-
unnar, til dæmis Clark Gable, Ava
Gardner, Gary Cooper, Cary Grant,
Frank Sinatra og Bing Crosby, undir
stjórn leikstjóra á borð við Hitch-
cock, John Ford og
Fred Zinnemann.
eddakaritas@
frettabladid.is
Bíódrottningin sem
breyttist í prinsessu
Grace Kelly hefði orðið 90 ára fyrr í þessum mánuði en hún lést 52
ára í hörmulegu bílslysi. Stjarna hennar skein skært þar til hún gaf
Hollywood-glamúrinn upp á bátinn og gerðist prinsessa í Mónakó.
Handritið að nýjustu Star Wars myndinni, The Rise of Skywalker, sem kemur út í
næsta mánuði dúkkaði á dögunum
upp á söluvefsíðunni eBay, að því
er haft var eftir leikstjóranum J.J.
Abrams í morgunþættinum Good
Morning America.
„Einn af leikurunum okkar, ég
segi ekki hver, ég myndi vilja það en
geri það ekki, skildi handritið eftir
undir rúmi og sá sem þreif íbúðina
fann það,“ segir Abram. „Það var svo
afhent einhverjum öðrum sem setti
það á eBay.“
Þá hafi starfsmaður Disney séð
handritið til sölu og náð að kaupa
það áður en nokkur annar náði
að koma yfir það höndum. „Það
er þannig með alla þessa öryggis-
gæslu, þá þarf maður að fara að
öllu með gát.“ Mikil leynd hvílir
yfir söguþræði myndarinnar sem
er sú níunda og síðasta í röðinni um
Skywalker-fjölskylduna.
Staðfesti Abrams jafnframt að
eftirvinnslu á myndinni væri nú
lokið, hún hefði ekki klárast fyrr
en síðastliðinn sunnudag. Myndin
sé því með öllu tilbúin fyrir frum-
sýningu, þann 16. desember næst-
komandi. Hann segir að þetta hafi
verið ógnvekjandi verkefni.
„Þetta skiptir mig svo miklu máli.
Þetta skiptir svo marga svo miklu
máli og það á líka við um okkur
en tækifærið var alltaf merkilegra
heldur en áskorunin.“ – oae
Nýja Star Wars handritið
dúkkaði upp á eBay
J.J. Abrams leikstýrir nýjustu Star wars myndinni. NORDICPHOTOS/GETTY
EINN AF LEIKURUNUM
OKKAR, ÉG SEGI EKKI
HVER, ÉG MYNDI VILJA ÞAÐ EN
GERI ÞAÐ EKKI, SKILDI HAND-
RITIÐ EFTIR UNDIR RÚMI
Gary Cooper og Grace Kelly í hlutverkum sínum í vestranum High Noon.
Grace er þekktust fyrir störf sín fyrir Alfred Hitchcock.
Hér er Grace ásamt James Stewart í Rear Window.
2 7 . N Ó V E M B E R 2 0 1 9 M I Ð V I K U D A G U R28 L Í F I Ð ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
LÍFIÐ
2
7
-1
1
-2
0
1
9
0
5
:1
1
F
B
0
5
6
s
_
P
0
5
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
4
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
0
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
1
2
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 2
4
5
7
-B
A
F
4
2
4
5
7
-B
9
B
8
2
4
5
7
-B
8
7
C
2
4
5
7
-B
7
4
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
5
A
F
B
0
5
6
s
_
2
6
_
1
1
_
2
0
1
C
M
Y
K