Fréttablaðið - 28.11.2019, Page 24
Laugarnestangi er á náttúru-minjaskrá og nýtur hverfis-ver ndar í aða lsk ipu lag i“
stendur í bréfi frá Þórólfi Jónssyni
deildarstjóra náttúru og garða dag-
settu 27. nóvember 2018. Bréfið er
til umhverfis- og heilbrigðisráðs
Reykjavíkur og inniheldur álit
embættismannsins á fyrirhugaðri
landfyllingu í þágu Faxaflóahafna
við tangann. Í bréfinu gagnrýnir
Þórólfur umhverfisskýrslu VSÓ
um svæðið fyrir ónákvæma lýs-
ingu á umfangi landfyllingarinnar
og vanmat á af leiðingum hennar
fyrir landslagið og ásýnd þess sem
og á Laugarnestanga sem verndar-
og útivistarsvæði. Þórólfur vitnar
í samkomulag milli Reykjavíkur-
borgar og Minjastofnunar ríkisins
frá 25. ágúst 2016 um verndar-
áætlun fyrir Laugarnestanga sem
byggir á greiningu á gildi svæðisins
í þjóðarsögunni sem og fyrir nátt-
úruunnendur og útivistarfólk okkar
tíma.
„Minjasvæðið á Laugarnestanga
er eitt fárra svæða innan marka
þéttbýlis Reykjavíkurborgar þar
sem hægt er að upplifa nokkuð
heildstætt menningarlandslag sem
segir söguna alla frá því stuttu eftir
landnám og til dagsins í dag. Þar
er að finna sýnilegar leifar bæjar-
hóls og kirkjugarðs auk minja um
hjáleigubúskap og sjósókn sem
og óraskaðar beðasléttur. Saman
mynda þessar minjar menningar-
landslag búsetu sem reiddi sig bæði
á fiskveiðar og landbúnað.
Náttúrufarið á Laugarnestanga
gerir svæðið einstakt í Reykjavík
þar sem hægt er að horfa yfir nesið
og út í Viðey án truflunar frá mann-
virkjum nútímans. Mikilvægt er að
halda í þetta merkilega menningar-
landslag, samspil náttúru og minja,
sem er hvergi að finna annars staðar
í Reykjavík.“
Þetta er brot úr samkomulaginu
sem undirritað er af borgarstjóra
Degi B. Eggertssyni og Kristínu
Huld Sigurðardóttur, forstöðu-
manni Minjastofnunar. Aðeins
tveim og hálfu ári frá undirskrift
æðstu embættismanna um einstætt
gildi svæðisins tóku skipulagsyfir-
völd í Reykjavík ákvörðun um að
hunsa samkomulagið með breyt-
ingu á aðalskipulagi og útgáfu á
framkvæmdaleyfi til Faxaflóahafna
í mars og apríl í ár.
Laugarnes og Viðey kallast á
Umhverfisskýrsla VSÓ var síðast
uppfærð 14. febrúar 2019. í loka-
skýrslunni er augljóslega ekkert
tillit tekið til gagnrýni Þórólfs
Jónssonar, deildarstjóra náttúru
og garða, og þar með ekki heldur til
lykil atriða í samkomulagi borgar-
stjóra og forstöðumanns Minja-
stofnunar sem snerta tengslin milli
Laugarnestanga og Viðeyjar. Land-
fyllingin er aðeins talin hafa „óveru-
leg neikvæð áhrif“ vegna fyrirhug-
aðrar uppbyggingar á henni. Halda
mætti að höfundar skýrslunnar
og skipulagsyfirvöld hafi aldrei
horft yfir til Viðeyjar frá Laugar-
nestanga, svo miklu skilningsleysi
á samhengi náttúru, minja og sögu
lýsir mat þeirra. Viðeyjarstofa og
Viðeyjarkirkja eru með elstu stein-
húsum á landinu, reist seint á 18.
öld. Þessar dýrmætu byggingar
standa á tilkomumesta bæjarstæði
Viðeyjar og snúa að Laugarnesi.
Laugarnes og Viðey kallast á í
gegnum aldirnar. Um leið og skrif-
stofuhúsnæði og skemmur rísa
á hinni nýju landfyllingu verður
órofa samhengi sögunnar slitið og
byrgt fyrir fegursta útsýni sem enn
er völ á á norðurströnd Reykjavíkur.
Það er hneyksli að borgarstjórn og
skipulagsyfirvöld skuli ekki hafa
efnt til opinberrar umræðu um
jafn stórfellda röskun á svæði sem
er á náttúruminjaskrá, áður en til
framkvæmdanna kom.
