Fréttablaðið - 28.11.2019, Page 6
KÓPAVOGUR Starfshópur um endur-
bætur á félagslegu leiguhúsnæði í
Kópavogi var skipaður sjö starfs-
mönnum bæjarins og bæjarfulltrú-
um og tók til starfa í byrjun janúar
2019. Hópurinn skilaði af sér skýrslu
í maí 2019. Starfsmaður hópsins var
verkfræðingurinn Auðunn Freyr
Ingvarsson í gegnum félag sitt
Gnaris ehf.
Auðunn Freyr starfaði sem fram-
kvæmdastjóri Félagsbústaða um
fimm ára skeið en í lok ársins 2018,
nokkrum mánuðum áður en hann
hóf störf fyrir starfshópinn, sagði
hann starfi sínu lausu. Í fjölmiðlum
var því haldið fram að ástæðan
hefði verið 330 milljóna króna
framúrkeyrsla við framkvæmdir
Félagsbústaða í Írabakka.
Samkvæmt svari við fyrirspurn
Fréttablaðsins hlaut Auðunn Freyr
um 4,1 milljónar króna þóknun
fyrir ráðgjöf sína en hann var eini
launaði starfsmaður hópsins.
Í skýrslunni er núverandi staða
félagslega húsnæðisker f isins,
HNK, greind og er hún sögð með
öllu ósjálf bær. Leigutekjur standi
ekki undir rekstri kerfisins og
lánagreiðslum og það þrátt fyrir að
kostnaður við reksturinn sé van-
talinn. Þannig er ekki gert ráð fyrir
neinum launakostnaði við HNK
þrátt fyrir að nokkrir starfsmenn
Kópavogsbæjar sinni verkefnum
við rekstur félagsins.
Í skýrslunni kemur fram að sam-
kvæmt bráðabirgða rekstrarniður-
stöðum fyrir árið 2018 hafi afkoma
félagsins verið 49 milljónir króna.
Það dugði ekki til þess að greiða
niður af borganir af skuldum sem
námu um 154 milljónum króna.
Til að standa undir rekstrinum
þurfi leigutekjur að aukast um 160
milljónir króna á ársgrundvelli.
Í skýrslunni kemur fram að
vandamálið sé að Kópavogsbær sé
að greiða niður félagslegar íbúðir
í bænum sem felur í sér óbeinan
styrk til þeirra sem á annað borð
komast inn í kerfið. Afleiðingin af
því sé að mikill hvati sé til að halda
sig innan kerfisins því stökkið út
á almennan leigumarkað sé stórt.
Með núverandi kerfi sé stuðningi
beint víðar en hans sé þörf og því
verði að hækka leiguna en styðja
persónubundið þá sem þurfa á því
að halda. Þannig verði fjárhags-
legum stuðningi beint til þeirra sem
mest þurfa á honum að halda.
Þá leggur starfshópurinn einnig
til að tekið sé upp nýtt kerfi þar sem
leiguverð verði ákveðið með fastri
leigu á hverja íbúð auk ákveðins
gjalds fyrir hvern fermetra. Í dag sé
leiguverðið metið út frá fasteigna-
mati íbúða.
Nái hið nýja leiguverð fram að
ganga verður húsaleigan aðeins
hærri en hjá Félagsbústöðum. Það
skýrist af því að Félagsbústaðir
hafi ekki enn hækkað leigu eins og
nauðsyn sé til þess að félagið verði
sjálf bært.
Þá kemur enn fremur fram að
margir ólíkir leigusamningar séu í
gildi í félagslega kerfinu í Kópavogi
og ósamræmi sé í verðlagningu á
leigu milli íbúða. Ef tillögur starfs-
hópsins ná fram að ganga verður
öllum leigusamningum sagt upp
og endursamið við leigutaka.
Stefnt verður að því að leiguverð
verði undir 25 prósentum af skatt-
skyldum tekjum leigjenda. bjornth@
frettabladid.is
4,1
milljón króna var greidd
í þóknun til starfsmanns
starfshópsins, Auðuns Freys
Ingvarssonar, sem áður var
framkvæmdastjóri Fé-
lagsbústaða í Reykjavík.
– við Laugalæk
Ekkert hveiti
Ekkert soyja
Enginn sykur
Ekkert MSG
Íslenskt kjöt
Íslensk
framleiðsla
Jóla-
vörurnar
eru á næsta
leiti.
Leggja til stórhækkun á leigu
félagslegra íbúða í Kópavogi
Starfshópur um endur-
bætur á félagslegu
leiguhúsnæði í Kópa-
vogi segir að núverandi
kerfi sé ósjálfbært og
leggur til að húsaleiga
félagslegra íbúða verði
hækkuð um 30 prósent
að jafnaði eða alls um
160 milljónir króna. Á
móti verða einstakling-
ar sem uppfylla ákveð-
in skilyrði studdir
persónubundið.
Starfshópur leggur til að leigugjald fyrir félagslegar íbúðir í Kópavogi hækki um 30 prósent. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
NORÐURLAND Sameining sveitar-
félaga verður rædd á íbúafundi
í Húnavatnsskóla í Húnavatns-
hreppi næstkomandi fimmtudag.
