Fréttablaðið - 10.10.2019, Síða 12

Fréttablaðið - 10.10.2019, Síða 12
Aðilar á atvinnuhúsnæðismarkaði og lánveitendur verða að vera undir það búnir að viðvarandi verðhækk­ unum linni fyrr en síðar. Nokkur hætta er á að það skapist offramboð sem muni hafa í för með sér verð­ lækkanir. Sú hætta er hins vegar enn sem komið er að mestu tak­ mörkuð við hótel og gistiheimili. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í nýju riti Fjármálastöðugleika sem Seðlabankinn kynnti í gær. Samanlagt námu útlán bankanna til fasteignafélaga og byggingargeir­ ans um 20 prósentum af útlánum til viðskiptavina í lok ágúst. Vöxtur í útlánum til fasteignafélaga, sem hafa aukist mikið síðustu ár, fór minnkandi í lok síðasta árs en í byggingageiranum hefur lánavöxt­ urinn verið mikill að undanförnu og nemur um 16 prósentum á síð­ ustu tólf mánuðum. Verðlag at vinnuhúsnæðis á höfuð borgarsvæðinu hefur hækkað áfram á liðnum mánuðum og í lok annars ársfjórðungs hafði verðvísi­ tala atvinnuhúsnæðis hækkað um tæplega 15 prósent að raungildi á milli ára. Vísitalan er nú töluvert yfir langtímaleitni, að því er fram kemur í ritinu, og hefur hækkað hlutfallslega mikið miðað við tengdar hagstærðir, svo sem lands­ framleiðslu og byggingarkostnað. Á það er bent í riti Seðla­ bankans að bankarnir eigi mikið undir stöðug leika og hagstæðri verðþróun á markaðnum. Vegna langvarandi verðhækkana og á markaði hafa verðhlutföll útlána þeirra með veði í atvinnuhúsnæði farið lækkandi. „Dvínandi vöxtur eftirspurnar og vaxandi framboð benda hins vegar til þess að leigu­ verð atvinnuhúsnæðis geti staðnað eða jafnvel lækkað eitthvað á næstu misserum,“ segir í ritinu. Rannveig Sigurðardóttir, að stoð­ ar seðlabankastjóri, bendir á það í formála ritsins að vísbendingar séu um að velta á fasteignamarkaði á höfuðborgarsvæðinu hafi dregist saman og að sölutími hafi lengst en á sama tíma hefur framboð aukist. Samhliða fjölgun nýbygginga hefur dregið úr skammtímaútleigu íbúða á höfuðborgarsvæðinu til ferða­ manna. Offramboð og lækkun nafnverðs gætu fylgt í kjölfarið. Í því felst áhætta fyrir fjármála­ kerfið. „Lánastofnanir þurfa að búa sig undir að nýbyggingar seljist hægt, veðsetningarhlutföll fasteigna­ veðlána hækki og útlánatöp vegna íbúðarhúsnæðis aukist,“ segir hún og nefnir að tengsl séu á milli stöðu ferðaþjónustu og áhættu á íbúðar­ og atvinnuhúsnæðismörkuðum. – hae Lánastofnanir þurfa að búa sig undir að nýbyggingar seljist hægt, veðsetningarhlutföll fasteignaveð- lána hækki og útlánatöp vegna íbúðar- húsnæðis aukist. Rannveig Sigurðardóttir, aðstoðarseðlabankastjóri Stjórnvöld hafa brugðist hratt við athugasemdum FATF og sýnast mér síðustu atriðin vera á lokametrunum. Katrín Júlíusdóttir, framkvæmda- stjóri SFF 38% nemur lækkun hlutabréfa- verðs Icelandair á árinu. Rannsóknarsjóður Öldrunarráðs Íslands auglýsir eftir umsóknum um styrk úr sjóðnum Umsóknarfrestur er til og með 16. október 2018 og skulu umsóknir sendar rafrænt á oldrunarrad@oldrunarrad.is eða til Öldrunarráðs Íslands, Sóltúni 2, 105 Reykjavík. Frekari upplýsingar veitir Anna Birna Jensdóttir, formaður stjórnar Öldrunarráðs. Fyrirspurnir sendist á netfangið oldrunarrad@oldrunarrad.is Úr 5. gr. skipulagsskrár Rannsóknarsjóðsins: Hlutverk sjóðsins er að styrkja rannsóknir í öldrunarmálum á Íslandi svo og þau verkefni sem stjórn sjóðsins ákveður. Rannsóknasjóður Öldrunarráðs Íslands auglýsir eftir umsóknum um styrk úr sjóðnum Úr 5. gr. skipulagsskrár Rannsóknasjóðsins: lutverk sjóðsins er að styrkja rannsóknir í öldrunarmálum á Íslandi svo og þau verkefni sem stjórn sjóðsins ákveður. Umsóknarfrestur er til og m ð 3. desember 2019 og skulu umsóknir sendar rafrænt á oldrunarrad@oldrunarrad.is eða til Öldrunarráðs Íslands, Snorrabraut 58, 105 Reykjavík. Frekari upplýsingar veitir Jórunn Frímannsdóttir, formaður stjórnar Öldrunarráðs Íslands. Fyrirspurnir sendist á netfa gið oldrunarrad@oldrunarrad.is „Það er yfirhöfuð ekki gott að lenda á svona lista og erfitt að leggja mat á áhrifin í f ljótu bragði. Við munum fylgjast vel með hvernig málum lyktar og treystum því að stjórn­ völd séu að leggja allt kapp á að koma í veg fyrir að svona fari,“ segir Katrín Júlíusdóttir, framkvæmda­ stjóri Samtaka fjármálafyrirtækja, í samtali við Fréttablaðið. Í vikunni var greint frá því að sérfræðingahópur FATF, sem er alþjóðlegur hópur ríkja um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka, teldi að enn stæðu út af sex atriði sem gætu leitt til þess að umbætur Íslands varðandi aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka verði ekki taldar full­ nægjandi. Verði það niðurstaðan fer Ísland á lista yfir svokölluð áhættusöm þriðju lönd þar sem aðgerðaáætlun er í farvegi. Á listanum má finna lönd á borð við Írak, Afganistan, Jemen og Úganda. Katrín ítrekar að atriðin sex sem samtökin setja út á snúi ekki beint að íslensku fjármálafyrirtækjunum. „Íslensku bankarnir hafa sterkar varnir gegn bæði peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka, og fylgja skýru regluverki og kröfum hér heima sem og erlendis frá. Fjár­ málafyrirtækin standast skoðun hvað þetta varðar og eru sífellt að bæta sig. Varnir gegn peningaþvætti eru hluti af starfsemi fjármálafyrir­ tækja og mat á þessum vörnum er hluti af erlendum viðskiptasam­ böndum þeirra enda kröfurnar eðlilega miklar, “ segir Katrín. Í ljósi þess sé ekki búist við því að málið hafi áhrif á viðskiptasambönd Yrðu mikil vonbrigði að lenda á gráum lista Framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja segir ekki gott að lenda á gráum lista FATF. Erfitt sé að leggja mat á áhrifin sem það geti haft. Fulltrúar funduðu með FATF í síðustu viku til að reyna að beina málinu í betri farveg. Erfiðara fyrir námsmenn að opna reikninga úti Ef Ísland fer á gráan lista FATF gætu erlendir aðilar í viðskiptum við íslensk fyrirtæki, þá einkum fjármálafyrirtæki og trygginga- félög, þurft að kanna sjálfstætt hvort varnir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka séu nægilega tryggar. Viðmælendur Fréttablaðsins á fjármálamarkaði segja að með því að lenda á listanum geti orðið erfiðara fyrir Íslendinga að eiga viðskipti við erlenda banka. Þann- ig verði til að mynda erfiðara fyrir námsmenn erlendis að stofna bankareikning í viðkomandi landi. Þá segja viðmælendurnir að bandarísk fyrirtæki starfi mjög stíft eftir þessum reglum og horfi til þess hvaða lönd séu á þessum lista þegar þau eiga í viðskiptum við erlend fyrirtæki. Hlutabréf Icelandair Group héldu áfram að lækka í Kauphöllinni í gær og nam lækkunin 2,2 prósentum. Á undanförnum sjö dögum nemur lækkunin tíu prósentum. ViðskiptaMogginn sagði í for­ síðufrétt í gær að „15. október gæti orðið sögulegur dagur í íslenskri f lugsögu“ því að þá myndi draga til tíðinda hjá tveimur flugfélögum sem unnið sé að því að koma á loft. Um er að ræða WAB air, sem fyrr­ verandi starfsmenn eru í forsvari fyrir, og WOW 2 þar sem bandaríska athafnakonan Michele Roosevelt Edwards stendur í stafni eftir kaup á vörumerki WOW af þrotabúi þess. Sveinn Ingi Steinþórsson, stjórn­ arformaður WAB air, vildi ekk­ ert láta hafa eftir sér spurður um áform félagsins og hvort búið væri að tryggja fjármögnun og flugvélar fyrir starfsemina. Hlutabréfaverð Icelandair hefur ekki verið lægra frá mars 2012. Gengið hefur lækkað um 38 prósent það sem af er ári. – hvj Icelandair lækkaði enn í Kauphöll íslensku bankanna erlendis sem séu sterk fyrir. Fréttablaðið greindi frá því í gær að talsverðar áhyggjur væru innan viðskiptabankanna vegna málsins. Stjórnvöld sendu bréf á bankastjóra viðskiptabankanna á fimmtudag í síðustu viku þar sem fram kom að taldar væru verulegar líkur á því að Ísland lenti á listanum. Bankarnir ættu því að búa sig undir þá niður­ stöðu og haga undirbúningi sínum í samræmi við það. „Það yrðu veruleg vonbrigði ef Ísland endar á þessum lista því miðað við þau atriði sem FATF metur að standi út af eru stærstu atriðin í lagi. Stjórnvöld hafa aftur á móti brugðist hratt við athuga­ semdum FATF og sýnast mér síð­ ustu atriðin vera á lokametrunum. Ég vona að vel gangi að koma því til skila,“ segir Katrín en vænta má niðurstöðu á fundi fulltrúa allra aðildarríkja FATF sem haldinn verður um miðjan október. Samkvæmt heimildum Frétta­ blaðsins áttu fulltrúar stjórnvalda fund í höfuðstöðvum samtakanna í París í síðustu viku til að unnt yrði að komast hjá því að málið færi í þennan farveg. Verði niðurstaðan eigi að síður sú að Ísland verði sett á fyrrnefndan lista, munu íslensk stjórnvöld kappkosta að það verði aðeins til skamms tíma, en FATF getur endurskoðað afstöðu sína á næsta ári. Unnur Gunnarsdóttir, forstjóri Fjármálaeftirlitsins, gat ekki orðið við beiðni Fréttablaðsins um viðtal vegna funda. thorsteinn@frettabladid.is Innan viðskiptabankanna eru töluverðar áhyggjur vegna málsins. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Séu undir það búnir að  verðhækkunum linni  MARKAÐURINN 1 0 . O K T Ó B E R 2 0 1 9 F I M M T U D A G U R10 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.