Laugarnestangi – náttúra, minjar og fegurð á válista
Frá og með næstu áramótum verða breytingar á skipulagi Isavia ohf., sem meðal annars
fela í sér að tvö af þremur kjarna-
sviðum félagsins verða gerð að
dótturfélögum. Annars vegar er um
að ræða flugvallasvið sem fer með
rekstur innanlandsflugvalla og hins
vegar f lugleiðsögusvið sem sinnir
f lugleiðsöguþjónustu. Eina kjarna-
sviðið sem verður eftir í móður-
félagi Isavia, eftir breytinguna, er
alþjóðaf lugvöllurinn Kef lavíkur-
flugvöllur.
Forsendur breytinganna eru
eingöngu rekstrarlegs eðlis. Sam-
kvæmt núverandi skipulagi eru
þr jár ólíkar rek strareiningar
reknar saman undir einum hatti:
innanlandsf lug vellir, f lugleið-
söguþjónusta og alþjóðaf lugvöll-
ur. Rekstur innanlandsf lugvalla
er háður fjárveitingu frá Alþingi
og Isavia rekur þá samkvæmt
ákvæðum þjónustusamnings við
samgöngu- og sveitarstjórnar-
ráðuney tið. A llar ák varðanir
um þjónustustig og fjármögnun
innanlandsf lugvalla eru teknar af
ráðuneytinu, enda er um að ræða
hluta af almenningssamgöngukerfi
Íslands. Flugleiðsöguþjónustan fær
stærstan hluta tekna úr sameigin-
legum fjármögnunarsamningi (e.
Joint Finance Agreement), sem er
milliríkjasamningur milli Íslands
og fjölda annarra ríkja um flugleið-
söguþjónustu yfir Norður-Atlants-
Breytingar til batnaðar
Steinunn
Jóhannesdóttir
rithöfundur
Það er hneyksli að borgar-
stjórn og skipulagsyfirvöld
skuli ekki hafa efnt til opin-
berrar umræðu um jafn stór-
fellda röskun á svæði sem er
á náttúruminjaskrá, áður en
til framkvæmdanna kom.
Sveinbjörn
Indriðason
forstjóri ISAVIA
Því er mikilvægt að rekstur
innanlandsflugvalla og
flugleiðsöguþjónustu fái
sitt eigið vægi og þannig
tækifæri til að innleiða mis-
munandi áherslur og mark-
mið sem gerir þeim kleift að
fullnýta sína burði.
Þessa dagana eru rithöfundar á faraldsfæti um land allt. Jólabækurnar eru að tínast
úr prentsmiðjunum og höfundar
eru eftirsóttir gestir í allskonar
klúbbum, á bókmenntakvöldum
og upplestrum.
Við erum svo heppin að geta
kallað okkur bókaþjóð. Nýleg rann-
sókn sýnir að landsmenn lesa enn
og hafa áhuga á að ræða bækur. Það
er frábært, en það er ekkert náttúru-
lögmál að svo verði áfram. Þessum
áhuga þarf að viðhalda hjá næstu
kynslóðum því áhugi á bókmennt-
um og lestri kemur ekki af sjálfu sér.
Aldrei áður hefur bókin verið
í eins harðri samkeppni við aðra
af þreyingu og nú. Snjalltæki með
ótal afþreyingarmöguleikum kalla
til sín börn sem fyrir nokkrum
árum hefðu frekar tekið sér bók í
hönd til að stytta sér stundir. Efnis-
veitur með erlendum þáttum og
kvikmyndum eru aðgengilegar á
velf lestum heimilum. Youtube er
opið allan sólarhringinn. Allt kepp-
ir þetta ekki bara við bókina heldur
líka tungumálið okkar sem mun
ekki lifa af nema þau börn sem nú
eru að vaxa upp skilji að málið geti
orðað allar hugsanir þeirra, tilfinn-
ingar og meiningar.
Sem betur fer skilja margir skóla-
stjórnendur og kennarar hversu
mikilvægt það er að ungir lesendur
komist í návígi við íslenska höfunda
og fái að heyra úr verkum þeirra.
Þeir vita að ef einhverjir geta vakið
áhuga barna á bóklestri og sköpun
eru það einmitt barnabókahöfund-
arnir. Skólafólk hefur séð áhrifin
sem vel heppnuð höfundarheim-
sókn hefur á nemendur.
