Fréttablaðið - 28.11.2019, Síða 18

Fréttablaðið - 28.11.2019, Síða 18
Umfangsmikil könn-un á vegum WHO segir að meirihluti ungmenna um allan heim hreyfi sig ekki nóg og það stofni núverandi heilsu þeirra og heilsu þeirra í framtíðinni í hættu. Niður- stöðurnar koma Erlingi Jóhanns- syni, prófessor í íþrótta- og heilsu- fræðum við Háskóla Íslands, ekki á óvart. „Þetta hefur komið fram í fjölda rannsókna, að hreyfing frá 9-10 ára aldri til 16-17 ára er að minnka um 6-7 prósent á ári í öllum vestrænum þjóðfélögum,“ segir Erlingur. „Við erum alls ekkert öðruvísi en aðrir,“ segir hann en mikið af gögnum og rannsóknum liggur fyrir um hreyf- ingu barna hérlendis. Hreyfing minnkar og kyrrseta þrefaldast Hann segir áhugavert að velta ástæðunni fyrir þessari þróun fyrir sér. „Hvað gera krakkarnir í staðinn? Þau sitja miklu meira kyrr. Fjölmargar rannsóknir hafa sýnt það að hreyfingin minnkar um ákveðinn hluta á þessum árum en kyrrsetan eykst þrisvar sinnum meira,“ segir hann. „Lífsstíll þessara ungu krakka er þannig að þau hreyfa sig minna þegar kemur fram á unglingsárin. Hvað kemur í staðinn? Síminn, kyrrsetan, skjátíminn, allt þetta eykst. Þar verðum við að taka til hendinni,“ segir Erlingur en sam- fara breyttu hreyfi- og hegðunar- mynstri minnkar líkamlegt þrek og kyrrseta eykst. Eingöngu fimmta hvert ung- menni í Evrópu á aldrinum 10–19 ára hreyfir sig í 60 mínútur á dag. Langtímarannsóknir hafa einnig sýnt að þyngd, líkamsþrek, kyrrseta og hreyfing fólks á ungaaldri hefur sterkt forspárgildi um stöðu þessara þátta seinna á lífsleiðinni. Erlingur segir nauðsynlegt að skoða heildarmyndina en margt sé í góðu lagi. „Það er töluvert sem íþróttahreyfingin er að gera. Skól- arnir margir hverjir eru að auka hreyfingu; við erum eina vestræna þjóðin sem er með sund til viðbótar við íþróttakennslu. Grunnskólarnir eru að standa sig vel. Það er margt gott gert í skólakerfinu og það eru margir möguleikar til að stunda íþróttir á Íslandi. Ég held að það sé ekki vandamálið,“ segir hann og nefnir að frístundastyrkir sem flest sveitarfélög séu með hvetji til íþróttaiðkunar og sömuleiðis sé hagræði að frístundarútum sem skutla börnum á æfingar. „Samt er þessi vandi til staðar og þá segi ég: Hvar liggur hann? Hann liggur hjá heimilunum, hjá for- eldrum. Við erum með flott kerfi og samt sem áður minnkar hreyfingin. Það er ekkert annað eftir til að skýra þetta út en hlutverk og þátttaka foreldra. Foreldrar þurfa að hugsa sinn gang og styðja við íþróttaþátt- töku barna sinna. Ég vil meina það að hér sé lykillinn að því að breyta þessu,“ segir Erlingur sem kallar eftir breyttu hugarfari foreldra. Hreyfa sig meira á skólatíma en heima Erlendar og íslenskar rannsóknir á börnum og ungmennum á grunn- skólaaldri sýna skýrar niðurstöður. Þau hreyfa sig mun meira á virkum dögun en um helgar og þau hreyfa sig meira í skólanum en eftir skóla á virkum dögum. „Stærsta vandamálið er að for- eldrar eru ekki að láta börnin sín hreyfa sig nógu mikið. Hér verðum við foreldrarnir að stoppa og hugsa okkar gang,“ segir Erlingur. Hann segir ekki auðvelt að snúa foreldrunum en það sýni margar íhlutunarrannsóknir. „Við höfum gert íhlutunarrannsóknir þar sem við hlutumst til um hreyfingu og mataræði í skólum,“ segir hann en þá eru lagðar fram aðgerðir til að breyta og bæta í gegnum skólann og með heimaverkefnum. „Það gekk best í að vinna með hreyfinguna í gegnum skólann. Foreldrar þurfa að vera miklu með- vitaðri um þeirra ábyrgð í þessu samhengi,“ segir