Fréttablaðið - 10.10.2019, Page 64

Fréttablaðið - 10.10.2019, Page 64
Ás m u n d a r s a l u r við Freyjugötu er heillandi sýningar-rými og þar er Krist-i n n Guðbr a ndu r Harðarson, heiðurs- listamaður myndlistarhátíðarinn- ar Sequences IX, að setja upp verk sín, með aðstoð tveggja hjálparliða. Á hvorn gaf l eru máluð risastór verk, beint á vegginn, annað ljóst, hitt dekkra og textar einkenna þau bæði. „Ég hef alltaf verið mikið að fást við texta í myndunum mínum og samsetningar ýmissa þátta,“ segir listamaðurinn. Kristinn Guðbrandur kveðst hafa unnið á blöðum „í gamla daga“ við að teikna upp síðurnar. Það var áður en tölvutæknin hélt innreið sína í blaðaútgáfu. „Svo fór ég út í alls konar listsköpun og hef víða komið við. Sýnt úti um allt hér á Íslandi og víða erlendis. Var meira að segja með einkasýningu hér í Ásmundarsal árið 1982, þá var hér gallerí. Svo var ég með fyrstu sýninguna sem haldin var á Suður- götu 7,“ lýsir hann þegar hann lítur í f ljótheitum yfir farinn veg. Var það sem hann málaði í upp- hafi eitthvað í ætt við það sem hann er að fást við núna? „Við erum að tala um fjörutíu ár, ýmislegt breytist með tíðarand- anum og maður þróast vonandi sem listamaður. En textanotkun hefur alltaf fylgt mér og oftast eru ólíkir þættir í sömu mynd sem búa til einhverja stemningu.“ Veistu alltaf þegar þú leggur af stað í nýtt verk hvert þú ert að fara? „Nei, ég get ekki sagt það. En sýningin núna sprettur upp úr Sýningarstaðir Sequences IX • Marshallhúsið á Granda sem hýsir bæði Nýlistasafnið og Kling & Bang • Ásmundarsalur • Harbinger • Bíó Paradís Samhliða aðaldagskrá há- tíðarinnar verða fjölbreyttar sýningar og atburðir. Dæmi um texta í myndum Kristins Nokkur fokheld hús, opið á milli hæða. Ryk blæs inn í húsið frá efnisnámum í nágrenninu. Hið vel staðsetta hótel þar sem fræga fólkið gistir stundum, staður norðurljósa og sumar- nátta. „Sýningin sprettur upp úr bók sem er nýbúið að prenta,“ segir Kristinn Guðbrandur. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI Myndir málaðar á pappír, sem líka eru í bókinni. Þetta er sami heimurinn. Gaman og alvara eins og í lífinu sjálfu Alþjóðlegi myndlistartvíæringurinn Se- quences IX hefst á morgun og stendur til 20.  október. Dagskráin teygir anga sína víða og listamenn skipta tugum. Heiðurslista- maður er Kristinn Guðbrandur Harðarson. Gunnþóra Gunnarsdóttir gun@frettabladid.is bók sem er nýbúið að prenta. Hún verður frumsýnd hér, Dauðabani heitir hún,“ segir Kristinn Guð- brandur. Viðurkennir að titillinn sé ekki upplífgandi en bendir á að dauðinn sé alltaf yfirvofandi. Á hverri blaðsíðu bókarinnar er texta- og myndapar. „Myndirnar á sýningunni hér spretta út úr þessu bókverki,“ útskýrir Kristinn Guð- brandur. „Aðdragandinn er hug- myndir sem leita á mig og koma frá einhverju sem vekur athygli mína – frá minningum eða texta – og ég byrja á að krassa niður á blöð. Það er efniviðurinn sem ég hef unnið úr,“ segir hann og sýnir mér í tölvu margs konar teikningar, stórar og smáar. „Þetta er margra ára safn. Ég tók mig til í fyrra, fór yfir þetta allt og bjó til seríu úr myndum til að ná þessu efni saman. Í tölvunni eru textinn og myndirnar saman en í bókinni splittast þær – á sýn- ingunni hér renna þær svo saman aftur.