Fréttablaðið - 28.11.2019, Page 50

Fréttablaðið - 28.11.2019, Page 50
BÍLAR Búið er að kynna lista yfir þá sjö bíla sem komnir eru í úrslit fyrir valið á Bíl ársins í Evrópu árið 2020. Bílarnir voru valdir úr 30 bílum sem tilnefndir voru og eru ný módel nýrra kynslóða sem eru fáanleg í allavega fimm löndum þegar valið fer fram. Dómnefnd samanstendur af 60 bílablaða- mönnum frá 23 löndum í Evrópu. Tilkynnt verð- ur hvaða bíll hlýtur titilinn á bílasýning- unni í Genf í byrjun mars, en í fyrra vann Jagúar I-Pace sem og hér á Íslandi í haust. Bílarnir sem hlutu náð fyrir augum dómnefnd- ar að þessu sinni eru BMW 1-lína, Ford Puma, Peugeot 208, Porsche Taycan, Renault Clio, Tesla Model 3 og Toyota Corolla. BMW 1-lína breyttist úr aftur- hjóladrifnum bíl í framdrifinn milli kynslóða. Hann fær nýja inn- réttingu ásamt betri tæknibúnaði, en einnig hefur breyting yfir í fram- drif mikil áhrif á innanrými sem er meira en áður. Ford Puma er nýr bíll sem byggir á gömlum grunni. Hann er líkt og áður byggður á Ford Fiesta undirvagni en er nú lítill jepplingur með framdrifi í stað sportbíls áður. Á nýju ári kemur Peugeot 208 í nýrri kynslóð og verður einnig fáanlegur rafdrifinn. Hann hefur vakið athygli fyrir vel hannaða inn- réttingu fyrir bíl í þessum f lokki. Porsche Taycan var kynntur á árinu og er fyrsti hreini raf bíll Porsche. Hann hefur hvarvetna vakið athygli fyrir 800 volta r a f t æ k n i n a s e m hann býður upp á. Renault Clio er nýr bíll á alveg nýjum u n d i r v a g n i . I n n - réttingin er líka alveg endurhönnuð og býður meðal annars upp á stóran skjá fyrir miðju. Tesla Model 3 hefur vakið athygli hvar sem hann hefur komið og verið mest seldi bíll- inn bæði í Noregi og Hollandi í ár. Aðalsmerki hans er hraðhleðsla og langdrægni. Toyota Corolla nafnið kemur aftur og tekur við af Auris. Þökk sé tvinntækninni sem Toyota hefur nú þróað áfram er bíllinn einn sá eyðslugrennsti í f lokknum. Sjö bílar í úrslit bíls árins 2020 Nýr Tesla Cybertruck pallbíll hefur hvar-vetna vakið athygli og sýnist sitt hverjum. Á meðan sumir geta varla leynt vanþóknun sinni á framúrstefnulegu útliti hans með hvössum og beinum línum eru aðrir sem halda varla vatni af hrifningu. Mörgum þykir það skrýtið af Tesla að taka slíka áhættu með útlit bílsins en allt hefur sínar ástæður. Efnið í yfirbyggingu hans er nefnilega ryð- frítt stál sem hefur verið kaldpressað 30 sinnum og er það sterkasta sem völ er á. Eins og gefur að skilja er erf- itt að forma slíkt stál í mjúkar línur og því er útlitið örlítið skiljanlegra þegar þetta er haft í huga. Birst hafa tölvumyndir á netinu þar sem Tesla Cybertruck hefur verið breytt í enn meira torfærutröll og kannski er það ekki svo óraunhæft þegar grannt er skoðað. Cybertruck kemur á loftpúðafjöðrun sem getur lækkað bílinn að aftan þannig að hægt er að keyra fjórhjól beint upp í hann á rafdrifnum rampi, eins og sýnt var á kynningunni. Tesla fjór- hjólið er þó aðeins endurhannað Yamaha Raptor sem fengið hefur hlífar í stíl við pallbílinn og að sjálf- sögðu rafmótor. Það er mjög hátt undir bílinn eða 406 mm undir lægsta punkt. Einnig er aðfallshorn hans með besta móti eða 35° og frá- fallshornið 28° sem er betra en hjá helstu keppinautum. Þegar af lið bætist við fer dæmið að líta vel út. Enn eigum við þó eftir að sjá hvað bíllinn er þungur og hvort hann getur yfirhöfuð ekið í vatni að ein- hverju ráði. En hversu af lmikill er Tesla Cybertruck? Hægt verður að fá hann með einum, tveimur eða þremur rafmótorum. Með einum mótor er bíllinn 6,5 sekúndur í hundraðið með 400 km drægni. Þannig getur hann dregið 3.400 kg og haft 1.360 kg á pallinum. Hann mun líka kosta aðeins 39.900 dollara sem er vel undir samkeppninni. Með tveimur mótorum er Cybertruck pallbíllinn 4,5 sekúndur í hundraðið og getur dregið 4.500 kg. Með Plaid rafmót- orum í þriggja mótora útfærslu er bíllinn með 800 km