Fréttablaðið - 28.11.2019, Síða 22
Frá degi til dags
Halldór
ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Helgi Magnússon FORSTJÓRI OG ÚTGEFANDI: Jóhanna Helga Viðarsdóttir RITSTJÓRAR: Davíð Stefánsson david@frettabladid.is, Jón Þórisson jon@frettabladid.is,
MARKAÐURINN: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ.IS: Sunna Karen Sigurþórsdóttir sunnak@frettabladid.is.
Fréttablaðið kemur út í 80.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum
án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is HELGARBLAÐ: Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjanabjorg@frettabladid.is MENNING: Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is
LJÓSMYNDIR: Anton Brink anton@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is
Kolbrún
Bergþórsdóttir
kolbrunb@frettabladid.is
Hugsunin er
þá sú að ef
hægt sé að
nýta og virkja
náttúru sem
fáir líta
augum þá
skuli það
vitanlega
gert.
Stærsta
einstaka
framfara-
mál ríkis-
stjórnar-
innar til
þessa er gerð
lífskjara-
samning-
anna sem er
undirstaða
jafn vægis og
framsóknar.
Þjóð sem á fögur óbyggð víðerni ætti að gleðjast yfir þeim mikla auði. Sömuleiðis ætti hún að leggja stolt sitt í að varðveita þau víðerni. Í heimi vaxandi mengunar og hamfara er slík eign ekki sjálfsögð. Hún er ekki bara eftirsóknarverð heldur einnig
ómetanleg.
Svo sannarlega þurfa ekki allir að líta þessi víðerni
augum, það á að nægja að vita af þeim. Þannig hugsun
á þó ekki greiða leið að öllum. Hvaða gagn er af náttúru
og landslagi sem enginn sér, nema þá kannski Andri
Snær Magnason, Lækna-Tómas og draumórafólk af
sömu sort, hugsa ýmsir og andvarpa um leið vegna
þess sem þeim finnst vera áberandi slæmur skortur á
raunsæi.
Við lifum í tækniveröld þar sem stöðugur hraði er
við völd ásamt hugsun um að nauðsynlegt sé að nýta
náttúruna til hins ýtrasta til að auðvelda mönnum lífið.
Í landi eins og Íslandi sem býr að ægifagurri náttúru
er þetta hugarfar furðulega áberandi. Hugsunin er
þá sú að ef hægt sé að nýta og virkja náttúru sem fáir
líta augum þá skuli það vitanlega gert. Virkjanasinn-
inn hugsar sem svo: Hvaða máli skiptir foss eins og
Rjúkandi þegar hið stóra samhengi hlutanna er haft í
huga? Hann getur svo sem verið augnayndi, allavega
kemur hann vel út á myndum, en hvaða praktískt gagn
er að honum? Eiginlega ekki neitt. Það er ekki endalaust
hægt að hafa náttúruna bara upp á punt. Allt vitiborið
fólk ætti að gera sér grein fyrir því. Ef hægt er að virkja
mörgum til gagns og græða helling af pening þá er það
hið besta mál. Það er alveg nóg af öðrum fossum í þessu
landi.
Þeim einstaklingum sem hugsa á þennan hátt hefur
örugglega ekki brugðið við nýlegar fréttir í sjónvarps-
fréttum RÚV. Þar kom fram að erlendir vísindamenn
hafa nú kortlagt stafrænt óbyggð víðerni Ófeigsfjarðar-
heiðar. Niðurstöður þeirra sýna að Hvalárvirkjun hefði
meiri áhrif á víðernin en áður hefur verið haldið fram.
Með framkvæmdum og mannvirkjum Hvalárvirkj-
unar yrði ósnortið víðerni Ófeigsfjarðarheiðar 45-48
prósentum minna en það er. Hvað með það? hugsa
virkjanasinnarnir og yppta öxlum. Svo ægilegan skaða
flokka þeir einungis sem sjálfsagðan fórnarkostnað.
Ekki verður beinlínis sagt að þessar fréttir RÚV komi
fólki sem ann þessu svæði á óvart. Þetta eru örugglega
sömu niðurstöður og það hefur allan tímann gert sér
grein fyrir. Það er samt alveg ágætt að geta bent á að til-
finning þeirra sem varað hafa við Hvalárvirkjun hefur
allan tímann verið hárrétt. Þessi fyrirhugaða virkjun er
feigðarflan. Hún er einnig öllum þeim einstaklingum
sem berjast fyrir henni til vansa. Þeir virðast blindaðir
af þeirri hugsun að ef hægt sé að græða á náttúrunni þá
beri að gera það. Það er einmitt græðgishugsun eins og
þessi, ásamt skelfilegu skeytingarleysi, sem hefur leitt
til þess að mannkynið býr við mengun og loftslags-
breytingar sem kalla yfir það hörmungar með reglulegu
millibili.
Ósnortin víðerni eru fjársjóður sem er skylda okkar
að vernda.
Víðernin
ÁRA
AFMÆLI
LSR
MORGUNVERÐARFUNDUR Í DAG
Í tilefni af 100 ára afmæli LSR verður opinn
morgunverðarfundur afmælisdaginn
28. nóvember á Hilton Reykjavík Nordica.
