Fréttablaðið - 28.11.2019, Síða 36

Fréttablaðið - 28.11.2019, Síða 36
Ung húð þarf ekki endilega sömu efni og eldri húð. Þess vegna er nauðsynlegt að fá ráðleggingar. Elín Albertsdóttir elin@frettabladid.is Þeir sem fara í göngutúra eða stunda útivist á vetrum þurfa sérstaklega að huga að húðinni. Gæta þarf að rakanum í húðinni. Minni dagsbirta og kuldi hafa áhrif og það er ekkert þægilegt að vera með þurra húð sem mann klæjar í og getur rispað. Kuldinn smýgur inn í húðina með þeim af leiðingum að hún getur orðið mjög viðkvæm. Notið hreinsiefni fyrir viðkvæma húð og vönduð rakakrem. Mikilvægt er að hreinsa húðina vel að kvöldi með góðum hreinsi- efnum. Langbest er að fá ráðlegg- ingar hjá fagfólki hvaða hreinsi- efni henta húðinni best. Sum andlitsvötn geta verið of sterk fyrir viðkvæma húð. Veljið frekar andlitsvatn fyrir viðkvæma húð. Hreinsiefni eiga að þrífa farða en ekki þurrka burt mikilvægar olíur í húðinni. Það gæti verið að betra sé að skipta um andlitsvatn og rakakrem á veturna. Húð er mun „rólegri“ í sumarhita og þá þarf hún ekki eins feit krem. Mikið úrval er til af alls kyns serum-efnum sem halda vel raka í húðinni. Ung húð þarf ekki endi- lega sömu efni og eldri húð. Þess vegna er nauðsynlegt að fá ráð- leggingar. Konur sem eru komnar yfir fertugt vilja gjarnan fá krem með kollageni eða einhvers konar „hrukkubana“ en þær yngri eru kannski ekki að velta slíkum hlutum fyrir sér. Einnig eru fáan- legar mjög góðar olíur sem henta vel fyrir þurra húð og draga úr öldrun. Þá hafa andlitsmaskar sem eru eins og grímur verið mjög vinsælir um allan heim. Þeir eiga uppruna sinn í Suður-Kóreu þar sem f lestar konur nota þær reglu- lega til að gera húðina fallega. Snyrtivörumarkaðurinn í S-Kóreu hefur verið að stækka gríðarlega á undanförnum árum enda hugsa konur þar sérlega vel um húðina. Andlitsmaskar frá Suður-Kóreu hafa verið mjög vinsælir í Banda- ríkjunum og kallast K-beauty þar í landi. Maskarnir eru sagðir gefa húðinni fallega áferð og góðan raka. Hægt er að fá slíka andlitsmaska með gulláferð og hafa margar þekktar konur sýnt myndir af sér á Instagram með slíka grímu, þar á meðal eru Stella MaCartney og Kate Hudson. Húðin þarf raka í vetrarkulda Það þarf að hugsa vel um húðina í vetrar- kulda og passa upp á að nota rakagefandi krem. Frostharkan bítur og húðin getur orðið mjög þurr og viðkvæm. Hún þarf sérstaklega mikla umönnun á þessum árs­ tíma og til eru margvísleg raka­ krem sem geta hjálpað við að halda húðinni frískri. MARKAÐUR Fimmtud. 28. nóv...... 15:00-18:00 Föstud. 29. nóv...... 15:00-18:00 Laugard. 30. nóv...... 13:00-16:00 Fimmtud. 5. des. .... 15:00-18:00 Föstud. 6. des. .... 15:00-18:00 Laugard. 7. des. .... 13:00-16:00 30% AFSLÁTTUR AF ÖLLUM VÖRUM og svo er útsöluhornið okkar troðfullt af hlýjum vörum Allt að - Gefðu hlýju í jólapakkann Opnunartími: Ármúla 31 JÓLA 6 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 2 8 . N ÓV E M B E R 2 0 1 9 F I M MT U DAG U R 2 8 -1 1 -2 0 1 9 0 5 :0 7 F B 0 7 2 s _ P 0 5 2 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 3 7 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 2 1 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 3 6 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 4 5 B -C E 0 0 2 4 5 B -C C C 4 2 4 5 B -C B 8 8 2 4 5 B -C A 4 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 A F B 0 7 2 s _ 2 7 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.