Fréttablaðið - 10.10.2019, Qupperneq 64

Fréttablaðið - 10.10.2019, Qupperneq 64
Ás m u n d a r s a l u r við Freyjugötu er heillandi sýningar-rými og þar er Krist-i n n Guðbr a ndu r Harðarson, heiðurs- listamaður myndlistarhátíðarinn- ar Sequences IX, að setja upp verk sín, með aðstoð tveggja hjálparliða. Á hvorn gaf l eru máluð risastór verk, beint á vegginn, annað ljóst, hitt dekkra og textar einkenna þau bæði. „Ég hef alltaf verið mikið að fást við texta í myndunum mínum og samsetningar ýmissa þátta,“ segir listamaðurinn. Kristinn Guðbrandur kveðst hafa unnið á blöðum „í gamla daga“ við að teikna upp síðurnar. Það var áður en tölvutæknin hélt innreið sína í blaðaútgáfu. „Svo fór ég út í alls konar listsköpun og hef víða komið við. Sýnt úti um allt hér á Íslandi og víða erlendis. Var meira að segja með einkasýningu hér í Ásmundarsal árið 1982, þá var hér gallerí. Svo var ég með fyrstu sýninguna sem haldin var á Suður- götu 7,“ lýsir hann þegar hann lítur í f ljótheitum yfir farinn veg. Var það sem hann málaði í upp- hafi eitthvað í ætt við það sem hann er að fást við núna? „Við erum að tala um fjörutíu ár, ýmislegt breytist með tíðarand- anum og maður þróast vonandi sem listamaður. En textanotkun hefur alltaf fylgt mér og oftast eru ólíkir þættir í sömu mynd sem búa til einhverja stemningu.“ Veistu alltaf þegar þú leggur af stað í nýtt verk hvert þú ert að fara? „Nei, ég get ekki sagt það. En sýningin núna sprettur upp úr Sýningarstaðir Sequences IX • Marshallhúsið á Granda sem hýsir bæði Nýlistasafnið og Kling & Bang • Ásmundarsalur • Harbinger • Bíó Paradís Samhliða aðaldagskrá há- tíðarinnar verða fjölbreyttar sýningar og atburðir. Dæmi um texta í myndum Kristins Nokkur fokheld hús, opið á milli hæða. Ryk blæs inn í húsið frá efnisnámum í nágrenninu. Hið vel staðsetta hótel þar sem fræga fólkið gistir stundum, staður norðurljósa og sumar- nátta. „Sýningin sprettur upp úr bók sem er nýbúið að prenta,“ segir Kristinn Guðbrandur. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI Myndir málaðar á pappír, sem líka eru í bókinni. Þetta er sami heimurinn. Gaman og alvara eins og í lífinu sjálfu Alþjóðlegi myndlistartvíæringurinn Se- quences IX hefst á morgun og stendur til 20.  október. Dagskráin teygir anga sína víða og listamenn skipta tugum. Heiðurslista- maður er Kristinn Guðbrandur Harðarson. Gunnþóra Gunnarsdóttir gun@frettabladid.is bók sem er nýbúið að prenta. Hún verður frumsýnd hér, Dauðabani heitir hún,“ segir Kristinn Guð- brandur. Viðurkennir að titillinn sé ekki upplífgandi en bendir á að dauðinn sé alltaf yfirvofandi. Á hverri blaðsíðu bókarinnar er texta- og myndapar. „Myndirnar á sýningunni hér spretta út úr þessu bókverki,“ útskýrir Kristinn Guð- brandur. „Aðdragandinn er hug- myndir sem leita á mig og koma frá einhverju sem vekur athygli mína – frá minningum eða texta – og ég byrja á að krassa niður á blöð. Það er efniviðurinn sem ég hef unnið úr,“ segir hann og sýnir mér í tölvu margs konar teikningar, stórar og smáar. „Þetta er margra ára safn. Ég tók mig til í fyrra, fór yfir þetta allt og bjó til seríu úr myndum til að ná þessu efni saman. Í tölvunni eru textinn og myndirnar saman en í bókinni splittast þær – á sýn- ingunni hér renna þær svo saman aftur.