hann. „Mér finnst það vera gegnum- gangandi hjá þessari kynslóð sem er að ala upp börn í dag að margir eru uppteknari af því að vera í formi sjálfir en að koma börnum sínum í hreyfingu eða hreyfa sig með þeim,“ segir Erlingur. Hreyfing foreldra hefur áhrif á lífsmunstrið „Það er ótrúlega mikið af lang- tímarannsóknum sem sýnir það að hreyfing foreldra með börn- unum á uppeldisárum barnanna hefur veruleg áhrif á lífsmunstur barnanna síðar í lífinu. Svona mikil minnkun á hreyfingu á unglingsár- unum getur haft veruleg áhrif þegar fram í sækir,“ segir hann. Nýlegar langtímarannsóknir sýna að þeir einstaklingar sem notuðu mikinn tíma í barnæsku og/eða á unglingsárum til að horfa á sjónvarp eða spila tölvuleiki eru mun líklegri til að nota mikinn tíma í sambærilega hluti síðar í lífinu. Lifnaðarhættir og hegðun fólks í æsku hefur því þýðingu fyrir heilsu og velferð viðkomandi einstaklinga seinna í lífinu. Það er mjög mikil- vægt að einblína á jákvæða heilsu- hegðun og heilsuuppeldi strax á fyrstu árum lífsins og viðhalda þeim þáttum allt lífið til að fyrir- byggja neikvæða þróun heilsufars, að sögn Erlings. Staðreyndin er sú að helmingur 17 ára barna stundar ekki íþróttir. „Helmingur hreyfir sig ekki reglu- lega þegar hann er 17 ára gamall,“ segir Erlingur og finnst þetta hátt hlutfall. Hefur stytting framhaldsskólans áhrif? „Í einu rannsóknarverkefni okkar hefur hreyfimynstur ungmenna sem fædd eru 1999 verið skoðað við 7, 9, 15 og 17 ára aldur,“ segir Erlingur. Þetta er fyrsti árgangur- inn sem fór í gegnum styttingu framhaldsskólans úr fjórum árum í þrjú. Hreyfing þeirra minnkaði um 20 prósent á virkum dögum úr 10. bekk og yfir í annað ár í fram- haldsskóla. Athyglisvert er að hreyf- ingin dróst aðeins saman á virkum dögum en ekkert um helgar. „Þau hafa ekki tíma til að hreyfa sig á virkum dögum. Þá getur maður spurt sig: Hver er ástæða þess? Það er mikið að gera hjá þeim en íslensk ungmenni vinna mikið með skóla. Kyrrsetuþættirnir eru ríkjandi og skjátíminn. Þau hafa ekki tíma til eða orku til að hreyfa sig,“ segir Erlingur og útskýrir að þarna gætu framhaldsskólar brugðist við. „Þeir gætu aukið vægi hreyfingar í skólanum en sumir eru að gera það. Í nýju plani fyrir þriggja ára skóla var lagt upp með að minnka íþróttakennsluna. Það hafa ekki allir skólar farið eftir því sem betur fer,“ segir hann. „Framhaldsskólanemar hafa ekki sambærilega möguleika og í grunn- skóla og þá minnkar hreyfingin enn meir.“ Hreyfing ungmenna dregst saman um sjö prósent á ári hjá börnum frá tíu ára aldri. Grunnskólar standa sig vel og íþróttaframboð er gott en foreldrar þurfa að styðja betur við hreyfingu barna sinna. Ákall til foreldra Mér finnst það vera gegnumgangandi hjá þessari kynslóð sem er að ala upp börn í dag að margir eru uppteknari af því að vera í formi sjálfir en að koma börnum sínum í hreyfingu eða hreyfa sig með þeim. Erlingur Jóhannsson TILVERAN 2 8 . N Ó V E M B E R 2 0 1 9 F I M M T U D A G U R18 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 2 8 -1 1 -2 0 1 9 0 5 :0 7 F B 0 7 2 s _ P 0 7 0 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 5 5 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 0 3 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 1 8 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 4 5 B -C 4 2 0 2 4 5 B -C 2 E 4 2 4 5 B -C 1 A 8 2 4 5 B -C 0 6 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 A F B 0 7 2 s _ 2 7 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.