Fréttablaðið - 28.11.2019, Síða 20

Fréttablaðið - 28.11.2019, Síða 20
Einn af stórkostlegustu tindunum í sunnan-verðum Vatnajökli er hinn 1.420 m hái Miðfellstindur en hann sést vel af þjóð-veginum þegar ekið er yfir Skeiðarársand. Hann er að finna inn af Morsárdal og upp af svokallaðri Kjós, skammt frá Skafta- felli. Þetta er löng og krefjandi ganga en vel þess virði því útsýni af Miðfellstindi er frábært og gönguleiðin einkar fjölbreytt. Ekki spillir fyrir að á leiðinni upp er gengið fram hjá Þumli (1.279 m), tilkomumiklum blá- grýtisdranga sem líkist þumalputta. Eflaust stærsta og náttúrlegasta „læk“ á Íslandi og þótt víðar væri leitað. Þumall var löngum talinn ókleifur þar til 1975 að þrír Vestmannaeyingar klifu hann og þótti mikið afrek. Gangan á Miðfellstind hefst í Skaftafelli og er haldið inn ljósbotna Morsárdal sem skartar bæði snar- bröttum skriðjöklum og einum hávaxnasta birki- skógi á Íslandi, Bæjarstaðaskógi. Til austurs sést vel til Kristínartinda (1.126 m) sem rísa upp af Austurheiði en mest ber á Morsárjökli sem steypist niður mörg hundruð metra hátt stál innst í Morsárdal austan við Miðfellstind. Þarna er sagður vera hæsti foss á Íslandi, 228 m hár og hefur fengið nafnið Morsárfoss en skammt frá er jökullón sem ber nafnið Morsárlón. Það er rúmlega 30 km löng ganga á Miðfellstind úr Skaftafelli og því kjósa margir að taka með göngutjald og gista á leiðinni í Kjós við rætur Vestra-Meingils. Gengið er upp eftir gilinu sem skartar fallegum fossi og áfram inn hrikalegan Hnútudal. Smám saman er komið upp að Þumli en síðasti spölurinn að rótum hans er brattur og mikilvægt að fara varlega. Frá Þumli er haldið í norður inn á jökulinn og gengið upp á Miðfellstind að austanverðu. Til þess að komast á hæsta tindinn verður að feta sig yfir þverhníptan snjóhrygg sem ekki er fyrir lofthrædda. Af tindinum er frábært útsýni yfir Kjós, Morsárdal og Skaftafellsfjöllin í heild sinni, en einnig nálægan Ragnarstind og vestanverðan Öræfajökul sem skartar Hrútfellstind- unum fjórum og hæsta tindi landsins, Hvannadalshnjúk. Leiðin heim getur reynst löng og því valkostur að gista í tjaldi í Meingili áður en haldið er aftur suður í Skaftafell. Þumalinn upp fyrir Miðfellstind Af Miðfellstindi er gríðarlegt út- sýni til allra átta – í austri sést í Öræfajökul með Hvanna- dalshnúk en fyrir framan hann eru Hrút- fellstindarnir fjórir. MYNDIR/ÓMB Þumall líkist risavöxnum þumalputta sem virðist ókleifur en var fyrst klifinn 1975. Miðfellstindur er fyrir botni Morsárdals sem skartar skriðjöklum og hæsta fossi landsins. Tómas Guðbjartsson hjartaskurð- læknir og náttúruunnandi og Ólafur Már Björnsson augnlæknir og ljósmyndari TILVERAN 2 8 . N Ó V E M B E R 2 0 1 9 F I M M T U D A G U R20 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 2 8 -1 1 -2 0 1 9 0 5 :0 7 F B 0 7 2 s _ P 0 5 3 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 2 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 4 5 B -B F 3 0 2 4 5 B -B D F 4 2 4 5 B -B C B 8 2 4 5 B -B B 7 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 B F B 0 7 2 s _ 2 7 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.