Fréttablaðið - 10.10.2019, Side 41

Fréttablaðið - 10.10.2019, Side 41
Undanfarin fimm ár hefur hluti af söluágóða Nokian gæðadekkja hjá MAX1 runnið til Bleiku slaufunnar. MAX1 Bílavaktin og Nokian Tyres á Íslandi ganga nú til samstarfs við Bleiku slaufuna í sjötta sinn. MAX1 er stoltur styrktaraðili Bleiku slaufunnar og finnst sérlega ánægjulegt að fá að halda farsælu samstarfi við Krabbameinsfélag Íslands áfram. Allt frá upphafi samstarfsins hafa viðskiptavinir og starfsmenn MAX1 tjáð ánægju sína með að fá tækifæri til þess að vekja athygli á svo brýnu málefni. Dekk sem má treysta „Við erum gífurlega stoltir full- trúar Nokian dekkja frá Finnlandi. Nokian vetrardekk eru gæðadekk, eins og kannanir og prófanir hafa sýnt fram á undanfarin ár, og þau eru margverðlaunuð,“ segir Sigur- jón Árni Ólafsson, framkvæmda- stjóri MAX1 Bílavaktarinnar. „Þau eru fáanleg í miklu úrvali og mörgum gerðum sem henta vel á Íslandi og ekki skemmir gott verð fyrir. Það er áríðandi að velja gæðadekk undir bílinn, því dekk eru mikilvæg öryggistæki. Það skiptir gríðarlega miklu máli að geta treyst eiginleikum dekkja í krefjandi aðstæðum. Á hverju ári fara tveir full- trúar frá okkur til Finnlands til að heimsækja höfuðstöðvar Nokian þar sem vetrardekkin eru prófuð á fullkomnu 700 hektara prófunarsvæði þeirra í Ivalo,“ segir Sigurjón. „Á svæðinu eru um 50 mismunandi brautir þar sem þeir prófa og sannreyna Nokian vetrardekk á mismunandi undir- lagi í afar erfiðum og krefjandi vetraraðstæðum. Nokian er einnig leiðandi í visthæfni og notkun vistvænna efna við framleiðslu gæðadekkja.“ Hvert er rétta vetrardekkið? „Hjá Nokian getur þú valið um negld dekk, harðkorna vetrardekk sem og vetrardekk sem henta allt árið. Þegar kemur að vali á réttum dekkjum er gott að velta því fyrir sér hvernig dekk henta hverjum og einum,“ segir Sigurjón. „Þegar kemur að vetraröryggi kemur ekkert í stað nagladekkja, næst þar á eftir koma harðkornadekk, síðan almenn vetrardekk og síðast í röðinni eru vetrardekk sem henta vel sem heilsársdekk. Hjá MAX1 leggjum við áherslu á að veita Í samstarfi við Bleiku slaufuna sjötta árið í röð Sigurjón Árni Ólafsson, framkvæmda­ stjóri MAX1 Bílavaktarinnar, Kolbrún Silja Ásgeirsdóttir, fjáröflunarstjóri Krabbameins­ félags Íslands, og Marís Gústaf Marísson, rekstrarstjóri MAX1 í Jafn­ aseli, innsigla samstarfið. Nokian Hakk­ apeliitta 9 SUV er framúr­ skarandi vetrar­ og nagladekk með Aramid hliðarstyrkingu. Dekkin henta í öllum vetrarað­ stæðum. Nokian Hakk­ apeliitta R3 er harðkorna vetrardekk þar sem öryggi og þægindi bland­ ast fullkom­ lega saman. Áhersla er lögð á stöðugleika, nákvæmni og áhyggjulausan akstur í vetrar­ færð. Nokian WR Snowproof vetrar­heils­ ársdekkið er snilldarlega samsett og þar nýtist áralöng reynsla af vetr­ araðstæðum á norðlægum slóðum. Viðskiptavinir sem koma í MAX1 og kaupa Nokian gæðadekkin í október og nóvember styrkja Bleiku slaufuna um leið með kaupunum. MAX1 Bílavaktin og Nokian tyres á Íslandi styrkja nú fjáröflun Bleiku slaufunnar sjötta árið í röð með hluta af sölu- ágóða af Nokian dekkjum. Það er því hægt að fá ný dekk og styðja gott málefni um leið. viðskiptavinum ráðgjöf við val á dekkjum því dekk eru flókin vara og það er mismunandi hvað hentar hverjum og einum.“ Léleg dekk geta valdið slysum „Vanmat ökumanna á ástandi dekkja getur verið stórvarasamt. Við sjáum því miður alltof oft að viðskiptavinir koma með dekk á haustin til þess að skipta fyrir veturinn og þá kemur í ljós að mynstur dekkjanna er komið undir slitmörk til þess að f lokkast sem gagnleg vetrardekk,“ segir Sigurjón. „Nokian dekkin eru með svokallaðar DSI-merkingar á öllum sínum dekkjum, sem segja til um hversu mikið er eftir af dekkinu. Fyrir vikið er auðveldara að átta sig á hvort dekkið sé enn öruggt.“ Bókaðu tíma á netinu „Nú er mikilvægt að fara að huga að vetrinum, forðast örtröð og bóka tíma í dekkjaskipti á netinu. Á heimasíðu MAX1 Bílavaktar- innar, max1.is, getur þú bókað tíma fyrir dekkjaskipti og þannig sloppið við örtröð þegar veturinn skellur á,“ segir Sigurjón. Nokian gæðadekk styrkja Bleiku slaufuna „Viðskiptavinir MAX1 sem kaupa Nokian gæðadekk í október og nóvember styrkja Bleiku slaufuna um leið með kaupunum,“ segir Sigurjón. „Samstarf MAX1 og Bleiku slaufunnar hófst 1. október og verður út nóvembermánuð. Að sjálfsögðu verður Bleika slaufan líka til sölu á öllum verkstæðum MAX1, en þau eru þrjú talsins, tvö í Reykjavík og eitt í Hafnarfirði.“ BLEIKA SLAUFAN 9 F I M MT U DAG U R 1 0 . O K TÓ B E R 2 0 1 9

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.