Fréttablaðið - 28.11.2019, Side 2

Fréttablaðið - 28.11.2019, Side 2
Veður N- eða breytileg átt, víða 3-8 m/s, og yfirleitt léttskýjað. Frost 0 til 10 stig, kaldast í innsveitum NA-lands. Vestlægari á morgun og bjart A-til, en þykknar upp um landið V-vert með stöku éljum. SJÁ SÍÐU 34 Grafið í Elliðaárdal Nú er unnið að því að búa til bráðabirgðafarveg fyrir vestari kvísl Elliðaánna á meðan lagt verður fyrir vatnsveitu, rafmagni og ljósleiðara undir ána. Að sögn Ólafar Snæhólm, upplýsingafulltrúa Veitna, er áætlað að lokið verði við þverun beggja kvíslanna í lok mars. Núverandi hitaveitu­ stokkur verði fjarlægður í vetur eða næsta vetur. Reykjavíkurborg hafi lýst vilja til að hafa áfram gönguleið á þessum stað. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Sparaðu allt að 50-70%! info@fedaszdental.huHafðu samband: + 36 70 942 9573 www.tannlaeknathjonusta.is Fyrir Eftir Tannlækningar í Ungverjalandi SAMFÉLAG Sú var tíðin að hin ýmsu sveitarfélög landsins fengu glæsi­ legt jólatré að gjöf frá norskum vinabæjum sínum og voru ljósin á þeim tendruð með viðhöfn í byrjun hátíðahaldsins. Sá siður er smátt og smátt að leggjast af. Segja má að þessi þróun hafi byrj­ að þegar Reykjavíkurborg og Ósló ákváðu í sameiningu árið 2016, af umhverfisástæðum, að leggja af þann sið að norska höfuðborgin sendi Reykvíkingum tré að gjöf. Í dag er jólatré borgarinnar hoggið í Heiðmörk þó að enn verði tréð kallað Óslóartréð. Í október sagði Fréttablaðið frá því að sams konar vinagjöf milli Garðabæjar og norska bæjarins Asker hefði af umhverfisástæðum verið lögð niður. Asker hafði þá gefið Garðbæingum íburðarmikið tré í 49 ár þar til sveitarfélögin ákváðu í sameiningu að leggja siðinn af. Á laugardaginn verða ljósin á vinabæjarjólatré frá Kristiansand tendruð í 58. sinn í Reykjanesbæ. Í tilkynningu um viðburðinn kemur þó fram að þetta sé í hinsta sinn sem gjöfin berst. Ástæðan er sú að Kristiansand sameinaðist á þessu ári tveimur nágrannasveitar­ félögum. Í kjölfarið var alþjóðlegt samstarf hins nýja sveitarfélags endurskoðað og formlegu vinabæjarsamstarfi við Reykjanesbæ og nokkra aðra vinabæi slitið. Þó er tekið fram að enn sé hlýtt á milli bæjaryfirvalda Reykjanesbæjar og Kristiansand. Í Stykkishólmi er einnig löng hefð fyrir því að jólatré berist að gjöf frá vinabænum Drammen í Noregi. Sú hugmynd kom frá bæjaryfirvöldum í Stykkishólmi að fara að fordæmi annarra og leggja siðinn af vegna umhverfisástæðna. Þegar erindið barst til yfirvalda í Drammen hafði tré fyrir Hólmara þegar verið fellt. Niðurstaðan varð því sú að siður­ inn verður lagður af á næsta ári. Það fer því að verða sjaldgæfara að Íslendingar í jólaskapi geti fundið ljúfa angan af norskum barr­ trjám. Enn virðast þó jólatré berast frá öðrum löndum. Þannig munu Akureyringar brátt tendra ljós á glæsilegu jólatré frá vinabænum Randers í Danmörku og sama munu Hafnfirðingar gera f ljótlega þegar jólatré frá Cuxhaven í Þýskalandi verður vígt. bjornth@frettabladid.is Saga norskra jólatrjáa á Íslandi nálgast endi Sá siður að norsk sveitarfélög gefi íslenskum vinabæjum sínum jólatré að gjöf fyrir aðventuna virðist vera að leggjast af. Umhverfismál eða endurskoðun á alþjóðlegu samstarfi eru ástæðan fyrir því að siðurinn á undir högg að sækja. Óslóartréð eru komið ofan úr Heiðmörk á Austurvöll. