Fréttablaðið - 18.05.2019, Síða 40
Allir eru boðnir og
búnir til að hjálpa,
það er fallegt að upplifa
það og sjá hvað fólk er
tilbúið að leggja á sig
fyrir unga fólkið okkar.Í Berginu munu starfa ráðgjafar sem hafa reynslu, þekkingu og/eða menntun í geðheilbrigði, og
hlutverk þeirra verður að vísa ung
mennum sem þurfa á meðferð við
sínum vanda að halda á viðeigandi
staði. „Því verður Bergið í miklu
samstarfi við til dæmis Land
spítalann, BUGL, Barnavernd,
heilsugæslur, félagsþjónustuna og
starfsendurhæfingargeirann“ segir
Sigurþóra Bergsdóttir, forstöðu
maður og stofnandi Bergsins.
Sigurþóra, aðrir starfsmenn
Bergsins, sjálf boðaliðar og iðn
aðarmenn vinna hörðum höndum
við að gera Suðurgötu 10 tilbúna
til opnunar. „Þetta er 300 fermetra
rými, þetta er ansi stórt og leynir
á sér,“ segir Sigurþóra og bætir við
að það sé verið að byggja þrjú við
talsherbergi, hópavinnuherbergi
sem er stærra, og skrifstofu. Fyrir
utan það mun húsnæðið nýtast í
opið rými fyrir þau ungmenni sem
þangað munu leita.
Um daginn fékk Bergið 60 millj
ónir frá ríkisstjórninni, Sigurþóra
segir að það sé fallegt að sjá hvað
verkefnið hefur fengið mikinn
meðbyr frá bæði fólki og fyrirtækj
um. „Allt þetta ferli og allt sem við
erum að gera hefur gengið ótrúlega
vel, af því að við fáum svo mikinn
velvilja frá öllu samfélaginu. Allir
eru boðnir og búnir til að hjálpa,
og það er fallegt að upplifa það og
sjá hvað fólk er tilbúið að leggja á
sig fyrir unga fólkið okkar.“
Það verður farið af stað með
kynningar á verkefninu í gegnum
samfélagsmiðla þegar nær dregur
opnuninni. „Ég grínast stundum
með að við erum búin að vera
með svona „old people“ markaðs
setningu, þar sem við erum bara
búin að vera að skapa okkur nafn
og efna til samstarfs við ýmsar
stofnanir, nú þurfum við að fara
í kynningarherferð fyrir yngra
fólk þegar líður að opnuninni,
sem við erum öll farin að hlakka
mikið til. Þetta verkefni er búið að
vera langhlaup og ég er tiltölulega
óþolinmóð manneskja en ég er að
læra að vera þolinmóð. Við erum
að vanda okkur.“ Bergið er búið
að vera í bígerð frá því í ágúst 2018
eins og kemur fram á heimasíðu
þess, bergid.is, þegar Sigurþóra
fékk hugmyndina. Hún átti son
sem glímdi við mikla andlega
vanlíðan sjálfur og svo fór að hann
svipti sig lífi árið 2016, aðeins 19
ára gamall.
Eins og kemur fram hér að
framan verður ekki veitt sérhæfð
sálfræðimeðferð við geðrænum
vanda í Berginu. „Ég geri samt ráð
fyrir að sálfræðinemar sem eru í
klínísku sálfræðinámi verði verð
mætir fyrir okkur. Við munum
líka fá til okkar félagsráðgjafa og
iðjuþjálfa, það er iðjuþjálfi að vinna
með okkur núna í undirbúningi
þjónustunnar. Við viljum líka fá
fólk til starfa sem hefur einhvers
konar reynslu af svipuðu starfi og
langar til að vinna í þessu verkefni.
Síðan verður unnið með krökk
unum sem koma hingað og þeim
hjálpað að komast í umfangsmeiri
úrræði ef þess þarf. En ef það eru
einhverjir hlutir sem eru að valda
þeim vanlíðan og þau þurfa aðstoð
og stuðning til að takast á við þá,
erum við hér í Berginu til þess. Við
vonumst líka til að fá fjölskyldur
ungmennanna til að vinna með
okkur, en það verður gert á for
sendum unga fólksins. Allt sem við
erum að gera er fyrir ungt fólk og á
forsendum þess. Þau eru við stjórn,
ekki við.“
Bergþóra segir að tilgangur
starfsfólks Bergsins sé ekki að
skipa unga fólkinu í samfélaginu
fyrir um hvað það á að gera til að
öðlast bætta geðheilsu. „Við viljum
finna leiðina í samstarfi við ung
mennin. Þau eru að finna leiðina
sína, en með okkar stuðningi. Við
segjum þeim ekki hvað þau eiga
nákvæmlega að gera.“
Í Berginu er starfandi ung
menna ráð sem vinnur með
stjórnendum í skipulagningunni,
og unga fólkið fær að ráða miklu
um skipulagið. „Við héldum með
þeim vinnustofu í janúar á þessu
ári, og það sat í mér það sem þau
sögðu þá. Þau sögðu að þau þyrftu
ekki einhvern til að segja þeim
hvað þau ættu að gera, þau vissu
hvað þau ættu að gera. Þau þyrftu
bara einhvern sem væri tilbúinn
til að hlusta. Það opnaði augu
mín. Maður er alltaf að reyna að
bjarga einhverjum, en stundum er
einfaldlega nóg að veita stuðning,
taka utan um viðkomandi og
hlusta á hann. Leyfa tímanum
stundum bara að líða.“
Bergþóra segir tilganginn ekki að
stofna félagsmiðstöð, þó það verði
skipulögð spilakvöld og skipulagt
hópastarf. „Þetta er staður sem
allir mega koma á og vera á ef þeim
líður illa, það er engum vísað frá. En
þetta verður ekki staður til að koma
að hanga á með vinum sínum. Ekki
til að byrja með. Við eigum eftir að
sjá hvernig þetta þróast. Það er nóg
af félagsmiðstöðvum, við viljum
gera eitthvað sem aðrir eru ekki nú
þegar að gera, eitthvað sem vantar.“
Unga fólkið
ræður ferðinni
Bergið, Headspace verður opnað í Suðurgötu 10 í miðbæ
Reykjavíkur í júní. Bergið er hugsað sem fyrsta þreps
úrræði fyrir ungmenni sem eiga við einhvers konar
andlegan vanda að stríða, allt frá því að líða af og til illa
eða líðan sem einkennir alvarlega geðsjúkdóma.
Sigurþóra Bergsdóttir stendur hér í húsnæði Bergsins á Suðurgötu 10, sem verður opnað í júní. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Sólrún Freyja
Sen
solrunfreyja@frettabladid.is
LOKAR!
WWW.SIGURBOGINN.IS
SIGURBOGINN VEFVERSLUN
SIGURBOGINN
-25% afsláttur af öllum vörum!
15% afsláttur af BIOEFFECT!
Laugavegi 80, 101 Reykjavík
Innritun stendur yfir í
Suzukitónlistarskólanum
í Reykjavík fyrir skólaárið
2019-2020.
Þeir sem hafa hug á skólavist vinsamlegast
hafið samband við skrifstofu skólans í síma 551-5777
á milli kl. 9:00 – 13:00 alla virka daga eða sendið
á netfang skólans postur@suzukitonlist.is
Stendur undir nafni
4 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 1 8 . M A Í 2 0 1 9 L AU G A R DAG U R