Fréttablaðið


Fréttablaðið - 28.11.2019, Qupperneq 56

Fréttablaðið - 28.11.2019, Qupperneq 56
Blekhylki.is, S. 517 0150 – 2. hæð Smáralind Ódýr blekhylki og tónerar! KVIKMYNDIR Bergmál Leikstjórn: Rúnar Rúnarsson Handrit: Rúnar Rúnarsson Aðalhlutverk: Alls konar fólk, á öllum aldri úr ýmsum áttum. Sjálf- sagt rúmlega 350 manns. Bergmál er einstök mynd. Án gríns. Algerlega einstök og stórmerkileg. Svo mjög í raun að réttast er að hafa um hana sem fæst orð. Ég upplifði hana í það minnsta þannig, auk þess sem það yrði til að æra jafnvel stöðuga að reyna að rekja efni henn- ar og innihald. Það er ekki hægt. Rúnar Rúnarsson f léttar hér saman undarlega heilsteypta en brotakennda mynd úr tæplega 60 misstuttum sagnaleiftrum. Örsögum sem tengjast ekkert en geta samt auðveldlega myndað árhrifaríka og ágenga heild. Sögur frekar en sögu og í raun er Bergmál jafn margar kvikmyndir og fólkið sem sér hana. Hún er upplifun sem ekkert okkar mun skynja, skilja og túlka nákvæmlega eins. Rúnar gefur öllum hefðbundn- um reglum um söguframvindu og byggingu langt nef þannig að marg- breytileg brotin renna í gegnum vitundina, haganlega saman klippt og þótt þau kunni að birtast til- viljanakennt fær maður sterkt á tilfinninguna að gríðarleg hugar- orka og tími hafi farið í það svim- andi þolinmæðisverk sem klipping myndarinnar hlýtur bara að hafa verið. Flest erum við sem kvikmynda- áhorfendur slefandi og skilyrtir hundar Hollywood sem hafa vanist því að naga bein upp- hafs, miðju og endaloka þannig að Tarantino þurfti ekki annað en að kasta heil- ögu þrenningunni fram í brenglaðri röð í Pulp Fiction til þess að kvikmynda- h e i m s b y g g ð i n féll andaktug í stafi. R ú n a r tef lir miklu d j a r f a r og fok k a r hressilega í hausnum á manni með þessari margþversagna- kenndu kvikmynd. Kannski mætti ætla að frásagnarmáti hans hér falli þægilega að pússuðum rössum áhrifa- valda og hirðfífla þeirra með sinn áunna athyglisbrest sem hleypur á sekúndum og 160 stafabilum. Allar þess- ar pínkuponsulitlu örsögur sem verða saman að langvar- andi bergmáli verða ólík t snöppu nu m dýpri og merkingar- bærari eftir því sem áhorfandinn gefur þeim meiri gaum, saman og í sundur. Atriðin eru eins og brotin sem mynda þá línulaga og kræklóttu f lækju sem lífið er eru alls konar; fyndin, sorg- leg, falleg, átakanleg, öfugsnúin og stundum jafn banal og hversdagslegt brölt okkar er í eðli sínu. Það sem einum finnst fyndið þarna finnst öðrum fáránlegt eða eitthvað allt annað. Undir lokin birtist þó fallegasta sena sem sést hefur í íslensku bíói. Þið fattið það þegar þið sjáið það og hljótið að taka undir með mér. Í endinum skyldi upphafið skoða. Bergmál er ótrúlega íslensk en um leið sammannleg og tímalaus saga okkar allra þannig að maður þarf að horfast í augu við sjálfan sig og aðra á tjaldinu og getur jafnvel kynnst sjálfum sér öðruvísi í leiðinni. Þórarinn Þórarinsson NIÐURSTAÐA: Rúnar Rúnarsson gefur fullkominn skít í hefðbundinn frásagnar- hátt og ævafornar reglur Aristótelesar í þeim efnum með djarfri tilraun sem gerir talsverðar kröfur til áhorfenda sem uppskera ríkulega ef þeir nenna að leggja sitt af mörkum til verksins. Spegilbrot sjálfsmynda okkar Upphaf eða endir? Húsbruni í sveitinni hefur ólíka merkingu fyrir persónum sem og áhorfendum. Eins og myndin öll. Þegar vonin ein er eftir. Skaðaminnkunarbíllinn Frú Ragnheiður kemur við sögu sem boðberi vonarinnar sem lifir svo lengi sem fíkillinn dregur andann. Alls konar boðskapur bergmálar um myndina en hver hann nákvæmlega er er undir hverjum og einum komið. Rúnar Rúnarsson kemur með Bergmáli aftan að áhorfendum með djörfu en ánægjulega óvæntu útspili. Offramboðið á sjónvarpsefni er orðið svo yfirþyrmandi og svo virðist sem fréttir af nýjum efnisveitum berist vikulega. Netflix náði ákveðnum yfirburðum í byrjun en ákafir nýliðar þrengja stöðugt að risanum í