drægni og fer í hundraðið á aðeins 2,9 sekúndum sem er fordæmalaust í pallbíl. Sá bíll getur dregið 6.350 kg sem er harla gott. Bíllinn er sex manna og eins og í öðrum Teslum er stór skjár fyrir miðju. Stýrið í kynningarbílnum er svipað og í Roadster sportbílnum eða ferkantað, en hvort það verði reyndin í framleiðslu verður að koma í ljós. Fyrstu bílarnir munu koma á götuna árið 2021 og þá bara með einum mótor en Plaid útgáfan árið 2022. Að sögn Elon Musk hafa þegar um 200.000 manns lagt inn pöntun í trukkinn í Bandaríkjunum svo að viðtökurnar þar lofa góðu. Sam- kvæmt talnaspekingum innan bíl- greinarinnar verða að minnsta kosti níu rafdrifnir pallbílar komnir á göt- urnar í lok ársins 2021 í Bandaríkj- unum. Árið 2024 verður framleiðslu- getan komin upp í 250.000 ökutæki á ári en samkvæmt fyrrgreindum talnaspekingum er markaður fyrir aðeins um 70.000 á ári. Bílarnir sem eru á leiðinni eru margir hverjir ekki af verri sortinni heldur. Nægir þar að nefna bíla frá Bollinger, Hercules, Atlis, Workhorse, Ford, GM, Neuron og Rivian sem allir koma af fram- leiðslulínum í Bandaríkjunum. Ljóst er því að samkeppnin verður hörð í þessum flokki. Skyldum við þurfa hleðslustöðvar á hálendið? Nýjasta tilraunaafurð VW, ID Space Vizzion var frum-sýndur á Bílasýningunni í Los Angeles í gær. Bíllinn er sá sjöundi í röð ID bíla sem notast við MEB undirvagninn sem einnig verður í ID.3 sem kemur á markað á næsta ári. ID Space Vizzion er hönn- unarstúdía sem sýnir hvernig hægt er að hanna rafmagnsbíla á annan hátt en bíla með brunahreyf lum. Þar sem umfang rafmótors er minna gátu hönnuðir haft húddið lægra og styttra en áður sem gefur bílnum sterkari svip. Space Vizzion er án hurðarhand- fanga en þess í stað birtist bak- lýstur snertiskjár þegar einhver nálgast með lykilinn í vasanum. Aðeins þarf að ýta létt á skjáinn til að dyrnar opnist en einnig verður hægt að opna bílinn með farsíma. Innandyra er stór 15,6 tommu upp- lýsingaskjár fyrir miðju en einn- ig stór framrúðuskjár sem sýnir helstu upplýsingar í rauntíma. Þar sem leður er að verða bannfært í bílaheiminum þróaði Volkswa- gen gervileður sem búið er til úr afurðum frá eplaframleiðslu og kallast einfaldlega Appleskin. Það þekur sæti og kemur í stað hluta af plasti í mælaborði. Bíllinn í Los Angeles er búinn 275 hestafla raf- mótor fyrir ofan afturdrifið en einfalt yrði að breyta honum í fjór- hjóladrifsbíl að sögn hönnuða VW. Rafhlaðan er 82 kWh og dugar fyrir 480 km akstur. Þegar hafa þrír ID bílar verið settir inn í framleiðslu- áætlanir Volks wagen. ID.3 kemur eins og áður sagði á næsta ári fyrir Evrópumarkað en ID.4 mun einnig fara í framleiðslu árið 2020. ID Buzz hefur verið sýndur sem tilraunabíll en samkvæmt VW mun framleiðsla hefjast árið 2022. ID Space Vizzion tilraunabíll VW frumsýndur Elon Musk heldur áhyggjulaus áfram kynningu á Cybertruck pallbílnum eftir að óbrjótanlegar rúður brotnuðu tvisvar. NORDICPHOTOS/AFP Eflaust eru einhverjir sem myndu vilja Tesla pallbílinn í svona útgáfu. Tesla fjórhjólið er líklegast endurhannað Yamaha Raptor með rafmótor. Þótt hámarkshraði Space Vizzion sé aðeins 175 km er hann snöggur í hundraðið sem hann nær á aðeins fimm sekúndum. Það er mjög hátt undir bílinn eða 406 mm undir lægsta punkt. Njáll Gunnlaugsson njall@frettabladid.is 2 8 . N Ó V E M B E R 2 0 1 9 F I M M T U D A G U R38 B Í L A R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 2 8 -1 1 -2 0 1 9 0 5 :0 7 F B 0 7 2 s _ P 0 5 0 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 3 9 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 2 3 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 3 4 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 4 5 B -E 1 C 0 2 4 5 B -E 0 8 4 2 4 5 B -D F 4 8 2 4 5 B -D E 0 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 A F B 0 7 2 s _ 2 7 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.