Fréttablaðið - 28.11.2019, Side 34

Fréttablaðið - 28.11.2019, Side 34
Taylor Swift, sem hlaut á dögunum heiðursverð-laun sem listamaður áratugarins hjá American Music Awards á dögunum, er 1,78 metrar á hæð. Fótleggir hennar hafa vakið svo mikla athygli og aðdáun að til eru sérstakar heimasíður og netsamfélög sem ganga eingöngu út á að lofsama leggi hennar og læri. Taylor virðist sjálf meðvituð um verðmæti fótleggja sinna en sagan segir að hún hafi tryggt þá fyrir 40 milljónir dollara. Ástæðan er víst sú að hún vill gæta þess að hún tapi ekki miklum fjármunum ef eitthvað skyldi koma fyrir á tónleika- ferðalögum hennar. Hún er ekki sú eina sem sögð er hafa tryggt líkamspart(a), en bæði David Beckham og Cristi- ano Ronaldo hafa víst tryggt leggi sína, sá fyrrnefndi fyrir 151 milljón dollara. Tónlistarkonan Rihanna og ofurfyrirsætan Heidi Klum eru líka sagðar hafa tryggt leggi sína, Jennifer Lopez mjaðmir sínar og Tom Jones á að hafa tryggt bringuhár sín. Þá tryggði hinn goðsagnakenndi Keith Richards hönd sína á 1,6 milljónir dollara, sem er kannski ekki furða, enda gítarleikari einnar vinsælustu og langlífustu hljómsveitar fyrr og síðar. Hvað sem því líður þá er best í þessu tilfelli að leyfa myndunum að tala sínu máli. Föngulegir fótleggir Taylor Swift er án nokkurs vafa ein farsælasta og hæfileikaríkasta tónlistarkona samtímans. Það er þó ýmislegt fleira við hana sem þykir skara fram úr og má þar nefna fótleggina. Taylor er afar fær gítarleikari. Hugtakið „leggy blonde“ lýsir sennilega fáum jafn vel og Taylor. Taylor er vafalaust með færustu lagahöfundum poppsögunnar. Nýjasta og sjöunda plata Taylor, Lover, er nú fáanleg á vínyl. Taylor Swift notar oft lærahá stígvél. Taylor Swift er mikil fagkona. Hjördís Erna Þorgeirsdóttir hjordiserna@frettabladid.is TRAUST Í 80 ÁR S Í G I L D K Á P U B Ú Ð Skipholti 29b • Sími 551 4422 • www.laxdal.is Fylgið okkur á FB TILBOÐ S- DAGAR (valdir standa r) GERRY WEBER 20%-30% Skeifunni 8 • 108 Reykjavík • Sími: 517 6460 • www.belladonna.is Verslunin Belladonna NETVERSLUN WWW.BELLADONNA.IS 30-50% AFSLÁTTUR AF VÖLDUM VÖRUM BLACK FRIDAY – CYBER MONDAY 4 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 2 8 . N ÓV E M B E R 2 0 1 9 F I M MT U DAG U R 2 8 -1 1 -2 0 1 9 0 5 :0 7 F B 0 7 2 s _ P 0 5 0 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 3 9 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 2 3 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 3 4 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 4 5 B -E 1 C 0 2 4 5 B -E 0 8 4 2 4 5 B -D F 4 8 2 4 5 B -D E 0 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 A F B 0 7 2 s _ 2 7 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.