“ Á hliðarvegg Ásmundarsalar er verið að raða upp myndum sem málaðar eru á pappír. Þær birtast líka í bókinni, að sögn Kristins Guðbrands. „Þetta er allt sami heimurinn, samsafn af alls konar áreiti sem tengist saman,“ segir hann. „Þar er bæði gaman og alvara eins og í lífinu sjálfu.“ Jóhann Sigurjónsson. Þjóðleikhúsið, í samstarfi við Vonarstrætisleikhúsið, minn-ist Jóhanns Sigurjónssonar á Hátíðarkvöldi á Stóra sviðinu mánudaginn 14. október. Fram koma margir þekktir listamenn og boðið verður upp á leiklestur, ljóða- lestur og söng, auk umfjöllunar um list skáldsins. Nú í haust eru liðin 100 ár frá andláti skáldsins Jóhanns Sigur- jónssonar (f. 19. júní 1880 – d. 31. ágúst 1919), en hann lést í Kaup- mannahöfn aðeins 39 ára gamall. Hann var þá orðinn almennt viður- kenndur sem eitt helsta þálifandi leikskáld Norðurlanda og verk hans leikin víða um Evrópu og í Vestur- heimi. Þrjú af fjórum þekktustu leikverkum hans voru þó frumflutt á Íslandi. Jóhann Sigurjónsson skipaði sér í fremstu röð ljóðskálda og var einn af upphafsmönnum fríljóðsins. Við sum ljóða hans hafa verið samin lög sem alþekkt eru og oft heyrast f lutt. Þeirra á meðal er Heimþrá, en þangað er yfirskrift hátíðarkvölds- ins sótt, Bikarinn, sem mörg tón- skáld hafa spreytt sig á, og ekki síst vögguvísa Höllu úr Fjalla-Eyvindi, Sofðu unga ástin mín, sem hvert mannsbarn á Íslandi þekkir. Á hátíðarkvöldinu koma fram margir þekktustu listamenn þjóð- arinnar og meðal þeirra eru Hilmir Snær Guðnason, Jóhanna Vigdís Arnardóttir, Steinunn Ólína Þor- steinsdóttir, Lára Jóhanna Jóns- dóttir, Anna Kristín Arngríms- dóttir, Arnar Jónsson, Eyjólfur Eyjólfsson og Kristján Franklín Magnús. Vigdís Finnbogadóttir ávarpar samkomuna og þeir Sveinn Einarsson og Sveinn Yngvi Egils- son fjalla um skáldskap Jóhanns. Einnig verða leiklesin atriði úr verkum skáldsins, f lutt ljóð og sungin. Umsjón með leiklestrum hefur Árni Kristjánsson. Að undir- búningnum unnu Þórunn Magnea Magnúsdóttir og Sveinn Einarsson. Fögnuðurinn verður sem áður sagði á Stóra sviðinu mánudaginn 14. október og hefst hann kl. 19.30. Aðgangur er ókeypis meðan hús- rúm leyfir. Til heiðurs Jóhanni Sigurjónssyni Andri Snær fær óskabyrjun í jólabókaflóðinu. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Jólabókaflóðið er rétt að byrja en Andri Snær Magnason virðist mega fagna. Ný bók hans, Um tímann og vatnið, hefur fengið frábærar viðtökur og trónir í fyrsta sæti metsölulista Eymundsson. Í öðru sæti er Slæmur pabbi eftir hinn sívinsæla barnabókahöfund David Walliams og Þú og ég alltaf eftir Jill Mansell er í þriðja sæti. Í fjórða sæti er hin gullfallega bók Margrétar Tryggvadóttur um Kjarval og í því fimmta glæpasagan Gauksins gal eftir Robert Galbraith, sem er dul- nefni J.K. Rowling, en sú bók hefur gert lukku víða. Um tímann og vatnið á toppnum 1 0 . O K T Ó B E R 2 0 1 9 F I M M T U D A G U R38 M E N N I N G ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð MENNING
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.