Miðað við boðaða löggjöf Sigurðar
Inga Jóhannssonar, samgöngu- og
sveitarstjórnarráðherra, verður lág-
marksíbúafjöldi settur á í þrepum.
250 fyrir kosningarnar árið 2022 og
1.000 árið 2026.
„Á fundinum verður púlsinn
tekinn og vilji íbúanna kannaður,“
segir Jón Gíslason, oddviti hrepps-
ins, en á fundinum verður einnig
rætt um áherslur sveitarstjórnar og
fjárhagsáætlun.
Sameiningarmál voru í deiglunni
á Norðurlandi vestra fyrir tveimur
árum en þá var ekki vilji fyrir stórri
sameiningu sveitarfélaga í Húna-
vatnssýslu og Skagafirði. Síðan þá
hefur verið horft til sameiningar
fjögurra sveitarfélaga í Austur-
Húnavatnssýslu. Blönduóss, Skaga-
strandar, Skagabyggðar og Húna-
vatnshrepps.
„Sameiningarnefnd fyrir Austur-
Húnavatnssýslu er enn þá til en við
tókum hlé á meðan þessi mál voru
að skýrast. Við stefnum á að koma
saman aftur 5. desember,“ segir Jón.
„Skagabyggð er eina sveitarfélagið
af þessum fjórum sem er undir 250
íbúa markinu og það kann að flækja
stöðuna og viðræðurnar. Það verður
nokkur lýðræðishalli, ef lögin ganga
í gegn, og eitt sveitarfélagið verður
að sameinast fyrr en hin.“ – khg
Sameining
rædd á
íbúafundi
HÚSNÆÐISMÁL „Markmið þeirra
breytinga sem við vinnum nú að í
húsnæðismálum er skýrt. Að tryggja
jafnvægi á húsnæðismarkaði og
nægilegt framboð húsnæðis fyrir
alla, óháð efnahag og í öllum byggð-
um landsins,“ sagði Ásmundur Einar
Daðason, félags- og barnamálaráð-
herra, á húsnæðisþingi sem fram fór
í gær.
Er þetta í þriðja sinn sem þingið er
haldið en yfirskrift þess nú var „Þjóð
undir þaki – jafnrétti og jafnvægi á
húsnæðismarkaði“. Samhliða þing-
inu kom út skýrsla Íbúðalánasjóðs
um stöðu og þróun húsnæðismála. Í
skýrslunni kemur fram að í landinu
séu rúmlega 140 þúsund heimili og
heildarverðmæti þeirra samkvæmt
fasteignamati næsta árs rúmir 6.200
milljarðar.
Hrein eign heimila í íbúðarhús-
næði er um 3.700 milljarðar og hefur
eignarhlutinn aukist um 17 prósent
milli ára. Þá búa um 72 prósent í
eigin húsnæði og 17 prósent á leigu-
markaði samkvæmt leigumarkaðs-
könnun sem gerð var síðastliðið
sumar.
Ásmundur Einar boðaði á þinginu
frumvarp um svokölluð hlutdeild-
arlán. Er þar um breska fyrirmynd
að ræða en á þinginu fór Kenneth
Cameron, frá ráðuneyti húsnæðis-
mála í Bretlandi, yfir framkvæmd
og reynslu þar.
„Slík hlutdeildarlán eða eigin-
fjárlán eiga að brúa bilið fyrir þá
sem eiga þess ekki kost að safna sér
fyrir útborgun í íbúð. Ríkið lánar
ákveðnum kaupendahópum fé fyrir
hluta af útborguninni og fær það svo
endurgreitt við sölu eignarinnar eða
þegar kaupandinn endurfjármagnar
lánið,“ sagði Ásmundur Einar.
Í skýrslu Íbúðalánasjóðs kemur
fram að fjöldi slíkra lána á ári gæti
orðið á bilinu 350 til 1.000. – sar
Boðar frumvarp um hlutdeildarlán
Ásmundur Einar Daðason á hús-
næðisþingi í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
Langidalur í Húnavatnshreppi.
FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Það verður nokkur
lýðræðishalli, ef
lögin ganga í gegn, og eitt
sveitarfélagið verður að
sameinast fyrr en hin.
Jón Gíslason, oddviti Húnavatns-
hrepps
Núverandi staða félags-
lega húsnæðiskerfisins Í
Kópavogi er sögð með öllu
ósjálfbær. Leigutekjur
standi ekki undir rekstri
kerfisins og lánagreiðslum
og það þrátt fyrir að kostn-
aður við reksturinn sé
vantalinn. Með kerfinu sé
stuðningi beint víðar en
hans sé þörf og því verði að
hækka leiguna.
2 8 . N Ó V E M B E R 2 0 1 9 F I M M T U D A G U R6 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
2
8
-1
1
-2
0
1
9
0
5
:0
7
F
B
0
7
2
s
_
P
0
6
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
5
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
0
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
1
5
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
4
5
B
-D
C
D
0
2
4
5
B
-D
B
9
4
2
4
5
B
-D
A
5
8
2
4
5
B
-D
9
1
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
5
B
F
B
0
7
2
s
_
2
7
_
1
1
_
2
0
1
C
M
Y
K