harðri sam- keppni um tíma okkar og peninga. Disney+ og Apple TV+ eru meðal þeirra nýjustu en framleiðsla gæða- þátta hjá Hulu og Amazon Prime hefur einnig stóref lst undanfarið og tilnefningar til virtustu verð- launanna í bransanum hafa ratað til þeirra. Nokkrar aðrar streymisveitur eru væntanlegar í hasarinn, meðal annarra Peacock, sem er á vegum NBC sjónvarpsstöðvarinnar og Universal kvikmyndaversins, og HBO Max sem mun sýna efni kapal- stöðvarinnar ásamt efni frá Warner Bros kvikmyndaverinu. Streymisveiturnar keppst við að fá skærustu stjörnurnar í skemmt- anabransanum til liðs við sig og vissulega má greina vandlætingar- tón hjá þekktum leikurum og leikstjórum sem gefa lítið fyrir hugmyndafræði og áherslur stóru framleiðslufyrirtækjanna í Holly- wood dagsins í dag. Áherslan virðist mest á ofurhetju- og hasarmyndir á borð við það sem streymir frá myndasögurisanum Marvel, auk harðhausamynda í anda The Fast and the Furious. Markhópurinn er ungt fólk sem er líklegast til þess að fara í bíó á meðan plássið fyrir myndir sem keyra á öðru en sprengingum og ofurhetjum minnkar jafnt og þétt. Martin Scorsese er einn þeirra sem hafa gagnrýnt stefnu fram- leiðslufyrirtækja og hefur hann nú gert kvikmyndina The Irishman fyrir Netf lix. The Irishman varð aðgengileg á streymis- veitunni í gær eftir að hafa verið sýnt í kvikmyndahúsum í stuttan tíma. Scorsese v irðist kunna vel við sig í Net- flix-umhverfinu og þeir eru margir k v ik my nd a- rýnarnir sem s pá þ e s s u n ý j a s t a s t ó r v i r k i hans vænum slatta af til- nefningum t i l Ó sk- arsverð- launa. N e t - f l i x virðist m e ð þ e s s u v e r a að reyna að skilja sig frá streymis- hjörðinni með áherslu á fram- leiðslu á kvikmyndir eftir leiðandi leikstjóra með virtum leikurum og greindi nýlega frá áformum um að taka yfir gamalt kvikmynda- hús í New York til þess að sýna þar myndir sínar á breiðtjaldi. Skemmst er frá því að segja að Óskarsverðlaunaakademían gerir kröfur um að kvikmynd verði að hafa verið til sýningar í kvik- myndahúsum í ákveðinn tíma til að eiga möguleika á tilnefningu. Þannig að það eru engar tilviljanir í stríði streymisveitanna. Netf lix á svo sannarlega undir högg að sækja vegna þessa fjölda streymisveita sem virðast hafa dúkkað upp á einni nóttu. Fjár- hagslegt tap Netf lix hefur verið mikið á síðustu misserum. Ekki ein- göngu vegna fækkunar áskrifenda og gífurlegs fjármagns sem fer í að framleiða kvikmyndir í Óskars- verðlaunaklassa heldur hafa margir sett út á að Netflix hafi tilhneigingu til að hætta framleiðslu efnis eftir fáar og jafnvel eina þáttaröð. Verði þáttaröð ekki vinsæl undir eins er hún sett á hilluna. Vart þarf að minna á að upphaf- lega hugmyndin að baki streymis- veitum var meðal annars að sporna gegn ólöglegu niðurhali og hafa vinsælasta sjónvarpsefnið tiltækt á einum stað og aðgengilegt hve- nær sem okkur þóknaðist. Einnig þótti það ódýrara að kaupa aðgang að þeim en að vera áskrifandi að sjónvarpsstöðvum sem verður svo sannarlega ekki raunin ef keypt er áskrift að öllum þeim nýju sem í boði eru. Spurningin er hvort áhorfandinn fari aftur að kaupa sér DVD diska og hala niður myndum með ólöglegum hætti í stað þess að borga mánaðargjald fyrir allar þessar strey mis- veitur sem allar hafa svo mikið efni að maður verður ringl- aður. – ekb Stríðið í streyminu harðnar 2 8 . N Ó V E M B E R 2 0 1 9 F I M M T U D A G U R44 M E N N I N G ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð BÍÓ 2 8 -1 1 -2 0 1 9 0 5 :0 7 F B 0 7 2 s _ P 0 6 9 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 5 6 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 1 7 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 4 5 B -C 9 1 0 2 4 5 B -C 7 D 4 2 4 5 B -C 6 9 8 2 4 5 B -C 5 5 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 0 7 2 s _ 2 7 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.