Fréttablaðið - 28.11.2019, Side 52
ÞVÍ MIÐUR ÞEKKJA
EKKI NÆGILEGA
MARGIR ÞENNAN KONSERT.
ÞAÐ ER ÓTRÚLEGA GAMAN AÐ
HLUSTA Á OG SPILA ÞETTA
VERK.
Stjórn Kælitæknifélags Íslands boðar til aðalfundar
þriðjudaginn 10. desember 2019
Fundurinn hefst kl. 19:30 og verður í sal á 4. hæð hjá VM
(Félag vélstjóra og málmtæknimanna) að Stórhöfða 25.
Dagskrá aðalfundar, sem hefst kl. 19:30, er samkvæmt lögum
Kælitæknifélags Íslands:
1. Hefðbundin aðalfundarstörf. Stjórn félagsins gerir grein fyrir störfum
undangengins starfsárs, lagðir fram endurskoðaðir reikningar
félagsins, kosning stjórnar og tveggja skoðunarmanna.
2. Önnur mál
kl. 20:00 – 20:10 Kaffihlé
1) kl. 20:10-20:40 Ísak Sigurjón Bragason hjá Umhverfisstofnun kynnir
reglugerðir um F-gös og kemur inn á vottanir.
2) kl. 20:45-21:00 Hlöðver Eggertsson kynnir leyfi fyrir vottun
einstaklinga sem Tækniskólinn er nú kominn með
frá Umhverfisráðuneytinu.
Umræður og skoðanaskipti um erindin verða í beinu framhaldi af
hverju erindi.
Stjórn Kælitæknifélags Íslands
ktifelagid@gmail.com
Aðalfundur
Kælitæknifélags
Íslands
og fagleg erindi
Dimitri Þór Ashkenazy klarínettuleikari leikur einleik á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands í k völd ,
fimmtudagskvöld. Dimitri fæddist
árið 1969 í New York en ólst upp á
Íslandi hjá foreldrum sínum, Þór
unni Jóhannsdóttur og Vladimir
Ashkenazy.
Hann hóf píanónám sex ára
gamall. „Foreldrar mínir spiluðu á
píanó og bróðir minn sömuleiðis
og þá lá beinast við að ég lærði á
píanó,“ segir hann. „Þar sem eigin
lega allir spiluðu á píanó langaði
mig til að gera eitthvað nýtt, eitt
hvað annað. Systir mín spilaði
á f lautu og mér fannst að það
hlyti að vera frábær tilfinning
að spila á hljóðfæri sem væri
mitt og valdi klarínett.“
Hann hefur oft komið fram með
föður sínum á tónleikum. „Við erum
báðir fullkomnunarsinnar. Hann er
ótrúlega góður listamaður, góður
píanóleikari og sömuleiðis góður
maður. Það er einstaklega þægilegt
að vinna með honum sem mann
eskju.“
Nýtt verk en samt ekki nýtt
Dimitri talar góða íslensku. „Hún
er nú ekki svo góð,“ segir hann
þegar blaðamaður hrósar honum.
„Ég reyni að viðhalda henni eins og
ég get og tala íslensku við íslenskt
tónlistarfólk þegar ég spila með
því.“ Hann býr í Sviss og segist
reyna að koma einu sinni á ári til
Íslands. Síðast lék hann með Sin
fóníuhljómsveitinni á Íslandi fyrir
rúmum áratug. Á tónleikum í kvöld
leikur hann sjaldheyrðan klarín
ettukonsert eftir franska tónskáldið
Jean Françaix. „Því miður þekkja
ekki nægilega margir þennan
konsert. Það er ótrúlega gaman að
hlusta á og spila þetta verk sem er
frá árinu 1968. Þetta er tiltölulega
nýtt verk en samt ekki nýtt. Það er
mjög aðgengilegt fyrir áheyrendur,
eins og blanda af Ravel og Poulenc.“
Önnur verk á efnisskrá tónleikanna
eru sinfónía eftir Joseph Bologne
og Lemminkäinensvítan efir Jean
Sibelius.