Morgunverður byrjar kl. 08:00,
dagskrá hefst kl. 08:15 og lýkur kl. 10:00.
Skráðu þig á www.lsr.is
Völvan snemma í ár
Það þurfti ekki að bíða fram
að áramótum til að lesa völvu
spána, Eiríkur Jónsson varð fyrri
til. Hann segir að um áramótin
verði Svandís Svavarsdóttir
forsætisráðherra, Katrín Jak
obsdóttir flytji til New York. Í
febrúar verði Lilja Alfreðsdóttir
formaður Framsóknarflokksins
með OrkupakkaFrosta sér til
halds og trausts. Núverandi
formaður verði sár á kantinum.
Þá muni Kristján Þór Júlíusson
stíga til hliðar og Jón Gunnars
son verða sjávarútvegsráðherra,
gengið verði fram hjá Mikka mús
sem þykir of tengdur Samherja.
Sumarflokkurinn
Það er ekkert að frétta af fjöl
miðlafrumvarpi menntamála
ráðherra annað en að það á
að koma „á næstunni“. Málið
er snúið. Þó svo það sé þing
meirihluti fyrir því og peningar
tilbúnir á fjárlögum þarf marga
spegla og mikinn reyk til að
lauma því í gegnum þingf lokk
Sjálfstæðisf lokksins. RÚV setti
saman stutta upprifjun á mál
inu í vikunni. Athygli vekur að
Framsóknarf lokkurinn sjálfur
deilir því á Facebook í gær með
tilvitnun í ráðherra um að hún
„hlakki til að tala fyrir málinu
á haustþingi“. Haustþingi sem
lýkur eftir átta þingfundardaga.
Annaðhvort er þetta innanhúss
þrýstingur eða þá að f lokkurinn
heldur að það sé enn sumar.
arib@frettabladid.is
Mér varð hugsað til þess á fjölmennum mið-stjórnarfundi Framsóknar um helgina hvað samfélag er stórkostlegt fyrirbæri. Allur
fjölbreytileikinn sem birtist okkur í ólíkum lífsvið-
horfum, hagsmunum, skoðunum og framtíðarsýn. Í
stjórnmálunum hljóma þessar ólíku raddir. Stjórn-
málaflokkarnir eru mikilvægur þáttur í stjórnmálun-
um og þar með samfélaginu. Þeir eru lifandi farvegur
þeirra mismunandi lífsgilda og skoðana sem í sam-
félaginu finnast. Mér þótti ekki síst vænt um þá miklu
fjölgun sem hefur verið í ungliðastarfi f lokksins.
Samfélag okkar er ekki fullkomið en það stendur
framarlega í samanburði við aðrar þjóðir samkvæmt
öllum alþjóðlegum mælikvörðum. Sú staða hefur
náðst með öflugri þátttöku Framsóknar í stjórn
landsins þá rúmu öld sem flokkurinn hefur starfað.
Við höfum unnið með flokkum til hægri og til vinstri
og í þetta sinn spannar ríkisstjórnin sem við störfum
í litróf stjórnmálanna á Íslandi frá vinstri til hægri,
nokkuð sem verður að teljast einstakt í heimi þar sem
stjórnmálin einkennast nú um stundir af miklum
öfgum.
Framsókn hefur í farsælu samstarfi við Vinstri-
hreyfinguna – grænt framboð og Sjálfstæðisflokk
unnið af heilindum fyrir landsmenn alla að margvís-
legum umbótamálum og ég er stoltur af árangrinum.
Stærsta einstaka framfaramál ríkisstjórnarinnar til
þessa er gerð lífskjarasamninganna sem er undir-
staða jafnvægis og framsóknar í íslensku samfélagi.
Í tengslum við þá hefur tekist að koma baráttumáli
Framsóknar síðustu árin, afnámi verðtryggingar, á
góðan rekspöl.
Stórsókn í samgöngum, nýr og öflugur Menntasjóð-
ur þar sem hugsjónir Framsóknar um jöfn tækifæri
óháð efnahag og búsetu koma skýrt fram og sérstök
áhersla á að ungt fólk og efnaminna hafi tækifæri til
að koma sér öruggu þaki yfir höfuðið. Allt eru þetta
kosningamál Framsóknar sem eru að verða að veru-
leika. Allt eru þetta mál sem samvinnan hefur gert
að veruleika. Allt eru þetta gríðarleg umbótamál sem
styrkja Ísland sem land tækifæranna.
Ísland tækifæranna
Sigurður Ingi
Jóhannsson
formaður
Framsóknar og
samgöngu- og
sveitarstjórn-
arráðherra
2 8 . N Ó V E M B E R 2 0 1 9 F I M M T U D A G U R22 S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
SKOÐUN
2
8
-1
1
-2
0
1
9
0
5
:0
7
F
B
0
7
2
s
_
P
0
5
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
3
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
2
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
3
5
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
4
5
B
-D
2
F
0
2
4
5
B
-D
1
B
4
2
4
5
B
-D
0
7
8
2
4
5
B
-C
F
3
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
4
B
F
B
0
7
2
s
_
2
7
_
1
1
_
2
0
1
C
M
Y
K