Við höfundar viljum minna á að
þó það sé okkur gleði að hitta les-
endur eru heimsóknir af þessum
toga verðmæti sem ber að greiða
fyrir. Það tekur tíma að semja kynn-
ingu, það kostar þjálfun og færni
að geta rætt við stóra hópa og það
að gefa af sér til fjölda barna krefst
orku. Skólaheimsóknir höfunda eru
ekki vörukynningar heldur þjónusta
sem verður að greiða fyrir. Töluvert
hefur borið á því að skólastjórnend-
um og öðrum sem taka ákvarðanir
um þessi mál finnist eðlilegt að höf-
undar gefi vinnu sína. Svo er ekki.
Barnabókahöfundar vilja gjarna
koma í skóla, lesa úr verkum sínum
og spjalla við unga lesendur. Við
getum hins vegar ekki sinnt slíkri
vinnu ókeypis.
Það er lífsnauðsynlegt fyrir
tungumálið okkar, fyrir íslensku-
mælandi börn, fyrir framtíð þessa
lands að skólastjórar setji þessar
heimsóknir í forgang, opni tölvu-
póstinn eða taki upp símann og
panti upplestur hjá einhverjum
af þeim fjöldamörgu höfundum
sem geta verið sendifulltrúar bók-
menntanna inni í skólunum. Slíkar
heimsóknir eru áhrifaríkasta leiðin
til að efla áhuga barna á lestri sem
aftur mun skila landinu betri mann-
eskjum. Svo einfalt er það.
Það er nefnilega svo auðvelt að
vera hluti af vandanum. Að sinna
þessu ekki. En það er ekkert mikið
erfiðara að vera hluti af lausninni.
Að sinna þessu.
Lestrarsendiherrar
Arndís Þórarinsdóttir
Bergrún Íris Sævarsdóttir
Gunnar Helgason
Margrét Tryggvadóttir
Stjórn SÍUNG - samtaka íslenskra
barna- og unglingabókahöfunda.
hafið. Sá samningur byggist á end-
urheimt kostnaðar ásamt því að
vera með innbyggða sveif lujöfnun
á hagnaði og tapi. Þriðja einingin er
alþjóðaf lugvöllurinn Kef lavíkur-
f lugvöllur, sem er í harðri sam-
keppni við aðra alþjóðaf lugvelli
utan Íslands.
Hagsmunir þessara ólíku rekstr-
areininga fara illa saman og rekast
gjarnan á. Síðustu ár hefur vægi
Kef lavíkurf lugvallar í rekstri og
efnahag Isavia aukist mikið. Við
þær aðstæður er hætt við að hin tvö
kjarnasviðin fái ekki svigrúm til að
fullnýta þau tækifæri sem til staðar
eru. Því er mikilvægt að rekstur
innanlandsf lugvalla og f lugleið-
söguþjónustu fái sitt eigið vægi
og þannig tækifæri til að innleiða
mismunandi áherslur og markmið
sem gerir þeim kleift að fullnýta
sína burði. Hvert og eitt dótturfélag
verður með sína eigin stjórn.
Stærstu viðskiptatækifærin og
mesti þunginn í rekstri Isavia liggur
hjá Keflavíkurflugvelli. Viðskipta-
vinir f lugvallarins eru kvikari en
viðskiptavinir annarra kjarna-
sviða og umsvifin margfalt meiri.
Keflavíkurflugvöllur er í raun eina
kjarnasvið Isavia sem getur haft
veruleg áhrif á eigið fé félagsins
og því er það lykil atriði að þræðir
stjórnar Isavia liggi beint inn til
Keflavíkurflugvallar. Það skýrir þá
ákvörðun að Keflavíkurflugvöllur
verður áfram hluti af móðurfélagi
Isavia. Mikilvægt er að horfa til
þess að ekki er verið að skipta Isavia
upp heldur er eingöngu verið að
aðgreina mismunandi kjarnasvið
með það að markmiði að þau fái öll
möguleika á að fullnýta þau tæki-
færi sem til staðar eru.
2 8 . N Ó V E M B E R 2 0 1 9 F I M M T U D A G U R24 S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
2
8
-1
1
-2
0
1
9
0
5
:0
7
F
B
0
7
2
s
_
P
0
4
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
4
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
2
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
3
3
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
4
5
B
-E
6
B
0
2
4
5
B
-E
5
7
4
2
4
5
B
-E
4
3
8
2
4
5
B
-E
2
F
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
6
B
F
B
0
7
2
s
_
2
7
_
1
1
_
2
0
1
C
M
Y
K