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Á laugardaginn verða ljósin á vinabæjarjólatré frá Kristiansand tendruð í 58. sinn í Reykjanesbæ. Í tilkynningu um viðburðinn kemur þó fram að þetta sé í hinsta sinn sem gjöfin berst. Ástæðan er sú að Kristians- and sameinaðist á þessu ári tveimur nágrannasveitar- félögum. K J A R A M Á L S a m n i ng a ne f nd i r Blaðamannafélagsins og Samtaka atvinnulífsins funduðu í eina og hálfa klukkustund í gær, degi eftir að blaðamenn kolfelldu nýundir­ ritaðan kjarasamning. Samk væmt heimildu m var fundurinn ágætur en engin lausn á kjaradeilunni þó í sjónmáli. Ríkis­ sáttasemjari hefur boðað samn­ inganefndirnar aftur til fundar klukkan 11.00 í dag. Að óbreyttu hefst vinnustöðvun ljósmyndara, tökumanna og þeirra félagsmanna BÍ sem starfa á vef­ miðlum Árvakurs, Sýnar, Torgs og RÚV klukkan tíu í fyrramálið og stendur til 22.00 annað kvöld. – gar Ræddu stöðuna hjá sáttasemjara Samninganefnd BÍ á fundi með full- trúum SA nýlega. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON NÁTTÚRA Jón Hall dór, land póstur og á huga ljós myndari, gekk fram á lif­ andi hnúfu bak sem hafði strandað í landi Þorpa á Gálma strönd, skammt frá Hólma vík á Ströndum í gær. „Það verður aldrei hægt að ná honum út, því miður. Þetta er svo mikil skepna,“ sagði Jón í gær. Sjá má myndband Jóns af hvalnum á frettabladid.is og þar er sagt nánar frá málinu. – oæg Gekk fram á lifandi hval ALÞINGI Andrés Ingi Jónsson sagði sig í gær úr þingf lokki Vinstri grænna og ætlar sér að starfa sem óháður þingmaður út kjörtíma­ bilið. Steingrími J. Sigfússyni, forseta Alþingis, barst í gær bréf um efnið og tilkynnti um úrsögn Andrésar á þingfundi. Ástæðu úrsagnarinnar segir A nd ré s meða l a n na r s ver a aðgerðaleysi í loftslagsmálum og útlendingamál. Einnig talar hann um að ágreiningur í stjórnarsam­ starfi með Sjálfstæðisf lokki og Framsókn hafi verið áskorun. Í samtalið við Fréttablaðið segir Andrés að hann muni ekki halla sér að hinum f lokkunum á Alþingi sem óháður þingmaður og að hann hafi velt ákvörðun sinni fyrir sér í nokkra daga. „Ég hef verið að melta þetta í nokkra daga. Og fara yfir síðustu tvö ár, hvernig sam starfið hefur verið innan þing f lokksins og á milli sam starfs f lokkanna.“ Nánar er fjallað um málið á fretta­ bladid.is. – bdj, oæg Andrés úr VG Andrés Ingi Jónsson. 2 8 . N Ó V E M B E R 2 0 1 9 F I M M T U D A G U R2 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 2 8 -1 1 -2 0 1 9 0 5 :0 7 F B 0 7 2 s _ P 0 7 1 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 4 5 B -B 5 5 0 2 4 5 B -B 4 1 4 2 4 5 B -B 2 D 8 2 4 5 B -B 1 9 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 0 7 2 s _ 2 7 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.