Hrifinn af Hörpu
Dimitri hefur leikið með sinfóníu
hljómsveitum og í heimsfrægum
tónleikasölum víða um heim, meðal
annars á Promstónlistarhátíðinni í
Royal Albert Hall. Starfs síns vegna
er hann á stöðugum ferðalögum.
„Það er stundum lýjandi. Ég er orð
inn fimmtugur og núna þarf ég að
æfa mig meir en þegar ég var ungur.
Þetta er samt alltaf jafn skemmti
legt.“
Hann segir Eldborgarsal Hörpu
vera frábæran. „Hann er mjög fal
legur og hljómburðurinn er afar
góður. Það er frábært að spila í
þessum sal. Það eru ellefu ár síðan
ég kom síðast til Íslands sem tón
listarmaður en ég hef aldrei komið
inn í Hörpu fyrr en nú. Ég er mjög
hrifinn.“
Þetta starf er alltaf
jafn skemmtilegt
Dimitri Þór Ashkenazy klarínettuleikari kemur fram með Sinfóníuhljómsveitinni í kvöld. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK
Kolbrún
Bergþórsdóttir
kolbrunb@frettabladid.is
Stórvirki Páls Baldvins Baldvinssonar Síldarárin kom nýlega út. Forsíðu bókarinnar
prýðir mynd af ungri stúlku í síldar
vinnslu. Þegar kápumyndin var
valin höfðu útgefendur bókarinnar
ekki hugmynd um
hver þessi stúlka væri,
en eftir töluverða eft
irgrennslan tókst að
finna hana. Myndin
er tekin af sænskum
manni sem var á
Íslandi um og upp
úr 1950, en stúlkan
er íslensk og heitir
Erla Nanna Jóhann
esdóttir. Hún mætti
í útgáfuhófið og tók
á móti sínu eintaki
með bros á vör.
Erla Nanna var
aðeins 13 ára þegar
myndin var tekin.
Blaðamaður hafði
samband við hana
og aðspurð segist hún muna vel eftir
myndinni. „Ætli þetta hafi ekki
verið um 1957. Ég er Siglfirðingur og
var að vinna í síld í þrjú sumur. Ég
var þarna að borða nestið mitt og þá
kom ljósmyndari og fór að mynda
í gríð og erg. Ég var ekkert að stilla
mér upp en einhver bak við mig
endurtók í sífellu: Brostu! Brostu!
Ég lét það ekkert trufla mig og hélt
áfram að borða nestið.“
Erla Nanna segist
ekki hafa hugsað
um þessa my nd
árum saman. „Það
var ekki fyrr en 2014
sem ég fór að velta
þessari mynd fyrir
mér og hvort hún
hefði birst einhvers
staðar. Ég vissi að
ljósmyndarinn væri
sænskur og fór að
gúgla og fann mynd
ina þannig. Ég komst
að því að myndir þess
ara ljósmyndara eru
á safni í Svíþjóð. Ein
hvern veginn hefur Páll
Baldvin síðan fengið
myndina og fyrir örfá
um dögum var hringt í mig og mér
boðið í útgáfuhófið. Ég fór þangað
og mér var vel tekið.“ – kb
Síldarstúlkan mætti í útgáfuhófið
Páll Baldvin afhendir Erlu Nönnu eintakið af stórvirki sínu.
Klarínettuleikar-
inn Dimitri Þór
Ashkenazy kemur
fram á tónleikum
Sinfóníuhljóm-
sveitar Íslands
í kvöld. Hann
segir frábært að
spila í Hörpu.
2 8 . N Ó V E M B E R 2 0 1 9 F I M M T U D A G U R40 M E N N I N G ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
MENNING
2
8
-1
1
-2
0
1
9
0
5
:0
7
F
B
0
7
2
s
_
P
0
5
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
3
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
2
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
3
6
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 2
4
5
B
-C
E
0
0
2
4
5
B
-C
C
C
4
2
4
5
B
-C
B
8
8
2
4
5
B
-C
A
4
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
4
A
F
B
0
7
2
s
_
2
7
_
1
1
_
2
0
1
C
M
Y
K