“ Á hliðarvegg Ásmundarsalar er verið að raða upp myndum sem málaðar eru á pappír. Þær birtast líka í bókinni, að sögn Kristins Guðbrands. „Þetta er allt sami heimurinn, samsafn af alls konar áreiti sem tengist saman,“ segir hann. „Þar er bæði gaman og alvara eins og í lífinu sjálfu.“ Jóhann Sigurjónsson. Þjóðleikhúsið, í samstarfi við Vonarstrætisleikhúsið, minn-ist Jóhanns Sigurjónssonar á Hátíðarkvöldi á Stóra sviðinu mánudaginn 14. október. Fram koma margir þekktir listamenn og boðið verður upp á leiklestur, ljóða- lestur og söng, auk umfjöllunar um list skáldsins. Nú í haust eru liðin 100 ár frá andláti skáldsins Jóhanns Sigur- jónssonar (f. 19. júní 1880 – d. 31. ágúst 1919), en hann lést í Kaup- mannahöfn aðeins 39 ára gamall. Hann var þá orðinn almennt viður- kenndur sem eitt helsta þálifandi leikskáld Norðurlanda og verk hans leikin víða um Evrópu og í Vestur- heimi. Þrjú af fjórum þekktustu leikverkum hans voru þó frumflutt á Íslandi. Jóhann Sigurjónsson skipaði sér í fremstu röð ljóðskálda og var einn af upphafsmönnum fríljóðsins. Við sum ljóða hans hafa verið samin lög sem alþekkt eru og oft heyrast f lutt. Þeirra á meðal er Heimþrá, en þangað er yfirskrift hátíðarkvölds- ins sótt, Bikarinn, sem mörg tón- skáld hafa spreytt sig á, og ekki síst vögguvísa Höllu úr Fjalla-Eyvindi, Sofðu unga ástin mín, sem hvert mannsbarn á Íslandi þekkir. Á hátíðarkvöldinu koma fram margir þekktustu listamenn þjóð- arinnar og meðal þeirra eru Hilmir Snær Guðnason, Jóhanna Vigdís Arnardóttir, Steinunn Ólína Þor- steinsdóttir, Lára Jóhanna Jóns- dóttir, Anna Kristín Arngríms- dóttir, Arnar Jónsson, Eyjólfur Eyjólfsson og Kristján Franklín Magnús. Vigdís Finnbogadóttir ávarpar samkomuna og þeir Sveinn Einarsson og Sveinn Yngvi Egils- son fjalla um skáldskap Jóhanns. Einnig verða leiklesin atriði úr verkum skáldsins, f lutt ljóð og sungin. Umsjón með leiklestrum hefur Árni Kristjánsson. Að undir- búningnum unnu Þórunn Magnea Magnúsdóttir og Sveinn Einarsson. Fögnuðurinn verður sem áður sagði á Stóra sviðinu mánudaginn 14. október og hefst hann kl. 19.30. Aðgangur er ókeypis meðan hús- rúm leyfir. Til heiðurs Jóhanni Sigurjónssyni Andri Snær fær óskabyrjun í jólabókaflóðinu. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Jólabókaflóðið er rétt að byrja en Andri Snær Magnason virðist mega fagna. Ný bók hans, Um tímann og vatnið, hefur fengið frábærar viðtökur og trónir í fyrsta sæti metsölulista Eymundsson. Í öðru sæti er Slæmur pabbi eftir hinn sívinsæla barnabókahöfund David Walliams og Þú og ég alltaf eftir Jill Mansell er í þriðja sæti. Í fjórða sæti er hin gullfallega bók Margrétar Tryggvadóttur um Kjarval og í því fimmta glæpasagan Gauksins gal eftir Robert Galbraith, sem er dul- nefni J.K. Rowling, en sú bók hefur gert lukku víða. Um tímann og vatnið á toppnum 1 0 . O K T Ó B E R 2 0 1 9 F I M M T U D A G U R38 M E N N I N G ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð MENNING

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.