Fréttablaðið - 28.11.2019, Blaðsíða 8
FJÓRHJÓLADRIF, RAFMAGN, 470 KM* DRÆGI,
400 HESTÖFL, LOFTPÚÐAFJÖÐRUN
Bandalag íslenskra bílablaðamanna (BÍBB) hefur tilkynnt niðurstöðu í vali á „Bíl ársins 2020 á Íslandi“.
Jaguar I-Pace varð hlutskarpastur með 775 stig. Það voru einkum framúrskarandi aksturseiginleikar, mikið
afl og þægindi I-Pace sem heilluðu dómnefndina og skiluðu Jaguar sportjeppanum í toppsætið.
jaguarisland.is
VERÐ FRÁ: 9.790.000 KR.
Verið velkomin að reynsluaka bíl ársins 2020!
E
N
N
E
M
M
/
S
ÍA
/
N
M
9
6
4
7
6
J
a
g
u
a
r
i-
P
a
c
e
W
in
n
e
r
5
x
2
0
o
k
t
JAGUAR
HESTHÁLSI 6-8, 110 REYKJAVÍK
SÍMI: 525 6500
JAGUAR I-PACE
BÍLL ÁRSINS 2020 ER RAFBÍLL
*U
pp
ge
fn
in
ta
la
u
m
d
ræ
gi
s
am
kv
æ
m
t s
am
ræ
m
du
m
m
æ
lin
gu
m
W
TP
L
st
að
al
si
ns
NÁTTÚRA Kristján Jónasson jarð-
fræðingur heldur erindi í dag hjá
Náttúrufræðistofnun um merkar
jarðminjar á Torfajökulssvæðinu,
en svæðið er eitt af þeim sem gætu
endað á Heimsminjaskrá UNESCO.
Myndi það ná yfir stórt svæði sem
kallast Friðland að Fjallabaki og
Landmannalaugar tilheyra meðal
annars, en það þyrfti að útvíkka
það til vesturs, suðurs og austurs.
„Að komast á Heimsminjaskrána
hefur mikla þýðingu, til dæmis til
að vekja athygli á staðnum. Fólk
kemur frá öllum heimshornum til
að heimsækja þessa staði,“ segir
Kristján. „Einnig er þetta talsverð
vernd fyrir svæðið því um þetta
gilda stífar reglur.“ Þá telur hann
að fræðasamfélagið myndi einnig
njóta góðs af, enda myndi rann-
sóknum á svæðinu fjölga.
Kristján nefnir fjögur atriði sem
litið er til sem ástæður fyrir því að
Torfajökulssvæðið geti komist á
Heimsminjaskrána. Eitt af því er
óviðjafnanleg náttúrufegurð en
landslagið á svæðinu er einstaklega
litríkt og á því fjölbreytt landform.
Þá eru þarna jarðminjar, ein-
stakar á heimsvísu. Torfajökuls-
eldstöðin sjálf er að mestu leyti
líparít eldfjall í basaltskorpu við
rekbelti, en í öðrum slíkum er lípar-
ít aðeins um 10 prósent enda aðal-
lega í meginlandsskorpu. Kristján
segir þetta gefa mikla möguleika til
rannsókna. Í þriðja lagi er það sam-
spil eldstöðvarinnar við Bárðar-
bungukerfið.
„Fjórða atriðið er jarðhitasvæðið
sem er það stærsta og hugsanlega
öf lugasta á landinu. Fjölbreyti-
leikinn er líka meiri en nokkurs
staðar á landinu, og mögulega í
heiminum öllum,“ segir Kristján.
Jarðhitasvæðið er í verndarflokki
rammaáætlunar og aðeins notað til
að hita upp fjallaskála. „Þarna má
finna fjölbreyttar og fágætar hvera-
örverur og óvenjulegar vistgerðir.“
Síðast gaus í Torfajökli árið 1477,
og mynduðust þá Laugahraun og
Námshraun, en eldstöðin er þó enn
virk. „Þarna gaus einnig við land-
nám árið 871 og landnámslagið
svokallaða er að hluta til komið úr
þessari eldstöð,“ segir Kristján.
Sex ár eru síðan Torfajökuls-
svæðið komst á svokallaða yfirlits-
skrá hjá UNESCO, það er að það sé
tekið til greina fyrir hugsanlega inn-
göngu. Til þess að svæðið verði end-
anlega samþykkt þarf hins vegar að
skrifa stóra tilnefningarskýrslu, þar
sem atriðum sem tilnefnt er fyrir er
lýst í þaula og einnig verndarstöðu
og hvernig svæðinu er stjórnað.
„Þessi vinna er enn ekki farin af
stað af því að ákveðið var að setja
Vatnajökulsþjóðgarð fram fyrir í
röðinni,“ segir Kristján. Vatnajök-
ulsþjóðgarður komst inn á Heims-
minjaskrána í júlí síðastliðnum,
þriðji staðurinn á Íslandi. Þingvellir
komust inn árið 2004 og Surtsey
árið 2008. Heimsminjanefnd sér
um að raða stöðunum upp og sækja
um. Aðrir staðir sem koma til greina
eru meðal annars Mývatn og Laxá
í Aðaldal og Breiðafjörður en auk
þess íslenski torf bærinn.
Kristján segir að rétt eins og víða
annars staðar sé svæðið að breytast
vegna hlýnunar. „Jöklarnir hafa
verið að minnka þarna. Kalda-
klofsjökull er orðinn mjög lítill og
fer að hverfa. Torfajökull fer einnig
minnkandi,“ segir hann.
Í kjölfar ferðamannasprengj-
unnar hefur heimsóknum í Land-
mannalaugar fjölgað mjög. Sérstak-
lega dagsheimsóknum. Þeir gestir
fara hins vegar lítið um Torfajökuls-
svæðið sjálft.
kristinnhaukur@frettabladid.is
Torfajökulssvæðið er engu öðru líkt
Jarðfræðingur telur að ef Torfajökulssvæðið, sem Landmannalaugar tilheyra, kæmist á Heimsminjaskrá UNESCO hefði það mikla
þýðingu fyrir ferðaþjónustuna, vernd og rannsóknir. Er á yfirlitsskrá en var sett fyrir aftan Vatnajökulsþjóðgarð í forgangsröðinni.
Fólk kemur frá
öllum heimshorn-
um til að heimsækja þessa
staði.
Kristján Jónasson,
jarðfræðingur hjá
Náttúrufræði-
stofnun
Ferðamönnum fjölgar í Landmannalaugum líkt og gerist annars staðar í Friðlandi að Fjallabaki. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
2 8 . N Ó V E M B E R 2 0 1 9 F I M M T U D A G U R8 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
2
8
-1
1
-2
0
1
9
0
5
:0
7
F
B
0
7
2
s
_
P
0
6
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
6
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
0
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
1
3
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
4
5
B
-F
0
9
0
2
4
5
B
-E
F
5
4
2
4
5
B
-E
E
1
8
2
4
5
B
-E
C
D
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
7
B
F
B
0
7
2
s
_
2
7
_
1
1
_
2
0
1
C
M
Y
K