Fréttablaðið


Fréttablaðið - 28.11.2019, Qupperneq 54

Fréttablaðið - 28.11.2019, Qupperneq 54
BÆKUR Dimmumót HHHHH Steinunn Sigurðardóttir Fjöldi síðna: 92 Útgefandi: Mál og menning / For- lagið Jöklunum blæðir út „eins og hverju öðru helsærðu dýri“ segir í bókinni Dimmumót sem er nýjasta ljóða- bók Steinunnar Sigurðardóttur. Er þar dregin upp heldur dökk mynd af því sem bíður, vegna þess að „í því glæra blóði mun hálfur heimurinn hrekkjast og drekkjast“ (60). Ljóð bókarinnar eru sem sagt helguð hörfandi jöklum landsins og hamfarahlýnun jarðar. Hvítagullfjallið ofar öllu ljós landsins. Það fer og skuggarnir verða. (26) Steinunn Sigurðardóttir (f. 1950) á fimmtíu ára skáldaafmæli um þessar mundir og Dimmumót er hennar tíunda ljóðabók. Stein- unn var aðeins 19 ára gömul þegar hennar fyrsta bók, Sífellur, kom út en frá þeim tíma hefur hún jöfnum höndum gefið út ljóðmæli og skáldsögur og hlotið margvís- legar viðurkenningar og verðlaun fyrir ritstörf sín, svo sem verðlaun Jónasar Hallgrímssonar og íslensku bókmenntaverðlaunin. Hún hefur lengi látið sig varða náttúru lands- ins og umhverfismál á ýmsum vettvangi. Þessi ljóðabók er þó sú afdráttarlausasta sem frá henni hefur komið um þau efni. Inn í lýsingar á hopandi jöklum, saman við hughrif og tilfinningar sem sú þróun vekur, tvinnast upp- vaxtarsaga telpukorns sem svipar sterklega til Steinunnar sjálfrar. Ber þar nýrra við, því hingað til hefur Steinunn haldið sjálfri sér utan við eigin skáldverk. Hér hins vegar byggir hún á bernskuupplifunum þegar hún varði hluta æsku sinnar í návist jökla, einkum í Fljóts- hlíð, eins og fram hefur komið í nýlegu viðtali. Þannig fær „stelpan“ í ljóðabók- inni að kynnast sveit- inni þar sem jökull- inn gnæfir mikill og bjartur við himin, táknmynd varanleik- ans sem þó er á hverfanda hveli. Jökullinn, svo sterkur og máttugur sem hann virðist, er bara vatn í fjötrum þegar allt kemur til alls, ofurseldur umhverfi sínu og lofts- lagi. Vatn sem leysist og rennur burt. Þannig verður Vatnajökull að tvíræðu tákni hugar og heims. Vonir og draumar hverfa á braut, varanleg gildi sömuleiðis. Allt er breytingum undirorpið og nafn jökulsins felur í sér dystópískan spádóm um um afdrif þiðnandi vatna-jökla. Myndmál ljóðanna er opið og orðfærið afdráttarlaust. Menn- irnir eru „móðurmorðingjar“ (80) sem hirða ekki um jörðina heldur drepa hana hægt og örugglega með aðgerðum sínum og aðgerðaleysi. Hafið súrnar og plastvæðist. Garmurinn fiskur étur plastið og við étum garminn. Frýs í æðum plastblóð andskot- ans. (77) Titill bókarinnar Dimmumót geymir myrkan grun. Nafn- ið mun vera skaft- fellska og merkja ljósaskipti. Lítill vafi leikur á því að ljósa- skiptin boða nótt en ekki dag. Þann skilning staðfestir röðun ljóðanna í nokkra bálka, sá fyrsti nefnist „Það kemur í ljós“ en sá síðasti „Það hverfur“. Eins og jafnan áður í ljóðabókum Steinunnar getur hér víða að líta tilvísanir í bókmennta- hefðina, jafnt Ritninguna sem verk íslenskra skálda. Í anda Jónasar Hallgrímssonar skartar textinn nýyrðum og nýgervingum sem auðga ljóðmálið og votta öruggt vald höfundar síns á íslensku máli: Fagurkalt haf, dulareyjan ósnert- anlega, ísfiðrildislíf, eilífðarfjall, harmsól og hávaðableik kvöldsól eru aðeins nokkur dæmi þar um, valin af handahófi. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir NIÐURSTAÐA: Kraftmikil og myndræn tjáning á heimsins bráðasta samtímavanda. Hverfandi hvel BJARNI ARA LATIBÆR SIGGA KLINGJÓLASVEINAR HELGA MÖLLER ÍRIS LIND & SJONNI INGÓ VEÐURGUÐ Arnaldur er á toppnum eins og venjulega. FRÉTTABLAÐIÐ/ANDRI MARINÓ Félag íslenskra bókaútgefenda hefur birt sölulista íslenskra bóka fyrir tímabilið 1.-24. nóv- ember. Ekki kemur á óvart að Arn- aldur Indriðason situr þar í fyrsta sæti með Tregastein. Andri Snær Magnason má vel við una en hann er í öðru sæti með hina rómuðu bók sína Um tímann og vatnið. Glæpa- sagnadrottningin Yrsa Sigurðar- dóttir er í þriðja sæti með Þögn. Þinn eigin tölvuleikur eftir Ævar Þór Benediktsson er í því fjórða og Leikskólalögin okkar í því fimmta. Arnaldur er sömuleiðis í topp- sætinu á netsölulista Eymundsson fjórðu vikuna í röð. Í öðru sæti er ný bók um Orra óstöðvandi eftir Bjarna Fritzson og í því þriðja er Innf lytjandinn eftir Ólaf Jóhann Ólafsson. Þar á eftir koma Þögn eftir Yrsu Sigurðardóttur og Um tímann og vatnið eftir Andra Snæ Magnason. Bókmenntaunnendur bíða svo spenntir eftir tilnefningum til Íslensku bókmenntaverðlaunanna sem kynntar verða um helgina. Eftir helgina verður síðan tilkynnt um tilnefningar til Fjöruverð- launanna, bókmenntaverðlauna kvenna. – kb Glæpasagnakóngurinn Arnaldur situr sem fastast á toppnum 2 8 . N Ó V E M B E R 2 0 1 9 F I M M T U D A G U R42 M E N N I N G ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 2 8 -1 1 -2 0 1 9 0 5 :0 7 F B 0 7 2 s _ P 0 5 4 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 1 9 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 4 5 B -B A 4 0 2 4 5 B -B 9 0 4 2 4 5 B -B 7 C 8 2 4 5 B -B 6 8 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 A F B 0 7 2 s _ 2 7 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.